Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Forseti landsins hefur verið íviðtölum upp á síðkastið og þjóðin kann mun betur að meta þau en fjögurra ára gömul slík og fjöl- margar ræður við fjölmörg tæki- færi á þeim tíma.    Forsetinn þarf aðeiga samleið með þjóðinni, hver sem hann er, og nú- verandi forseti og þjóðin eiga það sameiginlegt að vilja helst gleyma því stórfenglega hlutverki sem hann kaus sér í út- rásinni.    Vandinn er að þau tilþrif vorusvo stórbrotin að þau stappa nærri því að vera ógleymanleg.    En nú segir forsetinn í viðtalivið arabíska sjónvarpsstöð, Al Jazeera: „Íslendingar munu fylgj- ast með því hvernig Evrópusam- bandinu gengur að takast á við efnahagserfiðleikana áður en þeir taka ákvörðun um hvort landið eigi að gerast aðili að bandalaginu.“    Þetta er auðvitað skynsamlegamælt. En vandinn er sá að þetta er ekki nákvæmt. Össur Skarphéðinsson, sem eitt sinn orð- aði það svo, að „enginn kynni eins vel á takkaborðið á ÓRG eins og hann (Össur) sjálfur,“ segir engan vanda vera á evrusvæðinu. Þetta sé aðeins dægileg dýnamík. Undir þetta taka snillingar eins og Sigríð- ur Ingadóttir og Björgvin Sigurðs- son. Þau hafa ekki orðið vör við evruerfiðleika svo orð sé á gerandi. Og þau eru Íslendingar og vænt- anlega þá fulltrúar þeirra Íslend- inga sem fylgjast ekki með, hvorki þessu eða öðru sem skiptir þjóðina máli.    Flottari fulltrúar þess finnastekki. Ólafur Ragnar Grímsson Ekki allir Íslend- ingar, herra forseti STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00 Reykjavík 12 alskýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 9 alskýjað Kirkjubæjarkl. 8 rigning Vestmannaeyjar 9 súld Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 8 þoka Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 2 alskýjað Brussel 8 heiðskírt Dublin 8 skýjað Glasgow 10 alskýjað London 10 þoka París 11 heiðskírt Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 2 þoka Berlín 3 þoka Vín 2 þoka Moskva 0 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 15 súld Mallorca 18 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg -1 þoka Montreal 17 léttskýjað New York 15 heiðskírt Chicago 8 skúrir Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:56 16:30 ÍSAFJÖRÐUR 10:20 16:15 SIGLUFJÖRÐUR 10:04 15:57 DJÚPIVOGUR 9:30 15:54 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Misjafnt er hversu mikið sveitarfélög fylgjast með gæðum og næringargildi máltíða grunnskólabarna, enda ber þeim í sjálfu sér engin lagaleg skylda til þess. Sum sveitarfélög ráða nær- ingarfræðinga til þessa starfa, þar á meðal er Garðabær. Enginn slíkur er starfandi í Reykjavík. „Við fáum matseðla átta vikur fram í tímann og sendum þá til óháðs nær- ingarfræðings, sem skoðar næring- argildi, birgjana og samsetninguna á matnum,“ segir Margrét Björk Svav- arsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. „Mat- seðlarnir fara líka til skoðunar hjá foreldrafélögunum, sem eru oft með matarnefndir.“ Næringargildi og hollusta Að sögn Margrétar fer næring- arfræðingurinn að auki einu sinni til tvisvar á ári í alla skóla bæjarins til að fylgjast með skömmtun og útbúnaði í eldhúsum. „Við erum að þessu til að bæta þjónustuna, við viljum geta boð- ið börnunum upp á næringarríkan og hollan mat. Við rákum okkur á það fyrir nokkrum árum að hráefnið var ekki eins gott og við hefðum vilj- að. Til dæmis var meiri fita í matnum en æskilegt var. En staðan er gjörbreytt í dag.“ Enginn næringarfræð- ingur starfar á skóla- og frí- stundasviði Reykjavík- urborgar. „Við vorum með næringarfræðing að störfum, sem var ráðgjafi varðandi skóla- máltíðir, en staða hans var lögð niður árið 2008,“ segir Sigrún Björnsdóttir, upplýsinga- fulltrúi á sviðinu. „En nú er- um við með starfsfólk á skóla- og frí- stundasviði sem tekur að sér þetta ráðgefandi hlutverk.“ Starfshópur á vegum borgar Sigrún segir að það sé stefna borg- arinnar að ráða einungis menntaða matreiðslumenn til starfa í skólunum og að það hafi tekist í flestum til- vikum. „Þeir eiga meðal annars að kunna að reikna út næringargildi matvæla og þeirra starf felst í að til- reiða næringarríkan og fjölbreyttan mat.“Að sögn Sigrúnar var nýverið settur á stofn starfshópur sem móta á framtíðarstefnu um skólamáltíðir, með sérstakri áherslu á næringar- gildi, samkvæmt viðmiðum embættis landlæknis. Sum sveitarfélög eru með næringarfræðinga í vinnu  Nýr starfshópur í Reykjavík á að móta framtíðarstefnu í skólamáltíðum Morgunblaðið/RAX Skólamáltíðir Í nýjum grunnskólalögum segir að grunnskólanemendur skuli eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Hvergi segir þó hver eða hvernig eigi að fylgjast með því. Allir grunnskólar í Garðabæ kaupa tilbúinn mat og segir Margrét að kaupin séu boðin út á þriggja ára fresti. Hún segir að mörgum sem föl- uðust eftir samningum við bæinn hafi þótt sveitarfélagið gera helst til miklar kröfur um hollustu og þeir hafi ekki verið tilbúnir til að mæta þeim, til dæmis hvað varðaði grófleika brauðmetis. Fyrirtækið sem sér núna um matinn var að sögn Margrétar ekki með lægsta tilboðið, en komst næst því að mæta kröfunum. For- eldrar í bænum taka þátt í að ákveða hvaða fyrirtæki verður fyrir val- inu og er hollusta einn þeirra þátta sem helst skipta máli. „Í dag eru all- ir mjög ánægðir með matinn. Stundum biðjum við um breytingar eftir að næringarfræðingurinn hefur farið yfir matseðlana, en það er ekki oft.“ Lýðræðisleg vinnubrögð FORELDRAR TAKA ÞÁTT Í AÐ VELJA MAT Í ÚTBOÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.