Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 21

Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Hlaðborð Þakkargjörðarhátíð Alþjóðakirkjunnar var haldin í Fíladelfíu í gærkvöldi með tilheyrandi kræsingum líkt og kalkúni, sætum kartöflum, Waldorf-salati og öðru dýrindis góðgæti. Golli Mílanó. | Nú þegar ný ríkisstjórn Marios Montis tekur við völd- unum á Ítalíu er mikið í húfi – fyrir landið, Evrópu og hagkerfi heimsins. Ef ekki verður hægt að koma á umbótum, ef hrun verður í ríkisfjármál- unum og hagkerfið verður áfram mátt- vana mun draga úr hollustu Ítala við evruna þar sem ætlaður kostn- aður af þátttöku í myntbandalaginu verður meiri en ávinningurinn. Og flótti Ítalíu frá evrunni myndi ógna kjarna evrusvæðisins – ólíkt flótta smærri ríkja á borð við Grikkland. Ítalía er stórt hagkerfi, með landsframleiðslu sem nemur rúm- um tveimur billjónum dollara á ári. Opinberar skuldir landsins nema 120% af vergri landsframleiðslu, eða um það bil 2,4 billjónum dollara, en þá eru ekki taldar með skuld- bindingar lífeyriskerfisins sem þarfnast verulegra breytinga til að endurspegla fjölgun aldraðra og aukið langlífi. Ítalía er því orðið þriðji stærsti ríkisskuldamarkaður heimsins. Hækkandi vextir hafa orðið til þess að greiðslubyrðin er orðin mjög mikil og pólitískt óviðunandi til lengri tíma litið. Þar að auki þarf Ítalía að endurfjármagna 275 millj- arða evra af skuldum sínum á næstu sex mánuðum, á sama tíma og fjárfestar reyna að draga úr áhættu sinni með þeim afleiðingum að ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkis- skuldabréf er orðin óviðráðanleg – yfir 7% eins og staðan er núna. Þörfin á því að endurfjármagna skuldirnar er ekki eina erfiða úr- lausnarefnið. Innlendir og erlendir skuldabréfaeigendur, einkum bank- ar, standa frammi fyrir höfuðstóls- tapi, sem hefur skaðað efnahagsreikning þeirra, eiginfjárstöðu og tiltrú þeirra. Við- skipta- og vöru- skiptahalli landsins er mikill og vaxandi, og það endurspeglar lík- lega minnkandi sam- keppnishæfni og fram- leiðni miðað við Þýskaland og Frakk- land, helstu við- skiptaþjóðir Ítala. Þar að auki hefur hagvöxturinn verið lítill síðasta ára- tuginn og hann er ekki að aukast, en það þýðir að erfiðara verður að minnka greiðslubyrðina. Lítill hagvöxtur Ítalíu endur- speglar nokkra þætti, meðal annars ósveigjanlegan vinnumarkað, of litl- ar opinberar fjárfestingar í vísinda- og tæknigeirum efnahagslífsins, takmarkaða samkeppni á ákveðnum sviðum og langvinnt tímabil kerfis- aðlögunar að umhverfi evru- svæðisins. En ítalska hagkerfið er tiltölulega sterkt á nokkrum mikilvægum svið- um. Heildarskuldirnar á Ítalíu (skuldir ríkisins, heimila, fyrirtækja og fjármálastofnana) eru rétt rúm- lega 315% af vergri landsfram- leiðslu, álíka miklar og í Sviss (313%), Frakklandi (323%), Banda- ríkjunum (296%) og jafnvel Þýska- landi (285%), en allar tölurnar eru miðaðar við árið 2009. Skuldir heim- ilanna eru hins vegar mjög litlar á Ítalíu, eða tæp 50% af vergri lands- framleiðslu. Þar að auki hefur sparnaður heimilanna lengi verið tiltölulega mikill á Ítalíu, eða um það bil 17-30% af tekjunum, þannig að nettóeignir einstaklinga og heim- ila eru meiri þar en í flestum öðrum þróuðum hagkerfum heimsins. Ítalía stendur vel að vígi á fleiri sviðum. Fyrirtæki á Norður-Ítalíu og í miðhluta landsins eru öflug, hafa staðið sig vel á sviði nýsköp- unar og lagað sig að hnattvæðing- unni. Og fjárlagahallanum á Ítalíu var haldið í skefjum fyrir kreppuna og eftir að hún hófst, ólíkt mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Þótt þetta hafi verið nauðsynlegt, í ljósi mikillar greiðslubyrði, hefur það auðvitað takmarkað svigrúmið til að örva efnahaginn á samdrátt- artímum og hamlað hagvexti. Á sama tíma og Ítalir takast á við kreppuna standa mikilvæg ríki frammi fyrir vaxandi hættu (til að mynda vegna vísbendinga um harða lendingu kínverska hagkerfisins og vegna áframhaldandi mikils at- vinnuleysis í Bandaríkjunum). Þeg- ar slíkar hættur eru metnar er gagnlegt að beina athyglinni að þremur breytum: bolmagni, hæfni og vilja. Hefur landið bolmagn til að takast á við vandamálin sem steðja að því? Hafa þeir sem bera ábyrgð á efnahagsstefnunni næga reynslu og þekkingu til að koma á nauðsyn- legum umbótum? Átta yfirvöldin sig á þörfinni á því að sýna harðfylgi og taka með afgerandi hætti á vanda- málunum? Bolmagnið kemur fyrst. Ef bol- magnið er ekki nægilegt verður niðurstaðan slæm, óháð hæfni eða vilja, nema til komi aðstoð annarra. Ennfremur er pólitískur vilji gagns- laus án getunnar til að fylgja honum eftir og knýja fram nauðsynlegar umbætur. Mér sýnist að í nokkrum mikil- vægum löndum, meðal annars Ítal- íu, Bandaríkjunum og Kína, geti niðurstaðan orðið annaðhvort til- tölulega hagstæð þróun eða miklu alvarlegri, en það ræðst einkum af því hversu áhrifarík viðbrögð stjórnvaldanna verða. Ólíkt Grikk- landi, þar sem bolmagnið er ekki nægilegt (sem þýðir að horfurnar geta aðeins verið slæmar), hafa öll þessi ríki burði til að leysa vand- málin, en vafi leikur á annaðhvort hæfninni eða pólitíska viljanum (eða hvoru tveggja), þótt mat sérfræð- inga á þessum þáttum sé mjög mis- munandi. Hvað Ítalíu varðar þýðir þetta að hægt er að nota hagstæðan efna- hagsreikning í bland við umbætur og breytingar á lífeyriskerfinu til að tryggja stöðugleika í ríkisfjár- málum og auka hagvöxt til lengri tíma litið. Til þess þarf þrennt: um- fangsmikla umbótaáætlun þar sem tekist er á við vandamálin, pólitísk- an stuðning við áætlunina og tíma til að koma nógu miklu af henni í framkvæmd til að endurheimta tiltrú fjárfesta og lækka ávöxt- unarkröfuna á ítölsk ríkis- skuldabréf. Þar sem tveir fyrstu þættirnir eru undirorpnir mikilli óvissu vegna pólitísks umróts á Ítalíu eru fjár- festar æ tregari til að veðja á til- tölulega hagstæða þróun, en það þýðir að Ítalía hefur ekki nægan tíma. Hærri ávöxtunarkrafa gæti grafið undan stöðugleika í ríkisfjár- málum og efnahagsáætluninni áður en hægt yrði að koma henni í fram- kvæmd til fulls. Og þegar ávöxt- unarkrafan hækkar getur það talist hæpið eða jafnvel útilokað að landið hafi næg úrræði til að takast á við vandann. Það sem þarf er nokkurs konar efnahagslegur straumrofi, í formi lánveitanda til þrautavara. Það myndi gera umbótaáætluninni mögulegt að breyta áhættumati fjárfesta og auka líkurnar á hag- stæðri þróun. Það er hins vegar annar áhættu- þáttur sem getur haft úrslitaáhrif. Hugsanlegt er að ekki komi til af- gerandi íhlutunar til að hindra hærri ávöxtunarkröfu, vegna þess að í kjarna evrusvæðins, undir for- ystu Þýskalands, hafa menn áhyggjur af því að skilyrðislaus af- gerandi aðgerð af hálfu lánveitanda til þrautavara myndi grafa undan hvatanum – og þar með pólitíska viljanum – til að ráðast í nauðsyn- legar umbætur. Vandamálið sem af þessu hlýst er augljóst: skuldbinding, sem er háð því skilyrði að umbætur beri árang- ur, tryggir ekki tafarlausa tiltrú fjárfesta, vegna þess að það minnk- ar ekki hættuna á verulegum póli- tískum hindrunum sem komi í veg fyrir nauðsynlegar umbætur. Að- eins djarfar og að mestu skilyrð- islausar skuldbindingar af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Ítalíu hins vegar geta leyst þetta hættulega vandamál. Án slíkra skuldbindinga af hálfu beggja verð- ur áfram mikil hætta á því að efna- hagsvandi evrusvæðisins versni enn og efnahagur heimsins dragist sam- an. Eftir Michael Spence » Aðeins djarfar og að mestu skilyrðis- lausar skuldbindingar af hálfu Evrópusambands- ins annars vegar og Ítal- íu hins vegar geta leyst þetta hættulega vanda- mál. Án slíkra skuld- bindinga af hálfu beggja verður áfram mikil hætta á því að efnahags- vandi evrusvæðisins versni enn og efnahagur heimsins dragist sam- an. Michael Spence Höfundur fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001. Hann er prófess- or í hagfræði við New York Univers- ity, félagi í hugveitunni Council on Foreign Relations og fræðimaður við Hoover-stofnun Stanford-háskóla. Nýjasta bók hans er „The Next Con- vergence – The Future of Economic Growth in a Multispeed World“ (www.thenextconvergence.com). © Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Er hægt að bjarga Ítalíu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.