Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
✝ Elva Ýr Ósk-arsdóttir fædd-
ist á Akureyri 16.
ágúst 1998. Hún
lést af slysförum
17. nóvember
2011. Foreldrar
Elvu eru Elín
Björg Jónsdóttir, f.
27.11. 1973, og
Óskar Ingólfsson,
f. 7.5. 1972. Bróðir
Elvu er Gunnar
Örn, f. 9.4. 1996. Elín og Óskar
skildu árið 2003. Eiginmaður
Elínar er Óli Andrés Agn-
arsson, f. 25.3.
1961, sonur þeirra
og hálfbróðir Elvu
er Jón Einar, f.
23.2. 2005. Sam-
býliskona Óskars
er Áslaug Melax, f.
19.3. 1966.
Elva fluttist
ásamt fjölskyldu
sinni til Siglu-
fjarðar árið 2004.
Útför Elvu Ýrar
fer fram frá Siglufjarðarkirkju
í dag, 25. nóvember 2011, og
hefst athöfnin kl. 10.30.
Elskulega Elvan mín er farin
frá mér. Það er ekki hægt að lýsa
þeirri hugsun að fá ekki að sjá þig
göslast hér heima fyrir, sjá ljósa
fallega hárið þitt og finna lyktina
þína. Það sem einkenndi þig ástin
mín var gleði, bros og þú varst
svo góð við alla. Þú gafst svo mik-
ið af þér og sá tími sem ég átti
með þér var mér allt. Meistarasp-
aðann minn notaðir þú á bad-
mintonæfingum og fetaðir í fót-
spor mín. Einu skiptin sem ég
man eftir að þú hafir orðið reið
var þegar þú tapaðir í badminton,
alveg eins og mamma þín. Allir
sem voru nálægt þér, kennarar
og vinir, sögðu oft við mig: „Þú
átt svo yndislega, duglega og
góða stelpu“ og ég var sammála
því en tók það sem sjálfsagðan
hlut. Það er víst ekkert sjálfsagt í
lífinu litla spússan mín. Við Óli,
Gunnar og Jón eigum eftir að
eiga mjög erfitt en finnum fyrir
nærveru þinni í herberginu þínu,
allt fjólublátt og Justin Bieber
alls staðar. Minningarnar lifa hjá
okkur, ég horfði á þig verða ást-
fangna á Tenerife í sumar en það
var fyrsta og eina skiptið þitt sem
þú fórst til útlanda og ég er svo
ánægð með að hafa farið með
ykkur og átti mitt besta sumarfrí
með þér, Óla, Gunnari og Jóni í
tvær vikur.
Elsku ástin mín, það eru engin
orð sem lýsa söknuði mínum, ég
sakna þín óendanlega mikið. Ég
græt en hugsa um þann yndis-
lega tíma sem við áttum saman.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Kveðja,
mamma.
Nóvember er mánuður myrk-
ursins. Dagurinn stuttur og birt-
an rétt lætur sjá sig. Sextánda
nóvember varð myrkur í huga
okkar sem þekktum og elskuðum
Elvu Ýri Óskarsdóttur. Símtal til
pabba í Reykjavík um að litla
stúlkan hans lægi slösuð eftir um-
ferðaróhapp var meira eins og
vondur draumur en raunveru-
leiki. Með vonina að leiðarljósi
tók við akstur í myrkri nóttinni
norður í land. Ótal bænir, samn-
ingaviðræður við Guð og alla þá
sem farið hafa yfir móðuna miklu
um að hleypa Elvu Ýri ekki inn
fyrir dyr himnaríkis reyndust
gagnslausar. Annað símtal kom,
allt hljóðnaði og myrkrið umlukti
okkur. Elva okkar var öll.
Nú kveðjum við einstaka
stúlku sem var full af hreinleika,
hlýju og ást á mönnum, dýrum og
náttúrunni. Í huga Elvu Ýrar var
ekki myrkur. Hún kenndi okkur
svo margt með nærveru sinni og
skilur eftir sig yndislegar minn-
ingar sem hleypa birtu og yl í
hjörtu og sál okkar allra sem
syrgjum hana. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa fengið að tilheyra smá-
hluta af hennar lífi og mun geyma
mynd af fallega brosinu hennar í
hjarta mér um ókomna tíð.
Elsku Óskar minn og Gunnar
Örn, samband ykkar og Elvu var
svo tært og einlægt. Samveru-
stundirnar margar og ógleyman-
legar og það var ljúft að hlusta á
ykkur spjalla um ævintýraferð-
irnar með pabba úti í náttúrunni.
Ég bið algóðan guð að styrkja
ykkur feðgana, Ellu sem horfir á
eftir litlu stelpunni sinni, Óla og
litla Jón Einar.Við munum öll
hjálpast að við að halda minningu
Elvu á lofti.
Áslaug Melax.
Ég er að koma Bigga og Einari
í ból þegar mamma hringir og
segir að þú hafir orðið fyrir bíl og
verið sé að hnoða þig. Hún hring-
ir aftur eftir 10-15 mínútur og
segir að það sé enn verið að reyna
að koma í þig lífi! Þá pakka ég
saman, set strákana í föt og fer til
mömmu. Ég vissi þá innst inni að
lífi þínu væri lokið elsku fallega
Elvan mín.
Ég man eins og gerst hafi í
gær þegar ég sá þig í fyrsta sinn,
litla daman okkar með svarta
lubbann. Engin lítil dama hafði
áður verið svo nálægt mér og
fannst mér ég strax eiga fullt í
þér. Þegar þér var svo gefið fal-
lega nafnið þitt fannst mér ég
eignast meira í þér, því mamma
hafði viljað skíra mig Arney Ýr
og nú áttir þú Ýr.
Við áttum ekki samleið fyrstu
árin þín, enda báðar Ljón. Jafn
þverar og ákveðnar. Ég var
stundum sár þegar þú vildir ekki
sjá mig. Mig langaði bara að fá að
greiða fallega englahárið þitt og
flétta það, en nei, Elva Ýr var
ekki á sama máli. Dag einn
komstu þó til mín með hárbursta
og sagðir: „Arney, viltu greiða
mér og gera fléttu eða tíkó?“ Ó,
það sem ég varð hamingjusöm,
þannig fannst mér ég loksins
tengjast þér fallega prinsessan
mín.
Þegar þú fórst að eldast áttum
við meiri samleið. Mér fannst
gaman að bjóða þér með í búðir
og sjá hvað við áttum mikið sam-
eiginlegt í litavali. Ég fylgdist
með þér verða að fallegri ung-
lingsstúlku sem hugsaði vel um
útlitið og hlakkaði mikið til að
fermast næsta vor, loksins að ná
Bigga og Gunnari.
Í badminton varstu afburða-
spilari, og einnig í fótboltanum,
þú vannst til margra verðlauna.
Ég er svo stolt Elva að hafa feng-
ið að eiga þig sem bróðurdóttur í
þau rúmu 13 ár sem þú lifðir.
Skemmst er að minnast þegar
við Óskar Þór frændi þinn kom-
um á Siglufjörð í sumar og fórum
með ykkur mömmu þinni og Óla á
tónleika í Siglufjarðarkirkju.
Friðrik Ómar og Jógvan voru að
fylgja eftir Vinalagadiskinum og
þú varst svo spennt og ánægð og
sast við hlið mér. Ég gaf þér svo
áritaðan Elvis-diskinn hans Frið-
riks í afmælisgjöf og á þeirri
stundu elskaðir þú mig út fyrir
endimörk alheimsins.
Elva! Hvar er Elva? Þetta
sagði Einar Kristinn þegar hann
sá pabba þinn, Gunnar Örn, og
Áslaugu á fimmtudagsmorgnin-
um eftir slysið. Enginn sagði
neitt, því enginn gat sagt neitt.
Þú veist að Einar elskaði þig svo
mikið! Það gat enginn elskað þig
nema hann, að hans mati. Ef ég
sagði „ég elska þig“, þá sagði
Einar „nei, ég elska Elvu“. Einar
veit nú að þú ert engill hjá Guði.
Hann sagði strax að nú þyrfti
hann að kaupa blóm, kaupa blóm
handa ömmu Bubbu, sem hún
gæti sett á grasið og verið aftur
glöð! Já Elva, þessi litli frændi
þinn veit sínu viti, þrátt fyrir ung-
an aldur.
Ég kveð þig, elsku fallega Elva
Ýr, að sinni. Ég vona að þú takir á
móti mér þegar minn tími kemur
og trúi að þú hafir tilgang hjá
Guði og þjónir nú mikilvægu hlut-
verki. Það þarf að vera ansi mik-
ilvægt til að réttlæta það að þú
sért tekin frá fallegu fjölskyld-
unni þinni!
Fallegasti engillinn á himnum,
stærsta og bjartasta stjarnan í
myrkrinu.
Þar til næst, þín
Arney.
Elsku Elva Ýr okkar. Það er
erfitt að finna orð sem lýsa til-
finningunum sem einkenna mann
við svona aðstæður. Reiði yfir því
hvað heimurinn getur verið
grimmur, sorg yfir að missa
svona fallega manneskju, sökn-
uður yfir að fá ekki að sjá þig aft-
ur en fyrst og fremst gleði yfir að
hafa fengið að kynnast þér.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Í minningu frænku okkar:
Við erum ung og ætlum að lifa
endalaust álítum klukkuna tifa,
oftast gleymum að ekkert er tryggt,
að allt sem hrynur var eitt sinn byggt.
Sem betur fer þá flest við náum
framtíðar njóta og margs er við þráum
en stundum óvænt þarf orust’að heyja
eitthvað bregst og ungmenni deyja.
Þannig með kæru frænk’okkar var
að viðgerð þurftu stjörnurnar
og nú er hún Elva að tengja þar
með tunglinu ef til vill þáði hún far.
Við Elvu Ýrar söknum sannarlega
syrgjum hana djúpt og innilega
uppátækjanna margr’er að minnast
mikið var dýrmætt henni að kynnast.
En sorginni verðum að vísa á dyr
þó víst sé það erfitt sem aldrei fyrr
af kærleika Elvu við kveðjum hlýtt
hennar kveðjustund hefur verið flýtt.
(Unnur Sólrún)
Elsku Ella, Óskar, Gunnar,
Óli, Jón Einar og aðrir ástvinir,
Guð gefi ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum og megi minning
hennar lifa í hjörtum okkar allra.
Konný, Gunnar, Anna
Guðlaug, Agnes Heiður
og Hlynur Þór.
Elskuleg vinkona okkar fjöl-
skyldunnar hefur kvatt þennan
heim. Frá því að okkur bárust
þessar skelfilegu fréttir hafa ófá
tárin fallið og margvíslegar til-
finningar velkst um í róti hugans.
Tilfinningar á borð við reiði,
vantrú, söknuð og sorg. Hvernig
er hægt að sætta sig við að ung
stúlka í blóma lífsins sé á örskots-
stundu hrifin burt frá okkur á
þennan hátt? Hamingjusöm og
heilbrigð stelpa, sem á að eiga allt
lífið framundan með ótakmörk-
uðum tækifærum. Staðreyndin
er sú að það er ekki hægt að
sætta sig við þennan atburð og
ekki hægt að komast yfir þann
söknuð og það skarð, sem þessi
yndislega stúlka skilur eftir sig.
Það eina, sem hægt er að gera, er
að reyna að læra að lifa með því.
Siglufjörður hefur mikið að-
dráttarafl fyrir okkur fjölskyld-
una og við reynum við hvert tæki-
færi að koma og dvelja þar í litla
húsinu okkar, jafnt vetur sem
sumur. Aðdráttaraflið felst ekki
síst í þeim góðu vinum, sem við
eigum í bæjarfélaginu, og skipar
fjölskyldan á Eyrarflöt 10 þar
stærstan sess. Ófáar stundirnar
höfum við glaðst öll saman yfir
góðum veitingum, fótboltaleikj-
um, pottaferðum og skemmtileg-
um samræðum þar sem krakk-
arnir okkar hafa ávallt tekið
virkan þátt. Ósjaldan hefur verið
kallað háum rómi: „Hæ Danni og
Sigga“ – hvort sem við höfum
verið stödd á skíðum uppi í fjalli, í
sundi, að versla í kaupfélaginu
eða bara á röltinu í bænum. Glað-
vært bros Elvu hefur mætt okkur
hvarvetna. Bros, sem við eigum
eftir að sakna sárt.
Við höfum fylgst með Elvu í
gegnum árin, berjast eitilhörð í
fótbolta, ærslast um í lauginni,
bruna í skíðabrekkunum, passa
af natni litla bróður sinn, verja
skoðanir sínar í samræðum og
taka þátt í leikjum og störfum
hins daglega lífs, þess daglega
lífs, sem við þekktum og allir
vildu fá að halda í svo miklu miklu
lengur. Við höfum líka fylgst með
henni breytast og þroskast úr
litla orkuboltanum í unga mynd-
arlega unglingsstúlku, sem var
bara rétt farin að telja niður í
fermingardaginn sinn með til-
hlökkun í hjarta, eins og allir hin-
ir skólafélagarnir á Siglufirði.
Elsku Ella, Óli, Þórir, Ástrós,
Viktor, Birnir, Gunnar og Jón
Einar, megi Guð styrkja ykkur á
erfiðum stundum. Ykkar harmur
er meiri en orð fá lýst.
Sigríður, Daníel og börn.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Hvíldu í friði elsku Elva mín.
Þinn
Breki.
Það voru hræðilegar fréttir
sem bárust um okkar litla sam-
félag miðvikudagskvöldið 16. nóv.
sl. Alvarlegt slys og litla vinkon-
an okkar af Flötunum stórslösuð
og mikil óvissa um hvort hún
kæmist lífs af. Vinirnir og sam-
félagið allt bað fyrir henni þetta
kvöld í þeirri von að hægt væri að
bjarga henni. Síðan kom símtalið
aðfaranótt fimmtudagsins, Elva
er dáin, stúlkan sem hafði komið
heim með dóttur okkar eftir skóla
og leikið sér fyrr um daginn er
látin. Hvers vegna var 13 ára
stúlka numin brott úr faðmi fjöl-
skyldunnar? Hversu grimm geta
örlögin verið? Það eru margar
spurningar sem við spyrjum okk-
ur þessa dagana, en svörin svo fá.
Það að missa barnið sitt er það
versta sem getur komið fyrir
nokkurn.
Elva var lífsglöð og yndisleg
stúlka, góð persóna og átti marga
vini, hennar verður sárt saknað.
Elsku Ella, Óli, Gunni, Jón
Einar, Óskar og fjölskylda, megi
góður Guð styrkja ykkur til að
takast á við þennan mikla missi.
Minningin um góða stúlku lifir
í hjörtum okkar.
Sólrún, Ólafur, Jón Kort,
Kristófer Andri og Ólöf Rún.
Slys gera ekki boð á undan sér.
Enginn undirbúningur, aðeins
högg og áfall aðstandenda, vina
og lítils samfélags. Sorgin og
skilningsleysið heltekur og engin
orð geta lýst þeirri samúð og
sársauka sem maður finnur til á
svona stundu. Lífið er langt frá
því að vera sanngjarnt og ung
stúlka hefur verið tekin frá fjöl-
skyldu sinni og vinum svo alltof
alltof snemma. Elva Ýr, fallega,
fjöruga, orkumikla og hæfileika-
ríka stelpan sem átti svo mikið
eftir að gera í lífinu og blómstra
sem ung kona, var tekin frá ást-
vinum sínum í hörmulegu slysi.
Það var okkur sem hana þekktum
heiður og forréttindi að fá að um-
gangast hana þann stutta tíma
sem henni var gefinn hér á jörðu
og mun hún lifa áfram í hjörtum
okkar. Minningarnar eru margar
og við þær verður hægt að ylja
sér þegar hugurinn kemst nær
því að ná því sem gerst hefur og
átta sig, eins og mögulegt er, á
hlutunum. Vinkonuhópurinn var
náinn og eins og stúlkna er háttur
var oft stuð og stemning þegar
eitthvað var í gangi. Á þeim
stundum naut Elva sín og hug-
myndavinnan var henni auðveld
og framkvæmdin enn minna mál.
Samverustundirnar voru margar
og skemmtilegar og verða þær
minningar dýrmætar í framtíð-
inni. Salka getur því miður ekki
fylgt vinkonu sinni síðasta spöl-
inn og þakkar henni allt sem hún
var henni og hve góð og skemmti-
leg vinkona hún var.
Ég minnist þín í vorsins bláa veldi,
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og
harki
og hugann glöddu á björtu
sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum,
og ljóðsins töfraglæsta dularheimi.
Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi,
í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum
þínum.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr)
Elsku Ella, Óskar, Óli, systkini
og aðrir aðstandendur, Guð gefi
ykkur styrk í þessari miklu sorg
og blessi minningu yndislegrar
stúlku. Hugur okkar er hjá ykkur
hverja stund.
Salka, Jóna, Daníel,
Jóel og Jörgen.
Á andartaki breyttist allt. Elva
Ýr Óskarsdóttir er ekki lengur
með okkur. Að horfast í augu við
fráfall hennar er svo þungbært að
engin orð fá lýst. Stundum trúum
við ekki því sem hefur gerst.
Spyrjum spurninga og tökumst á
við tilfinningarnar. Elva Ýr var í
blóma lífsins, full af krafti og
dugnaði. Við sem vorum svo
heppin að kynnast henni og fá að
starfa með henni í skólanum eig-
um góðar minningar. Elva Ýr
fylgdi bekkjarsystkinum sínum
frá því skólagangan hófst í 1.
bekk haustið 2004. Við munum
gleðina, prúðmennskuna, áhug-
ann og hlýlegt viðmót sem ein-
kenndi framkomu hennar. Hún
var duglegur nemandi, góður
bekkjarfélagi, falleg og yndisleg
stúlka. Hún fann sig í mörgum
hlutverkum s.s. nemanda,
íþróttamanns, vinkonu og var eft-
irsóknarverður bekkjarfélagi.
Elva Ýr á sinn sess í hjörtum
okkar allra. Við vottum foreldr-
um, systkinum, fjölskyldu og vin-
um innilega samúð. Við vonum að
fólk fái styrk til þess að takast á
við sorgina. Elvu Ýrar er og verð-
ur sárt saknað.
Fyrir hönd Grunnskóla Fjalla-
byggðar,
Jónína Magnúsdóttir, skóla-
stjóri, Ríkey Sigurbjörns-
dóttir, aðstoðarskólastjóri.
Það eru forréttindi kennara að
fá að hafa nemanda sem Elvu Ýri
í sinni umsjá. Hún var samvisku-
söm, iðin, skemmtileg og vand-
virk. Einnig var hún ávallt svo
hlý í garð skólasystkina sinna og
okkar kennara. Elva Ýr var bara í
alla staði falleg stúlka og svo ljúf.
Nú í haust, þegar bekkurinn kom
saman að loknu sumarleyfi, snart
það okkur hvað þau voru orðnir
miklir unglingar, full af lífi og til-
hlökkun til framtíðarinnar.
Skyndilegt fráfall hennar er
okkur öllum gríðarlegt áfall og
gjörsamlega óskiljanlegt.
Að maðurinn með ljáinn felli
svo fallegt blóm á akri lífsins hef-
ur lagst þungt á okkur, samferða-
fólk hennar.
Þessi vika, sem liðin er frá
þessu hörmulega slysi, hefur ver-
ið erfið. Næstu vikur og misseri
munu verða erfið en við treystum
því að góður Guð gefi okkur öllum
styrk til að lifa með þessu hræði-
lega slysi. Minningarnar um
þessa yndislegu og ljúfu stúlku
lifa og finnst okkur við hafa verið
heppin að fá að kynnast henni.
Við sendum foreldrum Elvu,
systkinum og öðrum aðstandend-
um hugheilar samúðarkveðjur og
biðjum þess að þau fái huggun í
sorg sinni.
8. bekkur Grunnskóla Fjalla-
byggðar og umsjónarkennarar
þeirra.
Kristín B. Davíðsdóttir
og Margrét Steinunn
Þórðardóttir.
Elva Ýr
Óskarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kæra vinkona Elva Ýr.
Ég á eftir að sakna þín
rosa mikið. Þetta verður
erfitt án þín. Ég man alltaf
allar okkar góðu stundir.
Þú hjálpaðir mér í gegnum
mína erfiðu tíma og þú
komst mér alltaf til að
hlæja, sama hvernig skapi
ég var í.
Stundunum sem við átt-
um saman á Sigló og líka
hérna á Akureyri mun ég
aldrei gleyma.
Þín vinkona,
María Lillý.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR,
sem lést á dvalarheimilinu Hornbrekku
Ólafsfirði miðvikudaginn 16. nóvember,
verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju
þriðjudaginn 29. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast Sigríðar er bent á
dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði.
Magnús Magnússon,
Sigursveinn Magnússon,
Örn Magnússon,
Þorgeir Gunnarsson
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar,
AUÐUR EYVINDS,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 24. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurgeir Ingi Þorkelsson,
Elísabet Sól Þorkelsdóttir,
Ísak Dagur Þorkelsson.