Morgunblaðið - 29.11.2011, Page 10

Morgunblaðið - 29.11.2011, Page 10
Síðastliðinn sunnudag fór fram Ís- landsmeistaramót í skylmingum með höggsverði fyrir börn. Mótið var í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal og alls tóku þátt í mótinu um það bil 150 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Krakk- arnir stóðu sig með mikilli prýði og kunnugir segja að miklar framfarir hafi mátt sjá hjá skylmingafólkinu unga frá síðasta móti. Mikil gróska er hjá félögum sem stunda skylmingar og mátti sann- arlega sjá flotta takta hjá kepp- endum. Börn frá þremur skylminga- félögum tóku þátt í mótinu, Skylmingafélagi Reykjavíkur, Skylmingafélagi Seltjarnarness og Skylmingadeild FH. Efst stóðu: 7 ára og yngri: Alexander Viðar. 8 ára: Albert Flóventsson. Börn 9-10 ára: Egill Pétur Ómars- son. 9-10 ára stúlkur: Ísafold Kristín Halldórsdóttir. 9-10 ára drengir: Krummi Uggason. Börn 11-12 ára: Andri Snær Brynjarsson. 11-12 ára stúlkur: Anita Ciullo. 11-12 ára drengir: Sigurjón Breki Gunnlaugsson. Íslandsmeistaramót í skylmingum með höggsverði fyrir börn Vígaleg Búningurinn er flottur. Skylmingasnillingar framtíðar Reglur Þessar stúlkur kunnu allar reglurnar við upphaf og lok. Pilturinn bíður og hvílir lúin bein. 10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er ótrúlega gaman ogeiginlega skemmtilegra enmaður þorði að vona. Viðþekktumst ekki allar í byrjun og því hefði alveg getað brugðið til beggja vona með stemn- inguna í hópnum. En hópurinn er búinn að hristast vel saman og þetta er algjörlega að gera sig. Þetta snýst ekki bara um að spila handbolta, þetta er líka svo skemmtilegt félags- lega, það gefur manni svo mikið,“ segir Aldís Guðmundsdóttir en hún fer fyrir handboltaliði kvenna í utan- deildinni hjá HK sem kallar sig Fjól- urnar. Stelpurnar í Fjólunum eru á aldrinum 22-27 ára og þær byrjuðu að æfa saman í haust. „Við erum með æfingu einu sinni í viku í klukkutíma í senn og erum að vinna í því að fá aukatíma líka. Við skráðum okkur í utandeildina til að geta verið með af alvöru og höfum verið að keppa við hin utandeildarliðin. Um helmingur þessara níu kvennaliða sem eru í utandeilinni er að byggja markvisst upp áður en þær fara í úr- valsdeild. Þetta er mun meiri „act- ion“ en við áttum von á.“ Tók hlé frá boltanum Uppistaðan í hópnum eru nokkrar stelpur úr HK sem æfðu handbolta þar í yngri flokkunum á sínum tíma. „Þegar minn aldur komst upp í meistaraflokksaldur og til stóð að stofna meistaraflokkinn í félaginu, þá spilaði ég í utandeildinni fyrsta árið til að fá reynslu í því að spila á móti eldri stelpum. Ég vissi alltaf að það væri utandeild í karla- flokki en hafði ekki hugmynd um það þá að til væri utandeild í kvenna- Fjólurnar geta ekki hætt í handbolta Hana langaði alltaf aftur í handboltann, þótt hún væri ekki tilbúin til að fara í allan pakkann og æfa sex sinnum í viku þrjá tíma á dag, loksins þegar hún hafði lokið námi og átti einhvern frítíma. Hún stofnaði því utandeildarliðið Fjólurnar sem samanstendur af stelpum úr öllum áttum og stemningin er fantagóð. Morgunblaðið/Golli Einbeitt Aldís er hörð í boltanum og nýtur þess að leika með stelpunum. Gaman Hér hita þær upp fyrir leik og gleðin er í fyrirrúmi. Nú þegar veturinn er genginn í garð er um að gera að athuga hvað er í boði fyrir blessað unga fólkið, þegar kemur að íþróttum og hverskonar tómstundum. Allir þurfa jú að leggja stund á einhverjar íþróttir til að styrkja kropp og hug og tómstunda- starf gerir öllum börnum gott. Íþrótta- og tómstundastarf í Reykja- vík (ÍTR) er fjölbreytt og inni á vef þeirra er sérstök síða um vetrar- starfið, þar má finna á einum stað upplýsingar um íþrótta- og tóm- stundastarf fyrir 6-18 ára börn og unglinga í Reykjavík. Foreldrar ættu sannarlega að kynna sér þetta með börnum sínum og finna hvar áhuginn liggur og hjálpa þeim við að skrá sig og annað slíkt. Dans, golf, söngur, skák, tónlist, bolti, leikhús, keila, fim- leikar, kórar, skátar, hestamennska, hnefaleikar, myndlist, tennis eða jóga og ótal margt fleira er í boði. Vefsíðan www.vefur.itr.is/vetur Morgunblaðið/Kristinn Svifið um loftið Fimleikar er íþróttagrein sem margir njóta. Vetrarstarfið hjá ÍTR Nú er rétti tíminn til að hætta að vera með eilífar afsakanir fyrir því að stunda ekki markvissa hreyfingu. Ein af mjög algengum afsökunum sem fólk ber fyrir sig er að það kosti svo mikið að kaupa kort á einhverri af lík- amsræktarstöðvunum. En það er sem betur fer svo ótalmargt sem hægt er að gera alveg ókeypis. Að stunda göngur og hlaup úti við kostar ekk- ert, en þeim sem segjast ekki hafa efni á því að kaupa sér hlaupaskó má benda á að eitt af því sem er bæði hollt og gott er að hanga í þverslám eða trjám sem verða á vegi manns. Sums staðar hefur verið komið fyrir þverslám við göngustíga, sem ein- mitt eru hugsaðar sem tæki fyrir fólk sem vill ekki aðeins teygja á lík- amanum heldur býður þetta upp á alls konar æfingar eins og til dæmis að hífa sig upp. Byrja létt, taka kannski bara nokkrar upphífingar, en fleiri og fleiri eftir því sem skiptunum fjölgar sem komið er að stöng eða tré. Svo er hægt að fara í keppni við félaga sinn og gera þetta skemmti- legra. Margir eiga góðar bernsku- minningar frá því að hafa hangið í þverslám í hlöðum eða skemmum og keppt við hina krakkana um hver gæti hangið oftast og lengst. Endilega … … hangið í trjám og grindum Gaman Bæði skemmtilegt og hressandi að grípa í næstu trjágrein og hanga. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Tekið verður á móti umsóknum vegna jólaaðstoðar á eftirfarandi tímum að Hátúni 12b Þriðjudaginn 29. nóv. kl. 10-14 Fimmtudaginn 1. des. kl. 10-14 Þriðjudaginn 6. des. kl. 10-14 Fimmtudaginn 8. des. kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.