Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Arabíska vorið“ hefur þegar komið miklu róti á valdajafnvægi í Mið- Austurlöndum. Arababandalagið hefur ekki þótt röggsöm stofnun, gat sjaldan sameinast um annað en að fordæma Ísrael. Nú er öldin önn- ur, á morgun gæti fjöldi aðildarríkj- anna farið niður í 20 þegar brott- vísun Sýrlands á að taka gildi. Fyrr á þessu ári varð stuðningur bandalagsins við aðgerðir Atlants- hafsbandalagsins í Líbíu til þess að Muammar Gaddafi hrökklaðist loks frá völdum og var síðan drepinn. Nú beinir bandalagið spjótum sín- um óvænt að Bashar al-Assad, for- seta Sýrlands, sem var eitt af stofn- ríkjunum sex árið 1945. Sádiarabískir leiðtogar fiska nú í gruggugu vatni, styðja almenning í Sýrlandi um leið og þeir kúga eigið fólk. En óvænt- ara er að smárík- ið Katar við Persaflóa, vell- auðugt að olíu og gasi og undir traustri einræð- isstjórn al-Thani- ættarinnar, hefur tekið forystu í að- gerðunum gegn Assad og klíku hans. Leikið tveim skjöldum? Sérsveitarmenn frá Katar gegndu veigamiklu hlutverki þegar uppreisnarmenn tóku Tripoli af liðsmönnum Gaddafis og sjónvarps- stöðin Al-Jazeera, sem Katar rekur, hefur haft geysimikil áhrif í araba- löndunum í 15 ár. Katar veitti Bandaríkjamönnum aðstöðu í Íraksinnrásinni 2003, án þess að kalla yfir sig árásir hryðju- verkamanna, sumir segja með því að trufla störf þeirra sem minnst. Einnig hafa Katarmenn átt þokka- leg samskipti við Írana. En þræð- irnir liggja víða, ekki má gleyma að Sýrland er helsti stuðningsmaður Írans í arabalöndunum. Samskipti ríkja eru flókin í Mið-Austur- löndum. Katar hnyklar olíu- peningavöðvana sína  Al-Thani hefur forystu um aðgerðir gegn forseta Sýrlands Stærri biti en Líbía » Sýrland, voldugt og háþróað ríki miðað við Líbíu, leikur stórt hlutverk í valdabröltinu fyrir botni Miðjarðarhafs. » Sýrlendingar beittu lengi hernaðaríhlutun í Líbanon en einnig styðja þeir Hamas- hreyfingu Palestínumanna. » Hamas, sem nú ræður öllu á Gaza, er með aðalstöðvar sínar í Damaskus. Sheikh Hamad bin Khalifa al-Thani FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, yfirgefur blaðamannafund í Rangoon um helgina þar sem hún lýsti með varfærnislegum hætti stuðningi við umbætur herforingjanna síðustu vik- urnar. Hún sagði að nokkrir pólitískir fangar hefðu verið látnir lausir, enn væru samt margir í haldi. Mestu skipti að réttarríki yrði sett á laggirnar. Suu Kyi vill meiri pólitískar umbætur í Búrma Reuters Réttarríkið mikilvægast Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hans-Peter Friedrich, innanríkis- ráðherra Þýskalands, segir óljóst hvort Neðanjarðarhreyfing þjóðern- issósíalista, hópur nýnasískra öfga- manna sem myrti a.m.k. níu kaup- sýslumenn af erlendum uppruna auk lögreglukonu, hafi verið hluti af stærra neti. Áhyggjuefni sé að lög- reglan hafi ekki á sínum tíma tengt morðin við starfsemi öfgahópa. Átta af fórnarlömbunum síðustu árin voru af tyrkneskum uppruna, eitt af grískum, að sögn BBC. Málið upplýstist um helgina eftir að 36 ára gömul kona, Beate Zschaepe, sem er yfirlýstur nýnasisti, gaf sig fram við lögreglu en hún var eftirlýst fyrir vopnað rán í borginni Jena. Á sunnu- dag var einnig 38 ára gamall karl- maður handtekinn í Hannover í tengslum við rannsóknina. Zschaepe hafði áður sprengt íbúð sína í borginni Zwickau í loft upp en byssa, sem fannst í rústum íbúðar- innar, reyndist hafa verið notuð við áðurnefnd morð. Skömmu síðar fundust tveir karl- menn, Uwe Mundlos og Uwe Boehn- hardt, látnir í hjólhýsi í grenndinni, talið er að þeir hafi framið sjálfs- morð. Þeir voru einnig eftirlýstir vegna ránsins í Jena og vitað er að þeir þekktu Zschaepe. Þeir skildu eftir sig DVD-disk þar sem þeir ját- uðu m.a. að hafa myrt kaupsýslu- mennina níu á árunum 2000-2006 auk lögreglukonunnar. Gengust við voðaverkum  Nýnasistar myrtu tíu manns 2000-2007 Nýnasistar Beate Zschaepe, Uwe Boehnhardt og Uwe Mundlos. Getum við búist við meiri öfgum á þurrka- og rigningaskeiðum, fleiri fellibyljum og flóðum? Mikil óvissa einkennir drög að væntanlegri skýrslu Loftslagsnefndar Samein- uðu þjóðanna, IPCC, um öfgar í veðurfari, að sögn BBC. Þessa dag- ana fara fulltrúar ríkisstjórna og höfundar skýrslunnar yfir drögin og reyna að koma sér saman um endanlegan texta. Fram kemur að menn hafi „litla trú“ á því að fellibyljir í hitabeltinu hafi orðið tíðari vegna hlýnandi loftslags, einnig að erfitt sé að meta hvort tíðni flóða hafi aukist. Hins vegar hafi þeir mikla trú á því að ástæða þess að fjárhagslegt tjón vegna veður- hamfara vaxi sé einkum aukinn fjöldi fólks á jörðinni. Ekki síst í risastórum borgum þróun- arríkjanna við strendur eða við fljót nálægt hafinu. kjon@mbl.is Fleira fólk merkir aukið tjón í veðurhamförum Hvirfilbylur Starfsmenn Jus- han-búgarðsins í Peking gegna lykilhlutverki, að sögn Aftenposten í Noregi: Þeir hafa í yfir 50 ár ræktað lífrænt og vandlega valið grænmeti og ávexti handa æðstu valdhöfum eins og Hu Jintao forseta. Þegar hringt var og spurt hvar búgarðurinn væri var neitað að svara. Staðsetningin er leyndarmál. En blaðamaðurinn gafst ekki upp og tveim dögum seinna fann hann staðinn, sem er bak við háa, rauða múra, rétt hjá er golfvöllur. Mörg mál vegna eitraðrar mat- vöru hafa komið upp í Kína og því olli það mikilli reiði þegar innlendir fjömiðlar sögðu frá búgörðum af þessu tagi í vor, að valdhafarnir pössuðu sig en létu almenning éta það sem úti frýs. Nú hefur verið bannað að segja frá búgörðunum í fjölmiðlum. kjon@mbl.is Öruggt hollustu- fæði Hu og félagar fá mat frá leynibúgörðum Hu Jintao Þegar hellt er úr tómatsósuflösku kemur fyrst ekki neitt - og síðan allt. Þetta vita allir en nú segj- ast vísindamenn við Harvard- háskóla í Banda- ríkjunum hafa fundið lausn. Um er að ræða efni sem hægt er að nota á flöskur að innanverðu, þá verður viðloð- unin nær engin. Að sögn tímaritsins Nature hefur efnið sama eiginleika og afar sleip krónublöð nepenthes, plöntu sem veiðir skordýr. Þau renna niður blöðin og til botns en komast ekki upp á ný. kjon@mbl.is Verður enginn vandi að hella tómatsósu Sósan rennur vel. BANDARÍKIN Anders Behring Breivik, sem myrti alls 77 manns í Noregi í júlí, kom í fyrsta sinn fyrir rétt í Ósló í gær og var krafa lögreglunnar um þriggja mánaða varðhald samþykkt. Virtist sakborningurinn vera yfirvegaður en dómarinn stöðvaði hann þó marg- sinnis þegar hann reyndi að lesa upp langa yfirlýsingu um verknaðinn. Sautján ára piltur, sem slapp naum- lega á Úteyju, var í salnum. „Það hjálpaði að sjá hann. Hann var ekki eins ógnvekjandi í dag. Ég sá aðeins algerlega truflaða mann- eskju, sem hefur misst öll tengsl við veruleikann,“ hefur Aftenposten eft- ir piltinum, Sondre Lindhagen Nils- sen. Hann flúði undan Breivik og heyrði kúlurnar hvína nálægt sér. Á flóttanum tók hann með sér tvær 14 ára stúlkur sem hann kannaðist við og þeim tókst að fela sig í helli. Annar piltur, Herman Heggert- veit, var einnig á Úteyju. „Hann er enginn hugmyndafræð- ingur, enginn hugsuður, ekkert,“ sagði Heggertveit um Breivik. kjon@mbl.is Reuters Bera saman bækur sínar Geir Lippestad og Vibeke Hein Bæra, verjendur Anders Behring Breiviks, ræðast við í réttarsalnum í Ósló í gær. Breivik fyrir rétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.