Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 16

Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 16
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 AFSLÁTTUR Á LEIKRITIÐ „EFTIR LOKIN“ SEM SÝNT ER Í TJARNARBÍÓI SuðSuðVestur í samstarfi við Tjarnarbíó sýnir leikritið „Eftir lokin“ eftir Dennis Kelly. Dennis Kelly er eitt fremsta nútímaleikskáld Breta. Leikrit hans hafa verið sýnd víða um heim. Verk hans „Elsku barn“ var t.d. sýnt við fádæma undirtektir í Borgarleikhúsinu. Eftir lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af tog- streitu og spennu, ástandið er eldfimt og spurningin er: Þau lifðu hörmungarnar af, en lifa þau hvort annað af? Leikarar: Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Sýningar í boði: 17. nóvember 18. nóvember 25. nóvember 26. nóvember Sýningin hefst kl. 20:00 Almennt verð á sýningu: 3.200 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.200 kr. Miðasala Tjarnarbíós er opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 15:00 og klukkutíma fyrir viðburði. Símanúmer 527 2102. Einnig má senda póst á midasala@tjarnarbio.is MOGGAKLÚBBUR Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þúsundir námsmanna efndu til mót- mæla á götum borga á Ítalíu í gær eftir að nýr forsætisráðherra lands- ins, Mario Monti, lýsti áformum sín- um um aðgerðir til að leysa efna- hagsvanda landsins og minnka skuldir ríkisins. Monti sagði í ræðu á þinginu að nýja stjórnin hygðist stuðla að hag- vexti og félagslegu réttlæti með ráð- stöfunum sem ættu að vega á móti erfiðum sparnaðaraðgerðum og skattahækkunum. Monti sagði að gera þyrfti gagn- gerar breytingar á lífeyriskerfinu sem hann sagði „veita ákveðnum geirum óréttlætanleg forréttindi“. Hann boðaði ennfremur breytingar á skattakerfinu og sagði að stjórnin hygðist gera ráðstafanir til að hvetja fyrirtæki til að ráða fleiri konur og ungt fólk. Monti sagði að stefnt yrði að því að fjárlagahallanum yrði eytt ekki síðar en árið 2013. „Framtíð evrunn- ar ræðst einnig af því sem Ítalía ger- ir á næstu vikum,“ sagði hann. Hótar að „taka stjórnina úr sambandi“ Nýja ríkisstjórnin er skipuð frammámönnum í viðskiptalífinu og fleiri sérfræðingum. Nýjar skoðana- kannanir benda til þess að rúmur helmingur Ítala styðji stjórnina. Stóru stjórnmálaflokkarnir á Ítalíu hafa lýst yfir stuðningi við nýju stjórnina, að Norðursambandinu undanskildu. Hermt er þó að Berlusconi hafi sagt að hann myndi „taka stjórnina úr sambandi“ ef fyrstu aðgerðir hennar dygðu ekki til að binda enda á umrótið á mörkuðunum. „Ríkisstjórnir þurfa að vera kosnar af þjóðinni, einkum á erfiðum tímum þegar stjórnmálamenn þurfa að finna lausnir,“ sagði Roberto Cota, einn forystumanna Norður- sambandsins, sem átti aðild að ríkis- stjórn Berlusconis. Franco Pavoncello, prófessor í stjórnnmálafræði við John Cabot- háskóla í Róm, telur þó rangt að halda því fram að slíkar sérfræð- ingastjórnir séu ólýðræðislegar. Hann bendir á að þingið þurfi að lýsa yfir stuðningi við stjórnina og stjórn- málaflokkarnir eigi að hafa áhrif á stefnu hennar. Reuters Ólga Lögreglumenn og mótmæl- endur takast á í Mílanó. Áformum Montis mótmælt á götunum  Nýr forsætisráðherra Ítalíu kynnir aðgerðir til að leysa efnahagsvandann  Rúmur helmingur Ítala styður stjórnina Stjarnvísindamenn í Bandaríkj- unum hafa fundið bestu vísbend- inguna til þessa um að mikið magn af vatni sé að finna undir yfirborði eins af fylgitunglum Júpíters, Evrópu. Rannsóknir vísindamannanna benda til þess að á yfirborði Evrópu sé um það bil tíu kílómetra þykk ís- skorpa og inni í henni séu vötn á stærð við Vötnin miklu á landamær- um Bandaríkjanna og Kanada. Vís- indamennirnir telja að vötnin geti hugsanlega verið um það bil þrjá kílómetra undir yfirborðinu. Þeir telja að vatn seytli upp frá vötnunum og verði til þess að sprungur mynd- ist í ísnum þannig að hann hrynji. Að sögn fréttavefjar The Telegraph er talið að aðstæðurnar í ísskorpunni séu svipaðar og undir jöklum sem liggja yfir virkum eldstöðvum á Ís- landi. Evrópa er fjórða stærsta tungl Júpíters, stærstu reikistjörnu sól- kerfisins. Vísindamenn hafa lengi talið að risastórt haf, um 160 kíló- metra djúpt, kunni að vera um það bil 10-30 kílómetra undir ísskorp- unni. Talin geta flutt næringarefni Rannsókn vísindamannanna bendir til þess að vötnin séu nógu nálægt yfirborði Evrópu til að vatn- ið, sem seytlar upp frá þeim, geti flutt næringarefni milli vatnanna og yfirborðsins. Fréttavefur BBC hefur eftir vís- indamanninum Britney Schmidt, sem stjórnaði rannsókninni, að þetta auki líkurnar á því að lífverur geti þrifist á fylgitunglinu. Skýrt er frá rannsóknunum í vís- indatímaritinu Nature. bogi@mbl.is Fundu vísbendingu um stór vötn á tungli Júpíters  Talin liggja nógu grunnt til að lífverur geti þrifist Reuters Vötn Teikning listamanns af hugs- anlegum vötnum undir ísnum á einu tungla Júpíters, Evrópu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna þegar um þúsund manns söfnuðust saman á Wall Street í New York í gær til að mótmæla efnahagslegri mis- skiptingu. Lögreglan handtók tugi mótmælenda. „Wall Street er lokuð!“ hrópuðu mótmælendur þegar þeir reyndu að loka innganginum í kauphöllina í New York. Til ryskinga kom milli þeirra og manna sem reyndu að komast inn í bygginguna. Reuters Tugir manna handteknir á Wall Street

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.