Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
SÖGUR LIFNA VIÐ
Sigurður dýralæknir
holabok.is/holar@holabok.is
Hér er meðal annars sagt frá
mönnum og málleysingjum,
skrýtnum og skemmtilegum
karakterum, kyndugum körlum og
kerlingum, bændum og búaliði,
prestum og kvenleysingjum og
kvennamönnum. Einnig af reimleik-
um á Rauðalæk, ófúnu líki í kirkju-
garðinum á Keldum, íhaldskoppi-
num og úthrópuðum rottuskítssala.
Útgáfuhátið vegna bókarinnar
verður í Sunnlenska bókakaffinu
í dag kl. 17.
Stundum ber svo við að jól og áramót falla á
helgar og þá eru færri frídagar en ella. Sumir at-
vinnurekendur hafa brugðist við þessu með því
að gefa frí í jólagjöf og hefur það mælst vel fyrir.
Aðfangadag ber upp á laugardag í ár og því fá
almennir launþegar hér á landi aðeins einn
aukafrídag um jól og áramót, þ.e. mánudaginn
26. desember. Síðast var staðan eins árið 2005.
Næsta ár er hlaupár og þá geta fríþegar aftur
tekið gleði sína enda aðfangadagur á mánudegi
sem og gamlársdagur. Síðan verður að-
fangadagur á þriðjudegi 2013 og svo koll af kolli
nema á hlaupári.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru engir
fundir frá 17. desember til 16. janúar. Jólaleyfi
skóla er yfirleitt 21. desember til 3. janúar.
Þó að kennsla liggi niðri þarf starfsfólk gjarn-
an að vinna. Þeir sem starfa við stjórnsýsluna í
Háskóla Íslands hafa stundum fengið tveggja
daga frí í jólagjöf. Sami háttur hefur viðgengist á
Reykjalundi. Birgir Gunnarsson forstjóri segir
að sjúklingar séu almennt ekki á Reykjalundi
um jól og áramót og því hafi starfsmenn fengið
einhverja frídaga á þeim tíma í jólagjöf. „Í fyrra
gáfum við tvo daga og nú gefum við frí á milli
jóla og nýárs,“ segir hann. Birgir bætir við að
mikið álag sé á starfsfólkinu. Starfsemin sé
óbreytt þrátt fyrir fækkun starfsfólks í óhjá-
kvæmilegum niðurskurði og jólagjöfin sé ákveð-
in umbun og viðurkenning á auknu álagi.
Sumir launþegar fá frídaga í jólagjöf
Svokölluð atvinnurekendajól í ár en sannkölluð launþegajól á næsta ári Almennir laun-
þegar fá aðeins einn aukafrídag um jól og áramót en allt aðra sögu verður að segja að ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frí og vinna Verslunarfólk hefur nóg að gera fyrir jólin. Því fleiri í fríi þeim mun meira að gera.
„Allir alsælir“
» Edda G. Björgvinsdóttir, fjár-
málastjóri Þjóðarbókhlöð-
unnar, segir að ekki sé hefð
fyrir því að gefa starfsmönnum
jólapakka en þeir hafi nokkrum
sinnum fengið einn eða tvo frí-
daga að eigin vali frá um 20.
desember til um 7. janúar í
staðinn. „Allir eru alsælir með
þetta,“ segir hún og bætir við
að frídagarnri séu gjarnan fleiri
á atvinnurekendajólum.
» Fleiri fyrirtæki og stofnanir
hafa umbunað starfsfólki sínu
með svipuðum hætti og í sum-
um tilfellum er lokað.
Hafnfirsk leikskólabörn hófu í gærmorgun að
skreyta Jólaþorp bæjarins eins og venja er, en
börnin hafa skreytt þorpið þau níu ár sem það
hefur verið sett upp. Allir leikskólar bæjarins
taka þátt og lýkur ekki skreytingum fyrr en um
miðjan dag í dag.
Jólaskrautið bjuggu börnin til sjálf, er það af
ýmsum toga og víst að hugvitssemin réði för í
skrautgerðinni.
Hugvitssemi ræður för í gerð skrautsins
Morgunblaðið/RAX
Leikskólabörn skreyttu Jólaþorpið í Hafnarfirði
Bresk heilbrigð-
isyfirvöld hafa
ákveðið að hætta
að bólusetja
stúlkur gegn leg-
hálskrabbameini
með lyfinu Cerv-
arix, að sögn
BBC. Frá næsta
hausti verður
þess í stað notað
Gardasil sem er
mun dýrara en virkar einnig gegn
kynfæravörtum.
Bólusett hefur verið hér á landi
frá sl. hausti og notað Cervarix en
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
segir menn að sjálfsögðu stöðugt
vega og meta hvort breyta skuli um
lyf gegn sjúkdómum. Ekki megi
gleyma að Gardasil sé mun dýrara.
„Þetta er snúið mál vegna þess að
Cervarix er sennilega öflugra
krabbameinslyf en Gardasil,“ segir
Haraldur. „Þetta var að sjálfsögðu
allt metið hjá okkur, krabbameins-
þátturinn og vörtuveirurnar og nið-
urstaðan var að Cervarix væri miklu
hagstæðara lyf. Fyrst og fremst er
verið að bólusetja gegn krabbameini
og vitað er að Cervarix er breiðvirk-
ara og vinnur meira gegn forstigs-
breytingum. Sjúkdómurinn byrjar
sem forstigsbreytingar sem þróast
yfir í krabbamein. Þótt vörturnar
séu óþægilegar valda þær ekki
krabbameini.“ kjon@mbl.is
Cervarix er
öflugra gegn
krabbameini
Haraldur
Briem
Aðeins ein ummæli í frétt Svavars
Halldórssonar fréttamanns á RÚV
um Pálma Haraldsson, kenndan við
Fons, voru dæmd ómerk í Hæsta-
rétti í gær, önnur standa. Svavari
var gert að greiða Pálma 200 þúsund
í miskabætur, en Pálmi dæmdur til
að greiða tveimur öðrum sem voru
ákærðir 600 þúsund í málskostnað.
Pálmi kærði Svavar fyrir frétt
sem hann skrifaði og var flutt í aðal-
fréttatíma RÚV í mars í fyrra. Hann
kærði einnig Maríu Sigrúnu Hilm-
arsdóttur, sem las fréttina og Pál
Magnússon útvarpsstjóra. Þau voru
bæði sýknuð í héraðsdómi.
Hæstiréttur taldi að þegar um-
mæli þar sem segir „en þeir pen-
ingar finnast hins vegar hvergi“
væru virt í samhengi við önnur um-
mæli í fréttinni yrðu þau ekki skilin
á annan veg en þann að með þeim
væri verið að bera Pálma á brýn
refsiverða háttsemi sem félli undir
ákvæði almennra hegningarlaga.
Svavar hefði ekki sýnt fram á að
þetta ætti við rök að styðjast og við
vinnslu fréttarinnar hefði hann ekki
leitað eftir upplýsingum frá Pálma.
Ummælin voru því ómerkt en ekki
gerðar athugasemdir við önnur um-
mæli sem Pálmi kærði. Í samtali við
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
segir Svavar dóminn mikil vonbrigði
fyrir sig. „Staðreyndirnar eru þær
að lánið sem fjallað var um í fréttinni
er enn ógreitt. Ég skil ekki hvað
varð af þessum peningum þó Hæsti-
réttur þykist hafa fundið þá.“
Svavari var gert að greiða Pálma
200.000 krónur, en Pálma að greiða
Maríu Sigrúnu og Páli hvoru um sig
300.000 krónur í málskostnað fyrir
Hæstarétti. Að öðru leyti féll máls-
kostnaður niður. kjon@mbl.is
Ómerkti eingöngu ummæli
Svavars um horfna peninga
Pálmi greiði málskostnað tveggja sem voru sýknuð
Svavar
Halldórsson
Pálmi
Haraldsson