Morgunblaðið - 29.11.2011, Page 29

Morgunblaðið - 29.11.2011, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Elín Ósk Óskarsdóttir fagnar stóraf- mælum á árinu, hún varð fimmtug í sumar og á að auki 25 ára söng- afmæli. Hún hefur og fagnað tíma- mótunum rækilega, sungið víða og hélt meðal annars óperutónleika í Fríkirkjunni 30. október sl. Hún lýs- ir þeim tónleikum sem dramatík, en segir nú tíma kominn á léttari stemningu og í kvöld, miðvikudag, heldur hún jólatónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Elín segir ekki annað hafa komið til greina en að halda jólatónleika, enda sé hún svo mikið jólabarn í sér. „Mér finnst svo gaman að synga fal- leg jólalög, íslensk og erlend,“ segir hún. Hún verður með ýmsa gesti sér til halds og trausts á tónleikunum, Óperukór Hafnarfjarðar syngur með henni og einnig Elsa Waage og Kjartan Ólafsson, eiginmaður El- ínar, en undirleik annast Peter Máté píanóleikari. „Þetta verða ekki dramatískir tónleikar, við verðum með yndisleg íslensk og erlend jólaög í léttum dúr, syngjum til dæmis lögin Hvít jól, Have Yourself a Merry Little Christmas, Borgin helga, Helga nótt og Ave Maria. Inni á milli erum við svo með fallegar perlur sem fólk heyrir ekki nógu oft, til dæmis fal- legt lag eftir Árna Gunnlaugsson, Bernskujól, sem Kjartan syngur, af- skaplega fallegt lag.“ Með þessum jólatónleikum segist Elín telja sig vera búna að gera af- mælisárinu góð skil. „Mig langaði að gera þetta svona af því að ég er söngkona frekar en að tjalda til af- mælisveislu úti á túni í sumar og láta allt rigna niður,“ segir hún og hlær. Segir tíma kominn á léttari stemningu Morgunblaðið/Golli  Elín Ósk Ósk- arsdóttir heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju Jólabörn Þau koma fram á tónleikunum, ásamt Óperukór Hafnarfjarðar. Peter Máté, Kjartan Ólafsson, Elsa Waage og Elín Ósk. og ég kreisti þau út, eitt af öðru eins og gröft úr sýktu holdi Þetta ljóð, „Dagbók“, er aðfinna í Blindum fiskum,nýrri ljóðabók MagnúsarSigurðssonar sem kom út fyrir skömmu. Hvað skyldi ljóðmæl- andinn vera að kreista út, í þessari dagbók? Orðin, eða ljóðin? Í þessari annarri ljóðabók Magnúsar á ljóðmælandinn oft í baráttu við hvort tveggja, ljóðin sjálf og orðin sem sýnilega eru tálguð til og skorin niður áður en þeim er hleypt á síð- urnar – hér birtist meitlaður og lærð- ur kveðskapur og Magnús sýnir, rétt eins og í frumraun sinni, Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þremur árum, að hann er efnilegt skáld – og gott skáld þegar honum tekst best upp. Bókinni er skipt í fjóra hluta, þá fyrstu og síðustu nafnlausa, einn kallast „Smáljóð“ og annar „Fimm kveðjur + sjálfsmorð“. Í þeim síðast- nefnda, sem myndar sterka heild, er ort til fimm látinna skálda og unnið með eða vísað til skrifa þeirra. „Kveðjubréfið“, sem er um ensku skáldkonuna Virginiu Woolf sem fyr- irfór sér árið 1941, hljómar þannig: innilokuð í myrkvuðu sérherbergi hugans og fannst enga leið út úr sturlandi prísund hans: … og í þetta sinn mun mér ekki batna … ég get ekki barist lengur Ljóðið á eftir nefnist „1941“ og er þar drukknaðri skáldkonunni lýst, þar sem „(hún lá, með kápuvasana / fulla af grjóti // á botni árinnar)“. Tónninn í bókinni er merktur dauða, baráttu og þrá. Í draumi hættir ljóðmælandinn að anda, sól- gulum blýöntum rignir og þeir stingast í höfuð vegfarenda, og í ljóð- inu „Náttúruleysi“ eru dagar ljóð- mælanda „ein allsherjar / morknandi // nature morte // … myglaðir ávextir / sem er ekki neytt // ekki neitt“. Eins er vel leikið með orðin síki og sýki í ljóði sem mætti túlka sem baráttu skáldsins við að koma orðunum frá sér. Ljóðmælandinn segir vitund sína vera „svart, klístrugt síki“ og djúpt niðri í síkinu svamla hugsanir, „þessir blindu fiskar / sem vaka / og rita / öðruhverju // tilhæfulausar lín- ur / í kyrrt / yfirborð // vatnsskorp- unnar//. Við lestur Blindra fiska sækir sú hugsun á lesandann að skáldið sé á stundum of agað, skeri of mikið nið- ur, gefi tauminn of sjaldan lausan – kannski ætti það að kreista ljóðin út af meiri krafti. Skáldskapargáfan er svo greinilega til staðar, og svo margt gott hér og vel unnið, en það mætti vera meira – skáldskapnum og orðunum treyst enn betur til að standa fyrir sínu. Kreist út eins og gröftur Morgunblaðið/Kristinn Magnús Sigurðsson Bókin sýnir „að hann er efnilegt skáld - og gott skáld þegar honum tekst best upp.“ Blindir fiskar bbbmn Eftir Magnús Sigurðsson. Uppheimar, 2011. 48 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Heimsljós (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 19:30 Frums. Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt annan í jólum 2011 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fim 1/12 kl. 19:30 27.s. Lau 3/12 kl. 19:30 29.s. Lau 10/12 kl. 19:30 31.s. Fös 2/12 kl. 19:30 28.s. Fös 9/12 kl. 19:30 30.s. Feykilega skemmtileg leikhúsupplifun! Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 2/12 kl. 19:30 11.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 6/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 12.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 13.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Atriði í sýningunni geta vakið óhug. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Aðventuævintýri Þjóðleikhússins sjöunda leikárið í röð! Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 3/12 kl. 22:00 9.sýn Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 2/12 kl. 22:00 Lau 10/12 kl. 22:00 Síðustu sýningar! Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 25/11 L AU 26/11 FÖS 02 /12 FÖS 09/12 L AU 10/12 FÖS 30/12 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 NÝ SÝNING Ö Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Sun 15/1 kl. 14:00 Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Sun 22/1 kl. 14:00 Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Lau 14/1 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fim 12/1 kl. 20:00 Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Fim 19/1 kl. 20:00 Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 8/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 20:00 Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 19:00 Fös 9/12 kl. 19:00 Fös 30/12 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Gyllti drekinn (Nýja sviðið) Fim 1/12 kl. 20:00 9.k Lau 10/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00 Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Sun 11/12 kl. 20:00 Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Fim 15/12 kl. 20:00 5 leikara, 17 hlutverk og banvæn tannpína. Sýningum lýkur í desember Elsku barn (Nýja Sviðið) Fös 2/12 kl. 20:00 3.k Fös 9/12 kl. 20:00 5.k Lau 3/12 kl. 20:00 4.k Lau 17/12 kl. 20:00 aukas Hlaut 7 Grímutilnefningar á síðasta leikári. Aðeins þessar sýningar Jesús litli (Litla svið) Þri 29/11 kl. 20:00 4.k Mið 7/12 kl. 20:00 7.k Mið 14/12 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00 5.k Fim 8/12 kl. 20:00 8.k Fim 15/12 kl. 20:00 Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 11/12 kl. 17:00 aukas Fös 16/12 kl. 20:00 Sun 4/12 kl. 20:00 6.k Sun 11/12 kl. 20:00 9.k Sun 18/12 kl. 20:00 Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Aðeins sýnt fram að jólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.