Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 19

Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Þetta líf Hann var að forvitnast um mannfólkið og aðrar furðuverur þessi boxer þar sem hann rak hausinn út um bílglugga á útkikkinu í gærkvöldi og virtist láta sér fátt um finnast. Árni Sæberg Stjórnlagaráð hefur eftir mikla vinnu sent frá sér frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Í því felst að stjórnarskráin er skrifuð upp á nýtt á hreint blað. Því miður er þetta skjal verulegum ann- mörkum háð. Það getur því vart komið til álita að skjalið verði not- að sem grundvöllur nýrrar stjórn- skipunar. Stjórnarskráin hefur gefist vel Hér skiptir máli að stjórnarskráin er ein- staklega þýðingarmikil. Hún er lagatexti sem færir borgurunum m.a. kosningarrétt og mann- réttindi. Á grundvelli hennar hafa á löngu ára- bili þróast stjórnskipunarvenjur, margvísleg al- menn lög hafa verið sett til að ljá einstökum ákvæðum hennar gildi, dómar hafa fallið um skilning hennar o.s.frv. Stjórnarskrá er því eins og afleggjari sem vex og verður að stóru mynd- arlegu tré með árunum. Það er meira en að segja það, að ætla að rífa slíkt tré upp með rót- um og byrja með nýjan afleggjara. Það er heldur ekki ástæða til þess vegna þess að í stórum dráttum hefur stjórnarskráin gagnast þjóðinni vel. Hún var upphaflega sett 1874 en hefur oft verið breytt síðan þá og hefur þróun hennar m.a. endurspeglað sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Þá hefur stjórnarskránni ítrekað verið breytt frá árinu 1944. Þar ber hæst brottfall deildaskiptingar Alþingis, breytingar á kosninga- fyrirkomulagi og endurskoðun mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar. Um þetta hafa oft átt sér stað lýðræðisleg átök en alltaf hefur verið mikil sátt um end- anlegar breytingar. Aldrei hefur hrikt í stoðum stjórnskipunar- innar með eftirtektarverðum hætti; ríkisstjórnir hafa komið og farið og kosningar hafa gengið stóráfallalaust. Áföll í öðrum löndum hafa ekki kallað á nýjar stjórnar- skrár Þrátt fyrir þetta vill stjórnlagaráð skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Með því er tekin áhætta sem flestar vestrænar þjóðir forðast. Bandaríkjamenn hafa til dæmis ekki fram- kvæmt slíka heildarendurskoðun á sinni stjórn- arskrá frá því hún var samþykkt upphaflega 1787. Bandaríkjamenn hafa þó lent í borg- arastríði 1861 til 1865, fjölmörgum öðrum stríð- um, alvarlegum kreppum, umfangsmiklum kynþáttaóeirðum og margvíslegum öðrum áföllum. Þau áföll voru ekki talin nægjanlega al- varleg til að stjórnarskrá Bandaríkjanna væri skrifuð upp á nýtt. Ýmsar breytingar ganga þvert á yfirlýst markmið Þegar forsætisráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórnlagaþing, byggðist það verk- efni m.a. á þörf sem siðfræðinefnd rannsókn- arnefndar Alþingis taldi á endurskoðun stjórn- arskrárinnar til að styrkja þingið gagnvart framkvæmdavaldinu. Í því ljósi er einkennilegt að tillögur stjórnlagaráðs veikja fremur stöðu Alþingis og auka völd forsætisráðherra. For- sætisráðherra fær t.d. vald til að skipa alla ráð- herra, skipta með þeim störfum og veita þeim lausn frá embætti. Þá getur Alþingi ekki knúið á um afsögn forsætisráðherra með einföldu vantrausti heldur verður Alþingi jafnframt að hafa sammælst um nýjan forsætisráðherra. Það gerir Alþingi erfiðara fyrir að knýja for- sætisráðherra til afsagnar sem nýtur ekki trausts. Þá eru möguleikar Alþingis til að knýja aðra ráðherra til afsagnar takmarkaðir. Tillögur stjórnlagaráðs ganga því þvert gegn þeirri meintu þörf sem talin var á að styrkja Alþingi. Í frumvarpi forsætisráðherra var einnig vik- ið að nauðsyn þess að fjalla um hlutverk for- seta. Það styðst við niðurstöðu siðfræðinefnd- arinnar sem taldi að ræðuhöld forsetans hefðu átt þátt í að valda bankahruninu og því þyrfti að skýra betur hlutverk forsetans í stjórn- arskránni. Stjórnlagaráð svarar ekki þessu kalli. Tillögur stjórnlagaráðs fela forsetanum meiri völd en hann hefur í dag, t.d.varðandi skipun dómara, ríkissaksóknara og annarra embættismanna, og auka mjög á vafa um hlut- verk hans. Tillögur stjórnlagaráðs ganga því einnig að þessu leyti gegn þeirri meintu breyt- ingaþörf sem var talin fyrir hendi. Ákvæði í tillögunum stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu Þá eru tillögur stjórnlagaráðs um endur- skoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar með öllu ófullnægjandi. Í því samhengi verður að hafa í huga að nýverið var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar tekinn til gagngerrar end- urskoðunar. Sú endurskoðun hefur jafnan mælst vel fyrir og það er óskiljanlegt hvað rek- ur stjórnlagaráð til að endurskrifa kaflann nú. Við það bætist að tillögur stjórnlagaráðs eru miklum annmörkum háðar. Þar stingur m.a. í augu tillaga um að engar stjórnskipulegar tak- markanir séu á söfnun og dreifingu persónu- upplýsinga. Þá gerir ráðið tillögu um að ríkið geri bótalaust upptæk öll vatnsréttindi, jarð- hitaréttindi og námuréttindi landeigenda. Þetta stangast á við ákvæði í mannréttinda- sáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs og vernd eignarréttar og getur aldrei talist ásætt- anlegt. Samkvæmt þessu geta tillögur stjórnlaga- ráðs tæpast orðið grundvöllur endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Þar með er ekki sagt að það eigi aldrei að breyta stjórnarskránni. Það er eilífðarverkefni. Það væri þó æskilegt að takmarka slíkar breytingar við afmarkaða þætti í hvert sinn og gæta varúðar. Þannig er líklegra að árangur náist. Eftir Reimar Snæfells Pétursson » Stjórnarskrá er eins og af- leggjari sem verður að stóru myndarlegu tré. Það er óráð að rífa slíkt tré upp með rótum og byrja með nýjan af- leggjara. Reimar Snæfells Pétursson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Flýtum okkur hægt Ofangreindur titill er fyrirsögn ritstjórnarpis- tils í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Íþróttahreyfingin á Ís- landi er ávallt þakklát fyrir hlýjar kveðjur og það þegar tekið er eftir jákvæðum afleiðingum af starfsemi hreyfing- arinnar. Þótt vissulega sé hún hér til umfjöll- unar í samhengi við al- varlegan blett á okkar samfélagi sem felst í ofbeldi og kynferðisbrotum gegn börnum, með tilvísun til rann- sóknar Bryndísar Bjarkar Ásgeirs- dóttur lektors í sálfræði sem dregur meðal annars fram þátttöku í skipu- legu íþróttastarfi sem fyrirbyggjandi þátt. Íþróttahreyfingin hefur af einurð og samviskusemi tekið þátt í átaks- verkefnum sem útrýma hverskyns einelti, ofbeldi og neyslu áfengis og fíkniefna innan vé- banda íþróttastarfs. Ítrekaðar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka í skipulegu íþróttastarfi dregur verulega úr líkum á neyslu ungmenna á áfengi og fíkniefnum, og bætir heilsufar með hvatningu til hreyf- ingar. Rannsókn Bryn- dísar bætist í þá flóru. Daginn fyrir birt- ingu pistilsins átti fo- yrsta Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands, fyrir hönd langstærstu fjöldahreyfingar landsins með tæplega 150 þúsund skráða fé- laga, fund með hluta fjárlaganefndar Alþingis. Voru þar nokkuð málefna- legar umræður og komu fulltrúar hreyfingarinnar á framfæri áhyggj- um af stöðu mála en vanþekkingar á eðli, starfsemi og mikilvægi íþrótta- starfsemi hefur sannarlega gætt með- al ráðamanna. Það er okkar hlutverk að bæta úr því. Sama dag funduðu forystumenn héraðssambanda og íþrótta- bandalaga í höfuðstöðvum samtak- anna í Laugardal, og síðar um daginn var haldinn árlegur formannafundur allra sambandsaðila. Mikil samstaða og einhugur er í þeim ósérhlífna hópi, en jafnframt undrun á þeim skorti á virðingu sem fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarp ársins 2012 sýnir starfsem- inni – á sama tíma og fregnir berast af því að fíkniefnaneysla ungmenna aukist og þjóðin sé orðin sú feitasta í heimi. Afleiðingum niðurskurðar er einfaldlega velt yfir á næsta kjör- tímabil stjórnvalda, sem þar með fel- ur í sér umtalsvert aukinn kostnað. Slíkt verður ekki eingöngu réttlætt með vísan til tímabundinnar efnahagslægðar. Á laugardag heimsótti ég Laug- ardalinn í Reykjavík, og hefði sann- arlega óskað þess að fulltrúar stjórn- valda hefðu verið með í för. Á vegum Badmintonsambands Íslands og Dansíþróttasambands Íslands voru í gangi stór alþjóðleg mót með fjölda erlendra keppenda og gesta. Í íþróttamiðstöð Ármanns og Þróttar voru í gangi knattspyrnumót ungra stúlkna, fimleikamót og glímumót. Frjálsíþróttaæfing var í frjálsíþrótta- húsinu. Í Baldurshaga sem er undir stúkunni við Laugardalsvöllinn fór fram mót í skylmingum, og í Laug- ardalslaug fór fram Íslandsmeist- aramótið í sundi í 25 metra laug – samhliða umgjörð almenningsþátt- töku í sundi, hjólreiðum, skokki og lík- amsrækt um allan Laugardalinn. Íþróttamiðstöðin sjálf var iðandi af fundum og félagsstörfum þar sem meðal annars var að finna ársþing Mótorhjóla- og snjósleðaíþrótta- sambands Íslands, dómaranámskeið Skautasambands Íslands, fund for- manna aðildarfélaga Íþrótta- sambands fatlaðra og dómaranám- skeið á vegum Lyftingasambands Íslands. Þetta varð ég var við á þeim tveimur klukkustundum sem ég heimsótti Laugardalinn, og allt í eins kílómetra radíus. Það sem er kannski merkilegast er að þarna endurspeglast okkar mikla starfsemi um allt land á hverjum degi – í reynd ósköp venjulegur laug- ardagur í íþróttahreyfingunni. Meira og minna allir sem leggja hönd á plóg eru sjálfboðaliðar, sem í reynd leggja stund á endurgjaldslausa samfélags- starfsemi – starfsemi sem virðist vel metin af þátttakendum, foreldrum, áhorfendum og öðrum sem njóta þátttöku og áhorfs. Starfsemin virð- ist ekki vera jafn vel metin af stjórn- völdum. Niðurskurður hefur verið umfram aðrar sambærilegar ein- ingar í samfélaginu. Við það verður ekki unað. Eftir Ólaf E. Rafns- son » Afleiðingum niður- skurðar er einfald- lega velt yfir á næsta kjörtímabil stjórnvalda, sem þar með felur í sér umtalsvert aukinn kostnað. Slíkt verður ekki eingöngu réttlætt með vísan til tímabund- innar efnahagslægðar. Ólafur E. Rafnsson Höfundur er Forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Mikilvægi stuðnings og íþrótta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.