Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 11
Lopapeysufeðgar Hermann og sonur hans Þórarinn Karl heilsa hér upp á kálfana í fjósinu sem eru heldur hissa.
„Þetta eru tæki sem bændur nota til
að létta sér verkin, bæði til að moka
undan og gefa hey. Þetta eru litlar
gröfur og lyftarar. Fjórða greinin var
svo fjárrag, en í henni var liðakeppni.
Liðin voru fjögur, eitt frá hverjum
landshluta. Þar voru liðin látin skilja
tvær ákveðnar kindur úr hópi og reka
þær inn í sérstakt hólf, án þess að
nota hendur. Okkur norðanliðinu
gekk ágætlega þar, þótt við værum
ekki efst,“ segir Hermann og bætir
við að ungu bændurnir passi vel upp á
jafnréttismálin. „Það er skylda í þess-
ari keppni að hafa jafnmargar konur
og karla.“
Ungir bændur sletta úr klauf-
unum á Sauðamessunni
Hermann segir að keppnin sé
fyrst og fremst til að fá ungu bænd-
urna til að hittast og kynnast milli
landsfélaga. „Meginmarkmið Sam-
taka ungra bænda er að tengja saman
þetta fólk sem hefur sameiginlegan
áhuga á landbúnaði, og auk þess
vinna að hag okkar fyrir greinina.“
Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er
haldin og hann segir hana vera að
sækja í sig veðrið. „Það er fjöldi fólks í
þessum samtökum og við stefnum að
því að fjölga enn frekar, en það virðist
vera mikill áhugi fyrir landbúnaði
núna hjá ungu fólki, sem er ánægju-
legt,“ segir Hermann, sem er í stjórn
ungra bænda á Norðurlandi.
„Það er fjölmargt í umræðunni
hjá okkur og margir hafa mjög sterk-
ar skoðanir á þessum hlutum. Maður
finnur það á svona samkomu hvað
það er nauðsynlegt að fólk komi sam-
an og skemmti sér vel. Það var mikið
dansað á Sauðamessunni. Ungir
bændur, sem komast lítið frá, nýta
þetta tækifæri til að sletta úr klauf-
unum og sumir næla sér í maka.“
Nældi í heimasætuna á
nágrannabænum
Hermann er í sambúð með Ingi-
björgu Leifsdóttur og eiga þau sam-
an soninn Þórarinn Karl. „Við búum á
bænum Klauf í Eyjafjarðarsveit, sem
er hennar æskuheimili, og við stund-
um búskapinn með tengdaforeldrum
mínum. Við erum með 40 kýr, geld-
neyti og 13 kindur. Ég er í fjarnámi í
búvísindum við háskólann á Hvann-
eyri og við sjáum til hvað framtíðin
ber í skauti sér. Við erum með korn-
rækt og erum með tilraunarækt með
repju og fengum fyrstu uppskeruna í
haust. Það eru gríðarlegir mögu-
leikar í landbúnaði,“ segir Hermann
sem er fæddur og uppalinn á bænum
Svertingsstöðum, sem er aðeins þrjá
kílómetra frá Klauf. Hann leitaði því
ekki langt yfir skammt eftir konu
sinni. „Ég kom að Klauf sem vinnu-
maður fyrir tíu árum og náði í heima-
sætuna á bænum fyrir þremur árum,
rétt eins og í rómantískri skáldsögu.“
Gæfar Hermann og Þórarinn Karl kíkja á búsældarlegar kindurnar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
Það verður nóg að gera
þessa helgina hjá skylminga-
köppunum Gunnhildi Garð-
arsdóttur, Gunnari Agli
Ágústssyni og Hilmari Erni
Jónssyni, en þau héldu í gær-
morgun á heimsbikarmót í
skylmingum ungmenna sem
fram fer í Sosnowiec í Pól-
landi.
Ungmennin þrjú eru á aldr-
inum 17 til 19 ára og eru þrátt
fyrir ungan aldur öll marg-
verðlaunaðir skylmingamenn
bæði hérlendis og erlendis.
Hér eru bæði Íslandsmeist-
arar og Norðurlandameist-
arar á ferð. Gunnhildur keppir 19. nóvember í einstaklingskeppni í flokki 20 ára
og yngri, en Gunnar Egill og Hilmar Örn þann 20. nóvember í einstaklings-
keppni í flokki 20 ára og yngri.
Heimsbikarmót í skylmingum
Skylmingafólk Gunnhildur Garðarsdóttir (t.v.)
og Hilmar Örn Jónsson etja kappi.
Þrjú íslensk ungmenni keppa
Ígær vaknaði ég, leit á dagatal-ið og hugsaði með mér að þaðværi farið að styttast í jólin,kominn sautjándi nóvember.
Ég velti þessu svo sem ekkert mikið
meira fyrir mér heldur fór að hafa
mig til fyrir vinnuna. Ég klæddi mig,
borðaði morgunmat, hellti í mig
kaffibolla og rölti af stað út á
Hlemm.
Ég var ekki kominn langt á leið
þegar mig var farið að gruna að ég
hefði kannski klætt mig helst til
mikið, tók ofan húfuna og vett-
lingana, stakk þeim ofan í tösku og
hélt áfram göngunni. Þegar um
þriðjungur leiðarinnar var að baki
var ég aftur farinn að svitna. Hvern-
ig má þetta vera, hugsaði ég, það er
miður vetur, það á ekki að vera
svona heitt. Ég renndi niður úlpunni
og hélt áfram göngunni.
Mér var orðið jafn heitt í hamsi og
mér var orðið á baki þegar ég
hugsaði veðrinu þegjandi þörf-
ina. Bráðum kemur vondi,
vondi stormurinn og nær þér,
þú þarna hitabylgja, og ef
hann nær þér ekki þá kemur
páskahretið og étur þig. Ég
var kominn úr úlpunni og
hún hékk á töskunni,
peysan bundin utan
um mittið og gegn-
drepa bolurinn þorn-
aði í hlýrri golunni.
En ég var þó kominn
vel rúmlega hálfa
leið; ekki nema
tvær mínútur eftir.
Í þessu rifjuðust
upp fyrir mér
æskuminningar
þegar við krakkarnir söfnuðumst
saman og vorum að grafa okkur tuga
fermetra snjóhús. Einnig mundi ég
eftir því þegar rafmagnið fór trekk í
trekk í stórstormunum og bílar fest-
ust unnvörpum, týndust jafnvel og
sáust ekki aftur fyrr en að vori.
Vissulega eru þessar minningar
svolítið ýktar en það var þó þannig
að þegar ég var yngri voru veturnir
mun harðari. Ekki þetta eilífa miðju-
moð heldur varð í alvöru kalt
og svo var bara kalt og snjór
þangað til það varð aftur
hlýtt. Þetta var ekkert
spurning um hvít eða rauð
jól, þetta var spurning
hvort við kæmumst yfirhöf-
uð í jólaboðið.
Eftir þessar hugleiðingar
mínar var ég kominn á
áfangastað og hugsaði
með mér hvort það væri
kannski hentugra að not-
ast frekar við hitamælinn
en dagatalið þegar ég
ákvæði hversu vel ég ætti
að klæða mig.
»Ég var kominn úr úlp-unni og hún hékk á
töskunni, peysan bundin ut-
an um mittið og gegndrepa
bolurinn þornaði í hlýrri gol-
unni en ég var þó kominn
vel rúmlega hálfa leið; ekki
nema tvær mínútur eftir.
HeimurHjalta
Hjalti St. Kristjánsson
hjaltistef@mbl.is
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu Intiga til prufu í vikutíma
Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun
heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður
skýrara en þú hefur áður upplifað.
Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum!
*Í flokki bak við eyra heyrnartækja
sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu
Heyrnartækni kynnir ...
Minnstu heyrnartæki í heimi*