Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 ✝ VilhjálmurGrímsson tæknifræðingur fæddist í Færeyjum 3. ágúst 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. nóv- ember 2011. Vilhjálmur var sonur hjónanna Gríms Eystroy, f. 28. júlí 1919, d. 17. apríl 2000, og Ingibjargar Mörk, f. 16. október 1920, d. 4. október 2000. Vilhjálmur er elstur átta systkina, hin voru þessi: El- ísabet, Regin, Sólrún (látin), sveinbarn (látið), Grímur, Ingi- björg og Rut (látin). Vilhjálmur kvæntist 11. ágúst 1962 Vigdísi Pálsdóttur, dóttur Jóhönnu Símonardóttur, f. 6. október 1923, d. 20. nóvember 2004, og Páls Þorsteinssonar, f. eftir stríð. Hann ólst upp í vest- urbæ Reykjavíkur. Vilhjálmur lauk prófi í tæknifræði frá Oslo tekniske skole 1965 og starfaði um tveggja ára skeið hjá siv. ing. Halvor Sundsvalen í Ósló. Frá 1967 til 1986 var hann bæj- artæknifræðingur í Keflavík; sveitarstjóri í Vogum 1986 til 1990; verkefnisstjóri hjá Land- mælingum Íslands 1991 til 1994; framkvæmdastjóri Verndar, fangahjálpar, 1994 til 2000; skrif- stofustjóri í Gerðubergi 2001 til 2005; verkefnisstjóri hjá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar 2005 til 2010. Vilhjálmur var landsforseti JC á Íslandi 1974- 1975. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Samtaka tækni- manna sveitarfélaga, SATS. Vilhjálmur verður jarðsung- inn frá Fella- og Hólakirkju í dag, 18. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 22. nóvember 1921. Vigdís er elst sex systkina, þeirra Símonar (látinn), Ás- laugar, Þorsteins, Páls Ásgeirs og Gylfa Þórs. Börn þeirra Vilhjálms og Vigdísar eru 1) Páll, kvæntur Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur og eiga þau Guð- mund Óskar, Vigdísi Ingibjörgu og Ingu Þóru; 2) Hanna Björg sem á Vilhjálm Theodór og Kristu Sól; 3) Garðar, kvæntur Ástu Steinunni Eiríks- dóttur og eiga þau Berglindi Glóð, Birgittu Björt og Bryndísi Perlu; 4) Inga María, sambýlis- maður Gestur Páll Reynisson, og eiga þau Önnu Lilju og Vilhjálm Reyni. Vilhjálmur flutti til Íslands með foreldrum sínum fljótlega Ég veit að ég er ein af þeim heppnu í lífinu. Ég fékk frábæran pabba. Það verður í sjálfu sér ekki flókið að syrgja hann, hann skilur eftir svo mikið af góðum minning- um. Og svona er nú lífið. Einn Vil- hjálmur fæðist og annar Vilhjálm- ur deyr. Pabbi var svo margt fyrir mér. Hann var óendanlega þolinmóður. Natinn. Ljúfur. Róandi. Vitur. Skemmtilegur. Hann var hlýr og gefandi. Aldrei skammandi eða skipandi. Kunni svo vel að orða til- finningar sínar – en bestur var hann þó í að hlusta. Hann dæmdi aldrei heldur samþykkti mann eins og maður var. Sem að mínu viti er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir börnin sín. Hann hvatti okkur systkinin öll til að ganga menntaveginn og halda alltaf áfram að læra meira. Einnig að lífið er ævintýri og að maður á að njóta þess núna. Þetta kunni hann svo sannarlega sjálfur. Hann fór að læra frönsku þegar systir mín flutti búferlum til Frakklands. Nostraði við flug- vélamódelsmíði í nokkur ár, lagð- ist í veiðimennsku og skyttirí í önnur ár. Einnig lærði hann á mótorhjól á gamals aldri, smíðaði sér sjálfur kajak, en hans helsta ástríða var samt myndlistin, en hann hefur verið nemi í Myndlist- arskóla Reykjavíkur í áratugi. Við systkinin fórum ekki var- hluta af hinum mýmörgu áhuga- málum pabba. Oftar en ekki voru eitt okkar eða fleiri dregin inn í það sem var efst á baugi hverju sinni. Ég fór í myndlistarskólann með pabba á laugardögum í nokk- ur ár. Lét mig hafa það að vakna eldsnemma á laugardagsmorgn- um á táningsárunum og fara með pabba til Reykjavíkur. Fyrst á Kaffivagninn við bryggjuna í morgunkaffi og svo í skólann. Pabba og mömmu fannst einnig afar gaman í útilegum og hef ég margar góðar minningar úr tjald- ferðalögum vítt og breitt um land- ið. Fyrir nokkrum árum fór pabbi með mér yfir Fimmvörðuhálsinn ásamt bróður mínum og nokkrum vinkonum á Jónsmessunótt. Sú ganga reyndi töluvert á hann, en aldrei datt honum í hug að gefast upp. Hann og mamma eru mér sterk fyrirmynd um hvernig fjölskyldu- líf eigi að vera. Aldrei sá ég þau rífast eða fara í fýlu. Þau voru samtaka en um leið sköpuðu svig- rúm hvort fyrir annað til að vera ólík og hafa sinn hátt á ýmsu. Okk- ur systkinunum var innrætt virð- ing og samhygð með öðrum, ekki síst þeim sem höfðu átt erfitt í líf- inu. Einnig að taka þátt í sam- félaginu og hafa áhrif, enda öll mjög pólitísk og um leið og við höf- um stundum ólíkar skoðannir er- um við samrýmd og náin. Ein af mínum sterkustu minn- ingum um pabba er þar sem hann, sem elstur og stærstur í fjölskyld- unni bað mig, yngsta meðliminn, fyrirgefningar. Þar kenndi hann mér á mjög áhrifamikinn hátt um auðmýkt og fyrirgefningu. Eina eftirsjáin er að börnin mín muni ekki hafa minningu um afa sinn nema í gegnum mig. Eitt af hans síðustu verkum var að skrifa á myndir sem hann hafði þegar teiknað og árita þær til Vilhjálms Reynis, fjögurra mánaða sonar míns, frá afa sínum. Það var átak- anleg stund sem ég mun seint gleyma. Við pabbi hittumst aftur eftir u.þ.b. 40 ár (ef guð lofar) en þang- að til mun ég sakna hans á hverj- um degi. Það veit ég líka. Inga María Vilhjálmsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Pabbi var dellukall. Ég man fyrst eftir flugmódelum, svo kom hestadella, prufaði að svífa í dreka en var of þungur. Við pabbi skut- um rjúpur á tímabili og hann veiddi stundum fisk; reiðhjól átti hann þrjú eða fjögur á tímabili og svo mótorhjól þar sem ekkert minna en 1600cc þurfti til. Göngur voru honum bæði líkamsrækt og áhugamál og nú síðast var það sjókajak sem hann smíðaði sér og við dömluðum á við Geldinganesið. Ég var með honum í ýmsu og sit eftir með mótorhjóladellu en læt mér nægja 750cc. Eitt rak annað í áhugamálum en alltaf var lista- þráðurinn spunninn með, hann spilaði á píanó og hvert sem farið var voru listmálagræjur meðferð- is. Heima hjá mér eru flestir vegg- ir prýddir hans túlkun á fólki og fjöllum, takk fyrir það, pabbi. Pabbi fékk bara 69 ár en hann nýtti þau vel – fór alltaf fyrstur á fætur, skipulagði dagana vel og gjörnýtti þá alla. Hann bjó sér til stundatöflu til að koma öllu í verk þó hann væri hættur að vinna launavinnu. Pabbi var með kaldan húmor og sumir myndu segja allt að því ruddalegt skopskyn – það fannst ekki öllum hann fyndinn þó ég gæti hlegið mig máttlausan að því þegar hann spurði hvenær gæludýrin færu á grillið! Pabba fannst gaman að grilla (grillaði þó aldrei gæludýr) og hann undi sér vel með viskítár í annarri hendi og grilltöng í hinni. Síðustu árin átti pabbi mikinn styrk í trúnni og gaf sig í starf á vegum þjóðkirkjunnar – hann kaus til stjórnlagaþings(nefndar) á grundvelli afstöðu manna til að- skilnaðar kirkju og ríkis sem hann var andvígur. Síðustu dagana sína naut hann þess án efa að hafa stað- fasta trú og vera óhræddur við það sem koma skyldi. Nú er því öllu upplokið fyrir honum en við sitjum eftir með stóru spurningarnar. Garðar. Erfiðar vikur og mánuðir að baki – og nú blasir enn erfiðari veruleiki við. Enginn pabbi lengur. Kletturinn í lífi mínu er farinn. Tómarúm og hjartasár verður ein- hvern veginn að venjast og lífið að halda áfram. Hvernig tilveran verður án hans er óhugsandi. Pabbi var alltaf nálægur og lét til sín taka ef honum þótti ástæða til – ef ekki – þá var hann samt ávallt til staðar. Það sem pabbi minn var mér – var eiginlega allt. Næmni hans, umhyggja og hlýja var endalaus. Stuðningur og hrós voru hans að- alsmerki. Alltaf bjartsýnn, alltaf vitur, alltaf ráðagóður. Hvað svo sem þessari konu hér datt í hug – þótti pabba frábært Alls staðar voru möguleikar. Notum daginn í dag var hans mottó – láttu hug- myndina verða að veruleika. Nýttu tækifærin. Pabbi var óþreytandi í að hvetja okkur til mennta. Alla tíð hjálpaði hann, nærði, vísaði veginn og huggaði ef illa gekk. Stolt pabba af börnunum sínum var mikið – stundum vandræða- lega mikið. En pabba var sama hvað öðrum fannst. Sjálfstraustið var frá náttúrunnar hendi í ómældu magni. En pabbi gat líka verið lítillátur og auðmjúkur – við- urkenndi fús veikleika sína. Pabbi átti ótal áhugamál og vann alla tíð mikið – einkum þegar við systkinin vorum yngri. Að vera natinn faðir, í krefjandi starfi, með fjölda áhugamála – og þar kom berlega í ljós hversu hugmyndaíkur pabbi var – hefði vitaskuld ekki gengið ef mamma hefði ekki staðið sína plikt af umhyggju, dugnaði, trygglyndi og þolinmæði. Á bak við hvern frá- bæran karl stendur gjarnan stór- kostleg kona. Mamma er skjólið sem pabbi blómstraði í. Eitt er að vera gefandi faðir og annað að vera góður eiginmaður. Þótt for- eldrar mínir hafi elskað hvort ann- að mikið hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera konan hans pabba. Að gefa mömmu hest í afmælisgjöf þegar hana langaði í litasjónvarp, var ekki besta hugmyndin sem pabbi minn fékk. En Gráni var síð- ar seldur og mamma fékk litasjón- varpið. Við systur töluðum einhvern tímann um að pabbi væri óslípaður demantur. Á seinni árum slípast demanturinn til. Hlutverk pabba míns í uppeldi barna minna var stórt – og ekki síst uppeldi nafna hans eldri. Allt- umvefjandi afi – faðir frekar en afi. Pabbi tók son minn að sér í föð- urlegum skyldum. Þar toppaði hann eigin met í elsku og ástúð. Elsku Teddi minn hefur misst svo mikið. En gleðin og hamingjan eru hin hliðin á sökuðinum. Við erum svo rík að hafa átt þennan pabba og afa. Það sem pabbi gaf af örlæti mun endast okkur alla ævina. Ómetanlegt dýrmæti. Elsku pabbi minn – þú verður mér hvatning og innblástur um alla framtíð. Hanna Björg. Afi er kominn, sagði barnabarn- ið og hljóp út á stétt. Reyndar fór það ekkert á milli mála þegar drunurnar færðust upp Selbraut- ina í morgunkyrrðinni snemma á laugardegi. Úti fyrir stóð töffarinn í svörtum galla með hjálm og við hliðina stór og mikill mótorfákur. Á meðan barnið dáðist að hjólinu með afanum kveikti ég á kerti og setti upp teketilinn. Alltaf sama ritúalið þegar Villi kom í morgun- heimsókn um helgar. Og það var gaman að tína til eitthvað með te- sopanum því hann var svo mikill matmaður. Og á meðan við sátum að spjalli var rætt um allt milli himins og jarðar og aldrei þurfti ég að hafa áhyggjur af því að ég segði eitthvað sem passaði ekki, hann var umburðarlyndur maður og hlýr. Síðari misserin ræddum við aðallega um Guð og kirkjuna, jú og reyndar allt milli himins og jarðar. Það var honum eðlislægt að geta talað um hlutina og af Vilhjálmur Grímsson HINSTA KVEÐJA Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum,) Með þessu kvæði úr Hávamálum kvaddi Villi hana Sólrúnu systur okkar fyrir 30 árum. Í dag kveðj- um við systkinin Villa bróð- ur okkar á sama hátt. Missir fjölskyldunnar er mikill og söknuðurinn sár Hvíl í friði, kæri bróðir. Grímur yngri og Ingibjörg yngri. ✝ Ólafur NikulásVíglundsson fæddist í Hafn- arfirði 16. júlí 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 12. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Víglundur Nikulásson, f. 3.6. 1891, d. 27.8. 1979, og Sigurlaug Magnúsdóttir, f. 7.11. 1895, d. 21.8. 1969. Systkini Ólafs voru: Fjóla Bláfeld, látin, Sveinsína Guð- munda, látin, Agnar Baldur, Elmar, látinn og Guðrún El- ísabet. Hinn 13. október 1956 kvæntist Ólafur eiginkonu sinni, Þorfinnu Stefánsdóttur, Lárus Heiðar Sveinsson, börn þeirra eru Örn Heiðar og Kristín Kara. Kristín Eva. 2) Þröstur, f. 16.2. 1958, kona hans var Brynja Júlíusdóttir, f. 19.1. 1967, d. 12.12. 2009, dótt- ir þeirra er Þorfinna Ellen. Dætur Brynju eru: Lára, synir hennar eru Hafsteinn Ingi og Daníel Þór. Sólveig Anna, sam- býlismaður hennar er Kristinn Axel Sigurðarson, dóttir þeirra er Ásdís Ýr. 3) Sigurlaug, f. 9.1. 1959, sambýlismaður hennar er Steinar Vilhjálms- son. Dóttir Sigurlaugar er Andrea, synir hennar eru Björgvin Hrafnar og Þorgeir Úlfar. Útför Ólafs fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 18. nóvember 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. f. 28.4. 1933 á Ólafsfirði, d. 21.9. 2003. Foreldrar hennar voru Stef- án Hafliði Stein- grímsson, f. 9.5. 1892, d. 19.2. 1972, og Jónína Kristín Gísladóttir, f. 24.8. 1895, d. 3.12. 1979. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Jörgína, f. 28.1. 1955, gift Rögnvaldi Ingólfssyni, f. 27.2. 1953. Sonur hennar og Jósefs L. Sigurðssonar er Ólafur Þór, sambýliskona hans er Eygló Hulda Valdimarsdóttir, sonur þeirra er Jósef Dagur. Dætur Jörgínu og Rögnvaldar eru: Auður Ósk, sonur hennar er Rögnvaldur Brynjar. Linda Rós, eiginmaður hennar er Þann 21.9. 2003 missti ég ömmu mína, Þorfinnu Stefáns- dóttur. Ég var ekkert barn en ég gat ekki með nokkru móti sest niður og skrifað minningargrein um hana. Sorgin var bara of mik- il, of yfirþyrmandi. Það er ekkert betra að missa afa. En við vissum í hvað stefndi í marga daga áður en hann fór héðan og ég gat unnið í sorginni jafnt og þétt á meðan hann lá á Borgarspítalanum. Þessi minn- ingargrein er því eiginlega um þau bæði. Bestu ömmu og besta afa sem ég hefði getað hugsað mér að eiga. Afi Olli var yndislegur maður. Hann var hlýr, þrjóskur, skemmtilegur, vinnusamur, sterkur og mikill fjölskyldumað- ur. Amma var yndisleg mann- eskja. Jákvæð og heiðarleg. Hún sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann að mér vitandi, var alltaf góð við alla og naut þess að fræða litla skottu um jurtir og blóm. Ég bjó hjá afa og ömmu með mömmu minni frá fæðingu og þar til ég var 7 ára, þannig að afi var mín föðurímynd og amma var mér sem önnur móðir. Ég á svo mikið af skemmtileg- um og góðum minningum um þau. Við fórum oft á Illugastaði í sumarbústað og ég man eftir mér í gönguferðum með afa og ömmu, þar sem hann leiddi mig og hún sagði mér hvað allar jurt- irnar hétu. Svo þegar sú stutta var orðin þreytt, bar afi hana á háhesti heim á ný. Við fórum saman í berjamó þar sem afi reyndi að segja mér að sú sem tíndi engin ber, fengi heldur ekki að borða nein ber, á meðan ég lék mér í lynginu og tíndi bara upp í mig. Hann virtist alltaf vera búinn að gleyma þess- ari hótun þegar heim var komið og ég fékk eins mikið af berjum og ég gat í mig látið. Við fórum líka á sunnudags- rúntinn þar sem ég fékk að sitja frammi í, því ég var svo bílveik, og afi kallaði mig litlu frúna. Amma og mamma þurftu oft að hírast aftur í á þessum ferðum, því afi dekraði meira við mig en þær. Við afi áttum líka okkar einka- brandara, því mér hætti til að ganga um og kveikja öll ljós í húsinu. Þá spurði amma stund- um hver ætti eiginlega að borga rafmagnsreikninginn og ég svar- aði að bragði: „Við afi,“ og sam- sinnti hann því yfirleitt. Amma þreyttist aldrei á að syngja og lesa bækur fyrir mig. Mörg kvæði kenndi hún mér sem ég syng núna fyrir syni mína. Það er aldrei létt að missa fólk sem er eins náið manni og afi og amma voru mér, en dauðinn er jú hluti af lífinu og við komumst ekki hjá því að fólk kveðji þennan heim. Við getum hins vegar reynt að horfa á lífshlaup fólks, muna það góða og gleyma því slæma, geyma gleðistundirnar ofarlega í minningakassanum og grafa sorgarstundirnar neðst. Afi minn og amma áttu gott líf þótt lífsbaráttan hafi oft verið hörð eins og hjá öðru verkafólki af þeirra kynslóð. Þau voru fólk sem stóð við orð sín, heiðarleg, vinnusöm og umfram allt góðar manneskjur. Þau skilja okkur öll eftir með lífsviðhorf og siðgæði sem hver manneskja getur verið stolt af. Ég lýk þessu með tilvitnun í Hávamál sem stendur mér nærri hjarta: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Afi og amma, hvílið í friði og ég veit að hvar sem þið eruð, þá eruð þið þar saman. Andrea Ævarsdóttir. Í dag kveð ég með miklum söknuði góðan frænda og vin. Olli minn reyndist mér afar góður vinur í mínum erfiðleikum og hugsaði alltaf vel um mig þegar við hittumst. Þegar ég var ung- lingur unnum við saman hjá Fiskverkun Sigvalda Þorleifs- sonar og voru það góðir tímar. Ég man svo vel þegar ég kom með bláberjasultu og tekex í nesti, okkur þótti þetta svo gott að við áttum það til að klára heil- an tekexpakka í einum kaffitíma. Þessir tímar eru dýrmætir núna þegar ég rifja upp alla skemmti- legu stundirnar sem við áttum saman. Stundum varstu svolítið hastur við okkur unglingana, enda veitti örugglega ekki af því að siða okkur til, en alltaf gat ég séð yndislega hjartalagið þitt sem leyndist undir stríðnispúk- anum. Undanfarin 5 ár hef ég komið til þín reglulega og gullstundirn- ar sem við áttum eru mér ómet- anlegar, sitjandi við eldhúsborð- ið, drekkandi kaffi og nartandi í súkkulaði og það var veisla hjá okkur þegar þú áttir rjómasúkk- ulaði. Á þessum stundum gátum við spjallað um allt milli himins og jarðar og hlógum og jafnvel grétum þegar umræðuefnið var þannig. Og ævinlega þegar ég stóð upp og sagði: „Jæja, það er best að fara að koma sér,“ þá sagðir þú í hvert skipti: „Vertu nú aðeins lengur, þér liggur ekk- ert á,“ og auðvitað settist ég aft- ur og stoppaði í nokkrar mínútur í viðbót. Eins var yndislegt þegar þú þáðir að koma í mat til mín og fjölskyldu minnar en stundum kom þrjóskupúkinn upp í þér en ég gafst ekki upp og auðvitað varstu mjög þakklátur að hafa komið og alltaf áttum við góða stund saman. Mér þykir vænt um minninguna þegar þú komst og skarst út nokkrar laufa- brauðskökur með okkur fyrir jól- in í fyrra, þetta var gleðileg stund sem þú áttir með mér og fjöl- skyldu minni og mömmu og pabba, ekki skemmdi fyrir maltið og appelsínið og auðvitað smá konfekt. Undanfarna mánuði hefur þú verið að berjast við erfið veikindi og söknuður minn til þín hefur verið mikill, að geta ekki komið á þitt yndislega heimili hefur verið mér erfitt og nú eigum við aldrei aftur eftir að eiga ljúfa stund saman við eldhúsborðið. Þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið á Siglufirði brá mér mikið, þú varst ekki sá sami Olli minn er ég þekkti. Ég man svo vel það sem þú sagðir við mig þá, að þú kæmir ekki aftur heim. Ég hélt nú ekki og reyndi að segja þér að þú myndir rísa upp úr þessum veik- indum og koma aftur í Ólafsfjörð- inn fagra, þú brostir lítillega en þarna hafðir þú rétt fyrir þér og í dag á ég erfitt með að sætta mig við að þú sért farinn. Innst inni veit ég að þú ert á góðum stað þar sem Þorfinna þín og systkinin Ólafur N. Víglundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.