Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
HERRA KRINGLAN /DÖMU & HERRA SMÁRALIND
Fullar verslanir af
fallegum fatnaði
Blazer
23.900
Kjóll
14.900
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við höfum fundið hælaháaskó, filmu og pening ogallskonar annað rusl semfólk hendir hér í skóginum
í Heiðmörk. Okkur finnst ekki gott
hvað margir ganga illa um úti í nátt-
úrunni og henda rusli hvar sem er,“
segja vinkonurnar Alda Áslaug
Unnardóttir og Þórdís Ólafsdóttir
sem stofnuðu í fyrra félag sem heitir
Græni krossinn. „Þetta er félag bæði
fyrir börn og fullorðna sem vilja
hjálpa náttúrunni. Okkur þykir vænt
um náttúruna og hún er líka svo fal-
leg. En sumir hugsa ekkert út í það
hvar þeir henda frá sér rusli. Og full-
orðnir eru ekkert skárri, til dæmis
er mikið um sígarettustubba hér í
skóginum. Í borginni eru tyggjó-
klessur á götunum og allskonar rusl
líka. Við viljum hvetja börn og full-
orðna til að hjálpa dýrum sem þurfa
hjálp,“ segja vinkonurnar sem eru í
fjórða bekk Norðlingaskóla.
Rusladagurinn haldinn í vor
Alda á heima í Heiðmörkinni og
er því í góðum tengslum við náttúr-
una á hverjum degi. Hún býr við
Mývatn á sumrin og þar gætir henn-
ar ung stúlka sem heitir Hildur.
„Hildur er mikil náttúrustelpa og
hún er fulltrúi Græna krossins fyrir
norðan. Við erum allt sumarið að
taka til við Mývatn og hjálpa dýrum.
Við förum mikið í fjöruna og hjálp-
um ungum sem hafa villst frá
mömmum sínum.“
Ýmislegt er á döfinni hjá Græna
krossinum, þær vinkonurnar ætla að
halda rusladag í vor með fullt af
krökkum. „Þá verðum við með rusla-
Við viljum hjálpa
náttúrunni
Þeim finnst fólk ekki ganga nógu vel um náttúruna og ákváðu að gera eitthvað í
því til að berjast gegn ósómanum. Þær stofnuðu Græna krossinn, náttúruvernd-
arsamtök fyrir börn, og þær hjálpa móðurlausum ungum og ætla að blása til
ruslatínsludags í vor. Þær ætla að selja piparkökur til styrktar Græna krossinum.
Ljósmynd/Unnur Jökulsdóttir
Þrenning Alda, Hildur og Þórdís með kanínuunga í vösunum.
Morgunblaðið/RAX
Skreyta Í gær skreyttu þær piparkökurnar fyrir sunnudaginn.
Þegar maður hlustar á skemmtilegt
lag getur verið erfitt að syngja ekki
með. Sumir textar eru einfaldir og
ekki mikið mál að læra þá. Aðrir eru
öllu flóknari og þá er ágætt að geta
skoðað textann. Bara svo maður sé
nú ekki að syngja einhverja vitleysu
út í loftið. Stundum er það líka þann-
ig að manni finnst lag enn betra þeg-
ar maður sér hvað textinn er flottur.
Á vefsíðunni metrolyrics.com má
finna söngtexta við öll vinsælustu
lögin í dag.
Á síðunni má líka finna skemmtileg
dæmi um það sem fólki hefur mis-
heyrst í gegnum árin. Þannig hefur
mörgum heyrst að sir Elton John
syngi í laginu Rocket man „Rocket
man, burning all the shoes I’ve ever
known“ í stað „Rocket man, burning
out his fuse up here alone“. Hafa þeir
ekkert skilið í þessari illsku kappans
út í skóna sína.
Vefsíðan www.metrolyrics.com
Misheyrn Nei, nei, hvaða misskilningur, Sir Elton John brennir ekki skóna sína.
Elton hatar ekki skóna sína
Nemendur Kvennaskólans verða með
leiðsögn um sýninguna Kjarval snertir
mig á morgun klukkan 14. Þar munu
upprennandi sýningarstjórar og list-
fræðingar taka þátt í spjalli um sýn-
inguna Kjarval snertir mig: ungt fólk
kynnist Kjarval, sem opnuð var á Kjar-
valsstöðum á laugardaginn. Þetta eru
Kvennaskólanemarnir Helga Lára Hall-
dórsdóttir, Hjördís Lind Sandholt,
Jenný Jónsdóttir, Karólína Klara Geirs-
dóttir, Valdís Jörgensdóttir og Þórhildur
Sigurðardóttir. Sýningarverkefnið var
unnið í samvinnu við Önnu Jóa, mynd-
listarmann, listgagnrýnanda og kenn-
ara í áfanganum listasaga og listfræði.
Endilega …
… hittið unga
sýningarstjóra
Leiðsögn Á Kjarvalsstöðum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nú í vikunni kemur út bókin Rikka og
töfrahringurinn í Japan sem er þriðja
bókin eftir Hendrikku Waage um káta
ferðalanginn Rikku. Í þessari bók
ferðast Rikka um Japan með töfra-
hring sem hún á og lærir með hans
hjálp um menningu landsins, fallega
staði og sögu þeirra. Með skarp-
skyggni sinni og einlægni sýnir hún
lesendum að þrátt fyrir ólíka staði,
matseld og menningu á mannfólkið
meira sameiginlegt en ekki, hvar sem
við búum í heiminum.
Hendrikka er skartgripahönnuður
sem barist hefur sérstaklega fyrir
réttindum barna og er forseti góð-
gerðarsamtakanna Alþingis barna.
Þau hafa m.a. það markmið að finna
sjálfbærar skipulagðar lausnir á sviði
mannréttinda. Hluti af tekjum bók-
sölunnar rennur til góðgerðarsjóðs
Alþingis barna.
Barnabækur
Töfrahringur Rikka fer til Japans.
Káti ferðalang-
urinn Rikka