Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 32
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Flóttagat tólf, Íranakál á Kanarí, rassakalipsó-spilakassar og il á mannamáli, hvað er nú það? Jú, allt eru þetta samhverfur úr smiðju hinna mjög svo hug- myndaríku grínmeistara í Baggalúti. Hópurinn ætlar sem fyrr að taka jólin með trompi og gefur út plötu og tvær bækur enda hópurinn „bestur í jólum“, að því er fram kemur í fagmannlega ritaðri fréttatilkynningu frá hópnum. Hljómplatan nefn- ist Áfram Ísland! og hefur að geyma lög sem hafa ekki verið gefin út áður, m.a. afmælisóðinn „Gjöf“ sem saminn var handa Vigdísi Finnbogadóttur, gömul lög og tvö ný. Þá gefur Baggalútur út bókina Týndu jólasveinarnir, 24 minna þekktir jólasveinar tíndir til og má þar nefna Litlapung og Reykjarsvelg. Í þriðja og síðasta lagi er það svo sam- hverfubókin Riddararaddir sem hefur að geyma 33 íslenskar samhverfur. Sú bók er sú fyrsta í röð- inni Vísdómsrit Baggalúts, jóla- sveinabókin er önnur í röðinni en myndlistarmaðurinn Bobby Breið- holt sá um að myndskreyta bæði vís- dómsritin. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason bendir á þá skemmtilegu staðreynd að á plötuumslagi Áfram Ísland! sé ljósmynd frá Færeyjum, færeyskt sauðfé í virðulegum stell- ingum í færeysku landslagi. Platan er sem sagt ekki öll þar sem hún er séð. Á plötunni er allt undir hjá Baggalúti, allur tilfinningaskalinn tekinn fyrir í laga- og textasmíðum og miklar stílæfingar á ferð, allt frá kántríi til pönkrokks. „Svo er þarna heill sumarsmellur, stílæfing sem enginn fattaði og sérstaklega kvartað yfir því við útvarpsstöð, hvern djöf- ulinn væri verið að spila þetta drasl,“ segir Bragi kíminn og á þar við lagið „Saman við á ný“. Guðmundur Páls- son samdi megnið af textanum við það lag og segir Bragi textann léleg- an, þar af leiðandi. 15 ára samhverfuvinnsla -Að samhverfum, það er varla neitt grín að finna þær? Hefur þú legið yfir þessu eða þið allir? „Hún er nú ekki þykk, þessi bless- aða bók og það er svo sem meira til að moða úr á heimasíðunni okkar. Ég held ég geti sagt að það liggi þrotlaus vinna á bak við þessar samhverfur. Ég held þetta hafi tekið u.þ.b. 15 ár í vinnslu, félagi minn Örlygur Bene- diktsson á nú mjög mikið þarna af samhverfum, við vorum með þetta gjörsamlega á heilanum í mennta- skóla, vorum varla viðræðuhæfir í samhverfuleit okkar,“ segir Bragi. Hann hafi á tímabili varla getað lesið bók þar sem hann var í sífelldri leit að samhverfum. „Mér skilst að þetta sé ákveðin leit að geðveilu, að vera svona aftur- ábak og áfram. Við köllum þetta ekki að semja samhverfur heldur að finna samhverfur, þær hoppa á mann þeg- ar maður er í þeim gírnum.“ Bragi segir leiðinlegt að segja frá því að margar flottustu samhverfurnar séu aðsendar. Þær séu fagurlega mynd- skreyttar í bókinni af Bobby Breið- holti og Baggalútssamsteypan sé að hugleiða að ættleiða hann. Bragi segir fleiri rit í vændum frá sam- steypunni, fréttahefti og söngbók og fleira gott. Lítill í sér -Svo eru það jólasveinarnir. Litlipungur, hvað geturðu sagt mér um hann? Bragi hlær og segir Lit- lapung dálítið lítinn í sér. „Þessi nöfn eru raunveruleg. Jóhannes úr Kötlum er nú höfuðpaur þessara þrettán og ég er með þá kenningu að hann hafi ekki nennt að gera fleiri en þrettán vísur. Hann hætti bara og þá voru hundrað nöfn eftir. Þannig að við erum aðeins að grynnka á þessum jólasveinum sem voru skildir útundan. Þetta eru allt nöfn úr þulum, þar með talið Baggalútur og Litlipungur sem er mjög áhugaverður sálfræðilega.“ Bragi orti vísur fyrir sveinana og seg- ir dálítið migið utan í Jóhannes úr Kötlum hvað stílinn varðar. -Ert þú svo ekki á fullu í öðrum verkefnum, Diskóeyju-söngleiknum og öðru, svona aukaverkefnum? „Jú, jú, jú, svona litlum, sætum hliðarverkefnum, söngleikjum. Jú, það er áætlað núna næsta haust,“ segir Bragi. Þeir Óttarr Proppé og Kiddi Hjálmur eigi hugmyndina að söngleiknum, hafi setið í sumar yfir söguþræðinum og þessa dagana sé verið að negla saman senur og panta nógu mikið glimmer til að hægt verði að setja söngleikinn upp. Þá er önnur plata á leiðinni, framhald af Diskóeyj- unni. „Diskóeyjuplatan dugar í svona hálfan söngleik, efnislega, þannig að við ætlum að gera seinni helminginn núna,“ segir Bragi og telur að hún komi út næsta haust. -Verður það þá Diskóeyjan 2? „Já, eitthvað í þá veru, kannski með örlítið hressilegri titli,“ segir Bragi baggalútur að lokum, hirð- skáldið góða. Samhverfur Myndskreyting við samhverfuna Írakabakarí úr bókinni Riddararaddir. Platan Áfram Ísland! kom út samhverfudaginn 11.11.11. Íranakál á Kanarí  Sprelligosarnir í Baggalúti gefa út plötu og tvær bækur fyrir þessi jól enda bestir í jólum  33 samhverfur, 24 týndir jólasveinar og áður óútgefin lög 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011  Hljómsveitin Pascal Pinon, skipuð 17 ára tvíburasystrum, Jófríði og Ásthildi Ákadætrum, er komin heim á klakann eftir ævin- týralega tónleikaferð um Kína og hefur ritað ferðasöguna á netið, á bloggsíðu sína pascalpinon.blog- spot.com. Stúlkurnar staldra þó stutt við því þær halda á föstudag- inn í aðra tónleikaferð, til Þýska- lands, Austurríkis og Ítalíu en tón- listarsjóðurinn Kraumur styrkti þær til tónleikaferðar í maí síðast- liðnum. Í ferðasögunni kemur m.a. fram að þær hafi verið í klukkutíma að árita diska og sitja fyrir á mynd- um með aðdáendum eftir vel heppnaða tónleika í Hangzhou á West Lake Festival. Nýkomnar frá Kína og á leiðinni út aftur  Hljómsveitin Contalgen Fun- eral heldur í tónleikaferð um Norð- urland vestra á fimmtudaginn, 17. nóvember. Fyrstu tónleikarnir, í fé- lagsheimilinu á Laugarbakka 17. nóvember, hefjast kl. 20. Degi síðar spilar hljómsveitin á Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 20. Kl. 23 sama kvöld heldur hún tónleika í Kántrý- bæ á Skagaströnd og á sunnudag- inn kemur hún fram í Sauðárkróks- kirkju kl. 20. Hljómsveitin flytur blússkotið kántrírokk og var stofn- uð í fyrra og hefur m.a. komið fram á Iceland Airwaves. Ljósmynd/Davíð Már Sigurðsson Contalgen Funeral á Norðurlandi vestra Nokkrar vel valdar samhverfur, fengnar af vef Baggalúts.  Nemar unnu nunnur - amen  Rassakalipsó-spilakassar  Illugi er allur, drullar ei gulli  Tregða, gón, reiði - er nóg að gert?  Amma sá afa káfa af ákafa á Samma  Snið rollu; fullorðins  Skólalóð Óla Lóks  Tiramísú-símarit  Málklám Ryksuguskyr RIDDARARADDIR Bragi Valdimar Skúlason Samstarf þeirra Gylfa Æg-issonar, Rúnars Þórs ogMegasar sem GRM hefurverið óvenjulega farsælt og hefur nú getið af sér tvær plötur og fjöldann allan af tónleikum. Þessi gerningur þeirra verður að flokkast sem ein óvæntasta uppákoma síðustu ára hvað ís- lenskri popptónlist viðvíkur og þeg- ar ég segi „óvenjulega farsælt“ vísa ég í það að maður hafði ekki mikla trú á að þetta myndi endast eitt- hvað. Þann hatt þarf ég nú að éta. Svo virðist sem þessi félagsskapur, sem hefur grallaraskap og kátínu á dagskipuninni, hafi á einhvern hátt losað um þessa þrjá meistara og veitt þeim færi á að njóta sín frekar en að vera eilíflega að mæta ein- hverjum utanaðkomandi vænt- ingum. Þetta skilar sér í skemmti- legri plötu sem tekur sig aldrei hátíðlega. Sérstaklega á fram- angreint við um Megas og manni verður óhjákvæmilega hugsað til þátttöku Bobs Dylans í Travelling Wilburys-ævintýrinu þegar maður heyrir meistarann rúlla sér kank- vísum í gegnum lög eins og „Stolt siglir fleyið mitt“ eða „Fallerí, fall- era“. Megas nær reyndar að ljá fyrr- nefnda laginu dýpt og tilfinningu sem maður hefur ekki numið í því fyrr. Megas er eins og Van Morr- ison, gæti sungið símaskrána af óhefluðum tilfinningaþunga ef því væri að skipta. Platan flæðir annars skemmtilega áfram, þríeykið skiptir með sér söng í valinkunnum perlum hvers um sig, græskulaust gaman númer eitt, tvö og þrjú. Og hvað á maður síðan að gefa svona verki? Nú, auðvitað þrjár stjörnur … „Allir kátir skemmta sér“ GRM - Þrjár stjörnur bbbnn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Gleði GRM snýst um fölskvalausa kátínu og heilnæmt kæruleysi. Það er eitthvað við Balkan-skagamúsík sem gerirhana ómótstæðilega, ekkisíst fyrir unga hljóðfæra- leikara eins og sannast á þessari prýðisskífu Orphic Oxtra. Sveitina skipa þrettán hljófæraleikarar og var hún stofnuð á sínum tíma af nemendum við Listaháskólann eða skóla FÍH. Það vakti athygli við fyrstu skífu sveitarinnar, sam- nefnda henni sem kom út fyrir ári, að öll lögin á henni nema eitt voru eftir hljómsveitarmeðlimi, hér var ekki verið að vinna úr gömlu efni heldur að skapa eitthvað nýtt. Svo er og með þessa skífu; öll lögin á henni eru eftir hljómsveitarmeðlimi, en í einu þeirra er þó listilega snúið út úr lagi eftir rokksveitina Swords of Chaos. Balkantónlist á við þá sem Orphic Oxtra leikur er nýtt við gleðilegar athafnir, en líka til að sefa sorg. Þannig hentar hún jafn vel til að skrúfa upp fjörið í brúðkaupi og að þerra tárin í jarðarför. Það er helst að menn stilli taktinn eftir því sem viðeigandi þykir, en í því felst og stundum galli á slíkri tónlist, þegar menn keppast við að spila svo hratt og nákvæmt að úr verður íþrótt en ekki skemmtun, en hjá því sneiða liðsmenn Orphic Oxtra vel; spila- mennskan er frábær, en alltaf líf- ræn, ef svo má segja, lifandi og sjóð- andi heit. Lög eru mörg framúrskarandi, til að mynda einkar vel heppnuð „balk- anísering“ á Swords of Chaos-laginu Skeletons Having Sex on a Tin Roof, en Maritsa eftir Hauk Þór Harð- arson er líka frábært lag, vel saman sett með mjög skemmtilega stíg- andi. Hvað er næst? eftir Óskar Kjartansson er líka forvitnilegt lag, uppbygging þess snúin og stingur skemmtilega í stúf við það sem á undan er komið. Eins má nefna Or- feus Brekonovitsjí polka! sem er lunkin lagasmíð og mikið fjörlag. Hér sé stuð! Orphic Oxtra - Kebab Diskó bbbmn ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Teikning/Bobby Breiðholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.