Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 ✝ Ragnar Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 11. apríl 1929. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 9. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Kristrún Sæ- mundsdóttir hús- freyja, f. 16. feb. 1907, d. 4. jan. 1997, og Ragnar Jónsson verkamaður, f. 26. apríl 1905, d. 16. nóv. 1992. Ragnar ólst upp á Brautarhóli í Bisk- upstungum hjá móður sinni og fósturföður, Kristni Sigurjóns- syni bónda, f. 26. mars 1902, d. 30. júní 1987. Systkini Ragnars sammæðra eru: a) Sigríður Guðbjörg, f. 23. nóv.1932, d. 21. júní 1989, b) Sigurjón, f. 8. sept. 1934, c) Sveinn, f. 27. júlí 1938, lést nokkurra daga gam- all, d) Arnleif Margrét, f. 18. allega í uppsveitum Árnessýslu. Þegar uppbygging hófst í Skál- holti vann hann þar sem verka- maður. Hann hóf störf sem bormaður hjá Jarðborunum ríkisins árið 1965 og vann þar allt til 30. apríl 1999. Segja má að sú vinna hafi verið ævi- starfið hans. Hjá Jarðborunum starfaði hann víða um land og kynntist landinu og fólkinu. Fyrsta heimili Ragnars og Steinunnar saman var í Boga- hlíðinni í Reykjavík og þar voru tvö yngstu börn Stein- unnar, Kristján og Ingibjörg, til heimilis með þeim, einnig Borghildur, móðir Steinunnar, um tíma. Ragnar og Steinunn bjuggu síðast í Goðatúni 12 í Garðabæ. Þar nutu börn, barnabörn og barnabarnabörn þeirra hlýju á hátíðum sem og hversdags. Útför Ragnars verður gerð frá Garðakirkju í dag, 25. nóv- ember 2011, kl. 15. sept. 1940, e) Hrefna, f. 13. feb. 1942, f) Jón Sæ- mundur, f. 13. nóv. 1945, d. 23. mars 2003, og g) Bjarni, f. 19. júlí 1950. Ragnar giftist 23. okt. 1971 Stein- unni Jóhanns- dóttur, f. 3. ágúst 1924, d. 25. janúar 2010. Þau voru barnlaus. Börn Steinunnar með fyrri manni, Magnúsi B. Sveins- syni, f. 1. sept. 1917, d. 18. mars 2009, eru a) Júlíana, f. 25. febrúar 1945, b) Jóhanna Borghildur, f. 31. ágúst 1946, c) Sveinn, f. 22. ágúst 1948, d) Kristján Már, f. 16. apríl 1951, og Ingibjörg, f. 19. nóvember 1958. Á yngri árum vann Ragnar á vélum í jarðabótavinnu, einnig við garðyrkjustörf og ýmis önnur verkamannastörf, að- Mamma og Raggi voru sam- hent hjón í sínum rúmlega 40 ára hjúskap og gerðu margt skemmtilegt. Fóru til útlanda tvisvar á ári á meðan þau voru bæði í vinnu og komu heim björt og ástfangin með fullt af mynd- um að sýna okkur og sögðu ferðasöguna. Þau fóru gjarnan í fyrstu ferðir hjá ferðaskrifstof- um sem voru að hasla sér völl á nýjum ferðamannastað og stundum var ekki búið að klára hótelin sem þau voru á. Þau létu sér vel lynda og komu alltaf já- kvæð til baka. Þó þau færu yfirleitt með ferðaskrifstofum stungu þau sér oft út úr hópnum og fóru á eigin vegum á ýmsa valda staði. Þau hlógu stundum mikið að þessum ferðum sínum þar sem hvorugt var enskumælandi. Seinna urðu ferðirnar ein á ári. Þau byrjuðu á að fara með Gullfossi nokkur skipti því mamma sagðist aldrei fara upp í flugvél. Svo fór mamma að vinna í kaffiteríunni á Hótel Loftleið- um þar sem fnykurinn úr flug- vélunum leitaði inn og lék í vit- unum og fólk að fá sér kaffi rétt fyrir utanlandsferðina sína, það kveikti í mömmu og hún ákvað að skella sér með flugvél og það varð ferðamátinn. Þau voru dug- leg að hafa rómantísk laugar- dagskvöldin heima með góðum mat. Þau fóru oft út að borða, í leikhús og óperur. Raggi og mamma stóðu sam- an að þessari miklu vinnu í garð- inum í Goðatúninu, þó Ragga hafi blöskrað í byrjun. Fjöldi fólks kom í heimsókn til að skoða þennan fallega garð sem þau fengu tvisvar verðlaun fyrir. Þessar heimsóknir voru bestu verðlaunin fyrir allt erfiðið, þar eignuðust þau marga góða vini. Þegar mamma var farin að gleyma nöfnum plantnanna var Raggi kominn með þau, jafnvel og ekki síður á latínu. Raggi ræktaði sitt eigið pló- mutré í gróðurhúsinu, hann breiddi „bóluplast“ undir plóm- urnar og tók þær ekki fyrr en þær duttu sjálfar niður, rosagóð- ar, og mikil var uppskeran enda mikið dekraðar. Raggi var góður afi Ragnars og Steinunnar hennar Ingibjarg- ar. Raggi heilsaði með „sæll, nafni“ þegar hann heilsaði nafna sínum, úr varð að bæði börnin kölluðu Ragga afa „nabba“. Raggi sótti nafna sinn oft í leik- skólann ef þannig stóð á og seinna kom Ragnar í Goðatúnið eftir skólann sinn til að fá sér að borða. Afinn og amman pössuðu alltaf uppá að vera heima til að taka á móti svöngum drengnum. Raggi var tilbúinn að vera afi og langafi allra barnanna. Hann var alltaf jákvæður og kátur og tók vel á móti okkur systkinum mínum og okkar fólki, hvenær sem við komum í heimsókn, það var allt sjálfsagt á þeim bæ. Alli, mágur Ragga, var góður vinur og þeir fóru skemmtiferðir inná hálendið og þræddu línu- vegina enda samstilltir félagar. Það er tómt Goðatúnið núna, við munum finna fyrir því stjúp- börn, systkini og vinir Ragga, þar var alltaf gott að koma. Það verður söknuður yfir auðu sæti hans í sunnudagsmatnum hjá Ingibjörgu og Sigga. Elsku Ragnar og Steinunn í útlöndum, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar vegna fráfalls afa ykkar, við hefðum viljað hafa hann lengur svona hressan eins og hann var, þar til aðeins tveim vikum áður en hann kvaddi, en við fengum ekki að ráða. Hann hvílir í friði. Júlíana Magnúsdóttir (Lúllý). Raggi var föðurbróðir minn og var oft í Vegatungu þegar við systkinin vorum lítil. Það eru margar gamlar og góðar minn- ingar tengdar honum. Oft var líf og fjör þegar hann var í heim- sókn enda hafði hann sérstakt lag á að segja skemmtisögur um menn og málefni. Hann hafði góða leikhæfileika og breytti röddinni þannig að sögurnar urðu enn meira lifandi. Þegar hann sagði frá var oft mikill hlátur í röddinni, enda tókst honum ekki alltaf að leyna því hversu skemmt honum var yfir frásagnarefninu. Það kom fyrir að hann reyndi að plata okkur systkinin með að telja okkur trú um ýmislegt ótrúlegt. Þegar við urðum eldri lærðum við að horfa í augun á honum þegar hann var að segja frá. Maður gat séð að augun tindruðu af kæti og fór okkur þá að gruna margt um sannleiksgildi sögunnar. Annað sem ég man var hversu mikið Ragga kitlaði. Fátt var eins gaman eins og að kitla hann, því hann dansaði um og reyndi að komast undan á flótta. Það gekk ekki alltaf vel því við krakkarnir réðumst gjarnan á hann frá öllum hliðum. Þegar Raggi kom í Vegatungu var oft þörf á að gera við bíla. Sumir bílanna enduðu ævi sína sem leikföng fyrir okkur krakk- ana eins og gamli Nashinn þegar hann var ekki lengur ökufær. Einu sinni var Raggi að gera við Austin Gipsy-jeppa sem hann átti. Viðgerðin gekk ekki sem skyldi og bíllinn stóð á klöppinni við verkfærageymsluna. Við krakkarnir vorum í boltaleik á hlaðinu og sáum hvernig bíllinn rann af stað niður brekkuna. Við hrópuðum á Ragga sem var við- bragðssnöggur og hljóp sem fætur toguðu á eftir bílnum. Hann náði bílnum í miðri brekku og bremsaði, enda eins gott því framundan var skurður. Mig minnir helst að það hafi þurft traktor til að draga bílinn upp brekkuna aftur. Raggi var vanur að koma í Tungurnar til að fara í veiðiferð- ir á sumrin. Var þá veitt á stöng og dvalið lengi við að berja vatnsflötinn. Ekki var nú alltaf mikill afli eftir daginn. Hins veg- ar gat hann sagt hinar ævintýra- legustu veiðisögur frá ýmsum veiðistöðum. Var oft með ólík- indum hversu naumlega stærstu fiskarnir höfðu sloppið af öngl- inum á lokasprettinum. Raggi spilaði mikið á harm- óníku á tímabili. Þetta var gam- an að hlusta á og hann spilaði gjarnan fyrir aðra. Síðustu árin hef ég helst heyrt hann spila á fjölskyldusamkomum og gat ekki betur heyrt enn hann hefði ennþá gott lag á nikkunni. Á síðustu árum hef ég heim- sótt Ragga og Unnu í Garðabæ m.a. til að skoða garðinn. Raggi sagði gjarnan að hann væri bara vinnumaður í garðinum hjá Unnu. Síðasta vor var garðurinn enn fallegur og vel hirtur þó Unna væri fallin frá. Raggi var þá að spá í að rækta liljur þar sem honum þóttu þær jafnvel fallegri enn rósirnar. Ekki hefði mér komið á óvart að sjá liljur í garðinum næsta sumar ef hon- um hefði unnist tími til að eiga við þær. Takk fyrir allar góðar minn- ingar, Raggi. Hafðu það sem allra best hvar sem þú ert. Ég vona bara að þeim sem þar eru þyki gaman að skemmtisögum. María Sigurjónsdóttir. Þrátt fyrir að Raggi frændi væri kominn yfir áttrætt var hann ekki svo gamall í mínum augum. Fyrir mér var Raggi bara Raggi frændi. Mér finnst hann bara hafa verið eins frá því að ég man eftir mér heima á Brautarhóli. Það lá einhver spenna í loftinu þegar systkinin komu heim fyrir fermingar, þorrablót, réttir eða aðra atburði þar sem fjölskyldan hittist. Flestir gistu og var þá sofið í öll- um hornum. Um leið og Raggi og Dalli voru komnir byrjaði fjörið. Það var gantast og hlegið en Raggi var meinstríðinn og stríddi okkur krökkunum og hló svo ískraði í honum. Hann hafði alla tíð gaman af börnum og þau sóttu í hann þar sem hann kunni líka að galdra. Að vísu voru þessir galdrar sjálf- sagt auðlesnir í dag, en við vor- um oft með stór augu yfir þess- um stórmerkilegu göldrum að geta látið peninga hverfa og taka þá svo út úr eyrunum á okkur. Hann var snillingur á harmoniku og munnhörpu og nokkur okkar eignuðumst munnhörpu og reyndum að spila á hana eins og Raggi. Þegar ég sjálf fór að búa hittumst við sjaldnar og þá helst í fjölskylduboðum. Þá var Unna löngu komin inn í líf Ragga og þau flutt í Goðatúnið. Þau rækt- uðu garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu, og fengu viðurkenn- ingar fyrir fallegan garð. Það var gaman að koma til þeirra, skoða blómin og runnana í blóma, og ekki skemmdi gróð- urhúsið fyrir með dýrindis vín- berjum og öðrum skemmtilegum ávöxtum sem þroskuðust þegar haustið færðist yfir. Eftir að ég flutti í Hafnarfjörð tók ég upp þann sið að fara í bakarí, kaupa vínarbrauð og koma við hjá þeim Unnu og Ragga í Goðatúnið eftir fimleika hjá Huldu Rún á laugardögum eins oft og kostur var. Þá sat hún með dótakassann þeirra og skoðaði hann á meðan við full- orðna fólkið spjölluðum. Í þess- um kassa var ýmislegt að skoða, hann var farinn að láta á sjá enda margar litlar hendur búnar að handfjatla kassann góða. Eft- ir eina heimsóknina segir Hulda við mig: „Dótakassinn þeirra er alveg ónýtur, getum við keypt nýjan handa þeim?“ Svo við fór- um og keyptum grænröndóttan dótakassa handa Ragga og Unnu, og það var gaman að sjá Huldu og Ragga ræða um hvernig ætti að setja hann sam- an. Raggi missti mikið þegar hann missti Unnu, en það er á hreinu að þau tvö eiga eftir að auðga Paradísargarðinn eins vel og þau ræktuðu sinn eigin garð. Ég votta börnum og barnabörn- um Unnu mína dýpstu samúð. Berglind og Hulda Rún. Vinur minn og starfsfélagi til margra ára Ragnar Ragnarsson hefur nú kvatt okkur og tekið sér far með ferjumanninum mikla til Sumarlandsins þar sem hann mun dvelja um sinn uns lengra verður haldið. Ekki þarf að efa að vel verður tekið á móti honum af eiginkonu og vinum, en eiginkonu sína Steinunni Jó- hannsdóttur missti Ragnar í jan- úar 2010. Þau hjón voru einkar samhent sem sást best á garð- inum þeirra við Goðatún þar sem öllu var svo smekklega fyrir- komið og þar gaf að líta slíkt blómskrúð að undrum sætti, enda verðlaunaður í eina tíð sem fallegasti garðurinn í Garðabæ. Það var einkar ánægjulegt að heimsækja þau hjón, þar var gestrisnin í hávegum höfð og ekki þýddi að neita kaffisopa. Ragnar var starfsmaður Jarð- borana ríkisins og síðar Jarðbor- ana hf. í áratugi og þar lágu leið- ir okkar saman til fjölda ára. Ragnar var einstaklega dagfars- prúður maður og aldrei man ég til að hafa heyrt styggðaryrði frá honum falla til nokkurs manns enda held ég að allir starfsmenn fyrirtækisins hafi talið hann til sinna bestu vina. Raggi eins og við kölluðum hann, því allir starfsmenn sem einhvers voru metnir áttu sitt gælunafn eða viðurnefni, var fljótur að tileinka sér hin marg- víslegustu og flóknustu störf og var því búinn að vinna á flestum ef ekki öllum borum fyrirtæk- isins. Það eru einmitt þannig menn sem eru svo eftirsóttir í slík störf sem jarðboranir eru, því þar þarf að vera hægt að treysta á að hver maður sinni sínu starfi fumlaust og ákveðið á nákvæmlega réttu augnabliki hverju sinni, sé það ekki gert skapast hætta á skemmd tækja, töfum og jafnvel slysum. Boranir í undirdjúpin eftir gufu eða heitu vatni eru með hættulegustu störfum sem um getur og því nauðsynlegt að bregðast rétt við hverju sinni, fullkomið traust þarf þar ávallt að ríkja manna á milli. Fyrri hluta starfstíma síns hjá Jarðborunum var Raggi mest við boranir inni á hálendinu þar sem virkjanarannsóknir fóru fram. Þeir sem þar unnu, í fjallanna frelsi, töluðu oft um þá tíma sem hinar dýrðlegustu stundir og víst hefur oft verið gaman þar yfir sumartímann en þegar hausta fór og veður að versna varð veran þar oft erfið og ekki nema kjark- og hraust- mennum bjóðandi. Seinni árin voru störf Ragga meira við jarð- hitaöflun vítt og breitt um landið og þar lágu okkar störf meira saman. Þessi störf voru oftast einhvers staðar úti í náttúrunni, þó sjaldan í óbyggðum, en flokk- urinn þurfti að vera samhentur svo starfið væri ánægjulegt og þar naut Raggi sín vel, glettinn og kátur og hressti upp á til- veruna. Margar skemmtilegar minningar eru ættaðar frá þess- um tímum. Það er því með sökn- uði og virðingu sem við sam- ferðamenn Ragga kveðjum hann og óskum honum góðrar heim- komu í faðm ástvina í frelsi Sum- arlandsins. Dagbjartur Sigursteinsson. Ragnar Ragnarsson Elskuleg amma mín kvaddi fyrir rétt tæpum 6 mánuðum, í dag hefðum við fagnað með henni 86 ára afmælinu hennar. Fréttirnar voru sárar þegar þær bárust um að amma væri farin. Eitt augnablik var sem hjarta mitt væri tómt. En það var bara í eitt augnablik, því strax aftur fylltist það af fal- legum góðum minningum og já þakklætistilfinningu yfir öllum Jónína Alexandra Kristjánsdóttir ✝ Jónína Alex-andra Krist- jánsdóttir, Foss- vegi 6, 800 Selfossi, fæddist á Blönduósi hinn 25. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. maí 2011. Útför hennar fór fram frá Selfoss- kirkju laugardag- inn 4. júní 2011. þeim augnablikum sem ég átti með ömmu. Ég er svo innilega þakklát og stolt yfir því að hafa verið afkom- andi þessarar sann- kölluðu ættmóður sem hélt utan um afkomendahópinn sinn með umhyggju og kærleika. Amma var vinur í raun og við hana var alltaf gott að tala, það var eins og hún gæfi manni alltaf nýja von ef eitthvað bját- aði á og hún var óspör á hlý og uppörvandi orð. Hún var líka glettin og skemmtileg og með eindæmum jákvæð, bjartsýn, dugleg og hress. Allt þetta er ástæðan fyrir því að amma var einstök kona. Hún sá líka það fallega og góða í hverri sál og talaði aldrei illa um neinn. Ég ákvað það ung að amma yrði fyrirmynd mín í lífinu og þó svo að líf mitt hafi ekki alltaf verið eins og ég helst hefði vilj- að, hefur það alltaf hjálpað að hugsa til ömmu. Við það hef ég alltaf fengið kraft og eldmóð til að halda áfram og amma á það stóran hluta af hjarta mínu að það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til hennar. Það var alltaf gott að kíkja til ömmu í smákaffispjall og þaðan fór ég alltaf með innri ró í hjarta. Amma var svo lánsöm að vera við góða heilsu mestalla ævi og hún átti engan sinn líka hvað varðar dugnað og æðruleysi og hún tók alltaf virkan þátt í öllu sem hún gat innan fjölskyldunn- ar. Mér fannst það mjög vel lýsa því hvað amma bjó yfir miklum krafti, þegar hún ákvað það árið sem hún varð áttræð, að flytja eftir um 30 ára búsetu á sama stað. Hún flutti ekki í neina eld- rimannablokk, sagði að það mundi bara gera hana gamla. Hún fór í nýlega blokk þar sem bjó fólk á öllum aldri, fór í stærri íbúð en hún var í og eign- aðist þá í fyrsta skipti upp- þvottavél. Þrátt fyrir að hafa komið á legg 10 börnum og eignast tæp- lega 130 afkomendur og þar af 13 í 5. ættlið, þá hvarflaði það aldrei af ömmu að kvarta. Og hún sagði eitt sinn við mig að fjölskyldan væri ríkidæmi henn- ar og að kærleikurinn í kringum hana héldi henni svona heilsu- hraustri. U.þ.b. mánuði fyrir andlát ömmu áttum við dýr- mætt spjall um lífið og tilveruna og þá heyrði ég á henni að hún væri meira en tilbúin að fara og hitta hann Bjarna sinn, elsku- legan afa minn sem fór langt fyrir aldur fram. Hún talaði líka eins og hún vissi að tíminn væri kominn, enda var hún svo fylli- lega búin að skila sínu hér með- al okkar, ef svo má að orði kom- ast. Við sem eftir lifum yljum okkur á fallegu og góðu minn- ingunum og samgleðjumst ömmu að hafa fengið að fara og hitta afa, Þröst og alla hina og sleppa við að berjast í langtíma veikindum. Elsku amma, þú ert án efa fallegasti engillinn á himnum og fagnar í dag afmælinu þínu með þínu fólki í höll forfeðranna. Við minnumst þín með hlýhug og ást. Þakka þér vináttuna og samfylgdina. Kærleikskveðja, Bryndís og fjölsk. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson g|Ä Å|ÇÇ|ÇztÜ âÅ {xyâÜ etâ"t ~ÜÉáá| ˝áÄtÇwá äxÜ|" y—Ü" z}≠yA `x" |ÇÇ|ÄxzÜ| átÅØ" Minnist vina og ættingja með stuðningi við starf Rauða krossins. Farið á raudikrossinn.is eða hringið í síma 570 4000 MINNINGARKORT RAUÐA KROSS ÍSLANDS Samúðarkveðjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.