Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 1

Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  271. tölublað  99. árgangur  GEKK VEL Í SLÁTUR- GERÐINNI EN ILLA Í SVIÐAÁTINU SÆÐINGUR, KELDUSVÍN OG LÆKJAKRÁKA KLASSÍSK TÓNLISTARMENNTUN OG POPP FUGLANÖFN 12 NÝR DISKUR TODMOBILE 32UNGI BÓNDI ÁRSINS 10  Lögreglan á Vestfjörðum skilaði fíkniefnaleitarhundi sínum, Doll- ar, suður til embættis ríkislög- reglustjóra fyrir tveimur dögum. Önundur Jónsson, yfir- lögregluþjónn á Vest- fjörðum, staðfestir þetta. Hann segir ein- faldlega of dýrt að halda hundinn. Hann þurfi að hafa manninn með sér og fyrir það þurfi að greiða aukaþóknun, enda mikil vinna falin í umsjánni. Önnur embætti á lands- byggðinni hafa haldið sín- um hundum og þar eru nú sjö fíkniefnaleitar- hundar: í Borgarnesi, á Blöndu- ósi, Akureyri, Eskifirði, Selfossi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vestmannaeyjum. Guðmundur Guðjónsson, yfir- lögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra, segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi hætt með fíkniefnaleitarhunda fyrir nokkrum árum og sé í samstarfi við tollgæsl- una. Þá sé fíkniefnaleitar- hundur hjá fangelsinu á Litla-Hrauni í sam- starfi við lögregluna. sigrunrosa@mbl.isFluttur Dollar hefur verið skilað. Lögreglan á Vestfjörðum skilaði fíkniefna- leitarhundinum vegna fjárskorts Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Konur eru farnar að nýta sér athvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali sem var opnað í Reykjavík í byrjun september. Þörfin á þessu úrræði hefur sýnt sig að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnisstýru at- hvarfsins. „Athvarf- ið er komið í fulla notkun. Konur eru farnar að koma en það er mismunandi hvað þær staldra lengi við,“ segir Steinunn. „Við erum ennþá í starthol- unum að mörgu leyti. Eftir að konur fóru að nýta úrræð- ið er lítill tími eftir fyrir annað. Kynn- ingarvinnan hefur aðeins setið á hak- anum en við erum að vinna að því jafnt og þétt að koma upplýsingum um það sem við höfum upp á bjóða fyrir konur í þessari stöðu til fagaðila og í al- menna umræðu.“ Konur utan af landi þurfa athvarf Í athvarfinu geta dvalið sjö konur, allar í sér- herbergi, og eru nú mörg þeirra skipuð. Stein- unn segir konurnar sem hafi sótt í athvarfið vera fjölbreyttan hóp, íslenskar og erlendar, ungar og eldri. Í athvarfinu hafa ekki eingöngu dvalið kon- ur tengdar vændi og mansali. „Við höfum líka farið að nýta athvarfið aðeins fyrir konur sem koma í viðtöl á Stígamót og þurfa stað til að búa á. Við höfum tekið inn konur sem búa við ofbeld- isfullar aðstæður, þar sem þær eru beittar kyn- ferðisofbeldi. Eins höfum við getað boðið konum sem búa úti á landi að koma og búa í viku eða tvær á meðan þær fara í viðtöl hjá Stígamótum.“ Athvarf í fullri notkun  Fórnarlömb mansals  Flýja ofbeldi á heimilum Skjól » Tvær erlendar konur, fórnarlömb mansals, hafa leitað skjóls í athvarfinu. » Athvarfið hefur hlotið nafnið Krist- ínarhús, til minn- ingar um konu sem var Stígamótakonum mikill innblástur. » Starfsmenn eru að mestu í sjálfboða- vinnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu á landsfundi í gær að mik- il barátta væri framundan „fyrir því að koma núverandi vinstristjórn frá völdum og stefnumálum okkar sjálfstæðismanna til framkvæmda.“ Hann lagði áherslu á samstöðu og að upphaf baráttunnar væri á þessum fundi. »4 Morgunblaðið/Ómar Barátta framundan um að koma stefnumálum til framkvæmda Gunnar Gunnarsson rithöfundur skrifaði langa grein skömmu fyrir andlát sitt þar sem hann gagnrýndi Halldór Laxness fyrir að gera lítið úr sínum hlut við að koma honum á framfæri. Kemur þetta fram í ævi- sögu skáldsins sem Jón Yngvi Jó- hannsson bókmenntafræðingur hef- ur skrifað. Fram kemur að Gunnar hafði mikið álit á Halldóri Laxness sem listamanni og var illa við að þeir væru kallaðir keppinautar um vin- sældir og áhrif. Þó liggur fyrir að honum sárnaði að fá ekki Nóbels- verðlaunin þegar þau komu í hlut Halldórs. Gunnar lést 1975. Í greininni sem hann skrifaði árið fyrir andlát sitt, Gert að gleymni, kemur fram að honum fannst að Halldór hafi í Skáldatíma gert heldur lítið úr sín- um hlut við að koma honum á fram- færi í Danmörku á sínum tíma. Jón Yngvi segir að Gunnar hafi lagt á sig mikla vinnu við að fá danska for- leggjara til að taka Halldór upp á sína arma. Þá hafi Halldór ekki sagt frá því að Gunnar stakk upp á titl- inum á Sölku Völku. »14 Gagnrýndi nóbelsskáldið  Gunnari Gunnarssyni fannst lítið gert úr sínum hlut Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skáld Gunnar Gunnarsson hafði mikið álit á Halldóri Laxness.  Sveitarstjórn Rangárþings eystra, almannavarnanefnd og fleiri hafa farið þess á leit við Umhverfis- stofnun og Siglingastofnun að hætt verði við að mjókka námaveg á Hamragarðaheiði. Vegurinn var lagður 12 til 14 metra breiður vegna efnisflutninga við gerð Landeyjahafnar. Leyfi fyrir veginum fékkst með því skilyrði að hann yrði mjókkaður í sjö metra að framkvæmdum loknum. »6 Morgunblaðið/RAX Grjót Vegur að námum á Seljalandsheiði. Vilja halda námavegi á Hamragörðum  Forsvarsmenn Icelandair segj- ast hafa áhyggj- ur af því að Keflavíkur- flugvöllur ráði ekki við þá auknu umferð um völlinn sem fyrirséð er í framtíðinni. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir völlinn ráða við umferð næsta árs en ein lausnin felist í betri nýtingu. Engin áform séu um stækkun. »18 Þröngt á þingi á Keflavíkurflugvelli  Ríkissjóður gæti bætt stöðu sína verulega, strax á næsta ári, ef við- skiptabönkum yrði leyft að greiða út arð, segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagdeildar Lands- bankans, sem bendir á að þrátt fyrir arðgreiðslur yrði eiginfjár- staða bankanna enn sterk. Of hátt eiginfjárhlutfall gæti verið íþyngj- andi. »15 Arðgreiðslur gætu bætt stöðu ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.