Morgunblaðið - 29.11.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 29.11.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Áhugi kínverska auðmannsins Hu- angs Nubos á jarðakaupum hér á landi er ekkert einsdæmi því að fjöl- margir útlendingar eiga hér bæði jarðir og fasteignir. Samkvæmt upp- lýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafa 24 undanþágur verið veittar til aðila utan Evrópska efnahagssvæð- isins til fasteigna- og jarðakaupa hér frá árinu 2007. Fasteignasali segir að áhugi útlendinga á slíkum kaupum hér á landi hafi haldist stöðugur und- anfarna tvo til þrjá áratugi. Sem dæmi um umsvifamikil kaup erlends aðila á jarðnæði má nefna að árið 2003 gekk sveitarstjórn Mýr- dalshrepps að tilboði Svisslendings- ins Rudolfs Lamprechts í eyðijörðina Engigarð, sem er við Heiðardal. Lamprecht, sem er umsvifamikill fiskiræktandi, samdi þá við Veiði- félag Vatnsdalsár, Kerlingardalsár og Heiðarvatns um leigu á þessum veiðisvæðum til næstu tíu ára. Magnús Leópoldsson fasteignasali hefur selt útlendingum jarðir og fast- eignir í 26 ár. Hann segir að margir þeirra séu með einhverja tengingu við Ísland og flestir komi frá löndum EES, aðallega frá hinum Norður- landaþjóðunum. „Það er þó eitt og eitt tilfelli utan EES,“ segir Magnús. Hvert mál metið sérstaklega Þegar aðilar utan EES-svæðisins vilja kaupa fasteignir hér á landi þarf leyfi frá innanríkisráðherra og er hvert mál metið sérstaklega. Magnús segir að leyfin séu langoftast veitt, en þó ekki alltaf og nefnir sem dæmi þegar breskur kaupsýslumaður hafði hug á að kaupa Hótel Valhöll á Þing- völlum fyrir nokkrum árum fyrir milligöngu Magnúsar. Ekki var um að ræða jarðakaup, heldur vildi Bret- inn einungis kaupa reksturinn og fasteignina. Magnús segir að yfirleitt kaupi út- lendingar litlar jarðir hér á landi og að flestir sem eigi þessi viðskipti séu fólk sem hyggist dvelja hér í fríum sínum. Einnig sé nokkuð um að hestafólk kaupi hér jarðir. Langoft- ast sé um að ræða jarðir þar sem verulega hefur hægt á búskap og hann jafnvel lagst af. Hann segir einnig nokkuð um að útlendingar eigi hér íbúðir, sér í lagi í miðborg Reykjavíkur og að fjöldi þeirra sölusamninga sem gerðir séu við útlendinga um kaup á jörðum og fasteignum hafi haldist nokkuð óbreyttur þau 26 ár sem hann hefur starfað að sölu til erlendra aðila. „Kaupin jukust ekki við hrun krón- unnar,“ segir Magnús. „En ég hef nokkrum sinnum upplifað það í gegn- um tíðina að upp hafi komið hræðsla við jarðakaup útlendinga.“ Fjórar undanþágur í ár Samkvæmt upplýsingum frá inn- anríkisráðuneytinu hafa 24 undan- þágur verið veittar útlendingum frá löndum utan EES til fasteigna- og jarðakaupa hér á landi frá árinu 2007. Þar af voru 21 leyfi til fasteigna- kaupa, tvö til kaupa á sumarhúsalóð- um og eitt leyfi var veitt til kaupa á 15 hektara jörð. Flestar undanþágurnar voru veittar árið 2007, eða níu, og það sem af er þessu ári hafa fjögur leyfi verið veitt. Bandaríkjamenn eru fjöl- mennastir í þessum hópi, en umsókn- ir koma víða að og hafa sumir fengið leyfi oftar en einu sinni á þessu til- tekna tímabili.  Margir útlendingar eiga hér jarðir og fasteignir  Innanríkisráðuneytið hefur veitt fjórum aðilum ut- an EES undanþágu til fasteignakaupa í ár  Fasteignasali segir sölu til útlendinga stöðuga í 20-30 ár Fjöldi eigna í eigu aðila utan EES Útlendingar utan EES sem hafa fengið undanþágur vegna jarða- og fasteignakaupa 2007 - 2011 Bandaríkin 10 Ástralía 1 Indónesía 1 Rússland 1 Argentína 1 Mön 1 Úganda 1 Ísrael 1 Malasía 1 Kína 1 Samtals: 19 Sumir hafa fengið undanþágu oftar en einu sinni. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart frá Eiríki Bergmann því að um leið og blásið er á nokkuð sem varðar Evrópusambandið er hann mættur til leiks hrópandi að nú líði EES-samningurinn undir lok eða eitthvað slíkt. Þannig að þetta er ekkert nýtt,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við Morgunblaðið. Haft var eftir Eiríki Bergmann Einarssyni, dósent í stjórnmála- fræði við Háskólann á Bifröst, í Ríkisútvarpinu í gær að þingsálykt- unartillaga sem Guðfríður lagði fram á Alþingi í gær um skýrari reglur um kaup erlendra ríkisborg- ara á landareignum hér á landi gengi gegn EES-samningnum og að samþykkt þingsályktunartillög- unnar þýddi í raun uppsögn hans. Samanburður við önnur ríki „Hins vegar, eins og bent er á í greinargerðinni með málinu sem Eiríkur vonandi finnur tíma til þess að lesa, er einmitt bent á að bæði Danmörk og Noregur, sem eru annars vegar ESB-ríki og hins veg- ar EES-ríki, setji mun skýrari skorður við kaupum á eigin landi en til dæmis við. Og það er líka bent á að það þurfi einmitt að fara fram ít- arlegur samanburður, ekki aðeins við Noreg og Danmörku heldur einnig fleiri ríki,“ segir Guðfríður. Hún bendir á að víða um heim utan Evrópusambandsins séu ríki farin að huga að því að setja skýr- ari reglur um kaup erlendra rík- isborgara á landi innan landamæra þeirra. Í sumum tilfellum sé jafnvel verið að reyna að vinda ofan af landsölu til erlendra aðila sem þeg- ar hafi átt sér stað. Samhliða því séu sífellt fleirum að verða betur ljós þau verðmæti sem felast í landi. Fyrirkomulag til framtíðar „Tillagan snýst einfaldlega um það með hvaða hætti við viljum að haldið verði á þessum málum til framtíðar hér á landi og hvernig við ætlum okkur að tryggja að við glöt- um ekki þessari dýrmætu auðlind sem heitir land. Í því sambandi verður að hugsa um málið í kyn- slóðum en ekki aðeins um skamm- tímahagsmuni,“ segir Guðfríður. Verður að hugsa um málið í kynslóðum Ljósmynd/Mats Wibe Lund Kaup Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um endurskoðun á lögum um kaup erlendra aðila á landi.  Ekkert nýtt að spáð sé endalokum EES-samningsins „Guðfríður Lilja Grétarsdóttir al- þingiskona hefur tekið lofsvert frumkvæði með framlagningu þingmáls sem ryður brautina fyrir endurskoðun laga um eignarhald á landi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á heimasíðu sinni í gær um þingsályktun- artillögu Guðfríðar Lilju Grét- arsdóttur, þingmanns VG, um end- urskoðun laga og reglugerða um rétt erlendra aðila til þess að kaupa land- svæði hér á landi. Ögmund- ur tekur þar undir með Guð- fríði um að þýð- ingarmikið sé að halda víð- ernum í al- mannaeign og yfirráðum yfir landi og auðlindum innan samfélagsins. Víðernið verði í almannaeigu TEKUR UNDIR TILLÖGU GUÐFRÍÐAR LILJU Ögmundur Jónasson Víða í ríkjum Evrópu hafa á und- anförnum árum og áratugum verið uppi áhyggjur af því að erlendir rík- isborgarar gætu fest kaup á um- fangsmiklu landsvæði og fasteignum innan landamæra viðkomandi ríkja. Þannig hefur til að mynda í flestum viðræðum ríkja um inngöngu í Evr- ópusambandið verið samið um ákveðin frávik frá jöfnum rétti rík- isborgara sambandsins til þess að fjárfesta í landsvæði og „öðru heim- ili“ (e. secondary home). Þ.e. fast- eign þar sem viðkomandi á ekki lög- heimili. Tímabundið fyrirkomulag Nær undantekningalaust hefur þó verið um að ræða tímabundnar und- anþágur til mismargra ára eftir að- stæðum í hverju ríki fyrir sig. Þetta hefur ekki síst átt við um þau tólf ríki í Austur- og Suður-Evrópu sem gengu í Evrópusambandið árin 2004 og 2009. Í öðrum tilfellum, eins og í tilfelli Möltu og Danmörku, er um varanlegt fyrirkomulag að ræða en óheimilt er að mismuna kaupendum eftir þjóðerni. Þá er gerð sú krafa að þeir hafi haft fasta búsetu í viðkom- andi ríki í a.m.k. fimm ár. Í tilfelli Möltu var varanlegt fyr- irkomulag rökstutt með takmörkuðu framboði á fasteignum og landsvæði sem væri ekki til þess fallið að full- nægja þörfum miklu fleiri en íbúa eyjarinnar. hjorturjg@mbl.is Víða áhyggjur af landakaupum Landakaup » Pólverjar höfðu sérstakar áhyggjur af því vegna inn- göngu í ESB að þýskir fjár- festar myndu kaupa upp pólskt land sem tekið var af Þjóð- verjum og afhent þeim eftir síðari heimsstyrjöld. » Tímabundin undanþága Pól- verja vegna landakaupa er- lendra ríkisborgara rennur út árið 2016 og er slíkum áhyggj- um enn fyrir að fara.  Fyrirvarar vegna inngöngu í ESB Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum KALT ÚTI VITA handklæðaofn kúptur króm 50x120 cm 18.990 VITA handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.990 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 11.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! Rafmagnshitablásari 2Kw 1.995 Gas hitablásari 15Kw 19.900 KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.