Morgunblaðið - 18.11.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
Borgarstjórinn hefur það markmiðhelst að losa höfuðborgina við
aspirnar. Það er jafnvel talið enn
brýnna en að losna við flugvöllinn og
er það þó talið eitt
allra mesta þjóðþrifa-
mál síðari tíma.
Besti flokkurinn ogSamfylkingin eru
búin að eyða í það tíu
milljónum króna að
grafa upp prýðilega
fallegar aspir í mið-
borg Reykjavíkur til
þess eins að þjóna þess-
um duttlungum borg-
arstjóra.
Og varaformaðurSamfylkingarinnar lætur eins og
þetta sé allt saman sjálfsagt mál og að
með þessu sé peningum borgarbúa vel
varið.
Samhliða þessum kostnaðarsömuskemmdarverkum á trjágróðri
borgarinnar vinna þeir félagar Jón og
Dagur í því að koma í veg fyrir að dag-
heimili borgarinnar verði fullnýtt.
Rökin eru þau að nýting dagvistar-plássanna sé dýr, en hvernig má
vera að hægt sé að finna fé til að rífa
niður tré sem valda engum nema
borgarstjóra vandræðum en ekki til að
tryggja næg dagvistarrými í borginni?
Er það svo að besta nýting fjár-muna borgarbúa felist í því að
rífa upp trjágróðurinn í borgarland-
inu?
Eða getur verið að fjármununumværi betur varið í dagvistar-
rými?
Og þá er ekki verið að tala um dag-vistarrýmið í ráðhúsinu. Þar
mætti hæglega fækka um eitt rými.
Jón Gnarr
Kristinsson
Fækkum um eitt
dagvistarrými
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Veður víða um heim 17.11., kl. 18.00
Reykjavík 8 rigning
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 7 rigning
Vestmannaeyjar 7 alskýjað
Nuuk -1 skýjað
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló -2 léttskýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 3 þoka
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 10 skúrir
London 13 léttskýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 5 þoka
Hamborg 2 heiðskírt
Berlín 0 þoka
Vín 0 þoka
Moskva 2 súld
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 15 heiðskírt
Aþena 11 skýjað
Winnipeg -11 snjóél
Montreal 5 skýjað
New York 7 alskýjað
Chicago -1 léttskýjað
Orlando 22 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:06 16:21
ÍSAFJÖRÐUR 10:32 16:05
SIGLUFJÖRÐUR 10:15 15:47
DJÚPIVOGUR 9:40 15:45
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Húsafriðunarnefnd og mennta- og
menningarmálaráðuneytið greinir á
um með hvaða hætti eigi að túlka lög
um húsafriðun. Nefndin tók þá
ákvörðun fyrr í þessum mánuði að
skyndifriða Skálholtskirkju, Skál-
holtsskóla og nánasta umhverfi og
koma þannig í veg fyrir að svonefnd
Þorláksbúð yrði reist á rústum sem
fundist hafa rétt við kirkjuna.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að húsa-
friðunarnefnd hefði tveggja vikna
frest til þess að leggja fram formlega
tillögu til ráðherra um að umræddar
byggingar verði friðaðar. Hún tæki
síðan ákvörðun um það hvort hún
samþykkti þá tillögu eftir að frestur-
inn rennur út. „Þannig að ég hef í
raun ekkert til að taka ákvörðun um
fyrr en þá,“ sagði Katrín, en hún
heimsótti Skálholt í gær til þess að
kynna sér aðstæður á staðnum.
Nikulás Úlfar Másson, arkitekt og
formaður húsafriðunarnefndar, lítur
nokkuð öðruvísi á málið. „Þetta er
einhver túlkun sem við höfum aldrei
heyrt áður í rauninni,“ segir hann og
vísar í lög um húsafriðun þar sem segi
að ráðherra ákveði, að fengnum til-
lögum húsafriðunarnefndar, hvort
friða skuli hús áður en skyndifriðun
ljúki en hún vari í tvær vikur frá því
að nefndin tilkynni öllum hlutaðeig-
andi aðilum um ákvörðun sína. Tillaga
um skyndifriðun eigi að duga.
Nikulás segir aðspurður að þegar
hafi öllum hlutaðeigandi verið til-
kynnt um ákvörðunina og tillagan
verið send til ráðherra. Hins vegar
ætli nefndin að funda í dag í mennta-
og menningarmálaráðuneytinu
með fulltrúum ráðuneytisins um
þessa ólíku túlkun laganna auk
þess sem formleg tillaga verði
aftur lögð fram til öryggis.
Lögin túlkuð á ólíkan hátt
Skiptar skoðanir eru á milli húsafriðunarnefndar og
menntamálaráðuneytisins um túlkun laga um húsafriðun
Friðun Tölvugerð mynd af Þorláksbúð eins og hún er hugsuð.
„Skyndifriðun tekur gildi þegar
húsafriðunarnefnd hefur til-
kynnt með tryggilegum hætti
öllum hlutaðeigandi aðilum,
sbr. 7. gr., ákvörðun sína og
gildir hún í tvær vikur. Skyndi-
friðun þarf ekki að þinglýsa.
Meðan á skyndifriðun stend-
ur gilda að öðru leyti allar
reglur um friðun. Ráðherra
ákveður að fengnum tillögum
húsafriðunarnefndar
hvort friða skuli við-
komandi hús áður
en skyndifriðun
lýkur.“
Úr 8. grein
laga br. 104/
2001 um
húsa-
friðun.
Ákveður
innan frests
LÖG UM HÚSAFRIÐUN
Katrín
Jakobsdóttir
Andlátsfrétt um Esther Munro í
Morgunblaðinu í gær þarf leiðrétt-
ingar við. Hið rétta er að foreldrar
Estherar bjuggu á Klapparstíg 29.
Verslunin sem faðir hennar stofnaði
hét Vald Poulsen. Esther starfaði
um tíma hjá versluninni Ringelberg.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
TÓNLEIKAR Í LANGHOLTSKIRKJU
LAUGARDAGINN 19. NÓV. 2011 KL. 16.00
KIRKJAN ÓMAR ÖLL
MIÐASALA: MIDI.IS / HJÁ KÓRFÉLÖGUM / Í SÖNGSKÓLANUM 552 7366 / VIÐ INNGANGINN
SÆNSKA SENDIRÁÐIÐ Á ÍSLANDI STYRKIR ÓPERUKÓRINN TIL TÓNLEIKAHALDSINS
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
lagði hald á tæplega 60 grömm af
amfetamíni, rúmlega 100 grömm af
maríjúana og stera við húsleit í íbúð
í fjölbýlishúsi í Árbæ í fyrradag.
Tveir karlmenn voru handteknir.
Á öðrum þeirra fundust tæplega 40
grömm af amfetamíni og rúmlega
30 grömm af maríjúana.
Mikið af fíkniefnum