Morgunblaðið - 29.11.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.11.2011, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvað ætliþurfi til aðíslensk stjórnvöld ranki við sér og hætti aðlögunarferlinu að Evrópusam- bandinu og evrusvæðinu? Ástandið innan Evrópusam- bandsins er nú þannig að breska utanríkisþjónustan hefur gefið sendiráðum henn- ar hátignar í ríkjum innan sambandsins fyrirmæli um að búa sig undir að koma Bretum í þessum ríkjum til aðstoðar komi sú staða upp að evru- svæðið hrynji og þeir hafi ekki aðgang að bankareikningum sínum. Bresk stjórnvöld hafa einnig áhyggjur af að slíkt ástand gæti valdið óeirðum innan Evrópusambandsins og hafa gefið sendiráðunum fyr- irmæli um að búa sig undir að aðstoða breska ríkisborgara komi slík staða upp. Á sama tíma gerist það að OECD varar við því að grípi leiðtogar Evrópusambandsins ekki nægilega hratt og af nægilegu afli inn í atburða- rásina til að stöðva söluþrýst- ing á skuldabréfum evruríkj- anna sé hætta á djúpri kreppu. OECD segir að leiðtogar Evr- ópusambandsins hafi dregið lappirnar og að þeir þurfi að koma á skýrri áætlun um fjár- málalegan samruna, sem er raunar nokkuð sem margir af helstu leiðtogum Evrópusam- bandsins og álitsgjöfum hafa beitt sér fyrir að undanförnu. Evran er í húfi, segir OECD nú, og lækkar um leið hag- vaxtarspá sína fyrir Evrópu úr 2,0% í 0,2%. Á sama tíma gerist það að Wolfgang Münchau, dálkahöf- undur hjá FT, fjallar um það að evrusvæðið geti fallið innan fárra daga. Enginn óskar þess að það rætist, en Münchau dregur fram óþægilegar stað- reyndir um stöðuna. Hann minnir til að mynda á að skuldabréfaútboð Þýskalands hafi brugðist í síðustu viku, að skammtímavextir Spánar og Ítalíu séu orðnir skuggalega háir og að markaður fyrir rík- isskuldabréf á evrusvæðinu sé hættur að virka. Hið sama megi segja um bankakerfið og evrusvæðið standi nú frammi fyrir flótta alþjóðlegra fjár- festa og hljóðlátu banka- áhlaupi eigin borgara. Münch- au telur að enn sé hægt að bjarga málum, en eitt af því sem verði að gera sé samruni opinberra fjármála, og er í því efni sammála OECD. Þessi varnaðarorð duga ef til vill ekki íslenskum stjórn- völdum sem horfa löngunar- augum til þess dags sem Ís- land geti tekið upp evruna og notið þess stöð- ugleika, hagvaxtar og atvinnustigs sem er í boði á evrusvæðinu. En þeir eru fleiri sem hafa áhyggjur af evrunni og Evrópusamband- inu en ofangreindir aðilar. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s varaði við því í gær að hratt versnandi krísuástand á evrusvæðinu ógnaði stöðu rík- isstjórna alls svæðisins til að afla lánsfjár á mörkuðum. Moody’s hefur áhyggjur af því að stjórnvöld í þessum ríkjum nái ekki að bregðast nægilega hratt við ástandinu og segja líkur á gjaldfalli einhvers evruríkis „ekki lengur hverf- andi“. Stjórnvöld í evruríkjunum hafa verið að reyna að bregð- ast við ástandinu um langa hríð og hafa ítrekað kynnt að- gerðir sem áttu að duga en gerðu ekki. Þau sitja enn yfir vandamálinu og eru nú að reyna að ná samstöðu um skref í átt að því að setja op- inber fjármál undir sameig- inlega yfirstjórn Evrópusam- bandsins. Þýskaland og Frakkland ráða ferðinni í þessu eins og öðru og í því samfloti er Þýskaland að sjálfsögðu ráð- andi aðilinn og samþykki þess forsendan fyrir því að nokkuð sé hægt að gera. Takist þeim að ná saman og snúa nægilega upp á hendur minni ríkja, svo sem Ítalíu og Spánar, gæti þeim tekist að færa ákvarð- anir um opinber fjármál ríkjanna undir miðlæga stjórn þar sem öflugustu ríkin réðu að sjálfsögðu ferðinni. Full- veldi minni ríkjanna væri verulega skert eftir slíkar breytingar, en þeir sem ráða ferðinni hafa takmarkaðar áhyggjur af slíkum smámun- um. Þeir telja þá þróun raunar sérstakan ávinning enda lengi verið markmiðið. Ef allar spárnar og áhyggj- urnar vegna stöðu efnahags- mála á evrusvæðinu ganga eft- ir – og hér að ofan hefur aðeins hluti nýjustu dæmanna verið nefndur – dugar ekki til að ís- lensk stjórnvöld átti sig á hvers kyns feigðarflan aðild- arumsóknin er, þá hlýtur að verða að spyrja hvað þurfi til. Og ef einbeittur viljinn til að takmarka enn frekar fullveldi aðildarríkjanna skiptir ekki heldur máli, hvað gæti þá mögulega orðið til þess að ís- lensk stjórnvöld sæju ástæðu til að staldra við? Geta þau hugsað sér einhverja stöðu sem yrði til þess að þau endur- skoðuðu aðildarumsóknina? Fróðlegt væri að vita hvaða hörmungar dygðu til þess. Er ekki einhver til í að lesa fréttir frá Evrópu fyrir íslenska ráðamenn?} Hvað þarf til? S íðustu árin hefur víða um landið ver- ið komið á fót háskólastofnunum. Í sumum tilvikum burðugum stofn- unum en í öðrum tilvikum hefur borðum og stólum verið raðað sam- an í kennslustofu svo nemendur geti fylgst með fjarkennslu yfir netið frá hinu horni landsins. Þetta er allrar virðingar vert, en til- gangurinn sem er gjarnan sá að fólk þurfi ekki að sækja um langan veg eftir námi. Er þá gjarnan látið í veðri vaka að verulegar líkur og jafnvel „hætta“ sé á því að námsfólkið unga snúi ekki aftur til síns heima. Fyrir fáeinum dögum sagði frá því að fjarkennsluver hefði verið opnað á Laugum í Reykjadal og raunar er varla foldarból að ekki hafi verið sýnd ein- hver vitleitni í þessa veruna. Jafn virðingarvert og það kann nú einu sinni að vera að bæta möguleika fólks til menntunar vítt og breitt um landið felst í því mikil hætta. Fólki er beinlínis lífsnauðsynlegt vilji það öðlast þroska og víðsýni að yf- irgefa sína heimasveit en snúa síðan aftur í fyllingu tím- ans – ef svo verkast vill – reynslunni ríkara. Menntun, sem er nátengd orðinu maður, getur aldrei orðið full- mektug nema í samneyti fólks sem nemur hvað af öðru. Miðlar sín í millum reynslu og deilir kjörum. Að þessu leyti megum við ekki um of treysta á annars góða mögu- leika netsins í skólastarfi. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og mynd- listamaður, sagði frá því í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum árum þegar hann hóf háskólanám sitt erlend- is. Hann fór utan og gekk á fyrsta degi til kennara sinna og spurði nánast á hvaða síðum námsbóka hann ætti fyrst að bera niður. Hægan, svöruðu fræðingar akademíunnar og báðu listamanninn unga frá Íslandi að gefa sér nokkur misseri. Nota tímann til að liggja í bókum, skoða söfn, skoða mannlífið, sitja á kaffihúsum og svo framvegis. Með öðrum orð- um sagt; hann þyrfti að kynnast straumum, stefnum og nýju samfélagi. Eftir það væri fyrst tímabært að hefja formlegt nám, þá reynslu ríkari og sem víðsýnni maður. Líklega felast í lýsingu Þorvaldar dýpri skilaboð en okkur flest grunar. Að afla sér menntunar getur ekki falist í því einu að liggja yfir bókum heima við eldhúsborðið eða fylgj- ast með fjarkennara. Fólk verður að taka þátt í leiknum og vera óhrætt við að róa á önnur mið. Erja víð- ar en í heimagarði. Fólki úr fámennum byggðum úti á landi er nauðsyn að fara í annað samfélag og leita sér þekkingar á sama hátt og borgarbörn ættu að stefna í hina áttina. Fara út á land, kynnast öðrum aðstæðum og viðhorfum. Samfélagið þarf að vera í stöðugri deiglu og mótun. Vits er þörf þeim sem víða raðar, segir í Hávamálum. Og í yfirstandandi þrengingum er margt verra en að fólk fari utan til náms og starfa – en slíkt er sagt í fullvissu þess að einhverjir snúi aftur til baka þegar aftur skín sól á ísa- landi. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Leitum þekkingar á nýjum miðum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Í Evrópu er nú leitað logandi ljósi að hjálp til að komast upp úr skuldafeninu og horfa þá margir til Kínverja, sem eiga að talið er 3.200 millj- arða dollara í gjaldeyrissjóðum sín- um. Rætt er um að Kínverjar séu til- búnir að leggja fram allt að 100 milljarða evra, en eins og dagblaðið Financial Times bendir á er það ekki án skilyrða. Til dæmis megi búast við því að Kínverjar fari fram á að látið verði af gagnrýni á kínverska við- skiptastefnu. Kínverjar hafa aukið umsvif sín í Grikklandi að undanförnu. Sam- kvæmt fréttaskýringu í þýska frétta- blaðinu Der Spiegel hafa þær fjárfest- ingar ekki staðið undir væntingum. Í blaðinu er fjallað um samning Kínverja um yfirtöku rekstrar hafn- arinnar í Pireus til 35 ára. Kínverska ríkisfyrirtækið Cosco tók við rekstr- inum fyrir tæplega einu og hálfu ári og mun greiða 3,5 milljarða evra (545 milljarða króna) fyrir. En ekki eru all- ir jafnánægðir með innkomu Kínverj- anna. „Hér ríkja myrkustu miðaldir,“ segir Nikos Georgiou, forsprakki stéttarfélagsins á staðnum og fyrr- verandi hafnarverkamaður, við Der Spiegel. 250 verkamönnum var sagt upp eða látnir fara snemma á eft- irlaun. Reyndir hafnarverkamenn fá 120 evrur á dag. Cosco ræður nú óreynda og ólærða starfsmenn fyrir 40 til 50 evrur án álags fyrir nætur- og helgarvinnu. Georgiou sakar Kín- verjana um að stunda undirboð: „Öðruvísi væru þeir ekki samkeppn- ishæfir.“ Karis Pampoukis, sem var innan- ríkisráðherra í stjórn Papandreous, lítur á verkefnið í Pireus sem „fjár- festingarflaggskip Kína í Grikklandi“ og kvaðst vonast til að frekari við- skipti fylgdu. Wen Jiabao, forseti Kína, gaf fyrirheit í þá veru þegar hann ræddi við Papandreou í sumar. „Góðir vinir eru til þess að hjálpa í neyð,“ sagði Wen. Í heimsókninni var fjöldi viljayfirlýsinga um viðskipti undirritaður. Ekki er þó víst hversu mikið fé muni streyma frá Kína til Grikklands. Kínverjar hafa farið varlega í kaup á ríkisskuldabréfum í evrópsku kreppulöndunum. 70% gjaldeyr- isforða þeirra liggja eftir sem áður í bandarískum ríkisskuldabréfum. Um 25% hafa verið notuð til að kaupa evr- ópsk ríkisskuldabréf, en þar er aðal- lega um að ræða fremur áhættulaus þýsk bréf. Sérfræðingar telja að kaup þeirra á ríkisskuldabréfum frá kreppulöndum á borð við Grikkland og Portúgal nemi ekki meira en fimm milljörðum evra. Der Spiegel vitnar í Gao Xiqing, forseta sjóðsins CIC, sem er rekinn af kínverska ríkinu og sér um fjárfest- ingar úr gjaldeyrisforðanum: „Við er- um engir bjargvættir. Við verðum að bjarga sjálfum okkur.“ „Enginn með viti fjárfestir í slíkum bréfum,“ sagði Ma Weihua, stjórn- arformaður China Merchants Bank, sem að hluta er í ríkiseigu. „Við get- um ekki fórnað okkar hagsmunum til að hjálpa öðrum.“ Sem dæmi um hvernig Kínverjar hugsa aðkomu sína er samkomulag Grikkja og þeirra um tæplega fjög- urra milljarða evra þróunarsjóð fyrir grísk skipafélög. Skilyrði fyrir lán- veitingu úr sjóðunum er að skipa- félögin láti smíða skip sín í Kína. Georgios Argitis, prófessor í við- skiptafræði við Aþenuháskóla, telur að fjárfestingar Kínverja séu fremur skaðlegar þegar á heildina sé litið. „Hin risastóru, samkeppnishæfu kín- versku fyrirtæki eyðileggja þann veika framleiðslugrunn, sem fyrir er í Grikklandi,“ segir hann. „Evrópa þarf að svara þeirri alþjóðapólitísku spurningu hvaða hlutverki Kína eigi að gegna á gamla meginlandinu.“ Neyð Grikkja og umsvif Kínverja Reuters Í vanda Grísk evra í rauðu skrúfstykki. Grikkir hafa leitað til Kínverja eftir fjárfestingum og fengið fyrirheit kínverskra ráðamanna um fyrirgreiðslu. Auk Íslands horfa Kínverjar til Grænlands. „Fjöldi gesta frá Kína hefur komið hingað á undanförnum árum,“ sagði Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlands, við kínversku fréttastofuna Xinhua fyrr í nóvember og fagnaði áhug- anum. Franski fræðimaðurinn Da- mien Degeorges, sem talað hefur hér á landi, segir að rekja megi áhuga Kínverja á Grænlandi allt til 2005. Hann segir að Kínverjar vilji ryðja sér til rúms á Norðurheimskauts- svæðinu og líti á Grænland sem annan aðgöngumiða að því. „Sjáið Ísland,“ segir hann. Áhugi á Grænlandi ÍSLAND EKKI EITT Í SIGTINU Áhugi Loftmynd af Norðurskautinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.