Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 25

Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 gott að vita af því að þegar hún fór þá var hún umkringd ástvinum og vil ég þakka starfsfólki Markar kærlega fyrir þjónustulund þeirra. Það er gífurlega sárt að missa þig, elsku amma mín, og þakka þér fyr- ir öll árin. Kristinn Friðberg Einarsson. Takk fyrir allar samverustund- irnar, elsku systir. Minning þín lif- ir í hjörtum okkar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þínar systur, Kristín og Áslaug. Nú er komið að kveðjustund okkar elskulegu móðursystur sem ávallt hefur verið stór hluti af okk- ar lífi. Í okkar augum var Vigga frænka eins og höfðingi ættarinn- ar, full af fróðleik og visku. Hún fræddi okkur um sögu ættarinnar og lagði mikið upp úr því að kenna okkur að tala rétt íslenskt mál, sem hún var dugleg að leiðbeina okkur unga fólkinu í og vildi að við héld- um uppi. Hún kenndi okkur mikið af ljóðum og vísum, og var hún afar ánægð að heyra þegar við nýttum okkur þá þekkingu. Vigga var afar tignarleg og glæsileg kona og laðaði að sér jafnt unga sem aldna enda glaðleg og skemmtileg. Hún var kjarna- kona, mikil jafnréttis- og kvenrétt- indakona. Í okkar augum var hún einstök perla sem lifði lífinu lifandi með kærleik og gleði sem hún um- vafði alla sem á vegi hennar urðu. Hún var fyrirmynd okkar, afar hjartahlý og bar mikla virðingu fyrir börnum sem hún setti ávallt í fyrsta sæti. Samband hennar við systur sín- ar, Stínu og Áslaugu, var alveg einstakt. Það ríkti mikill kærleikur á milli þeirra og voru þær alltaf svo hjálpsamar hver í garð ann- arrar. Eru okkur svo minnisstæð- ar allar stórveislur þar sem syst- urnar hjálpuðust að við að slá upp dýrindis veisluborðum. Og ekki má gleyma Viggukökunum góðu sem allir elska. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku Vigga frænka, sumarbústaðaferðirnar við Hafravatn, Drápuhlíðina og Fornastekk þar sem við áttum yndislegar stundir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Vertu sæl og blessuð, elsku Vigga, og hafðu þökk fyrir allan þinn kærleika til okkar. Minning þín lifir. Þínar frænkur, Guðrún og Elvur.  Fleiri minningargreinar um Vigdísi Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Núna hefur hann pabbi fengið hvíldina og ég veit að Kristinn bróðir og amma og afi hafa tekið vel á móti honum. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og ég mun sakna þín. Þín dóttir, Líney. Það voru þung spor að fylgja föður mínum eftir í erfiðum veik- indum hans síðastliðna tvo mán- uði en samt óendanlega dýrmæt- ur tími. Á góðum degi gátum við litið yfir farinn veg með honum. Pabbi var ákaflega stoltur af okkur systkinunum, mökum okk- ar og öllum barnabörnunum, stór og fallegur hópur. Hann hafði mestar áhyggjur af mömmu og bað okkur hvert og eitt aftur og aftur um að passa vel upp á hana og vera henni innan handar í framtíðinni. Pabbi var vinnusam- ur maður og kappsfullur. Þegar hann tók að sér nýtt verkefni átti það hug hans allan þar til því var lokið. Þær voru ófáar stundirnar sem hann kom til okkar í Króka- mýrina til að hjálpa okkur við byggingu á framtíðarheimili okk- ar og handverk hans munu fylgja okkur. Faðir minn kvaddi sáttur. Hann kvaðst hafa átt mjög gott líf þrátt fyrir erfið áföll. Hann var stoltur af okkur öllum og lét það óspart í ljós síðustu vikurnar. Megi ljúfar minnningar veita okkur öllum huggun og styrk. Valgerður og fjölskylda. Sveinn tengdapabbi minn er látinn eftir erfið veikindi. Allt of fljótt er góður maður genginn á vit feðranna. Ég hélt að ég væri að hitta Svein í fyrsta skipti þeg- ar ég kom á heimili þeirra hjóna snemma árs 1993, þá nýlega búin að kynnast syni þeirra, Gunnari. En annað kom á daginn. Ég kannaðist eitthvað svo við mann- inn og fattaði löngu seinna að hann og vinnufélagi hans til margra ára komu reglulega við í Fossnesti á Selfossi, þar sem ég vann á árum áður; voru þeir fé- lagarnir alltaf kallaðir Manns- arnir en það voru Svenni og Mannsi. Ég tók strax eftir því hvað mér fannst þeir feðgar, Sveinn og Gunnar, líkir í útliti og hefur það oft verið sagt við Gunnar minn nú á seinni árum hvað hann sé að líkjast pabba sínum meir og meir og er ekki leiðum að líkjast. Ég kom í fjöl- skylduna með heilmikinn „pakka“, fráskilin með 3 börn, en börnunum mínum var tekið opn- um örmum af þeim hjónum báð- um sem og fjölskyldunni allri. Sveinn vann allan sinn starfs- aldur við smíðar og var lengst af verktaki hjá Landsvirkjun. Var hann vel liðinn af öllum sem unnu með honum og höfðu kynnst hon- um. Þeir eru ófáir hér á svæðinu sem þekktu Svein og bera honum allir vel söguna. Sveinn var ólat- ur við að aðstoða börnin sín þeg- ar þess þurfti, smíðaði og lagaði fyrir þau öll hvort sem það voru húsgögn eða húsnæðið sjálft enda með eindæmum handlaginn maður. Þegar dóttir okkar Gunn- ars, Guðfinna Rós, var lítil hafði ég á orði við Svein hvort hann gæti ekki smíðað smáskýli á eina hliðina á sandkassanum hennar, hann kvaðst ætla að skoða það. Einn daginn birtist hann svo með þennan líka flotta kofa sem hann hafði smíðað, það var sko ekkert skýli heldur kofi með gluggum og hurð, borði og bekkjum inni og meira að segja gardínuköppum. Þannig var Sveinn, ef hann var beðinn um eitthvað var ekki ver- ið að kasta til höndunum. Sum- arbústað sem þau hjón eignuðust fyrir nokkrum árum tók hann all- an í gegn og er mikill sómi að þeim lagfæringum. Sveinn var maður sem aldrei gat setið auð- um höndum og þurfti helst að vita af mörgum verkefnum fram- undan. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég tengdaföður minn. Drottinn, gefðu látnum ró en hinum líkn er lifa. I. Eva Arnardóttir. Smáauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Nauðungarsölur til slita á sameign Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Langahlíð / Árgerði 148662, einb. 01-0101 (214-8588) Akureyri, þingl. eig. Helga Adolfsdóttir, Sigurlaug Anna Adólfsdóttir og Rosenberg ehf. Gerðarþolar Helga Adólfsdóttir og Rosenberg ehf., gerðarbeið- andi Sigurlaug Anna Adólfsdóttir, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 13:10. Óseyri 21, verbúð 01-0102 (215-0102) Akureyri, þingl. eig. Helga Adolfsdóttir, Sigurlaug Anna Adólfsdóttir og Rosenberg ehf. Gerðar- þolar Helga Adólfsdóttir og Rosenberg ehf., gerðarbeiðandi Sigurlaug Anna Adólfsdóttir, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 17. nóvember 2011. Halla Einarsdóttir, ftr. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álmholt 15, 208-2566, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kristófer Eiríkur Árna- son og Sandra Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 10:00. Árvellir 125871, 208-5689, Reykjavík, þingl. eig. þb. HK húseignir ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 22. nóv- ember 2011 kl. 11:30. Esjugrund 72, 225-8407, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Anna Rósa Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 11:00. Sóleyjarimi 17, 227-6137, Reykjavík, þingl. eig. Axel Þór Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 17. nóvember 2011. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kaldbaksgata 6, geymsluhús 07-0101 (214-8075) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:45. Kaldbaksgata 6, iðnaðarhús 02-0101 (214-8071) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:30. Kaldbaksgata 6, iðnaðarhús 05-0101 (214-8073) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:35. Kaldbaksgata 6, iðnaðarhús 08-0101 (214-8076) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:50. Kaldbaksgata 6, iðnaðarhús 09-0101 (214-8077) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:55. Kaldbaksgata 6, iðnaðarhús 12-0101 (214-8080) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 11:05. Kaldbaksgata 6, trésmíðaverkstæði 10-0101 (214-8078) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 11:00. Kaldbaksgata 6, vörugeymsla 06-0101 (214-8074) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:40. Kaldbaksgata 8, iðnaðarhús 01-0101 (214-8081) Akureyri, þingl. eig. þb. RA eignir ehf., gerðarbeiðandi Skjaldborg kröfuhafafélag 5 ehf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 11:10. Skarðshlíð 11, íb. B 02-0101 (215-0252) Akureyri, þingl. eig. Dagný Möller Friðbjörnsdóttir og Pétur Birgisson, gerðarbeiðandiTrygginga- miðstöðin hf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 17. nóvember 2011. Halla Einarsdóttir, ftr. Uppboð www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Blikaás 15, 0201, (224-5675), Hafnarfirði, þingl. eig. Ásgeir Helgi Ás- geirsson og Eva Lind Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 11:00. Blikanes 22, 0001, (224-6827), Garðabæ, þingl. eig. Kristjón Bene- diktsson, gerðarbeiðendur Garðabær og NBI hf., fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 11:00. Blikanes 22, 0101, (206-9370), Garðabæ, þingl. eig. Kristjón Benedikts- son, gerðarbeiðendur Garðabær og NBI hf., fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 11:00. Brattakinn 14, 0101, (204-3710) Hafnarfirði, þingl. eigandi Mosalind ehf. Gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands, Kaupthing Mortages Fund, Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki hf. miðvikudaginn 23. nóvember kl. 11:30. Einivellir 7, 0103, (228-0530), Hafnarfirði, þingl. eig. Karen Magnús- dóttir, gerðarbeiðendur Einivellir 7, húsfélag, Hafnarfjarðarbær og Vá- tryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:00. Eskivellir 3, 0202, (227-7774), Hafnarfirði, þingl. eig. Örn Jónsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær, Íbúðalánasjóður ogTrygginga- miðstöðin hf., miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 10:30. Frjóakur 5, (231-1008), Garðabæ, þingl. eig. Iðnmeistarinn ehf., gerð- arbeiðendur Garðabær, NBI hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 10:30. Holtsbúð 19, 0101, (207-0517), Garðabæ, þingl. eig. Edda Hrund Hall- dórsdóttir, gerðarbeiðandi Garðabær, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 10:00. N-Eyvindarstaðir-íbúð, (199381), Álftanesi, þingl. eig. Kirkjubrú- Íbúðasvæði ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sveitarfélagið Álftanes, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 14:00. Suðurgata 17, 0202, (207-9698), Hafnarfirði, þingl. eig. Ólafur Ólafs- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 12:00. Suðurgata 18, 0101, (207-9699), Hafnarfirði, þingl. eig. Prentsmiðja Hafnarfjarðar ehf., gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarbær, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 12:15. Túngata 6, (208-1794), Álftanesi, þingl. eig. Vilborg Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið Álftanes og Sýslumaðurinn í Hafnar- firði, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 17. nóvember 2011. Félagslíf Kaffi Amen, föstudagur kl. 21 Lifandi tónlist. Allir velkomnir. Samkoma sunnudag kl. 20 Erna Varðardóttir talar. Heimilasamband mánudag kl. 15 Konur koma saman til að eiga ánægjulega stund með Guði. Söngstund og morgunbæn - alla daga kl. 10.30. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. I.O.O.F. 12  19211188½  E.T.II Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir Jólagjöf golfarans Putt-leikur á skrifstofuna. Verð 8.900 kr. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), Sími 568 3920/897 1715. Fáðu þér módel fyrir helgina. Tilboð á plastmódelum, málningu, lími og penslum á föstudögum og laugar- dögum Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is Finnið okkur á facebook. Dýrahald Fallegur hvolpur (tík) gefins 10 vikna gömul. Róleg og ákveðin. Mamman hreinræktuð íslensk og pabbinn blandaður scheffer og golden. Fæst á gott framtíðarheimili. Upplýsingar í 698-7353. Frábært poolborð frá RILEY 6 fet Með rennum. Kúlur – kjuðar – þríhyrningur – krít fylgir með. Verð kr. 76.400. www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), 108 Reykjavík, s. 568 3920. Eigum poolkjuða í úrvali Frábær verð. www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), s. 568 3920 / 897 1715. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.