Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 277. tölublað 99. árgangur
GRÆNI
KROSSINN
TIL BJARGAR
FÆSTIR
BÚAST VIÐ
SPJALDTÖLVU
JÁKVÆÐIR
DÓMAR KITLA
HÉGÓMANN
JÓLIN TÍMI FJÖLSKYLDUNNAR 6 GJÖRNINGURINN BLISS 40NÁTTÚRUVERND 10
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrirhugaðar hækkanir og breyt-
ingar á kolefnisgjaldi munu skila rík-
issjóði milljörðum króna á næstu ár-
um. Með hækkun kolefnisgjalds um
áramótin gætu tekjur ríkissjóðs
numið 2,4 milljörðum króna á næsta
ári. Þar af má ætla að um 1,4 millj-
arðar króna komi frá útgerðinni, að
sögn hagfræðings LÍÚ. Gjaldið sem
flugfélögin þurfa að greiða skiptir
hundruðum milljóna króna.
Í ársbyrjun 2013 verður lagt gjald
á losun kolefna af jarðefnauppruna í
föstu formi, m.a. af rafskautum.
Samtök álframleiðenda telja að árið
2013 muni álverin þrjú og Elkem á
Grundartanga greiða 1,8 milljarða
og með stighækkandi gjaldi til 2015
muni sú fjárhæð fara í 3,7 milljarða.
Segja samtökin þessar tölur varlega
áætlaðar, þær geti orðið mun hærri.
Talsmenn atvinnulífsins eru mjög
ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á
stóriðjuna. Telja að um tvísköttun sé
að ræða og brot á samkomulagi sem
gert var við stjórnvöld í lok árs 2009
til þriggja ára. Í bréfi sem Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra ritaði til forstjóra Alcan á Ís-
landi fyrir rúmu ári segir m.a. að
ekki standi annað til en að virða um-
rætt samkomulag. Ekki verði lagðir
frekari skattar á stórnotendur raf-
orku á gildistímanum. Ekki séu held-
ur uppi önnur áform um sértækar
skattabreytingar sem tengjast stór-
iðjufyrirtækjunum einum.
MKarpað um kolefnisgjald »16
Milljarðar í kolefnisgjald
Kolefnisgjald frá fyrirtækjum skilar ríkissjóði milljörðum króna Fjármála-
ráðherra hét engum frekari sköttum á stórfyrirtækin í bréfi til Alcan á síðasta ári
Engin tvísköttun
» Katrín Júlíusdóttir iðn-
aðarráðherra segir ekki standa
til að tvískatta stóriðjufyrir-
tækin.
» „Þarna höfum við aðeins
farið fram úr okkur,“ segir hún
en telur að sátt muni nást um
kolefnisgjaldið.
Þótt jólin séu tími hefðanna fá nýjungar líka stundum að njóta sín á þessum
tíma árs. Í Reykjavík þessa aðventuna verða göturnar prýddar nýjum jóla-
bjöllum sem eru tilbrigði við fyrra stef í jólaskreytingum borgarinnar. Bjöll-
urnar, sem eru handsmíðaðar, eru mannhæðarháar og hanga í 5-6 metra
hæð, klæddar greni og lýsingu. Unnið verður að því að skreyta borgina um
helgina og gleður það eflaust margt jólabarnið nú á myrkasta tíma ársins.
Nýjar jólabjöllur skrýða miðborgina
Morgunblaðið/Golli
Um fjögur hundruð einstaklingar
og tuttugu fyrirtæki sem keyptu
stofnfé í Sparisjóði Norðlendinga
með lánsfé frá Íslandsbanka
þurfa ekki að greiða lán sín
til baka. Hæstiréttur staðfesti
í gær niðurstöðu héraðsdóms
sem taldi að starfsmenn Glitn-
is, forvera Íslandsbanka, hefðu
ekki gert lántakendum nægi-
lega vel grein fyrir því að um
áhættufjárfestingu væri að
ræða.
Lánin voru færð með var-
úðarfærslu í reikninga Íslands-
banka en þau nema 12 milljörðum
króna. Dómarnir hafa því ekki
áhrif á eigið fé bankans.
Í yfirlýsingu sem Íslandsbanki
sendi frá sér í gærkvöldi segir að því
sé fagnað að komin sé niðurstaða í
málum sem bankinn höfðaði gegn
stofnfjáreigendum vegna
ógreiddu lánanna.
Bankinn muni á
næstu dögum til-
kynna ein-
stökum lántak-
endum að lán
þeirra hafi ver-
ið felld niður. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði einn stofnfjáreigenda
að gott væri að vita til þess að aleig-
an væri ekki töpuð. »6
Íslandsbanki fellir niður hundruð lána
eftir dóm í málum gegn stofnfjáreigendum
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Hafrannsóknastofnun er komin að
þolmörkum niðurskurðar en niður-
skurður stofnunarinnar frá árinu
2009 nemur um 22%. Þetta kemur
fram í minnisblaði stofnunarinnar og
að skert fjárframlög þýði að rekstr-
argrundvelli tveggja skipa sé stefnt í
hættu um leið og gerð sé krafa um
auknar rannsóknir vegna tilkomu
nýrra nytjastofna. Fram kemur að
stofnunin hafi þurft að draga úr út-
haldsdögum og ársverkum hafi fækk-
að úr 175 frá árinu 2001 niður í 148.
Í áliti meirihluti atvinnuveganefnd-
ar til fjárlaganefndar vegna fjárlaga
ársins 2012 er því lýst að niðurskurð-
ur fjárframlaga sé farinn að nálgast
hættumörk. Þá eru í álitum minni-
hluta fjárlaganefndar gerðar athuga-
semdir við að Hafró sé gert að sækja
sér fé í samkeppnissjóði en sá tekju-
grunnur sé ótraustur.
Kemur niður á rannsóknum
Einar K. Guðfinnsson og Jón
Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, benda í nefndaráliti 1. minni-
hluta á að 80% af starfsemi Hafrann-
sóknastofnunar séu vegna verkefna
er lúti að stofnstærð. Undan því verði
ekki vikist. Þá bendir Sigurður Ingi
Jóhannsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, í nefndaráliti 2. minni-
hluta einnig á að veiðiráðgjöf og
ábyrg fiskveiðistjórnun byggist á
vöktun Hafrannsóknastofnunar á
auðlindinni. Skert fjárframlög komi
því „beint niður á rannsóknum og
vöktun og rýri þannig framtíðar-
möguleika til að sækja fram á sviði
sjávarútvegs og skapa með því meiri
vöxt innan greinarinnar“. »14
Rekstur skipanna í hættu
Hafrannsóknastofnun þolir varla meiri niðurskurð
Drög að breytingum á lögum um
stjórn fiskveiða voru lögð fram á
fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn
þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort
málið verður tekið fyrir á ríkis-
stjórnarfundi í dag. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins er í drög-
unum gert ráð fyrir verulegum
breytingum á núverandi fiskveiði-
stjórnarkerfi.
Undanfarið hefur verið unnið að
því í sjávarútvegsráðuneytinu að út-
færa breytingar á þeim lögum, sem
nú eru í gildi, en horfið var frá því að
leggja fram heildstætt frumvarp
eins og í fyrravetur. Um 40 at-
hugasemdir bárust við það frumvarp
og í drögunum, sem hafa verið kynnt
í ríkisstjórn, mun hafa verið tekið til-
lit til sjónarmiða sem þar komu
fram.
Einnig er byggt á skýrslu samn-
inganefndarinnar svokölluðu frá
haustinu 2010 og byggt á leið samn-
inga og potta, þar sem staða byggð-
anna verður treyst. Loks er að hluta
til byggt á frumvarpi síðasta vetrar.
aij@mbl.is
Verulegar
breytingar
Ný drög að kvóta-
frumvarpi kynnt
Í uppfærðri þjóðhagsspá Hag-
stofunnar er áætlað að hag-
vöxtur á þessu ári verði 2,6%
og á næsta ári 2,4%. Vöxt-
urinn verður fyrst og fremst
knúinn áfram af einkaneyslu
og atvinnuvegafjárfestingu.
Spáin er háð ýmsum
óvissuþáttum – ekki síst
hvort stóriðjuframkvæmdir
verða minni á næsta ári en
spáin gerir ráð fyrir. Slíkt
myndi leiða til umtalsvert
minni hagvaxtar. » 18
Stóriðjan er
óvissuþáttur
UPPFÆRÐ ÞJÓÐHAGSSPÁ