Morgunblaðið - 29.11.2011, Side 31

Morgunblaðið - 29.11.2011, Side 31
Hér á ferðinni mest sóttakvikmynd Brasilíu fráupphafi hvorki meira néminna. Forveri hennar gerði þá ekki lakari hluti og er margverðlaunaður, var m.a. valinn besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2008. Allt þetta kemur engan veginn á óvart. Hér er um að ræða kvik- myndagerð í hæsta gæðaflokki þar sem saman fer adrenalínmyndandi hasar og vel útilátið hugarfóður, eitthvað sem fer alltof sjaldan sam- an. Segir af lögregluforingjanum Nascimiento og baráttu hans við spillingaröfl í brasilísku lögreglunni. Hann fer fyrir sérsveitinni, BOPE (Batalhão de Operações Policiais Especiais) sem er kölluð Hauskúp- urnar eða Skulls manna á millum og starfar í Rio de Janeiro. Í upphafi myndar er hann sakaður um mann- réttindabrot af frömuði úr þeim geiranum, Diogo Fraga, og í fram- haldinu er miklum tilfinninga- og of- beldisrússibana hleypt af stað með tilheyrandi drama og blóðsúthell- ingum. Afrek myndarinnar felst í samþættingu margra ólíkra þátta sem styðja hver við annan þannig að úr verður fyrsta flokks kvikmynda- upplifun. Tökur eru hraðar og skemmtilega útfærðar, litir flottir og allt rennsli fumlaust mjög. Það er sveittur, blóð- heitur bragur yfir öllu sem þokar manni jafnt og þétt út á bríkina. Leikur er þá frábær; ekki má á milli sjá hvor er betri í burðarrullunni, Moura eða Santos. Hasarinn er mikill, ó já, en leik- stjóranum tekst líka að knýja sann- færandi drama út úr framvindunni, t.a.m. hvað samband Nascimiento og sonar hans varðar. Mest er þó um vert hversu vel tekst til í því að miðla áfram siðferðislegum álitaefnum og fá áhorfandann til aðhugsa lítið eitt. Kröftugar glæpaöldur berja tíðum á Rio, spilling innan lögreglunnar er landlæg og þessi mál eru miðlæg í myndinni. Semsagt, frábær mynd og af- skaplega hressandi að stíga aðeins út fyrir draumaverksmiðjuna, þó ekki sé nema í tæpa tvo tíma. Hasar og hugarfóður Háskólabíó og Smárabíó Tropa de Elite 2 bbbbn Leikstjórn og handrit: José Padilha. Aðalhlutverk: Wagner Moura, Irandhir Santos og André Ramiro. 114 mín. Brasilía, 2010. ARNAR EGGERT THORODDSEN KVIKMYNDIR Adrenalín Matias (André Ramiro) leiðir „Hauskúpurnar“ inn á hættuslóðir í brasilísku myndinni Tropa de Elite 2. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Leikarinn Christian Bale virðist hafa fengið sig fullsaddan af því að leika Leðurblökumanninn. Í viðtali við dagblaðið Philippine Daily In- quirer segist hann hafa tekið niður grímuna í hinsta sinn, tökum sé lok- ið á The Dark Knight Rises, þriðju kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan um Leðurblökumanninn. Bale hefur leikið kappann í mynd- unum þremur. Bale segist hættur að leika hann, nema leikstjórinn ákveði annað. Auk Bale fara með helstu hlutverk í myndinni þau Anne Hathaway, Joseph Gordon Levitt og Tom Hardy. Næsta verk- efni Bale er að leika í kvikmynd leikstjórans Zhang Yuimou, The Flowers of War. Harður Leðurblökumaðurinn er ekkert lamb að leika sér við. Blakar Bale ei meir? Þær 50 plötur sem koma til greina í vali á Norrænu tónlistarverðlaun- unum voru gerðar opinberar í gær. Íslendingar eiga þar tíu plötur líkt og aðrar Norðurlandaþjóðir. Tólf platna listi, unninn úr plötunum 50, verður svo kynntur 1. desember. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í fyrra og þá var það Jónsi sem hreppti hnossið fyrir plötu sína Go. Þessir íslensku listamenn eiga plötu á lista þetta árið:  Sóley – We Sink  Lay Low – Brostinn strengur  Ham – Svik, harmur og dauði  Sin Fang – Summer Echoes  ADHD – ADHD2  FM Belfast – Don’t Want To Sleep  Gus Gus – Arabian Horse  Mugison – Haglél  Björk – Biophilia  Apparat Organ Quartet – Pólýfónía http://nordicmusicprize.com Keppendur Gus Gus-liðar eru á meðal þeirra sem eiga plötu á lista. Nordic Music Prize LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar JACK AND JILL Sýnd kl. 8 - 10 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10:15 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 HAPPY FEET 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 TOWER HEIST Sýnd kl. 10 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGA- SKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN/ US WEEKLY HHHH Sjáðu Al P acino fara á kostum í sprenghl ægilegu a ukahlutver ki! HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum B.G. -MBL HHHH ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 700 kr. 700 kr. 950 kr.3 D 3D GLERAUGU SELD SÉR 950 kr.3 D 3D GLERAUGU SELD SÉR 950 kr.3 D 3D GLERAUGU SELD SÉR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% JACK AND JILL KL. 6 - 8 - 10 L IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.10 16 TOWER HEIST KL. 6 12 JACK AND JILL KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L JACK AND JILL LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 10.20 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 TOWER HEIST KL. 5.40 - 8 12 IN TIME KL. 10.20 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 7 ELDFJALL KL. 5.45 L FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300 Í 3D T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT -Þ.Þ., FT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.