Morgunblaðið - 29.11.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.11.2011, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Hildur Bjarnadóttir ogGuðjón Ketilsson leiðasaman hesta sína á sýn-ingunni „Samræmi“ í Hafnarborg. Bæði eru þau þekkt fyrir framúrskarandi handverks- færni og frumlega hugmyndalega nálgun – og því var viðbúið að sam- sýning þessara tveggja listamanna gleddi bæði huga og hönd, ef svo má segja. Og sú er raunin í Hafn- arborg. Þegar komið er upp á aðra hæð má sjá hvar milliveggur hefur verið reistur á vinstri hönd í salnum og þannig búið til forrými og jafnframt „inngangur“ í salinn. Þessi aðferð er vel til fundin; hún skapar góða um- gjörð um verkin og sjónrænar teng- ingar á milli verka. Það er sem horft sé inn eftir götu þar sem standa beggja vegna hin steyptu hús Guð- jóns og fyrir enda „götunnar“ svífa ferhyrndir og litaðir fletir Hildar á endavegg salarins og mynda sam- spil við massíf, geómetrísk og grá- tóna húsaformin. Húsaskúlptúrarnir eru öðrum þræði óður til byggingarlistarinnar, ekki síst fúnkisstefnunnar sem ein- kennir mörg gróin hverfi Reykja- víkur, þ.á m. Norðurmýrina þangað sem Guðjón sækir innblástur. Lág þök, steyptir þakkantar, einfaldleiki og samræmi í línum og flötum er í fyrirrúmi; húsin eru gráir kassar án glugga eða hurða, en hér og þar eru teningslaga eyður í forminu. Á veggnum vinstra megin sjást teikn- ingar af svipuðum gluggalausum húsum, hluta af götumynd með görðum og trjám. Dagsetningar eru greyptar í veggina en þær tengja kyrrlátar og fjarlægar húsamynd- inar við hið persónulega og hug- læga: vikulega göngutúra lista- mannsins um hverfið. Skammt frá eru önnur verk Guðjóns sem vísa til íbúa og innbúa húsa: uppstöfluð við- arhúsgögn mynda eins konar völ- undarhús og á vegg eru teikningar af mannshúð. Fellingar, línur og áferð lýsa aldri og reynslu, nafli vís- ar til innri rýma eins og skráargöt, skápar, skúffur og holrými í hús- gagnaskúlptúrnum sem óneitanlega minnir á húð eftir að yfirborð við- arins hefur verið pússað, hvíttað og sums staðar teiknaðar í það línur, eða „æðar“. Stórskemmtilegt minn- inga- og spýtusafn Guðjóns kallast á við reitaskiptingu og litasamsetn- ingu í nálægum verkum Hildar. Verk Hildar fjalla ekki síður um spennu milli yfirborðs og „und- irliggjandi“ sögu, milli efnisleika og huglægra þátta. Polýesterhnykill lætur lítið yfir sér en reynist geyma uppraktar buxur sem Hildur amma hennar og nafna klæddist gjarnan. Í ferlinu rekur Hildur upp sögu; þráð minninga sem hún safnar saman aftur í þéttan hnykil. Klæði, svo sem buxur, vettlingar og annað prjóna- verk, hylja og vernda yfirborð lík- amans, rétt eins og ullin eða jarð- argróðurinn eru „klæði náttúr- unnar“. Í verkum sínum vísar listamaðurinn til minninga sem tengjast efnislegum hlutum í lífi fólks en einnig menningarminnis þar sem tvinnast saman handverks- hefð og náttúra. Tengsl kynslóða eru Hildi hugleikin eins og undir- strikað er með hringforminu, end- urtekningu og pörum. Verkin birta einlægan og innihaldsríkan þakk- lætisvott til ömmu Hildar og þau fjalla um það hvernig hún ræktaði garðinn sinn í víðum skilningi. Í heild einkennist þessi fallega sýning af alúð, íhygli og sterkri fag- urfræðilegri tilfinningu. Verk lista- mannanna eru persónuleg og ríku- leg blæbrigði þeirra mynda fínlegan en þó kröftugan samhljóm í salnum. Þangað er vert að sækja sér yl í skammdeginu sem nú ríkir. Samhljómur Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Samræmi – Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson bbbbm Til 30. desember 2011. Opið kl. 12-17 alla daga og fimmtudaga til kl. 21. Lok- að á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Ólöf K. Sigurðardóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Alúð „Í heild einkennist þessi fallega sýning af alúð, íhygli og sterkri fagurfræðilegri tilfinningu. Verk listamannanna eru persónuleg og ríkulega blæ- brigði þeirra mynda fínlegan en þó kröftugan samhljóm í salnum,“ segir m.a. í gagnrýni um sýningu Guðjóns Ketilssonar og Hildar Bjarnadóttur. Morgunblaðið/Einar Falur Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tónlistarkonan Ólöf Arnalds gaf fyrir stuttu út fimm laga stuttskífu, Ólöf Sings, undir merkjum One Little Indian-útgáfunnar. Þar renn- ir hún sér í gegnum nokkur vel val- in tökulög sem hafa verið aufúsu- gestir á tónleikum hennar, lög eftir Bob Dylan, Gene Clark og Bruce Springsteen m.a., og ljær þeim sína einstöku rödd og gítarslátt. Heilar tökur „Mig langaði til að koma þessum lögum á plast,“ segir Ólöf í síma frá London þar sem hún hefur verið við tónleikahald að undanförnu. „Ég lék þessi lög reglulega þegar ég var að fylgja síðustu plötu, Inn- undir skinni, eftir. Þetta er það sem ég hef alltaf gert á sviði líka, þ.e. að túlka lög eftir aðra. Með plötunni get ég svo sleppt af þeim tökunum og farið að skoða önnur tökulög fyr- ir næsta tónleikaferðalag.“ Platan var tekin upp á tveimur dögum á eins einfaldan hátt og hugsast getur, Ólöf söng lögin inn og lék um leið á gítarinn. Öll lögin eru því í „heilum“ tökum. „Næsta breiðskífa verður líka öll á ensku og þessi plata er því nokk- urs konar brú yfir í hana,“ segir Ólöf. „Sumir vildu meina að ég ætti að gera heila plötu með tökulögum en mér fannst það of mikið. Ég er komin svo langt með næstu eig- inlegu plötu að slíkt hefði mögulega kæft þá plötu. Ég vil frekar hafa þetta smærra í sniðum og þá er frekar hægt að gera aðra svona og mögulega raka saman í safnplötu.“ Ólöf segir að henni sé eðlislægt að túlka tónlist eftir aðra þar sem hún eigi sér klassískan bakgrunn. „Auk þess lærði ég að spila á kassa- gítar í partíum þar sem maður renndi sér í gegnum einhverja slagara (brosir). En mér finnst ég auk þess læra mikið af því að fara inn í tón- smíðar annarra. Það markar og skilgreinir minn stíl betur um leið.“ Það er lenska í poppheimum að líta niður á þá sem spila mikið lög eftir aðra, slíkt þykir bera vott um hugmyndafátækt. Ólöf snýr þessu viðhorfi því hressilega á haus. „Fyrir mér hefur þetta sama gildi og styður við mig sem listamann frekar en hitt. „Fyrst að apa, svo að skapa,“ eins og Megas sagði við mig (hlær).“ Ekki var erfitt að velja lögin að mati Ólafar, þessi lög sem birtast á Ólöf sings séu lög sem hún hafi sungið „skrilljón“ sinnum á tón- leikum eins og hún orðar það. „Túlkun mín á þeim er orðin mjög meitluð ef við getum sagt sem svo.“ Næsta plata Ólafar verður á ensku eins og fram hefur komið, nokkuð sem er mjög svo meðvituð ákvörðun. „Ég spila mestmegnis úti og mig er farið að langa að tengja betur við þá sem eru alltaf að koma á þessa tónleika mína. Þessi ákvörðun á rætur í þörf fyrir að tengja hrein- lega, að fólk skilji betur hvað það er sem ég er að reyna að túlka og tjá.“ Hjartað er komið Þessi plata sem um er rætt er langt komin og verður það þriðja breiðskífa Ólafar. Áður hafa Við og við komið út (2007) og Innundir skinni (2010). „Hjartað í nýju plötunni er kom- ið. Ég á eftir að bæta við nokkrum lögum og snurfusa. Við stefnum á að gefa út í vor. Ég er spennt fyrir þessari plötu, viðurkenni það og finnst eins og ég sé að nálgast það sem ég vil gera meira og meira. Við tókum hana upp í sumarbústað í Hvalfirði en ég sé að mestu leyti um allan hljóðfæraslátt. Hann Skúli Sverrisson var með mér í þessu, enginn annar. Ekki enn a.m.k., kannski bætist einhver við í eft- irvinnslunni,“ segir Ólöf að lokum, brött. Fyrst að apa, svo að skapa  Ólöf Arnalds gefur út tökulagaplötuna Ólöf sings  Þriðja breiðskífan kemur hugsanlega í vor Platan hefst með lagi Arthur Russell, „Close My Eyse“ en svo koma „With Tomorrow“ (Gene Clark) og „I’m On Fire“ (Bruce Springsteen) í einni beit; þá „Solitary Man“ eftir Neil Dia- mond, „She Belongs To Me“ eftir Bob Dylan og svo er lokað með „Maria Bethânia“ eftir Caetono Veloso. Niðurhalskóði fylgir geisladiski og þar er hægt að nálgast myndbandið við „Surrender“ auk laganna „Ég umvef hjarta mitt“, „That Lucky Old Sun“ (Johnny Cash), „Instants“ (Skúli Sverr- isson) og „Sukiyaki“ (Kyu Sakamoto). ÓLÖF GLÍMIR VIÐ MEISTARANA Ekki er allt sem sýnist Söngvari „En mér finnst ég auk þess læra mikið af því að fara inn í tónsmíðar annarra,“ segir Ólöf Arnalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.