Morgunblaðið - 15.11.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Við endurmat á eignum viðskipta-
bankanna þriggja hafa 76 milljarðar
króna runnið til erlendra kröfuhafa
hinna föllnu banka á meðan aðeins
um 30 milljarðar króna eru eftir sem
virðisaukning í nýju bönkunum. Þetta
kom fram í máli fulltrúa Fjármálaeft-
irlitsins, á fundi efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis í gær.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
endurheimtur á lánasafni viðskipta-
bankanna renna í miklu meira mæli –
um 70% – til erlendra kröfuhafa held-
ur en til hinna nýju endurreistu
banka, að sögn Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar, sem situr í efnahags- og við-
skiptanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
„Stærstur hluti hagnaðarins af bætt-
um endurheimtum á lánasafni bank-
anna skilar sér ekki til íslenska hag-
kerfisins heldur fer beint til
útlendinga.“
Á fundi nefndarinnar var jafnframt
upplýst að vogunarsjóðir væru
stærstir í eigendahópi skilanefnda
Kaupþings og Glitnis, en samkvæmt
mati FME eiga sjóðirnir meira en
60% af öllum skuldabréfum bankanna
tveggja. Guðlaugur tekur undir það
sem fram kom hjá FME, að það sé
mikið áhyggjuefni að „aðilar sem hafi
aðeins skammtímasjónarmið að leið-
arljósi séu meirihlutaeigendur að Ar-
ion banka og Íslandsbanka“. Sú stað-
reynd gerir það að verkum að mun
torveldara en ella er að ráðast í
skuldaafskriftir hjá heimilum og fyr-
irtækjum, segir Guðlaugur. „Það er
hagur neins, ekki heldur bankanna,
að heimilin og fyrirtæki séu föst í
skuldaspennitreyju til lengri tíma.“
Guðlaugur segir að fulltrúi FME hafi
sagt að mikil pressa væri frá kröfu-
höfum að bankarnir greiði út arð-
greiðslur til þeirra.
Guðlaugur segir það vekja upp
áleitnar spurningar um hversu æski-
legir eigendur vogunarsjóðir séu að
íslenskum bönkum og bendir á að í
lögum um fjármálafyrirtæki eru
gerðar mjög miklar kröfur til eigenda
banka.
Endurmat eigna fer
til erlendra kröfuhafa
Vogunarsjóðir eiga meira en 60% í Arion og Íslandsbanka
Endurheimtur Vogunarsjóðirnir sem keyptu kröfur á gömlu bankana eftir
fall þeirra hafa hagnast mikið á þeim viðskiptum.
Kröfuhafar njóta
hagnaðarins
» 76 milljarðar af endur-
heimtum á lánasafni bankanna
fara til erlendra kröfuhafa á
endanum.
» Aðeins 30 milljarðar til nýju
viðskiptabankanna
» FME segir það áhyggjuefni
að vogunarsjóðir séu meiri-
hlutaeigendur að Arion og Ís-
landabanka
Bæði Landsbank-
inn og Íslands-
banki hafa lagt
inn tilboð í Spari-
sjóð Norðfjarðar.
Þetta staðfestu
talsmenn bank-
anna í samtali við
Morgunblaðið í
gær. Landsbank-
inn hefur þar að
auki sent inn til-
boð í Sparisjóð Svarfdæla. Arion
banki hefur hins vegar ekki lagt
fram tilboð í sjóðina.
Í skriflegum svörum frá Íslands-
banka kemur fram að bankinn hafi
„áhuga á að efla þjónustu og styrkja
starfsemi sína á Austfjörðum og hef-
ur sent umsjónaraðilum söluferlisins
á Sparisjóði Norðfjarðar tilboð um
kaup á stofnfé í sjóðnum.“
Allt stofnfé Sparisjóðar Norð-
fjarðar var auglýst til sölu í liðnum
septembermánuði. Bankasýsla rík-
isins fer með 49,5% af stofnfé sjóðs-
ins fyrir hönd ríkissjóðs. Í sama
mánuði var auk þess tilkynnt að 90%
stofnfjárhlutur ríkisins í Sparisjóði
Svarfdæla, sem Bankasýsla ríkisins
fer með, hefði verið settur í opið
söluferli. Fjárhagslegri endurskipu-
lagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk
í desember 2010 og er 90% stofnfjár-
hlutur ríkisins 382 milljónir króna
að nafnvirði.
hordur@mbl.is
Bankar
bjóða í
sparisjóði
Bitist um Sparisjóð
Norðfjarðar
Landsbankinn
býður í sparisjóði.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Jón Daníelsson, hagfræðingur við
London School of Economics, segir
að gjaldeyrishöftin á Íslandi eigi
ekkert skylt við þær aðgerðir sem
menn hafa ráðist í í ríkjum á borð
við Suður-Kóreu og Brasilíu til
þess að spyrna við raskandi áhrif-
um mikils fjármagnsflæðis. Höftin
hér á landi líkist fyrst og fremst
hinum víðtæku höftum sem voru
hér á landi á sjötta áratug síðustu
aldar og þau hafi gríðarlega skað-
leg áhrif á efnahagslífið. Engin
ástæða hafi verið til þess að setja
höftin á í upphafi og réttara hefði
verið að feta þá leið sem lögð var til
af sumum íslenskum sérfræðingum
að leggja í þeirra stað tímabundinn
skatt á útflæði fjármagns.
Jón skrifar ásamt Ragnari Árna-
syni, prófessor í hagfræði við Há-
skóla Íslands, grein um skaðleg
áhrif gjaldeyrishaftanna sem birt-
ist á vefritinu Vox í gær. Í greininni
kemur fram sú skoðun að útlend-
ingar hafi tilhneigingu til þess að
misskilja inntak og eðli þeirra hafta
sem eru í gildi. Erlendir hagfræð-
ingar líti á gjaldeyrishöftin hér á
landi sem skammtímaúrræði til að
koma í veg fyrir raskanir á raun-
hagkerfinu vegna mikils fjár-
magnsflæðis til og frá landinu. Þeir
Jón og Ragnar segja hins vegar
þetta vera fjarri veruleikanum þar
sem nánast öll gjaldeyrisviðskipti
eru háð leyfi Seðlabankans rétt
eins og tíðkaðist á sjötta áratugn-
um. Samkvæmt mati þeirra Jóns
og Ragnars þá nemur efnahags-
legur kostnaður hagkerfisins við
höftin um einu prósenti af lands-
framleiðslu á hverju ári.
Jón og Ragnar telja ólíklegt að
höftin verði afnumin í fyrirsjáan-
legri framtíð og þar af leiðandi mun
þjóðhagslegur kostnaður vegna
þeirra stigmagnast.
Engin ástæða til þess að
grípa til gjaldeyrishafta
Ennfremur kemur fram í grein
þeirra að engin ástæða hafi verið til
þess að setja gjaldeyrishöftin á á
sínum tíma. Vissulega stóð íslenska
hagkerfið frammi fyrir snjóhengju
erlends fjármagns veturinn 2008 og
hætta var talin á því að tilvist henn-
ar gæti leitt til gengishruns krón-
unnar þegar það myndi leita úr
hagkerfinu. En þessi hætta var of-
metin að mati Jóns og Ragnars en
þeir benda á að íslenska krónan
hafi farið niður í jafnvægisgengi sitt
eftir bankahrunið og þar af leiðandi
hafi eigendur að óbundnu erlendu
fjármagni hér á landi haft ákveðinn
hvata til þess að bíða eftir því að
hagkerfið rétti úr kútnum áður en
þeir færu með fé sitt úr hagkerfinu.
Íhuguðu að setja
skammtímaskatt á
fjármagnsflutninga
Í greininni segir að skynsam-
legra hefði verið að setja skamm-
tímaskatta á fjármagnsflæði úr
landinu á þessum tíma en það hefði
að mati Jóns og Ragnars dugað til
þess að koma í veg fyrir tímabundið
undirskot á gengi íslensku krón-
unnar. Þeir segja ennfremur í
greininni að íslensk stjórnvöld hafi
viljað fara þá leið að skattleggja
fjármagnshreyfingar frá landinu í
stað þess að grípa til gjaldeyris-
hafta en hinsvegar hafi sérfræðing-
ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins krafist
þess að almenn gjaldeyrishöft yrðu
sett á, meðal annars vegna þess að
sértæk skattlagning myndi fyrst og
fremst bitna á erlendum fjármagns-
eigendum.
Ísland í viðjum sömu hafta-
stefnu og á sjötta áratugnum
Jón Daníelsson og Ragnar Árnason segja kostnað vegna gjaldeyrishaftanna
nema um 1% af landsframleiðslu á ári hverju AGS vildi höft frekar en skatt
Morgunblaðið/Sverrir
Förumenn Nánast öll gjaldeyrisviðskipti Íslendinga um þessar mundir, þar
með talin þau sem tengjast ferðalögum, eru háð leyfi Seðlabankans.
● Gengi hlutabréfa Unicredit, stærsta
banka Ítalíu, lækkaði mikið í gær eftir
að bankinn tilkynnti að tap á þriðja árs-
fjórðungi hefði numið 10,64 milljörðum
evra, um 1700 milljörðum króna, á
þriðja ársfjórðungi. Stjórn bankans til-
kynnti, að eigið fé bankans yrði aukið
um 7,5 milljarða evra og til stæði að
fækka störfum um 5200 fram til ársins
2015. Á sama tíma lauk ítalska ríkið við
útgáfu skuldabréfa til fimm ára á hæstu
ávöxtunarkröfu í fjórtán ár. Ítalska ríkið
seldi skuldabréf fyrir 3 milljarða evra á
kröfunni 6,29%. Í síðasta útboði stjórn-
valda í Róm á fimm ára skuldabréfum í
október var krafan 5,32% þannig að
krafan er búin að hækka um ríflega 100
punkta á einum mánuði.
Slæm tíðindi berast enn
af ítalska hagkerfinu
● Atvinnuleysi
mældist 6,8% í
október samkvæmt
mælingum Vinnu-
málastofnunar. Að
meðaltali voru
10.918 atvinnu-
lausir í október og
fjölgaði atvinnu-
lausum um 159 að
meðaltali eða um
0,2 prósent frá
september.Vinnumálastofnun gerir ráð
fyrir að atvinnuleysi í nóvember verði á
bilinu 6,9% -7,2%. Atvinnuleysið var
7,7% á höfuðborgarsvæðinu í október en
5,2% á landsbyggðinni. Mest var það á
Suðurnesjum, 11,5%, en minnst á Norð-
urlandi vestra, 2,2%. Atvinnuleysið var
6,5% meðal karla og 7,2% meðal
kvenna.
6,8% atvinnuleysi
11 þúsund voru án
vinnu í október.
● Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði
um 0,2% í gær en heildarveltan á mark-
aðnum nam ríflega 4 milljörðum. Verð-
tryggða vísitala Gamma lækkaði um
0,2% í 900 milljóna króna viðskiptum
en óverðtryggða vísitalan hækkaði lít-
illega, eða um 0,1%, í viðskiptum fyrir
um 3,2 milljarða króna. Skuldabréfa-
vísitala Gamma hefur hækkað um
10,8% frá áramótum en þróunin hefur
verið dregin áfram af verðtryggðu vísi-
tölunni sem hefur hækkað um 15,2%.
Rólegt í skuldabréfum
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+0/-,1
++2-./
1+-10.
13-/.+
+4-/1,
+10-+1
+-,311
+0+-5/
+,0-/,
++,-51
+0/-54
++2-54
1+-2/0
13-,1+
+4-/4.
+10-/0
+-,3..
+01-/0
+,0-05
1+/-1540
++.-1
+0,-/1
++/-2
1+-/+
13-,0+
+4-,14
+10-0/
+-,++
+02-31
+,5-22
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Do-
hop hefur gert samning við SEA á
Ítalíu, rekstraraðila Malpensa-
flugvallarins í Mílanó, um þróun og
rekstur sérsniðinnar flugleitar fyrir vef
flugvallarins. Flugleitin á vef Malpensa
er sérsniðin þannig að hún finnur
ferðir með millilendingu í Mílanó, sem
gerir flugvöllinn að nokkurs konar gátt
til og frá Evrópu. Dohop var stofnað á
Íslandi árið 2004. Fyrirtækið hefur
aðsetur í Reykjavík og þar starfa í dag
átta manns við þróun, rekstur og
markaðssetningu ferðaleitarvélarinnar
Dohop.is. Á vefnum er boðið upp á
flugleit, leit að hótelgistingu og að
bílaleigubílum.
Dohop semur við Mal-
pensa-flugvöllinn