Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 20
B laðamaður danska dagblaðsins Politiken gerði menntaskóla Dan- merkur að umfjöllunarefni í blaðinu um síðustu helgi. Þar seg- ir hann frá þeirri nýbreytni að nokkrir menntaskólar landsins bjóða nem- endum sínum upp á morgunmat á hverjum degi; nýbökuð rúnstykki, gnægð áleggs, nið- urskorna ávexti og fjölbreytt úrval drykkja. Al- menn ánægja er meðal danskra menntskæl- inga með fyrirkomulagið og starfsmenn skólanna segja þetta hafa góð áhrif á allan skólabrag. Til dæmis hefur blaðamaðurinn eftir skólameistara eins skólans að nemendur séu farnir að mæta í auknum mæli í fyrstu kennslu- stundir dagsins til að missa ekki af hlaðborðinu. Þetta er allt bæði gott og blessað. En eins og blaðamaðurinn danski bendir réttilega á, þá verða flestar nýjungar fljótt að vana. Ekki síst sé tilhneigingin sú að þurfa sífellt að finna upp á einhverju spennandi til þess að fá fólk til að gera lágmarksskyldu sína (en það hlýtur að vera lágmarkskrafa til menntaskólanema að þeir mæti í skólann). Hvaða skilaboð er verið að senda? Að það sé svo óskap- lega mikið afrek að mæta í skólann, að fyrir það beri að verðlauna með öllum ráðum og dáð? Einhverjum gæti nú fundist sem svo að nemendur sem ekki einu sinni nenna að hafa fyrir því að mæta í skólann ættu þangað lítið erindi og að allir væru betur komnir ef þeir hefðu eitthvað annað fyrir stafni. Því allt er þetta jú á kostnað skattgreiðenda. Það eina sem er öruggt varðandi framtíð þessara ungmenna, eins og allra annarra ung- menna heims, er að þau eru þátttakendur í sí- fellt minnkandi heimi þar sem þau eru í harðvítugri samkeppni við ungt fólk frá öðrum löndum um pláss í góðum háskólum og vel launuð störf. Og hverjir skyldu standa betur að vígi; nem- endurnir sem þarf að lokka með freistandi hlaðborði til að mæta í skólann eða ungmenni frá Asíu, Indlandi og mörgum löndum í Aust- ur-Evrópu þar sem samkeppni er geysihörð allt frá fyrsta skóladegi og það að mæta ekki í skólann er framandi hugmynd? En er þetta ekki bara dæmigert „Heimur versnandi fer“ fjas? Kannski. En staðreyndin er samt sem áður sú að ungt fólk í dag býr við allt annan veruleika en ungmenni fyrri tíma. Þetta á líka við um þau íslensku. Reyndar hafa engar spurnir borist af morgunverðarhlaðborðum í íslenskum menntaskólum og gera má ráð fyrir að þorri íslenskra menntaskólanema mæti í skólann. Þau eru, rétt eins og kollegar þeirra í flest- um öðrum löndum, að undirbúa sig fyrir nám og störf í al- þjóðavæddum heimi. Kreppan hefur sett mark sitt á skólastarf. Reyndar er það með ólíkindum hvernig sumir framhaldsskólar geta haldið áfram starfsemi eftir allan þann niðurskurð sem þeir hafa þurft að þola. En góðu hliðar kreppurnar eru að sem betur fer höfum við ekki efni á að lokka nemendur í skólana með kræsingum. annalilja@mbl.is Þú færð morgunmat ef þú mætir Pistill Anna Lilja Þórisdóttir 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ínýrri þjóð-hagsspá Hag-stofunnar er gert ráð fyrir hóf- legum hagvexti á þessu ári og þeim næstu. Vissulega er jákvæðara ef hagvöxtur næst þótt hóflegur sé en ef samdráttartímabil verður á næstu árum með til- heyrandi atvinnuleysi og erf- iðleikum fyrir heimilin í land- inu. Vandinn er hins vegar sá að um er að ræða spá um framtíð- ina en ekki vissu og ýmsir óvissuþættir eru fyrir hendi. Sá fyrsti sem sérstaklega er nefndur í skýrslu Hagstofunnar er óvissan um stóriðjufram- kvæmdir næstu ára og þegar rýnt er í forsendur spárinnar er óhætt að taka undir að veruleg óvissa er um þennan þátt. Spá Hagstofunnar gerir ráð fyrir framkvæmdum við kís- ilverksmiðju í Helguvík á næsta ári, en í gær var greint frá því að útboði, sem hefjast átti í vik- unni vegna þeirra fram- kvæmda, hefði verið frestað vegna áforma ríkisstjórn- arinnar um nýjan kolefnaskatt. Spáin gerir einnig ráð fyrir framkvæmdum við fyrsta áfanga álvers í Helguvík, eða ígildi þeirra framkvæmda, á árinu 2013, en mikil óvissa hef- ur ríkt um þær framkvæmdir vegna afstöðu ríkisstjórn- arinnar og óvissan hefur aðeins farið vaxandi með frekari áformum um aukna skatta á fyrirhugaða verk- smiðju. Þess vegna er það svo, og er ekki við Hagstof- una að sakast í því efni, að spá stofnunarinnar er þegar orðin úrelt. Hefðu upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra nýrra stór- iðjuskatta legið fyrir þegar spá- in var samin má telja fullvíst að farið hefði um þær tvær fram- kvæmdir sem hafðar voru inni í spánni á sama hátt og ýmsar aðrar sem ákveðið var að skyldu standa utan hennar. Þegar fyrir liggur að viðbrögð fyrirtækja eru þau að þessi nýja skatt- heimta verði til að hindra alla nýja fjárfestingu í stóriðju er tæpast hægt að tala lengur um óvissu. Framkvæmdirnar geta í að minnsta aldrei orðið hluti af grunnspá við þessar aðstæður. Ekki er hægt að útiloka að þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórn- arinnar verði einhver hag- vöxtur hér á landi á næstu ár- um. Vonandi er sá kraftur í Íslendingum að þeim takist að skapa hagvöxt við slíkar að- stæður. En það dapurlega er að af spá Hagstofunnar sést hvaða árangri mætti ná ef hér sæti önnur ríkisstjórn. Um leið sést hvaða tækifærum landsmenn verða af vegna ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnin hefur þegar gert spá Hagstofunnar úrelta } Brostnar forsendur Þessi vika hefurverið erfið á alþjóðlegum mörk- uðum. Hlutabréfa- verð hefur fallið á ný eftir afrétt- arann sem það fékk á síðasta „neyðarfundi“ ESB, sem var samkvæmt tölum fréttaskýr- enda sá fjórtándi í röðinni. Ávöxtunarkrafan á ítölsk rík- isskuldabréf fór í gær yfir þak- ið sem miðað er við 7 prósent. Krafa um 7 prósent ávöxtun er kölluð „þak,“ en þó ekki af þeirri ástæðu að krafan geti ekki hækkað enn eftir að svo er komið. Ávöxtunarkrafan á skulda- bréf gefin út á gríska ríkið hef- ur farið töluvert yfir 20 prósent undanfarið, sem þýðir á mannamáli að slík bréf eru fjarri því að verða keypt. Sjö prósenta „þakið“ er við það miðað að ekki er talið að ríki geti til lengdar staðið undir slíkum vöxtum. Og það eykur þýðingu þessarar viðmiðunar að eftir að ávöxtunarkrafa til grískra, írskra og portúgalskra ríkisskuldabréfa fór yfir sjö prósentin voru ESB og AGS kölluð inn með sín úrræði. Allir þekkja þær efna- hagslegu hörm- ungar sem það þýddi fyrir þjóð- irnar. Í gær virtist sem hlutabréfamarkaðir ætluðu að rétta úr kútnum, um stund- arkorn. En þá héldu þau blaða- mannafund Merkel kanslari, Sarkozy forseti og Monti far- andforsætisráðherra á vegum ESB í Róm. Og það var eins og við manninn mælt: hlutabréfa- markaðir féllu saman eins og íslenskur iðnaður eftir frétta- tilkynningar úr fjármálaráðu- neytinu. Og þetta gerðist þrátt fyrir að Össur Skarphéðinsson, helsti sérfræðingur Íslands um alþjóðleg fjármál, hefði fullyrt í þinginu og vitnað í sjálfan sig, máli sínu til stuðnings, að vandamál evrunnar væru óveruleg og evrulöndin væru búin „að teikna sig“ út úr sín- um vandamálum. Því miður virðast þeir á meginlandinu ekki enn búnir að gleyma því þegar Össur Skarphéðinsson útskýrði kosti evrunnar á frægum blaðamannafundi forð- um. Ætli þeir séu enn að hlæja? Leiðtogar evrusvæð- isins mega helst ekki opna munninn } Áhrif 14. fundarins dvína STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bæjarstjórarnir í þremurstóru sveitarfélögunum áSnæfellsnesi segja að ár-ið sem er að líða hafi verið mjög gott í ferðaþjónust- unni. Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri í Snæfellsnesbæ, segir að í ár hafi orðið sprenging í fjölda ferðamanna í bæjarfélaginu. „Það er þrennt sem einkum hefur skilað þessum árangri, segir Kristinn. „Veðrið, vegirnir og kreppan hafa haft mikil áhrif og svo auðvitað þjóðgarðurinn hér á Snæfellsnesi.“ Hann segir að síðustu fimm ár hafi sumarveðrið leikið við þá sem búa og ferðast um Snæfells- nes og nú horfi menn ekki lengur norður eða austur. Kreppan hafi haft þau áhrif að nú fari fólk frek- ar í styttri ferðir til að spara bensín og vegirnir hafi tekið stakkaskiptum á Nesinu á síðustu árum. Tilkoma Hvalfjarðarganga sé upphafið að þessum samgöngu- bótum. Jökullinn og þjóðgarðurinn séu endalaust aðdráttarafl og opn- un vatnshellisins í sumar hafi ver- ið enn ein rósin í hnappagatið. „Það er svo merkilegt að ef Snæ- fellsjökull sést vel úr borginni á fimmtudegi þá er það ávísun á að hér fyllist allt af Íslendingum helgina á eftir,“ segir Kristinn. Bæjarstjórarnir nefna mikla uppbyggingu á gistiaðstöðu í sveitarfélögunum; ný hótel hafi verið byggð og önnur stækkuð, veitingastöðum og kaffihúsum hafi fjölgað, söfn og listagallerí hafi verið opnuð og tjaldsvæði verið endurnýjuð. Loks hafi afþreying fyrir unga sem eldri verið byggð upp í sambland við ósnortna nátt- úru. Fjölgun skemmtiferðaskipa og aukin vetrarferðamennska Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri í Grundarfirði, segir vöxtinn í ferðaþjónustunni hafa verið ótrúlegan síðustu ár. Hann segir ekki kæmi á óvart að í ár hafi met verið slegin hvað varðar fjölda ferðamanna í Grundarfirði og eigi það bæði við Íslendinga og útlendinga. Hann segir að mikil uppbygg- ing sé eitt lykilatriðanna og á síð- ustu árum hafi stöðugt fleiri upp- götvað möguleika Snæfellsness. Vegalengdir séu ekki lengur hindrun í þessu sambandi. Til Grundarfjarðar komu í ár 14 skemmtiferðaskip og 18 skip eru bókuð þangað næsta sumar. Kom- um þeirra fylgi tekjur fyrir hafna- sjóð og rútufyrirtæki, sem keyri farþega út fyrir jökul í skipulögð- um skoðunarferðum. Einstaka far- þegi verði þó eftir í bænum. Björn Steinar segir að ferða- þjónusta sé vaxandi þáttur í at- vinnulífinu og ánægjulegt sé að vetrarferðamennska sé að aukast. Íslendingar seinna á ferð- inni, en ánægja með sumarið Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir sumarið hafa verið gott þó svo að Íslendingar hafi lítið lagst í ferðalög fyrr en kom fram í júlí. Aðilar í ferðaþjón- ustu séu ánægðir með sumarið, en í sundlaugum og á tjaldsvæðum hafi aðsókn þó verið minni en 2009. Hún segir að sumir vilji t.d. gista í Stykkishólmi og fara í dagsferðir þaðan, en aðrir staldri við á Arnarstapa eða Hellnum og fari þaðan í ferðir, akandi eða gangandi eftir atvikum. Gyða segir að fiskveiðar hafi á síðustu árum látið undan síga í Stykkishólmi. Því hafi staðurinn á ýmsan hátt verið í fararbroddi í uppbyggingu ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Veðrið, vegirnir og kreppan hafa hjálpað Morgunblaðið/Ernir Snæfellsjökull Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi á síðustu árum og möguleikunum fjölgar stöðugt. Fimm sveitarfélög eru á Snæ- fellsnesi, Snæfellsbær, Grund- arfjörður, Stykkishólmur, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur. Gyða Steins- dóttir, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, segir að sveitarfélögin vinni saman að margvíslegum verkefnum í ferðaþjónustu, en á öðrum sviðum hafi hver staður sína sérstöðu og sínar áherslur. „Það er margt sem sameinar og ekki spurning að menn sjá styrkleika í því að vinna saman að fjölbreyttri ferðaþjónustu,“ segir Gyða. Hún segir áberandi hvað áhugi á alls konar náttúru- skoðun hafi vaxið. Hún nefnir ferðir út í Breiðafjarðareyjar og fjölda ferðamanna sem koma við í Flatey, sumir á leið vestur á firði, aðrir til að stoppa þar. Styrkleiki í samvinnu FIMM SVEITARFÉLÖG Fjölbreytt þjónusta er í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.