Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
✝ Grétar Guð-jónsson fædd-
ist í Reykjavík 12.
apríl 1925. Hann
lést 9. nóvember
2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
jón Jónsson vöru-
bifreiðarstjóri í
Reykjavík og á
Siglufirði, bóndi í
Málmey í Skaga-
firði og síðar framkvæmda-
stjóri í Kópavogi, f. 1. sept-
ember 1898, d. 30. nóvember
1977 og Magnea Halldórs-
dóttir húsfreyja, f. 22. mars
1896, d. 8. maí 1984. Grétar
eða Halldór Grétar eins og
hann var skírður var næst-
elstur níu systkina: Elstur var
Jón, f. 1924, d. 2005, Bogi Þór-
ir, f. 1926, Þórmar, f. 1929,
Hlín, f. 1931, Einar Ingi, f.
1932, d. 2004. Hilmar Friðrik,
f. 1934, d. 2010. Bragi, f. 1936,
d. 2010. Elísa, f. 1937.
Hinn 13. október 1956
kvæntist Grétar Jóhönnu Mar-
íu Gestsdóttur frá Bakkagerði
í Svarfaðardal, f. 14. janúar
1925, d. 15. ágúst 2003. For-
eldrar hennar voru Gestur Vil-
hjálmsson, f. 27. desember
1894, d. 1. mars 1985 og Sig-
rún Júlíusdóttir, f. 3. nóv-
ember 1894, d. 13.
ágúst 1976. Grétar
og Jóhanna María
eignuðust tvo
drengi: a) Guðjón,
f. 24. febrúar
1957, dætur hans
eru Sigrún María,
á hún tvö börn og
Hildur, maki Ró-
bert J. Riley, eiga
þau eina dóttur.
Uppeldissonur
Guðjóns er Arnold, á hann
þrjú börn, maki Erin Y. Cruz,
eiga þau eina dóttur. b) Gestur
Gauti, f. 22. júní 1960, kvænt-
ur Hildigunni Hilmarsdóttur.
Börn þeirra eru: Aron Gauti
Laxdal, maki Kristina Nilssen,
Tinna Laxdal, unnusti Hjalti
Friðriksson, og Daði Laxdal.
Lengst af bjuggu þau hjón í
Vesturbæ Reykjavíkur og á
Seltjarnarnesi. Síðustu æviár
bjó Grétar á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Grétar starfaði lengst
af sem vélstjóri og stýrimaður
en tók atvinnupróf úr Vél-
stjóraskólanum og Stýri-
mannaskólanum. Seinni ár
starfaði Grétar hjá Reykjavík-
urhöfn sem skipstjóri á lóðs-
bátum.
Útför Grétars fer fram í
Seltjarnarneskirkju í dag, 25.
nóvember 2011, kl. 13.
Elsku afi minn, loksins var
Lilla amma tilbúin að taka á
móti þér. Loksins fékkstu
hvíldina sem við erum öll búin
að þrá fyrir þig í þó nokkuð
langan tíma. Ég segi loksins því
það hefur verið erfitt að horfa á
þig hverfa frá okkur smátt og
smátt, án efa erfitt fyrir þig
líka. Síðustu þrjú árin hefur þú
verið nánast horfinn úr þessum
heimi. Þó svo að biðin eftir
þessum degi hafi verið löng er
maður aldrei undir það búinn
að missa ástvin.
Síðustu dagar og vikur hafa
verið mér afskaplega erfiðar.
Ég hef setið í sófanum og flett í
gegnum myndir af þér. Tárin
hafa verið ansi mörg og á öllum
tímum sólarhringsins. Það
verður gott að komast heim í
faðm fjölskyldunnar og ná að
kveðja þig í hinsta sinn.
Þú hefur kannski fundið það
á þér að ég þurfti á fjölskyld-
unni að halda nú meira en
nokkru sinni fyrr. Verst finnst
mér samt að fá ekkert afaknús
eða afakoss. Einmanaleikinn
getur verið óendanlega erfiður
á svona tímum, en ég veit að
það er hópur af yndislegu fólki
sem fylgist með mér og krökk-
unum. Núna bætist þú svo í
þann hóp sem fylgist með okk-
ur og verndar okkur. Það veitir
okkur krökkunum styrk til að
halda áfram.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig afi. Ótal göngu-,
sund-, golf- og sumarbústaða-
ferðir. Þegar þú heimsóttir
okkur á Flórída, kenndir okkur
að spila á orgelið, last bækur
fyrir okkur og málaðir með
okkur. Já þú málaðir alveg heil
ósköp og gast setið tímunum
saman fyrir framan orgelið þitt
að spila fyrir okkur. Þú snerist
í kringum öll afabörnin og síðar
langafabörnin þín.
Okkur Karen Björgu fannst
ekki slæmt þegar þú fluttir á
Hrafnistu í Hafnarfirði eftir að
Lilla amma dó. Þér þótti það
heldur ekki slæmt að fá okkur
mæðgur og síðar meir Ríkharð
í heimsókn nánast upp á hvern
einasta dag. Þú fylgdist grannt
með þegar ég gekk með Rík-
harð. Þú varst viss um að ég
gengi með strák enda kom það
á daginn. Ánægjan skein af þér
þegar þú sást glókollinn í fyrsta
sinn.
Mikið var notalegt að ég og
krakkarnir gátum kvatt þig.
Átt nokkrar stundir með þér í
gegnum Skype. Ég er alveg
viss um að þú heyrðir blaðrið í
okkur. Þér hefði fundist þetta
svo sniðugt að tala við og horfa
á okkur í gegnum tölvuna. Við í
Danmörku og þú á Íslandi.
Ég get ekki annað en verið
þakklát fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Ég er
þakklát fyrir það að þú fékkst
loksins hvíldina, þó svo að mað-
ur vill alltaf halda aðeins lengur
í. Nú líður þér betur og ert
kominn í faðm Lillu ömmu á ný.
Elsku afi minn, ástarþakkir
fyrir allt.
Þín afastelpa,
Sigrún María.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Í hjörtum okkur geymum við
allar góðu stundirnar sem við
áttum með þér. Við erum þakk-
lát fyrir síðustu samverustund-
ina okkar þegar við nýttum
okkur nýjungar nútímans og
kvöddum þig á Skype. Við eig-
um eftir að sakna þín besti
langafi í heimi.
Þín langafabörn,
Karen Björg
og Ríkharður Axel.
Grétar, minn kæri frændi,
hefur nú kvatt þennan heim.
Grétar var uppáhaldsfrændinn
minn, hann var líka nafni minn
og flottasti frændi sem nokkur
hefur átt. Mikið þótti mér vænt
um þennan bróður pabba, enda
var hann næstur pabba í aldri
og var okkur afar náinn. Afi og
amma voru svo lánsöm að eign-
ast sjö syni og tvær dætur. Níu
börn, þvílíkur fjársjóður, því-
líkur frændgarður. Frá þeim er
kominn stór hópur myndar-
legra barna, frændur mínir og
frænkur út um allt.
Við fjölskyldan vöndumst því
frá barnæsku að hittast heima
hjá afa og ömmu á Hlíðarveg-
inum í Kópavogi. Við barna-
börnin höfum haldið þessum sið
og haldið áfram að hittast og
eiga góðar stundir saman. Grét-
ar frændi var mér samt ein-
hvern veginn svo nálægur og
hans yndislega kona, Jóhanna,
sem var örugglega skyld mér
líka frá Svarfaðardal þaðan sem
móðurfólkið mitt er. Samskipti
Jóns bróður, eins og hann kall-
aði pabba minn alltaf, og Grét-
ars voru eins og manni finnst
bestu bræður eiga að vera.
Þegar Grétar eignaðist svo
konu, syni og heimili vorum við
tíðir gestir hjá þeim og sér í
lagi þegar fjölskyldur þeirra
bjuggu báðar í áratugi á Sel-
tjarnarnesi. Það var stutt á
milli og gaman að kíkja í heim-
sókn.
Ég man svo vel eftir sjó-
mannsárunum okkar Grétars.
Mér fannst ég vera komin til
vits og ára og hokin af reynslu
þegar ég hafði starfað sem há-
seti á bát hjá pabba og gat tal-
að mannamál um sjómennsku
við bræður hans sem margir
stunduðu sjó. Oft spjölluðum
við Grétar saman um leik og
starf. Hann var liðtækur á org-
el og ég fekk oft að prófa
græjuna hans en hann átti allt-
af flott orgel og seinna
skemmtara. Hann fékkst líka
við að mála og ég dáðist að til-
þrifum hans á þeim vettvangi.
Alltaf hékk mynd frá honum
hjá Jóni bróður frá Ingólfsfjalli
og nágrenni þar sem þeir báðir
reistu sér sumarbústaði. Ég
sagði oft að ég hefði erft ým-
islegt með nafninu frá Grétari
frænda því ég gat líka spilað
smá á orgelið og málað nokkuð
góðar myndir, þó ekki eins góð-
ar og hann. Við gátum líka
spjallað um heima og geima og
hann átti líka tvo stráka eins og
ég og elskaði að ferðast bæði
hérlendis sem erlendis.
Grétar var lifandi persónu-
leiki, sagði aldrei neitt sem
hann ekki meinti og vandaði
orð og umræðu alla tíð. Hann
var líka bæði ráðagóður og
skilningsríkur, þannig persónu
var alltaf gott að tala við. Mér
þótti líka svo vænt um Jóhönnu
konuna hans og mér finnst eins
og ég eigi meira í Guðjóni og
Gauta en hinar frænkurnar.
Svo var nú ekki leiðinlegt að
láta sjá sig með herramann-
inum sem alls staðar bar af fyr-
ir glæsilegt útlit, hávaxinn,
teinréttur og stæltur með fal-
legt bros.
Ég vil þakka þér kæri frændi
fyrir samfylgdina í gegnum líf-
ið, fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Þú átt
flotta stráka sem munu bera
góða minningu áfram í hinni
stóru Guðjóns og Magneu fjöl-
skyldu og víðar.
Þín bróðurdóttir,
Hildur Gréta Jónsdóttir.
Grétar Guðjónsson
✝ Helgi fæddist áÍsafirði 14.
nóvember 1925.
Hann lést á öldr-
unardeild FSÍ 9.
nóvember 2011.
Foreldrar hans
voru Sigurrós
Helgadóttir, f. 23.6.
1894, d. 20.12.
1959, og Hjörtur
Ólafsson, f. 13.6.
1892, d. 23.9. 1930.
Bræður: Gunnar Hjartarson, f.
16.3. 1919, d. 10.3. 1993,
kvæntur Kristínu Pétursdóttur,
f. 24.5. 1931, d. 23.11. 1994,
sonur þeirra er Gunnar Þór, f.
10.6. 1963. Ólafur Hjartarson,
f. 18.12. 1920, d. 14.9. 1998.
Helgi giftist 6.11. 1954 Guð-
nýju Mögnu Einarsdóttur (köll-
uð Dúddý) f. 19.7. 1933 frá Sæ-
bóli í Aðalvík. Foreldrar
hennar voru Einar Ágúst Ein-
arsson frá Dynjanda í Leir-
ufirði, f. 2.8. 1903, d. 9.9. 1990,
og Þórunn Karlína Magn-
úsdóttir frá Sæbóli, Aðalvík, f.
22.8. 1904, d. 15.1. 1973. Helgi
og Guðný eignuðust þrjú börn
og eru þau: 1) Hjörtur Ágúst
húsasmíðameistari f. 16.8.
1955. K1, Helga G. Skúladóttir,
þau eiga þrjá syni, a) Helgi, er
í sambúð með Sigþrúði Gunn-
steinsdóttur, fyrir átti Helgi
dótturina Ragnheiði með Lindu
B. Magnúsdóttur, og synina
3.10. 1969, börn hennar: a)
Ólafur Valdimar, f. 20.8. 1989,
b) Óskar Smári, f. 30.1. 1995,
faðir þeirra er Ómar Valdi-
marsson, f. 11.11. 1965.
Helgi fæddist og ólst upp á
Ísafirði hjá móður sinni og
tveimur bræðrum, en hann
missti föður sinn af slysförum
aðeins 5 ára gamall. Hann hóf
snemma að vinna við ýmis
störf, bæði til sjós og lands,
var meðal annars á hákarla-
veiðum á Gróttunni við strend-
ur Grænlands auk þess sem
hann vann hjá Kaupfélagi Ís-
firðinga sem yfirmaður í vöru-
geymslunni í yfir 20 ár, og síð-
ar í 20 ár hjá Hraðfrystihúsinu
Norðurtanga hf. Hann eign-
aðist snemma mótorhjól en
þegar fjölskyldan stækkaði
skipti hann því út fyrir bíl.
Hann var mikill náttúruunn-
andi, hafði mjög gaman af alls
kyns útivist. Hann var mikill
veiðimaður, bæði í stangveiði
og skotveiði. Mikið yndi hafði
hann af því að dveljast í sælu-
reit þeirra hjóna á Hesteyri við
Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum,
en þar áttu þau gamalt hús og
dvöldu þar yfirleitt allan júl-
ímánuð ár hvert, auk styttri
dvala á öðrum tímum, þar
ræktuðu þau meðal annars
kartöflur í um 30 ár. Allan sinn
búskap bjuggu þau í Grund-
argötunni á Ísafirði, nema síð-
asta ár, þá bjuggu þau á Dval-
arheimilinu Hlíf á Ísafirði.
Útför Helga hefur farið
fram í kyrrþey.
Hjört Ísak og Ívar
Breka með Berg-
hildi Árnadóttur.
b) Hilmar Skúli,
giftur Bylgju
Hrönn Karlsdóttir,
þau eiga saman
Ingibjörgu Mögnu
og Karl Skúla,
fyrir á Bylgja Ant-
on Ísak og Alexíu
Ýri. c) Heimir
Ólafur, í sambúð
með Elínu Ólafsdóttur. K2,
Inga Þorláksdóttir, sonur
þeirra er Víkingur. K3, Albina
Rowan Helgason. 2) Þór Ólafur
Helgason vélfræðingur, f. 14.9.
1959, giftur Álfhildi Jóns-
dóttur, f. 23.4. 1962, þau eiga
þrjár dætur, a) Þórunn Ágústa,
f. 27.2. 1979, gift Gunnari Run-
ólfssyni, þau eiga tvö börn,
Sveinbjörn Huga, f. 6.6. 2006,
og Guðnýju Mögnu, f. 27.12.
2010, fyrir átti Þórunn dótt-
urina Björgu Jónínu Björns-
dóttur, f. 1.5. 2000, faðir Björn
Birgir Jensson, b) Guðný Ósk
Þórsdóttir, f. 23.2. 1984, sam-
býlismaður hennar Jón Þór
Guðbjörnsson, f. 23.8. 1984,
þau eiga soninn Guðjón Þór, f.
8.7. 2011, fyrir átti Guðný
börnin Þórhildi Ósk, f. 4.2.
2005, og Benedikt Jóhann, f.
21.7. 2006, faðir Þórhallur B.
Snædal. c) Sædís Ólöf, f. 7.5.
1991. 3) Sigurrós Emma, f.
Hvernig kveður maður pabba
sinn? Held maður sé aldrei tilbú-
inn til þess og það sé vont sama á
hvaða aldursskeiði maður er.
Hugurinn hleypur út um víðan
völl og í gegnum öll árin okkar
saman, staldrar við og minningin
verður að myndum í huganum og
bros leikur um andlitið og yljar
hjartanu. Þær eru svo ótal marg-
ar og svo óteljandi enda mörg ár
að baki, þó svo að manni finnist
þau aldrei nógu mörg. Ég reyni
að vera ekki eigingjörn og leyfa
þér að fara og minningunum að
lifa frekar og vitandi það að
þetta er eins og þú hefðir óskað
þér.
Hugsa um alla göngutúrana í
gengum árin, ýmist á tveimur
jafnfljótum eða á skíðum upp um
dali og fjöll, upp á heiði á skíð-
um. Yndislegir göngutúrar í fjör-
unni á Hesteyri, safnað skeljum
og öðrum gersemum sem sjórinn
hafði skilað á land, orka sótt í
sjóinn. Hugsa um þig á hjólinu
um allan bæinn, með pípuna með
þér, þegar ég var lítil fékk ég að
sitja á stönginni en svo varð
maður víst eldri og ég varð að
hjóla sjálf. Síðasti göngutúr okk-
ar saman var nú ekki langur, en
erfiður var hann engu að síður
en við fórum hann samt og á leið-
arenda komumst við. Nú geng ég
bara með þér um fjörurnar, horfi
á hafið, sæki orkuna og styrkinn,
geng á fjöllin og hef þig með í
huganum.
Þú varst strákunum mínum
svo mikið og þá sérstaklega
kannski honum Ólafi sem vissi
fátt betra en að fá að vera með
afa sínum. Þeir voru ófáir bíltúr-
arnir sem þið fóruð í í gegnum
árin. Og að fá að byrja hvern dag
á því að fara rúnt með afa áður
en haldið var til skóla, það er fátt
sem toppar það fyrir ungan
dreng. Hann er langt í burtu
núna og nær ekki að koma og
kveðja þig, en hann gerir það á
sinn hátt og ég veit þú heyrir til
hans. Honum Óskari fannst held-
ur ekki leiðinlegt að fá að koma
og vera hjá afa í Grundargötunni
og snudda og dudda og fátt var
skemmtilegra en að fá að kíkja á
verkstæðið í kjallaranum. Þar
kenndi ýmissa grasa og oft var
komið upp með hina ýmsu hluti
sem þeim fannst mjög nauðsyn-
legt að eiga. Minningarnar um
allar spilaborgirnar, indjána-
tjöldin, bílaleikina og stundirnar
við teikningar á skútum, bátum
og togurum, mikið af þessu er
ennþá til og yljar. Þú þreyttist
aldrei á því að liggja á gólfinu og
leika við barnabörnin og svo varð
auðvitað líka að passa að þau
gleymdu ekki að næra sig. Þá
var farið í eldhúsið og byrjað að
kíkja í alla skápa og skúffur og
bjóða upp á allt sem til var og
alltaf mátti finna eitthvað til að
seðja litla munna.
Hugur okkar verður ætíð hjá
þér.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt
svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins
og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn, hvíl í friði.
Þín dóttir,
Sigurrós Emma.
Elskulegur faðir minn og
tengdafaðir er látinn. Það var
gaman að alast upp undir þínum
verndarvæng, þú leiðbeindir mér
um allt í lífinu, hvernig átti að
ganga um hlutina sama hvort
það var skótau, bílar eða vopn,
allt pússað og borin virðing fyrir
hlutunum. Ungur að árum fór ég
að fara með þér á skytterí að
veiða rjúpu og aldrei var skotið á
fuglinn nema öruggt væri að
hann félli fyrir skotinu. Alltaf
varst þú með flesta fugla eftir
daginn þegar ég fékk byssuleyfi
og fór með þér á fjöll fyrir alvöru
og Hjörtur bróðir líka. Á Hest-
eyri var oft glatt á hjalla og þú
ódrepandi við að höggva í eldinn
og kynda eldavélina svo hún varð
stundum rauðglóandi og ætlaði
að kæfa alla úr hita, en ekki
mátti glóðin deyja í vélinni yfir
daginn. Það var keppst við að
höggva í körfuna og við reyndum
að vera á undan þér að ná í
kubba og höggva.
Það var gaman að fá að vinna
þér við hlið í vöruskemmu Kaup-
félagsins en þar voru mín fyrstu
spor á vinnumarkaðnum. Það var
mikill og góður skóli og undir-
búningur fyrir önnur störf. Þeg-
ar ég var orðinn vélstjóri á Júl-
íusi Geirmundssyni komst þú
niður í vél og var ég þá búinn að
rífa vélina í sundur, taka stokk-
lok af og var að skipta um ventla
í því. Þá leist þér ekkert á, hlutir
í fötum á gólfinu kringum mig og
þú hélst að ég kæmi þessu aldrei
saman aftur, kvaddir og fórst
fljótt í land aftur og fékkst þér
sprengipillu því þú varst mjög
áhyggjufullur yfir syninum, en
vélin fór rétt saman. Þú varst
duglegur að hringja alltaf í há-
deginu í Álfhildi og athuga um
líðan dætra minna þegar ég var á
sjónum. Ég tók bílprófið 17 ára
gamall og oft langaði mig að fara
á rúntinn á kvöldin. Þá sagðir þú
oft nei, en það dugði mér ekki;
ég vildi vita af hverju nei væri
nei, en þá breyttist það oft í já og
út fór ég á rúntinn. Ég tók líka
mótorhjólapróf og ætlaði að
kaupa mér fák og verða mótor-
hjólatöffari eins og þú varst, en
þú tókst það ekki í mál, sagðir að
nú væru aðrir tímar og nær væri
að kaupa bíl, sem ég gerði ári
síðar. Þá keypti ég gulu bjölluna
af þér, en svo liðu nokkur ár og
keypti ég mér loks mótorhjól 50
ára og er núna miðaldra maður á
hjóli. Þér þótti hjólið sem ég
keypti stórt og mikið miðað við
hjólin þín. Síðustu tvö ár hafa
verið þér erfið eftir að mamma
veiktist af heilablóðfalli en þú
hefur sýnt okkur ýmsar nýjar
hliðar á þér, vildir flytja með
henni á Hlíf, það var eina von
hennar að geta farið af sjúkra-
húsinu, og á Hlíf undir þú þér
ótrúlega vel, fórst að fara í mat-
salinn með mömmu og þar borð-
uðuð þið alltaf í hádeginu. Þú
náðir að laða hettumáfa upp á
svalir til þín að þiggja brauðmola
af borðinu þar, við lítinn fögnuð
okkar og nágrannanna vegna
hávaðagargs í fuglunum. Álfhild-
ur sá um þvottinn ykkar en þú
hafðir miklar áhyggjur af því og
faldir þín föt inni í skáp en hún
fann þau alltaf þar og þvoði líka.
Elsku pabbi minn og tengda-
faðir, hjartans þakkir fyrir allt
sem þú kenndir mér og studdir
gegnum lífið, og hve góður þú
varst við konu mína og dætur og
bið góðan guð að geyma þig.
Viljum við aðstandendur
þakka innilega fyrir alla umönn-
un á Helga bæði á Hlíf og FSÍ.
Þinn sonur,
Þór Ólafur og Álfhildur.
Helgi Hjartarson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar