Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 „Það er fullt af mjög hæfileikaríku ungu söngfólki hér sem á tvímæla- laust framtíðina fyrir sér fái það réttan stuðning og tækifæri,“ segir Bjarni Thor Kristinsson óperu- söngvari sem leikstýrir nemenda- uppfærslu Söngskóla Sigurðar Dem- etz á óperunni Arthúr konungi eftir Henry Purcell sem sýnd verður Skógarhlíð 20 (Ými) í kvöld og annað kvöld kl. 20. Bjarni Thor sér einnig um leik- gerðina, en hann segist fara frjáls- lega með söguþráðinn og færi leik- inn m.a. til nútímans þar sem hann gerist á veitingastað sem nefnist Arthúr konungur. Að sögn Bjarna Thors stígur á þriðja tug einsöngv- ara á svið auk kórs og þrettán manna hljómsveitar undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. „Það getur verið vandasamt að velja óperu fyrir söngnemendur þar sem þátttak- endur eru mislangt komnir í sínu námi,“ segir Bjarni og tekur fram að Arthúr konungur henti hins vegar sérlega vel sem nemendasýning þar sem hlutverkin séu mörg og ólík. „Purcell var náttúrlega snillingur og tónlist hans mjög áheyrileg og skemmtileg,“ segir Bjarni Thor. Óperusöngvari Bjarni Thor leik- stýrir Arthúri konungi eftir Purcell. „Hæfileika- ríkt ungt söngfólk“  Ópera hjá Söng- skóla Sigurðar Demetz Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Út er komið sjötta bindi Byggða- sögu Skagafjarðar, hins viðamikla ritverks sem Hjalti Pálsson frá Hofi ritstýrir. Fjallar þetta bindi um Hólahrepp, sem skiptist í Hjaltadal og Kolbeinsdal. Bókin er tæpar 400 blaðsíður í stóru broti og prýdd fjölda ljósmynda og teikninga af bæjum, bændum og búaliði og forn- um sem nýjum mannvirkjum. Þá eru margar loftmyndir í bókinni auk korta. Hjalti hefur unnið ásamt aðstoð- armönnum sínum að verkinu frá því í árslok 1995 en fyrirhugað er að bindin verði níu, alls um 4.000 blað- síður. Fjallað er um allt að 600 jarðir sem hafa verið í ábúð í Skagafirði einhvern tíma á síðustu 240 árum. Í Hólahreppi telst hafa verið 41 býli í ábúð síðan 1781 en í þessu bindi eru Hólar í Hjaltadal þó í lykilhlutverki. Þótt mörg höf- uðbýli séu í Skagafirði hlýtur hinn forni biskupsstól að skipa sérstakan sess. „Já, það eru tæpar 100 síður um Hóla í þessu bindi en ég gat ekki farið að skrifa neina heildarsögu Hóla heldur fjalla um staðinn frá ákveðnu sjónarhorni,“ segir Hjalti. „Fyrst og fremst er fjallað um Hóla sem bújörð. Ég segi frá landinu og búskapnum, nokkuð um bændaskól- ann og eldri byggingar á staðnum, einnig er kafli um gamlar ferðaleið- ir til Hóla. Ég er ekki að fjalla um Hóla í sögulegu samhengi nema ég bjó til Hólaannál og gat sett inn í hann margvíslegt efni.“ Seinni bækurnar betur unnar Í dag finnst mörgum ferðalöng- um sem aka hringveginn að Hólar standi afskekkt en svo var alls ekki fyrr á öldum. „Þetta var mið- punktur á Norðurlandi,“ segir Hjalti. „Þetta var einn besti stað- urinn fyrir miðstöð eins og bisk- upssetur. Hólastaður var annar höfuðstaður landsins og að ýmsu leyti öflugri en Skálholtsstaður og þar skipti nálægð hafnarinnar í Kolkuósi áreiðanlega verulegu máli, aðeins um 15 kílómetra í burtu. Hólastóll átti líka meiri jarðeignir. Árið 1550 átti hann um 350 jarðir þegar Skálholtsstóll átti um 320. Þá var verðmæti Hólastólsjarða talið 7.864 hundruð en Skálholltsjarða 6.255 hundruð.“ Hjalti segir að á meðan ritun Byggðasögunnar hefur staðið hafi hann smám saman náð betri tökum á forminu og þá hafi orðið auðveld- ara að skrifa inn í það. „Fyrstu tvö árin fóru bara í upplýsingaöflun en svo kom fyrsta bindið út árið 1999. Þetta hefur allt vaxið í meðförum, eðlilega, og seinni bækurnar eru betur unnar en þær fyrstu, það segir sig sjálft. Maður er farinn að gera ákveðna hluti betur og ítar- legar. Jafnframt fer meiri tími í þá,“ segir hann og brosir. Safnhaugur upplýsinga Í bókunum er gríðarlegt safn upplýsinga og heimilda og Hjalti segir að í lokabindinu, því níunda, verði ítarlegar skrár manna- og staðarnafna. „Þetta er heill safnhaugur. Ég er sannfærður um að í framtíðinni verði hægt að vinna margvíslegt efni og yfirlit út úr þessum upplýs- ingum. Því er líka nauðsynlegt að búa til atriðisorðaskrá. Ég fékk beinlínis stóra vinninginn í happ- drættinu þegar ég komst í samband við mann sem bauðst til að búa til skrár fyrir allt þetta verk. Hann heitir Þorgils Jónasson, sagnfræð- ingur í Reykjavík, og er þegar byrj- aður á verkefninu. Þetta verður hlutastarf fyrir hann næstu árin. Næsta bindi Byggðasögunnar mun fjalla um Hofshrepp, sveit- irnar kringum Hofsós, Óslandshlíð, Unadal, Deildardal og Höfðaströnd. Hjalti segir að einhver bið verði á því að sú bók komi út. „Eftir er að skrifa það bindi að mestu. Nú þarf ég aðeins að kasta mæðinni því þetta hefur verið rosaleg törn síð- ustu mánuði. Árið sem bók kemur út er botnlaus vinna. Þegar unnið er að svona verki er maður í raun aldrei búinn en á einhverjum tíma- punkti verður að hætta og ganga frá til útgáfu.“ „Þetta hefur verið rosaleg törn síðustu mánuði“  Sjötta bindi Byggðasögu Skagafjarðar komið út Á réttarvegg Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, við Hagarétt frammi í Hólahaga. Yfirskriftin „Í fjarlægumheimi“ á tónleikum Sin-fóníuhljómsveitarinnar sl.fimmtudag virtist nokkuð fjarstæðukennd í fyrstu en segja má að naglinn hafi verið sleginn á höf- uðið þegar betur var að gáð. AERIALITY er margrætt heiti en er meðal annars samþætting ensku orðanna aerial og reality og vísar þannig bæði til hins fjarlæga, loftkennda og ósnertanlega og einn- ig hins jarðbundna. Ekki var mikið um lagræna þætti í verkinu heldur var tónvefurinn ofinn í þéttan massa og mikið unnið með tónbjögun af ýmsu tagi, kvarttóna, tremolo í strengjum og „flutter“-tungu hjá blásurum. Verkið var stór- skemmtileg og heildstæð tónsmíð sem var prýðisvel flutt af sveitinni. Næst sté Sæunn Þorsteinsdóttir á svið og flutti sellókonsert Dutilleux, sem ber heitið „Allt er fjarlægur heimur“ samkvæmt efnisskrá. Tón- skáldið var í upphafi ferils síns undir sterkum áhrifum frá löndum sínum Ravel og Fauré en afneitaði síðar öllum sínum æskuverkum og skóp sinn persónulega stíl undir áhrifum frá þýska skólanum. Konsertinn er í fimm flæðandi þáttum sem bera titl- ana Ráðgáta, Tillit, Bylgjur, Speglar og Sálmur. Dutilleux skapar oft dreymandi og dularfulla næt- urstemningu sem brotin er upp með ofsafengnum innskotum og kraft- miklum endi. Sveitin lék verkið stór- vel, samspil sveitar og einleikara undir stjórn Volkov var frábært og Sæunn flutti hinn krefjandi einleiks- part af miklu öryggi, listfengi og geislandi gleði. Að lokum var komið að Brahms en í fjórðu sinfóníu sinni færir hann meðal annars fjarlægan tónheim barokksins inn í rómantíska stílinn með því að beita fyrir sig stefi Bachs, „Nach dir, Herr, verlanget mir“, í fjórða kafla verksins. Sam- ferðamenn hans voru margir efins um stíl sinfóníunnar en hún sló í gegn frá fyrstu stundu. Hér er Brahms í essinu sínu og það var Sin- fóníuhljómsveit Íslands líka þetta kvöld undir stjórn Ilan Volkovs. Miðað við frammistöðuna hingað til má þessi ungi stjórnandi teljast mik- ill happafengur. Leikur sveitarinnar var dýnamískur og lifandi, stundum kraftmikill og ógnandi en í annað stað fínlegur en ávallt markviss svo unun var á að hlýða. Í fjarlægum heimi Harpa – Eldborg Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbbn Anna Þorvaldsdóttir (f. 1977): AER- IALITY (2011, frumflutningur). Henri Dutilleux (f. 1916): Tout un monde lo- intain … (1970). Johannes Brahms (1833 – 1897): Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98 (1884-85). Sæunn Þorsteinsdóttir, selló. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Volkov. Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 19.30. SNORRI VALSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Kristinn Anna Þorvaldsdóttir Verk hennar var „stórskemmtileg og heildstæð tónsmíð sem var prýðisvel flutt af sveitinni.“ Hjalti Pálsson frá Hofi ritstýrir og er aðalhöfundur hins viða- mikla ritverks Byggðasögu Skagafjarðar. Fyrsta bindi kom út árið 1999 en á dögunum kom út sjötta bindið og fjallar um Hólahrepp. Eru bækurnar í stóru broti og ríkulega mynd- skreyttar en athygli hefur vakið hve miklar og fjölbreytilegar upplýsingar er að finna í þeim. Í bókunum er jörðum lýst, bygginga getið og birt tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu frá 1703 til dagsins í dag. Yfirlit er um eignahald og söguleg um- fjöllun allt frá því jarðirnar koma fyrst við heimildir. Þá er lýst fornbýlum og seljum, gefin upp gps-hnit og skotið inn efni á borð við þjóðsögur, vísur eða frásagnir af fólki og atburðum. Jarðir og ábúendur VÖNDUÐ BYGGÐASAGA Mjög vel úthugsaðir rammar myndarinnar gætu líka sómt sér vel sem málverk á heimili niðurdreg- ins manns. 33 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.