Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
Edith Södergran (1892-1923) var einn helstibrautryðjandi módern-isma á Norðurlöndum.
Hún var heimsborgari sem fæddist
í Rússlandi og gekk í þýskan skóla
auk þess sem hún ferðaðist víða um
Evrópu á sínum yngri árum. Hún
sagði sjálf að þýskan væri sér töm-
ust allra tungumála, en engu að síð-
ur samdi hún ljóð sín á sænsku.
Meirihluta fullorðinsáranna dvaldi
hún einangruð, bláfátæk og helsjúk
af berklum í Raivola, smáþorpi í
Karelíu. Flestir samtíðarmenn
hennar hundsuðu hana eða hæddu,
en hún átti sér nokkra einlæga
aðdáendur úr framvarðarsveit
finnskra og sænskra skálda sem
urðu fyrir miklum áhrifum frá
henni og tryggðu að ljóð hennar
yrðu lesin áfram þegar samtíðin
væri tilbúin til að meta þau að verð-
leikum.
Það sem einkennir ljóðlist hennar
eru ákaflega sterkar og tilfinn-
ingaþrungnar myndir sem í sumum
tilvikum myndu virka einfeldnings-
legar ef ekki væri fyrir einlægnina
sem fylgir þeim:
Ég varð
að fara fótgangandi um sólkerfin,
áður en ég fann fyrsta rauða
þráðinn í kjólinn minn.
Ég sé mig í anda.
Einhvers staðar í geimnum hangir
hjarta mitt,
neistar skekja loftið og flæða frá því
til annarra hóflausra hjartna.
Í ljóðum Södergrans finnur les-
andinn greinilega ástríður hennar
og þjáningar, sælustundir, hugsýnir
og hugsjónir – en ekki síst sífellda
baráttu við að sættast við dauðann
sem beið hennar.
Edith Södergran var stórskáld
sem hiklaust á erindi við stærri les-
endahóp hér á landi, og það er því
mjög þarft verk sem Þór Stef-
ánsson hefur unnið. Það er jafn-
framt virðingarvert að hann skuli
hafa kastað sér út í að þýða öll ljóð
hennar. Þýðingar hans eru flestar
fagmannlegar, fylgja frummálinu
mjög náið merkingarlega og eru á
góðu og nokkuð lipru máli.
Því miður varð ég samt fyrir von-
brigðum með þýðingar sumra
ljóðanna. Mér virðast þær ekki
nægilega næmar fyrir merking-
arblæbrigðum á frummálinu, og
stundum slétta þær yfir ójöfnur
sem eru hluti af hinni ögn hrjúfu og
fornlega sænsku sem einkennir stíl
Södergrans. Þar sem önnur ljóð eru
þýdd af smekkvísi og nákvæmni,
gæti þetta verið til marks um að
verkið sem heild hafi verið unnið í
töluverðum flýti. Annað sem bendir
til hins sama er að nokkuð er um
prentvillur í bókinni.
Þrátt fyrir þessa smágalla er
þetta skyldueign fyrir alla íslenska
ljóðaunnendur.
Fótgangandi um sólkerfin
Ljóðasafn bbbmn
Edith Södergran: Ljóðasafn. Þór Stef-
ánsson þýddi. Oddur, Reykjavík 2011.
314 bls. ób.
BALDUR
KRISTINSSON
BÆKUR
Heimsborgari Edith Södergran var
meðal brautryðjenda módernisma.
Orð leiðir af orði og á þriðju-dagskvöld voru í útvarpifréttir um að blikur hefðidregið á loft sakir þess að
íslenskumenntun kennaranema væri
ekki næg. Einhverra hluta vegna
tengdi ritdómari fréttina strax við
bókina sem var á borðinu og er hér
til umfjöllunar; Sólarmegin – Líf og
störf Herdísar Egilsdóttur.
Herdís varð fyrir áratugum goð-
sögn í lifanda lífi sem kennari í Ís-
aksskóla, höfundur bóka, sjónvarps-
efnis, leikrits og svo mætti áfram
telja. Hún er holdtekja íslenska
kennarans og þess góða starfs sem
kennarar sinna. Þó hefur Herdís
ekki að baki, svo vísað sé til þess
sem hér að framar greinir, þá aka-
demísku menntun í íslensku sem nú
er talið svo mikilvægt að kennarar
hafi. Enginn efast þó um góðan ár-
angur í því að kenna börnum ís-
lenskt mál; sem sannar að lang-
skólanám er ekki alltaf lykill að
árangri. Oftast næst besti árang-
urinn með því að vinna hlutina með
hjartanu og í gegnum sögu Herdísar
andar að það hefur hún alla tíð gert.
Herdís er fædd og uppalin norður
á Húsavík og segir í bók sinni
skemmtilega frá æskuárunum; hvar
hún ólst upp á góðu menningarheim-
ili. Þannig hafði umhverfi í æsku þau
áhrif að hún fór til náms í Kenn-
araskóla Íslands. „Það var einhver
straumur innan frá sem varð til þess
að ég valdi þessa braut,“ segir Her-
dís sem strax eftir kennarapróf hóf
störf við Ísaksskóla í Reykjavík. Átti
þar þátt í því að ryðja brautina fyrir
nýjar aðferðir, svo sem í lestr-
arkennslu, samfélagsfræðum og
fleiru.
„Það er nauðsynlegt að skapa já-
kvæð viðhorf gagnvart námi, hvaða
nafni sem það nefnist,“ segir Herdís
í bókinni og nokkru síðar: „Skoðun
mín er sú að hvorki foreldrar, kenn-
arar né sálfræðingar komist nokk-
urn tíma alveg til botns í því hve
stórbrotin lítil börn eru.“ Herdís
undirstrikar líka að kennaranum
þurfi að finnast vænt um börn, biðj-
ast afsökunar sé á annars hlut gert
og fyrirgefa. Þetta eru í sjálfu sér
ekki flókin skilaboð en sígild.
Í orðsins hljóðan liggur að Sólar-
megin er falleg saga. Lýsir lífssýn
konu sem svo margir eiga gott upp
að unna. Höfundarnir, Guðrún Pét-
ursdóttir og Ólafur Hannibalsson,
hefðu þó að ósekju mátt fara svolítið
dýpra í hlutina með sögumanni sín-
um. Kryfja hlutina í botn og leita
víðar fanga. Slíkt hefði gefið bókinni
aukið vægi, t.d. fyrir ungt fólk sem
er að hefja sinn kennaraferil. En við
fáumst ekki um það sem ekki er.
Þessi bók hefur góðan boðskap – og
þannig eiga allar bækur að vera.
Bók með góðan boðskap
Sólarmegin - Líf og störf Herdísar
Egilsdóttur bbbnn
Eftir Guðrúnu Pétursdóttur og Ólaf
Hannibalsson. Iðunn gefur út. 200 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Herdís „Oftast næst besti árangurinn með því að vinna hlutina með hjart-
anu og í gegnum sögu Herdísar andar að það hefur hún alla tíð gert.“
KORTIÐ GILDIR TIL
31.01.2012
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum
og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
AFSLÁTTUR Á LEIKRITIÐ
„EFTIR LOKIN“ SEM SÝNT
ER Í TJARNARBÍÓI
SuðSuðVestur í samstarfi við Tjarnarbíó sýnir leikritið
„Eftir lokin“ eftir Dennis Kelly. Dennis Kelly er eitt
fremsta nútímaleikskáld Breta. Leikrit hans hafa verið
sýnd víða um heim. Verk hans „Elsku barn“ var t.d.
sýnt við fádæma undirtektir í Borgarleikhúsinu.
Eftir lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og
Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi
eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af tog-
streitu og spennu, ástandið er eldfimt og spurningin er:
Þau lifðu hörmungarnar af, en lifa þau hvort annað af?
Leikarar: Lilja Nótt Þórarinsdóttir
og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson
Sýningar í boði:
25. nóvember
26. nóvember
Sýningin hefst kl. 20:00
Almennt verð á sýningu: 3.200 kr.
MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.200 kr.
Miðasala Tjarnarbíós er opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 15:00
og klukkutíma fyrir viðburði. Símanúmer 527 2102. Einnig má senda
póst á midasala@tjarnarbio.is
MOGGAKLÚBBUR