Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Líflegt hefur verið á síldarmiðunum á Breiða-
firði síðustu daga og skipin verið fljót að fylla
sig. Á myndinni er Hákon EA í hafnarmynninu í
Stykkishólmi, rétt fyrir framan Súgandisey, en
þetta er fjórða haustið sem síldin gengur svona
langt inn í Breiðafjörðinn. Í ár var tvö þúsund
tonnum af síld ráðstafað í leigukvóta til minni
báta og hafa þeir verið á miðunum með stóru
uppsjávarskipunum. Meðan minni bátarnir hafa
fengið 1-2 tonn í netin á dag hafa stóru skipin oft
fengið 500-1000 tonn í nótina og talsvert verið
dælt á milli stóru skipanna. Síðustu daga hafa
m.a. Faxi, Börkur, Beitir, Álsey, Júpiter, Ás-
grímur Halldórsson, Jóna Eðvalds og Víkingur
verið á íslensku sumargotssíldinni, auk Hákons.
Mest af aflanum hefur farið í vinnslu til mann-
eldis og sést sýkingin í síldinni ekki í flökunum.
Kvótinn í ár er samtals 45 þús. tonn. aij@mbl.is
Líflegt á síldinni við Súgandisey
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Litlir bátar og stærri skip hafa aflað vel á miðunum í Breiðafirði
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Framtakssjóður Íslands hefur selt starfsemi Ice-
landic Group í Bandaríkjunum og tengda innkaupa-
og framleiðslustarfsemi í Asíu. Kaupandi var kan-
adíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods
sem keypti starfsemina á samtals 230 milljónir
bandaríkjadollara, jafnvirði um 26,9 milljarða ís-
lenskra króna. Greitt var með reiðufé.
Á blaðamannafundi í gær kom fram að vöru-
merkið „Icelandic Seafood“ verður áfram í eigu Ice-
landic Group. Þá hafi verið gerður langtímasamn-
ingur á milli Icelandic Group og High Liner Foods
um kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum á
mörkuðum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó til
þess að að tryggja að aðgangur íslenskra framleið-
enda að þessum mörkuðum skerðist ekki. High Lin-
er Foods mun þó hafa rétt til notkunar á vörumerk-
inu á umræddum mörkuðum næstu sjö árin.
Á blaðamannafundinum í gær sagði Þorkell Sig-
urlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðsins,
að salan styrkti íslenskan sjávarútveg og að staða
Icelandic Group væri nú góð. Það hefði á hinn bóg-
inn haft slæm áhrif á íslenskan sjávarútveg ef Ice-
landic hefði farið í þrot.
Framtakssjóðurinn eignaðist Icelandic Group
þegar hann keypti Vestia, eignarhaldsfélag Lands-
bankans, árið 2010. Sjóðurinn greiddi 19,5 milljarða
fyrir Vestia en Landsbankinn eignaðist jafnframt
30% hlut í sjóðnum. Með kaupunum eignast Fram-
takssjóðurinn Icelandic, Húsasmiðjuna, Plastprent
og Teymi. „Landsbankinn hefði aldrei gert þessi
verðmæti úr Icelandic sem Framtakssjóðurinn er
að gera,“ sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, á blaðamannafundinum í gær.
Fá 26,9 milljarða í reiðufé
Selt Finnbogi Jónsson, Þorkell Sigurlaugsson og
Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic.
Framtakssjóður Íslands selur starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum
Vörumerkið „Icelandic Seafood“ áfram í þeirra eigu Leigt til sjö ára
Skiptum er lokið í þrotabúi fyrir-
tækisins Nábítar, böðlar og illir
andar ehf. í Hafnarfirði.
Fyrirtækið var úrskurðað gjald-
þrota með úrskurði Héraðsdóms
Reykjaness 4. júlí í sumar. Lauk
skiptunum 25. október sl.
Fram kemur í tilkynningu skipta-
stjóra í Lögbirtingablaðinu að búið
hafi reynst eignalaust.
Alls var lýst kröfum að upphæð
tæpar 55 milljónir króna. Þar af
námu almennar kröfur 54,8 millj-
ónum. sisi@mbl.is
Nábítarnir
eignalausir
Icelandic Group er alþjóðlegt
fyrirtæki sem hefur starfað í
íslenskum sjávarútvegi í
hjartnær sjötíu ár. Fyrirtækið
hét áður Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna en skipti um
nafn árið 2005.
Icelandic Group starfar á
smásölumarkaði en jafn-
framt á markaði fyrir stofn-
anir, mötuneyti og veitinga-
hús.
Með sölunni nú var fisk-
réttaverksmiðja Icelandic í
Virginíuríki seld ásamt
tengdri innkaupa- og fram-
leiðslustarfsemi í Asíu.
Sjötíu ára
fiskisaga
ICELANDIC GROUP
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsmönnum Mjólkárvirkjunar tókst í
gær að ræsa nýja vatnsvél sem reyndist
biluð þegar hefja átti framleiðslu um
helgina, eftir stutt hlé. Orsakir bilunar-
innar liggja enn ekki fyrir.
Vélin var tekin í notkun í Mjólká II í lok
september og hafði gengið vel allan októ-
bermánuð. Hún var stöðvuð í síðustu viku
vegna frágangs á húsnæði. Hún stöðvað-
ist hins vegar í miðju ræsingarferli á
sunnudagskvöld. Starfsmenn Orkubús
Vestfjarða óskuðu eftir því að fá tækni-
mann frá framleiðanda vélarinnar til að
líta á legur í rafal vegna þess að þeir höfðu
orðið varir við olíusmit frá þeim. Vélin er í
ábyrgð.
Í samráði við framleiðandann var tjakk-
ur notaður til að losa festuna og þegar vél-
in var ræst á ný eftir hádegið í gær gekk
vel að koma henni á fulla ferð. Hún fram-
leiðir nú það rafmagn sem ætlast er til.
Kom á besta tíma
Ekki hefur komið í ljós hvað valdið hef-
ur biluninni. Tæknimaður frá framleið-
andanum er væntanlegur til að líta á vél-
ina. Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri
orkusviðs Orkubúsins, segir að sérstak-
lega vel verði fylgst með vélinni þangað
til.
Sölvi neitar því ekki að stjórnendum og
starfsfólki hafi létt þegar vélin komst aft-
ur í gang. Hann segir þó að bilunin hafi
komið á besta tíma. „Það er gott veður og
lítið álag á raforkukerfinu, engar bilanir
annars staðar og nóg orka til í landinu,“
segir hann.
Tókst að koma nýju
vélinni í Mjólká í gang
Enn hefur ekki tekist að finna orsakir bilunarinnar
Mjólká Nýi rafallinn virkar.
Ekki stóð til að tendra ljósin á jóla-
trénu sem komið var fyrir við
Heilsuverndarstöðina í gær, en þar
sem fólk dreif að meðan verið var
að koma trénu fyrir var ákveðið að
standa undir væntingum um ljósin.
Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem
jólatré rís á túninu en frá árinu
1954 til ársins 2006 stóð þar reisu-
legt jólatré hver jól.
Jólaljósin tendruð
fyrr en til stóð
Mikil sorg ríkir í Fjallabyggð eftir
alvarlegt umferðarslys á miðviku-
dagskvöld, þar sem þrettán ára
stúlka lést og jafnaldra hennar slas-
aðist alvarlega en er ekki í lífshættu.
Þriðja stúlkan, einnig þrettán ára,
fékk að fara heim að lokinni skoðun á
Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.
Stúlkurnar, sem voru að koma frá
félagsheimilinu á Ólafsfirði, gengu
aftur fyrir rútubifreið sem þær voru
farþegar í, yfir Langeyrarveg á
Siglufirði, þegar þær urðu fyrir bif-
reið sem kom úr gagnstæðri átt mið-
að við akstursstefnu rútunnar.
Ökumaður bílsins var 18 ára pilt-
ur. Tildrög slyssins eru til rannsókn-
ar hjá rannsóknarlögreglunni á Ak-
ureyri. Áfallateymi sýslumannsins á
Akureyri fundaði í gær vegna hins
hörmulega slyss. Magnús G. Gunn-
arsson, sóknarprestur á Dalvík, sat
fundinn en öllum sem á þurfa að
halda verður veitt áfallahjálp. Hann
sagði að margir þyrftu stuðning
enda tengdust margir ungu stúlkun-
um og piltinum sem ók bílnum.
Sóknarpresturinn á Siglufirði hitti
skólasystkini stúlknanna í grunn-
skólanum í gærmorgun. Fjölmenn
bænastund var haldin í Siglufjarð-
arkirkju í gærkvöldi.
Íbúar á Siglufirði
harmi slegnir
Ung stúlka látin og önnur illa slösuð
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson