Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 1
IPA-styrkþegar fá und- anþágu frá skattalögum Unnið hefur verið að samningi á milli stjórnvalda hér á landi og framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins þar sem útfærðar eru reglur um fjárhagsaðstoð sam- bandsins við Ísland vegna und- irbúnings aðildar Íslands. Um er að ræða hina svokölluðu IPA- styrki, sem veittir eru ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu til að standa undir kostnaði við breytingar hjá umsóknarríkinu. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins snýst umræddur samn- ingur meðal annars um tolla og skatta og gerir ráð fyrir að þeir sem þiggi IPA-styrkina séu að verulegu leyti undanþegnir ís- lenskum skatta- og tollalögum. Í fyrirhuguðum samningi mun meðal annars vera kveðið á um að styrkþegarnir séu undanþegnir virðisaukaskatti hér á landi vegna þeirra starfa sem unnin eru í tengslum við IPA-styrkina. Enn- fremur mun þar vera kveðið á um að innflutningur þeirra sem þiggja IPA-styrkina verði undanþeginn tollum og öðrum gjöldum á inn- fluttar vörur. Þá eru þeir samn- ingar sem fjármagnaðir eru með IPA-styrkjum undanþegnir opin- berri skráningu, stimpilgjöldum eða þess háttar skattheimtu. Persónulegar eignir þeirra ein- staklinga, sem flytja til landsins og starfa á grundvelli IPA- styrkjanna, munu verða und- anþegnar tollum og hvers kyns annarri skattheimtu. Loks eru ein- staklingar og fyrirtæki sem þiggja IPA-styrki, en starfa eða hafa starfstöð utan Íslands, undanþegin íslenskum tekjuskatti. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins þarf að fá samþykkt frumvarp til breytinga á lögum til að ná fram markmiðum framan- greinds samnings, en slíkt frum- varp mun ekki enn hafa verið lagt fram.  Enginn virðisaukaskattur og engir tollar vegna ESB-styrkja Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  280. tölublað  99. árgangur  ERFITT AÐ HÆTTA Í HANDBOLTA KÍNA EYKUR UMSVIFIN Í GRIKKLANDI TÖKULÖG Á NÝRRI STUTTSKÍFU ÓLAFAR ARNALDS „ENGIR BJARGVÆTTIR“ 18 FIMM LÖG Á ÓLÖF SINGS 32FJÓLURNAR HITTAST VIKULEGA 10 Júlía leikur kampakát og dúðuð við hundinn Sölku sem finnur eflaust ekki fyrir kulda með sinn þykka feld. Það er engin ástæða til að setja húfur og vett- linga aftur ofan í skúffur því kalt verður á landinu í þessari viku. Frostið nær hámarki í innsveitum á morgun þegar hitastigið fer niður í 16 gráða frost, en 5-9 gráða frost verður á höfuðborgarsvæðinu. Kuldakastið varir ekki lengi því síðdegis á morgun kemur lægðabóla sem dregur úr frostinu og tekur að hlýna þegar líður á kvöldið. Í nótt var afar slæmt veð- ur á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi og varaði Vegagerðin við „glórulausum byl“. »14 Morgunblaðið/Golli Vetur konungur lætur til sín taka Landsmenn þurfa að gæta sín á kuldabola í vikunni  Fjárveiting til Landspítala verð- ur aukin um 140 milljónir króna samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjár- lagafrumvarp næsta árs. Nefndin leggur til að dregið verði úr sparn- aði við heilbrigðisstofnanir frá því sem áformað var. Þá er lagt til að skrásetningargjald í ríkisháskólum verði hækkað í 60 þúsund krónur. Tvær rannsóknarnefndir á veg- um Alþingis, um sparisjóðina og Íbúðalánasjóð, fá 140 milljónir skv. breytingartillögunum. »2, 9 Minnka niðurskurð sjúkrastofnana Fjárlög Landspítali fær ríflegra framlag.  Smásölufyr- irtæki töpuðu 300 milljónum kr. á kaupum á hlutafé í 365 miðlum en þau viðskipti áttu sér stað einum mán- uði eftir hrun fjármálakerfisins 2008. Hagar keyptu hlutaféð fyrir 810 millj- ónir króna sem síðar var selt til Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og 365 miðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í út- boðslýsingu Haga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að sér sé óheimilt að tjá sig frekar um efni þessa umfram það sem komi fram í útboðslýsingu Haga. „Við vorum að fjárfesta í mörgu öðru en smá- söluverslun á þessum tíma,“ segir Finnur. »16 300 milljóna tap af kaupum í 365 365 Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jóni Ás- geiri Jóhannessyni.  Sú nýbreytni er í aðventudagskrá nemenda hjá Breiðagerðisskóla að ekki verður farið með faðirvorið í heimsókn í Bústaðakirkju á aðvent- unni. Er með því brugðist við nýjum reglum sem borgarráð samþykkti fyrir skömmu um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoð- unarfélög. »6 Bannað að fara með faðirvorið á aðventu 3 - 110 R. 10 R. R. hálsi 3 - 110 R . . . Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ýmsir heimildarmenn í ríkisstjórnarflokk- unum segja að dagar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í embætti geti senn verið taldir. Í umræðum á Alþingi í gær og viðtölum við fréttamenn vildi Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, ekki svara því með ákveðnum hætti hvort Jón nyti trausts hans á ráðherrastóli. Samfylkingarmenn leggja í samtölum við blaðamann þunga áherslu á að Jón sé orð- inn stjórnarsamstarfinu til trafala, hann verði því að víkja. Innan VG nýtur Jón þó áfram verulegs stuðnings, einkum vegna andstöðu hans við Evrópusambandið. Hart var deilt á Jón á þingflokksfundi VG í gær vegna sjávarútvegstillagna hans. „Ég er ósátt við að aðkoma þingflokksins hafi ekki verið meiri en hún var,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis. „Þingflokk- urinn lýsti ekki vantrausti á Jón en vildi að þessi mál yrðu rædd þar innan dyra,“ svar- aði hún. kjon@mbl.is Ráðherra- stóll Jóns er valtur  Steingrímur vill ekki lýsa yfir trausti MSjávarútvegsráðherra »2 Morgunblaðið/Sigurgeir S Einn Jón Bjarnason á ráðherrabekk í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.