Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 ✝ Ásta SigríðurKristinsdóttir var fædd á Stóru- Þverá í Fljótum 23.12. 1913. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku Ólafsfirði 16.11. 2011. Foreldrar: Helga Grímsdóttir f. 27.5. 1874, d. 19.5. 1957 og Krist- inn Axel Jónsson f. 15.12. 1877, d. 3.8. 1966. Systkini: hálf- bræður sammæðra, Rögnvaldur Gíslason f. 5.9. 1893, d. 13.9. 1925 og Magnús Gamalíelsson f. 7.10. 1899, d. 3.1. 1985. Albræð- ur: Gísli Þorlákur Marinó f. 26.1. 1909, d. 2.5. 1975, Sig- ursveinn Davíð f. 24.4. 1911, d. 2.5. 1990, Halldór Jón f. 14.5. 1916, d. 14.8. 2006. Hinn 1.10. 1936 giftist Sigríður Magnúsi Sæmundi Magnússyni f. 1.10. 1906, d. 25.10. 1980. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon f. 15.11. 1860, d. 6.8. 1937 og Anna Baldvinsdóttir f. 14.6. 1865, d. 14.11. 1925. Börn Sig- ríðar og Magnúsar: 1) Magnús f. 2.5. 1937, maki Helga Ruth Alfreðsdóttir f. 6.4. 1938, börn: Kristín Þorgerður f. 21.6. 1961. Fyrrverandi sambýlismaður Eggert Pálsson f. 23.3. 1960. Árnadóttir 27.9. 1972. Magnús f. 17.2. 1972. Maki María Bjarn- ey Leifsdóttir f. 24.3. 1969. Börn Helga Dís f. 16.3. 2000 og Hrannar Snær f. 27.12. 2001. 3) Sigursveinn Kristinn f. 26.3. 1950. Maki Sigrún Valgerður Gestsdóttir f. 15.4. 50. Börn: Diljá f. 14.9. 1972 fyrrv. maki Kristinn Benedikt Valdimars- son f. 13.2.74. Synir: Jakob Árni f. 24.11. 1995 og Sigursveinn Valdimar f. 5.1. 2009. Ólöf f. 2.9. 1974, maki Amit Goyal f. 7.9.70. Synir: Madhav Davíð f. 23.5. 1998 og Isak Aryan f. 27.10. 2001. 4) Örn f. 15.1. 1959, maki Marta Guðrún Halldórsdóttir f. 9.8. 1967. Börn: Halldór Bjarki f. 19.8. 1992 og Ásta Sigríður f. 22.10. 1998. Sonur Arnar: Máni f. 16.3. 1985. Móðir: Aðalheiður Eiríksdóttir f. 21.5. 1962. Árið 1915 flutti Sigríður með fjöl- skyldunni frá Stóru-Þverá að Hólkoti í Ólafsfirði og svo niður í þorpið 1924. Sigríður hlaut barnafræðslu og var auk þess veturinn 1934 til 1935 á Hús- mæðraskólanum á Hallorms- stað. Árið 1937 hóf hún sambúð með Magnúsi Magnússyni og stofnuðu þau heimili sitt á Kirkjuvegi 15 og síðar í Garðs- horni. Eftir að Magnús féll frá árið 1980 bjó Sigríður áfram í Garðshorni, en árið 1998 kenndi hún heilsubrests og fluttist þá að Hornbrekku þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Sigríðar verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 29. nóvember 2011 kl. 14. Þeirra börn: Auður Vala f. 25.12. 1990, Einar Daði f. 6.1. 1993. Sigríður Ruth f. 20.2. 1966, maki Jakob Karlsson f. 7.5. 1965. Dætur Helga Kolbrún f. 15.5. 2005 og Katr- ín Jökla f. 19.3. 2008. Dætur Jakobs eru Ísold f. 28.8. 1995 og Hólm- fríður f. 5.5. 1997. Móðir: Hall- dóra Jónsdóttir. Anna Birna f. 12.1. 2001. Móðir: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir f. 26.10. 1969. Helga f. 10.7.1968, maki Þor- björn Rúnarsson f. 29.6. 1971. Dætur: Þorgerður María f. 27.4. 1995, Brynhildur Ruth f. 16.7. 1998. Sonur Helgu Jens Kluge f. 5.3. 1959, sambýliskona Daisy Opel f. 20.5. 1965, þeirra barn Leon Opel f. 23.12. 2004. Börn Jens frá fyrra hjónabandi: Max f. 17.10. 1987 og Ulrike f. 1.9. 1989, móðir: Gudrun Kluge. 2) Helga f. 12.4. 1942, d. 14.3. 2000. Maki Þorgeir Gunnarsson f. 11.8. 1938. Börn: Sigríður f. 9.3. 1961, d. 18.9. 1977. Gunnar f. 2.10. 1968, sonur Þorgeir f. 9.10. 1991. Móðir: Guðrún Á meðan við erum lítil sjáum við heiminn sem einfalda mynd, mamma er heima, hugsar um okkur, þetta er líf í paradís. Eftir því sem við stækkum verður ver- öldin flóknari. Mamma gerir allt sem gera þarf, en líka meira. Hún er í félagsmálum, sækir fundi, stendur í innheimtu fyrir verka- kvennafélagið, pabbi hjálpar henni við uppgjör og tæknilegan frágang. Þau eru samhent. Stundum koma prúðbúnar kon- ur, húsið ilmar, allt er svo fínt, tekið til við hannyrðir, drifhvítir dúkar, hekl, útsaumur, prjón. Það er yndislega hljótt, ró yfir öllu, borið fram kaffi og kökur. Þetta er slysavarnadeild kvenna sem framleiðir fyrir basar og það er hátíð í hvert skipti. Mamma þráir að vinna meira úti, en pabbi vill að hún sé heima – það viljum við líka – fyrir kemur að mamma saltar síld eða hleypur tímabund- ið í fiskvinnu, það finnst henni upplyfting. Hún nýtur þess líka að vinna í garðinum okkar. Það var engan veginn auðvelt að rækta í Ólafsfirði og þurfa að berjast við öfl á borð við sandfok, hross og sauðfé. Við munum vel sumarmorgna, garðurinn bitinn og traðkaður, tárvot augu. Miklu fleiri voru þó ánægjustundir við að planta, snyrta og laga. Stundum koma bræður mömmu á morgnana, kalla það tíukaffi. Á stundarfjórðungi gefst þeim líka tími til að halda konsert í stofunni og ræða saman. Þessir gustmiklu söngmenn líta frá önn dagsins andartak og eru svo á braut. Svo er mamma einn dag- inn farin að selja bækur frá Máli og menningu. Þessu fylgir um- ferð, það er fólk sem vill lesa og fræðast. Það selst hægt, en svo- lítill kippur fyrir jólin. Svo er hún allt í einu orðin ófrísk 45 ára, hún sem hélt að hún væri steinhætt, allt breytist, nýr ilmur, barnahjal og gleði og pabbi og mamma yngdust um mörg ár. En það varð líka að takast á við erfiðleika og sorg. Sigríður litla frænka gat ekki tjáð hugsanir sínar með orðum en á skammri ævi sögðu augu hennar margt sem mamma hennar, hún Helga systir, ein skildi. Mamma tókst á við veikindi og missi af æðruleysi. Fumlaust tók hún stjórn á heim- ilinu eftir að hún missti pabba, en þegar Helga systir varð alvar- lega veik vantaði stuðning og ör- yggi og mamma flutti á Dvalar- heimilið Hornbrekku. Lífið hélt áfram. Góð aðhlynning var kær- komin og nú naut hún lífsins í öðru umhverfi. Las meira en áð- ur, gat lengi vel stundað handa- vinnu, var í góðum félagsskap og margir komu í heimsókn. Það er aðdáunarvert að þegar kraftar fóru að þverra komu vel í ljós eðl- iskostir hennar, hin jákvæða af- staða, að finna leiðir til að njóta fegurðar alveg til síðasta dags. Þegar við lítum til baka er efst í huga þakklæti fyrir alúð og at- læti, fyrir blíðu og skilning, fyrir öryggi og staðfestu og allt sem við systkinin fengum að njóta með foreldrum okkar. Blessuð sé minning þeirra. Blessuð veri minning Helgu systur og Sigríð- ar Þorgeirsdóttur. Að lokum eru starfsfólki Hornbrekku færðar innilegar þakkir fyrir dýrmæta samvinnu, stuðning og umönnun öll þessi 13 ár. Fyrir hönd bræðranna í Garðshorni, Sigursveinn Magnússon. Með nokkrum orðum langar okkur að minnast föðurömmu okkar, Ástu Sigríðar Kristins- dóttur, eða ömmu í Garðshorni. Allt frá því að foreldrar okkar fluttu til Íslands að loknu námi árið 1965 var amma fastur punktur í tilveru fjölskyldunnar. Fram til ársins 1971 bjuggum við í Ólafsfirði og vorum við þá tíðir gestir hjá ömmu og afa í Garðshorni. Eftir að við flutt- umst til Egilsstaða tóku þau innilega á móti okkur þegar við birtumst í dyragættinni með orðunum: „Nei, eruð þið komin!“ rétt eins og við kæmum að óvör- um. Við vissum samt að við höfð- um öll beðið endurfundanna með óþreyju. En svona var amma. Þegar komið var í Garðshorn var hellt á könnuna. Stundirnar í litla eldhúsinu með dúk á borð- inu og kaffibolla lifa í minning- unni. Frændfólk leit inn og næg- ur tími gafst til að fara yfir pólitíkina, menninguna og lífs- baráttuna. Amma veitti okkur innsýn í annan tíma og líf fólks á fyrri hluta síðustu aldar, nægju- semi og baráttu fyrir réttindum sem við teljum sjálfsögð nú. Þó svo að amma hafi fengið takmörkuð tækifæri til þess að mennta sig var hún víðlesin og fylgdist vel með líðandi stund. Hún gekk eitt ár í Hússtjórn- arskólann á Hallormsstað og vitnaði oft til þess og hversu framsæknar hugmyndir Sigrún- ar Blöndal skólastýru voru. Amma lagði rækt við þjóðlegan fróðleik og grasafræði, en móðir hennar Helga Grímsdóttir var hómópati. Við vorum ekki alltaf hrifnar af grasateinu eða grasa- ölinu hennar ömmu, en það er hluti af þeim arfi sem hún eft- irlét okkur. Þegar amma var orðin ein í Garðshorni hafði hún minna um- leikis og tækifæri til þess að sinna áhugamálum sínum. Hún hafði lag á því að hægja á tím- anum með því að hlusta. Yfir kaffibolla hvatti hún okkur áfram við það sem við vorum að gera og miðlaði okkur af reynslu sinni. Hún tók á móti félögum okkar með áhuga og opnum hug og lét sig allt varða. Hún var um- burðarlynd, en gat líka verið ansi fylgin sér ef einhver verk biðu. Hún sat við handavinnu og sinnti blómunum sínum. Stund- um hvolfdi amma bollanum og þá var mikið hlegið í eldhúsinu. Eftir að amma flutti á Horn- brekku naut hún þess að koma í Garðshorn og ganga um garðinn sinn, sem hún hafði mikla ánægju af að sinna. Síðustu árin helltum við á könnuna í herberg- inu hennar og krakkarnir fengu góðgæti úr skápnum á meðan málin voru rædd. Hún var hætt að geta sinnt handavinnu og sá mikið eftir þeirri dægrastytt- ingu. Hún hlustaði mikið á bæk- ur og einnig var gestkvæmt hjá henni. Amma hefði orðið 98 ára á Þorláksmessu. Nú þegar við kveðjum hana er okkur þakklæti efst í huga fyrir að fá að hafa hana svona lengi hjá okkur og kynnast henni eins vel og raunin varð. Einnig erum við þakklátar fyrir að börnin okkar fengu að njóta gæsku hennar. Við horfum á teppin sem amma heklaði og prýða heimili fjölskyldunnar og munum eftir seiglu hennar og glettni og þeirri hvatningu og umhyggju sem hún veitti okkur. Við þökkum starfsfólkinu á Hornbrekku í Ólafsfirði fyrir umönnunina og alúðina og sem þau veittu ömmu. Kristín, Ruth og Helga Magnúsdætur. Eitt sinn sátu Jóhannes S. Kjarval og prestur nokkur yfir kaffibolla og ræddu um lífið og tilveruna, allt í einu spurði Kjar- val: „Hvað finnst þér merkileg- ast í Passíusálmunum?“ Kenni- maðurinn kvað sumt vera stórkostlegt, annað ekki, en spurði hvað Kjarval þætti falleg- ast, þá laut meistarinn fram yfir borðið, lygndi augunum og las: Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Prestinum fannst augnablikið hátíðlegt, meðan Kjarval fór með versið, en þótti hátíðleg- heitunum ljúka snögglega, þeg- ar Kjarval sagði: „Sjáðu til, þarna hefur Hallgrímur verið að hugsa um vaktirnar á skútun- um.“ Hvort hún Sigríður Kristins- dóttir hefði ekki tekið undir út- leggingu meistarans! Engu lík- ara en kaffisopinn ilmi með orðunum, gæti allt eins verið í eldhúsinu í Garðshorni, þar sem ómælt var hellt upp á, andanum lyft, allt með svífandi léttum brag. Hallgrímur Pétursson var hetja hennar, sem óx jafnt og þétt eftir því sem leið á þennan háa aldur. Það hlýtur að hafa verið gott að eiga huggun í vizku sálmaskáldsins góða, þegar lík- aminn var farinn að kröftum, en hugrekkið eitt eftir. Síðastliðið haust réðst Sigríður í að lesa skáldævisöguna „Hallgrímur“, þannig nýtti hún sér allt sem vert var að ræða um eða hressti andann. Þegar handavinnan var horfin, hreyfigetan takmörkuð, hún löngu komin upp á aðstoð annarra, kom sér vel að hafa góða lund og styrk. Það hefur verið lærdómur fyrir okkur öll að fylgjast með aldrinum færast yfir ömmu og sjá ellina leggjast að henni svona fallega. Það eru fjörutíu ár síðan ég kom fyrst til Ólafsfjarðar, að til- stuðlan Sigursveins, sonar Sig- ríðar og Magnúsar. Mér er minnisstætt er ég fyrst hitti þessi heiðurshjón, mína verð- andi tengdaforeldra, 20. des. 1971, eftir langa ferð, að því er mér fannst, í flugvél frá Reykja- vík með rútu frá Akureyri, fyrir Múlann (í myrkri sem betur fer), snjó og slyddu. Að koma í Garðs- horn, hlýtt og bjart, með angan af kjötsúpu, umvefjandi og ást- úðlegt fólkið, hvernig það bauð mig velkomna. Mér finnst ég hafa verið í faðmi þeirra alla tíð og notið þess besta. Svo er einn- ig um dætur okkar og barna- börn, sem hafa fengið að kynn- ast elsku og blíðu langömmu. Tengdafaðir minn lézt árið 1980, elskuleg dóttir þeirra Helga dó eftir löng og erfið veikindi árið 2000, blessuð sé minning þeirra. Tengdamóðir mín stóð vakt- ina á heimili fjölskyldunnar til ársins 1998 er hún flutti á vist- heimilið á Hornbrekku, þar kom hún sér eins notalega fyrir og kostur var. Herbergið sem ilm- aði alltaf svo vel, þar var ynd- islegt að sitja með bollann, oftar en ekki rjúkandi „Ólukaffi“ og njóta samveru Sigríðar Kristins- dóttur, sem var ekki einungis tengdamóðir mín, heldur sam- herji, kennari og vinkona. Brjóst mitt er fyllt djúpri þökk fyrir þetta allt. Fjölskyldunni allri votta ég mína innilegustu sam- úð. Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Árið 1970 var mikið örlagaár í lífi mínu. Ég hóf gítarnám hjá Frank Herlufsen, ég fór að bera út Þjóðviljann og varð vinstri- sinnaður og síðast en ekki síst kynntist ég Erni Magnússyni og fór að venja komur mínar í Garðshorn. Að koma á heimili Magnúsar og Siggu frænku minnar, að koma í Garðshorn var eitt stórt ævintýri. Píanóið í stofunni, málverkin hennar Grímu á veggjunum og Laxness, Þórbergur, Hamsun og Heine- sen í bókahillunum. Af einhverj- um ástæðum var ég móttækileg- ur fyrir þessu öllu og fór að lesa Laxness af fullum krafti. Eftir nokkra gítartíma ákvað ég að ég ætlaði að verða tónlistarkennari og við það stóð ég. Á þessum tíma var ég að stíga mestu gæfu- spor lífs míns. Hvað gerði Sigríði svona sér- staka? Fyrst og fremst það að hún bar virðingu fyrir öllum, og þá meina ég öllum. Fyrir henni voru allir jafnir. Bankastjóri í Reykjavík var ekkert merkilegri en verkamaður á Ólafsfirði. Hún var sósíalisti með hjartað á rétt- um stað. Ég man hvað hún var glöð þegar ég kom frá Færeyj- um árið 1988 og gaf henni bókina „Færeysk myndlist“. Hún hringdi strax í Helgu dóttur sína sem kom að vörmu spori og það var slegið upp veislu. Pönnukök- ur og rjúkandi kaffi. Reykvíkingar eiga Unuhús en við Ólafsfirðingar eigum Garðs- horn, og við eigum að vera þakk- lát og stolt af þessu húsi, þessu musteri menningarinnar. Þarna ólust þau upp, Magnús, Helga, Sigursveinn og Örn. Bræðurnir eru allir tónlistarmenn og allir sem fylgjast með íslensku tón- listarlífi vita að framlag þeirra til menningarmála er ómetan- legt. Það er komið að kveðju- stund, kominn tími til að þakka fyrir allt sem ég fékk. Ég kveð frænku mína og þakka Guði fyr- ir að hafa fengið að kynnast henni svona vel. Gunnar Randversson. Ásta Sigríður Kristinsdóttir Í tilefni af því að Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir, fyrrum húsfreyja að Hvammi í Vatns- dal, hefði orðið níræð í dag 29. nóvember langar mig að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Þegar ég var ungur drengur átti ég mér þann draum að komast í sveit. Á þessum árum í kringum 1960 voru unglingar gjarnan sendir í sveitina á sumrin og Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir ✝ SigurlaugFjóla Krist- mannsdóttir fædd- ist að Narfastöðum, Ytri-Njarðvík, 29. nóvember 1921. Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 29. sept- ember 2010. Útför Sig- urlaugar fór fram frá Fossvogskirkju 11. október 2010. komu endurnærðir í skólana á haustin uppfullir af reynslu og ævintýrasögum úr sveitinni sem maður öfundaði þá af. Því var það mér mikil gleði þegar faðir minn tilkynnti mér einn daginn að hann hefði ráðið mig í sveit norður í Vatnsdal, sem ég 10 ára guttinn vissi þá ekkert hvar var á land- inu. Eftir langt ferðalag með Norðurleiðarútunni kom ég að stórbýlinu Hvammi í Vatnsdal. Þar tóku Hallgrímur Guðjóns- son bóndi og Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir kona hans vel á móti mér. Þarna í eldhúsinu í Hvammi hófust mín fyrstu kynni af Hall- grími og Fjólu, en hún lést fyrir rúmu ári dálítið óvænt, því þrátt fyrir háan aldur hafði hún verið hress bæði andlega og líkam- lega, og farið nær daglega í langar gönguferðir. Fjóla var há og grönn, hæglát í fasi og framkomu, traust og hlýleg. Hún var ekki að trana sér fram en vann sín verk ekki síður en þeir gustmeiri, og var nærfærin við menn og málleys- ingja. Þarna byrjuðu mín sveita- störf í Vatnsdalnum sem standa enn 52 árum síðar, og er ekki of- sögum sagt að ég hafi verið heppinn með heimili, enda var ég þar meira og minna í sex sumur. Fljótlega varð ég kúarektor og aðstoðaði þau hjón í fjósinu, og afar oft aðeins Fjólu þegar mest gekk á í heyskap. Annað virðingarembætti var á rakstr- arvélinni, með „Biskup“ fyrir og ævinlega var húsfreyjan nálægt með sína hrífu, og virtist hún njóta þess að komast út á tún að raka, þrátt fyrir mikið annríki við bakstur og matseld, en þar var hún á heimavelli. Minning sprettur fram þar sem nær allt heimilisfólk er niðri í Litlanesi til aðstoðar Guðjóni Kristmundssyni, gömlum manni, herbergisfélaga mínum, sem átti fáeinar ær og heyjaði í þær sjálfur. Margir voru að rifja með hrífum og allir í takt fram og til baka. Sunnangolan strauk kinn og vanga og hnippti í hvítar svuntur stúlknanna, og er mér enn minnisstætt hvað Fjóla var röskleg við snúninginn á heyinu. Hvammur er tvíbýli, og á þessum árum var margt fólk þar í heimili, og með vinnufólki var góður hópur á bæjarhólnum á kvöldin og oft glatt á hjalla. Á sunnudögum var yfirleitt frí frá vinnu og mikið farið í útreiðar- túra ásamt unglingum af öðrum bæjum og virtist dalurinn iða af mannlífi, því miður er það nú breytt. Ég minnist þessarar góðu konu með hlýju og þakk- læti. Nú er dagurinn hniginn að djúpi sínu og döggvaðar hæðir og grund. Og sólþeyrinn vermir af mýkt og mildi þína minningu og kveðjustund. Í heiðríkju kvöldsins er fagnandi friður yfir fegurð þíns sólarlags og varpinn er grænn þar sem vinirnir bíða í veröld hins nýja dags. (V.H.H.) Jón B. Bjarnason. Gæði Þjónusta Gott verð Úrval Fagmennska Kársnesbraut 98 | Kópavogur | S: 564 4566 www.solsteinar.is | sol@solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.