Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Jólin 2011 ? Jólablað Morgunblaðsins kemur út næsta laugardag Að vanda er það stórglæsilegt, 128 bls. og stútfullt af skemmtilegu efni, m.a. uppskriftir, föndur, jólasiðir, jólaundirbúningur með börnunum og margt margt fleira. Ert þú búin að tryggja þér áskrift? Sími: 569 1122, netfang: askrift@mbl.is FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Niðurskurður framlaga til starfsemi Hafrannsóknastofnunar virðist far- inn að nálgast hættumörk. Þetta er niðurstaða nefndarálits meirihluta atvinnuveganefndar til fjárlaga- nefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs. Þingnefndir hafa unnið að álitum sínum til fjárlaganefndar um fjár- lagafrumvarpið 2012 að beiðni nefnd- arinnar. Almennt er í fjárlagafrum- varpinu gert ráð fyrir 3% samdrætti í almennri stjórnsýslu og 1,5% í vel- ferðarmálum. Rekstur skipa í hættu Í áliti meirihluta atvinnuvega- nefndar kemur fram að sérstaklega hafi verið rætt um vöktun nytja- stofna og að um 70-80% ráðstöfunar- fjár Hafrannsóknastofnunar fari í slík verkefni. Stofnunin hafi skorið niður umhverfis- og líffræðirann- sóknir síðustu ár til að geta haldið vöktun úti. Komið er inn á að Hafrannsókna- stofnun sé dugleg að sækja sér tekjur í sjóði en í álitum minnihluta er bent á að sá tekjugrunnur sé ótraustur. Meirihlutinn bendir einnig á að 53% hækkun á olíuverði frá 2009 sé langt umfram verðlagsbreytingar og hafi þýtt 80 milljóna króna hækkun rekstrarkostnaðar rannsóknarskipa. Í minnisblaði Hafrannsóknastofn- unar kemur fram að stofnunin hafi rétt haldið sjó fyrir hrun. Komi 3% skerðing ríkisframlags til stofnunar- innar til framkvæmda á næsta ári, sé ljóst að ríkið hafi þá skert framlög til hennar um 22-25% frá árinu 2009. Ríkisframlag til hennar sé áætlað 1.332 millj. kr. á næsta ári en hafi ver- ið 1.525,1 millj. árið 2009. Skerðing- unni hafi verið mætt með fækkun verkefna og færri úthaldsdögum skipa. „Með skerðingu hefur grundvelli útgerðar tveggja rannsóknarskipa verið stefnt í hættu á sama tíma og ný verkefni, m.a. tilkoma nýrra nytja- stofna (kolmunna og makríls) og vegna breyttra umhverfisaðstæðna kalla á aukið úthald skipanna.“ Áhyggjur af auknu álagi Meirihluti atvinnuveganefndar gerir einnig í áliti sínu til fjárlaga- nefndar athugasemdir við að á sama tíma og Matvælastofnun sé gert að bæta við sig verkefnum, nemi vænt- anlegur niðurskurður til hennar nær því ríkisframlagi sem stofnuninni var ætlað vegna aukins álags. Einnig lýsir meirihlutinn áhyggj- um af því tímabundna álagi sem er á stjórnsýslunni vegna aðildarumsókn- ar að Evrópusambandinu. Í umfjöll- un meirihlutans var sérstaklega tekið fram að mikið aukið álag væri bæði á starfsmenn sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins og stofnanir þess, svo sem Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu auk Matvælastofnunar. Vilja skýrari línur í niðurskurði Velferðarnefnd lýsir í áliti sínu til fjárlaganefndar áhyggjum af því að ekki verði gengið lengra í hagræðing- arátt án þess að skerða þjónustu og fækka störfum og kallar eftir að línur verði skýrðar áður en fjárlagafrum- varpið verði samþykkt. „Telur meiri- hlutinn ljóst að áður en kemur að lokaafgreiðslu fjárlaga þurfi að liggja fyrir hvaða áhrif niðurskurðurinn hefur á einstökum stofnunum, stöð- um og landsvæðum.“ Velferðarnefndin varar einnig við hættu á því að frekari niðurskurður í heilbrigðisþjónustu geti leitt til minni sparnaðar en lagt er upp með. Hætta sé á stórauknum útgjöldum úr rík- issjóði vegna sérfræðilækninga, sem hafi aukist um 8% frá árinu 2008 á meðan útgjöld til heilbrigðisstofnana hafi dregist saman um 22%. Er mælt með upptöku þjónustustýrðs tilvísan- kerfis. Til tekjuaukningar mælir meiri- hlutinn með hækkun gjalda á áfengi, tóbak og munntóbak sem geti nýst til að draga úr niðurskurði í heilbrigð- ismálum. Vísar hann til nefndarálits síns til efnahags- og viðskiptanefndar þar sem lagt er til í samræmi við til- lögur ÁTVR að tóbak hækki um 7,5% í stað 5,1% sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Hafró við hættumörk  Þingnefndir skila álitum til fjárlaganefndar  Rekstrargrundvöllur tveggja rannsóknarskipa í hættu  Vilja skýrari línur í niðurskurði heilbrigðismála Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðátta Aflaheimildir grundvallast á rannsóknum Hafrannsóknastofnunar á nytjastofnum við Íslandsstrendur. Vegna fjárskorts hefur úthaldsdögum til rannsókna fækkað auk þess sem dregið hefur úr öðrum rannsóknum. Velferðarnefnd lýsir í áliti sínu til fjár- laganefndar áhyggjum af tannheilsu barna, sem sé „verulega ábótavant,“ en vísbendingar séu um að foreldrar treysti sér ekki til að greiða sinn hlut á móti hlut ríkisins. Vill nefndin að fjár- laganefnd og efnahags- og við- skiptanefnd taki til skoðunar að leggja „tappagjald“ á sykraða gosdrykki í viðleitni til að draga úr neyslu þeirra, sem gæti einnig dregið úr offitu en Íslendingar eigi met í neyslu slíkra drykkja. Tekjur af slíku gjaldi gætu nýst til að auka framlög til nið- urgreiðslu tannlækninga og for- varna. „Tappagjald“ gegn tannskemmdum Meirihluti allsherjar- og mennta- málanefndar gagnrýnir í nefnd- aráliti sínu til fjárlaganefndar fyr- irhugaða byggingu öryggis- fangelsis á Hólmsheiði, nokkrum tugum kílómetra frá Litla-Hrauni og lýsir yfir efasemdum um hag- kvæmni slíkrar byggingar. Frekar eigi að byggja komu- og gæslu- varðhaldsrými í Reykjavík í stað fangelsisins á Skólavörðustíg og kvennafangelsisins í Kópvogi og byggja nýja öryggisálmu á Litla- Hrauni. Byggir meirihlutinn álit sitt á framkomnu kostnaðarmati þessara kosta en hún hafði óskað eftir því. „Hagkvæmni þess að reka tvö öryggisfangelsi á sama vinnu- svæði blasir ekki við og því er mik- ilvægt að þessi áform verði end- urmetin hið fyrsta,“ segir í álitinu. Endurskoði bygg- ingu nýs fangelsis „Það sem við erum að vekja athygli á, er sú staðreynd að Hafrannsókna- stofnun fékk á þessu ári um fjögur hundruð milljónir út úr Verkefna- sjóði sjávarútvegsins, sem hefur haft tekjur sínar af svokölluðum VS-afla. Nú er það mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að tekj- urnar vegna þessa afla verði minni og það mun því óhjákvæmilega hafa áhrif á rekstrarstöðu Hafrannsókna- stofnunar,“ segir Einar K. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr ásamt Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í at- vinnuveganefnd en þeir skiluðu áliti 1. minnihluta til fjárlaganefndar. Með VS-afla er átt við að menn mega fiska upp að ákveðnu magni og landa 5% umfram aflaheimildir og selja þann fisk á fiskmörkuðum, 80% renna til VS-sjóðsins en 20% til skipta milli útgerðar og áhafnar. Hugsunin á bak við þá aðferð er að reyna að draga úr brottkasti. Einar segir að þar sem tekjurnar séu óvissar frá ári til árs, þýði það að nokkur óvissa ríki í kringum rekstr- arforsendur stofnunarinnar. Hann bendir á að auk væntanlegrar tekju- skerðingar úr sjóðnum sé stofnunin að taka á sig hagræðingarkröfu eins og aðrar stofnanir hjá ríkinu. „Við erum að vekja athygli á því að 80% af rekstrarumfangi Hafrann- sóknastofnunar eru verkefni sem lúta að undirbúningi á stofnstærð og slíku. Undan því verði ekki vikist. Það er því alveg ljóst að samdráttur í tekjum stofnunarinnar mun þá bitna á öðrum verkefnum, eins og ein- stökum mælingum.“ Hann bendir á að þessu til viðbót- ar komi svo hækkun á olíuverði sem er um 53% sem sé mikið vandamál fyrir Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir, t.d. Landhelgisgæsluna, Vegagerðina og lögregluna. Í áliti 2. minnihluta atvinnuvega- nefndar, Sigurðar Inga Jóhannsson- ar, þingmanns Framsóknarflokks, er einnig bent á ótraustar tekjur af samkeppnissjóðum og sagt nauðsyn- legt að fjármögnun Hafrannsókna- stofnunar verði með beinum fram- lögum frá ríkinu í stað sjóða. sigrunrosa@mbl.is Skortir fé til ann- arra verkefna  Ekki gert ráð fyrir hækkun olíu „… þar sem tekj- urnar séu óvissar frá ári til árs, þýði það að nokkur óvissa ríki“ Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.