Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Í tilefni ákvörðunar innanríkisráðherra um að veita ekki „Nupo- létt“ eignarhald á fjar- stýrða ríkisbýlinu Grímsstöðum á Fjöll- um, skaut stjórn Sam- fylkingarfélagsins í Þingeyjarsýslu á fundi til að „harma“ ákvörð- unina. Ályktun Samfylking- arfélagsins var þó ekki harmþrungn- ari en svo að hún fól í sér þá beiðni til ráðherrans að hann legði ekki oftar hönd á hleðslu torfbæjar í sýslunni! Hvað sýnir þessi þingeyska álykt- un Samfylkingarinnar hinum al- menna landsmanni? Hún er staðfest- ing á því að ekkert mark er takandi á viðbrögðum þingmanna þessa rík- isstjórnarflokks eða ráðherra hans, þrátt fyrir snögg sýndarviðbrögð þeirra flestra. – Ákvörðun innanrík- isráðherra var hins vegar rökrétt og í fullu samræmi við lögin. Ekki gráta í Norðurþingi Það hafa birst margar harm- þrungnar yfirlýsingar stjórnenda Norðurþings og fleiri á þessu land- svæði að undanförnu. Ekki einungis vegna neitunar til „Nupo-létts“ um ábúðarrétt á Grímsstöðum, einnig löngu áður. Allt frá frávikum núver- andi ríkisstjórnar um að falla frá ál- veri á Bakka og fleiri framkvæmdum sem þeir nyrðra telja að Samfylk- ingin og VG standi sameiginlega að svikum á – og allt til þess að stofna til skatts á kolefnaríka starfsemi. Þingmenn þessa kjördæmis – að undanskildum þingmönnum VG – hafa látið teyma sig í grátkór sem lýsir fráhvarfi álversins á Bakka sem þvílíku neyðarástandi, að gæti leitt til landflótta eða a.m.k. mikils sam- dráttar í atvinnu á svæðinu öllu. Þingmenn Samfylkingarinnar gleyma þá að gleðja kjósendur sína með því að minna á loforð til íbúa Norðausturlands um hinar miklu framkvæmdir við hafnarmannvirki, vegagerð og jafnvel þyrlupalla sem þar muni rísa þegar vinna við hugð- arefni fyrrverandi og núverandi iðn- aðarráðherra um olíuleit á Dreka- svæðinu hefst! Að vísu er ekkert út- lit fyrir að olíuleit verði nokkru sinni að veru- leika á hinu ill- viðrasama og djúpa Drekasvæði, enda hafa engin setlög fundist þar enn sem komið er. En „til vara“ hafa ráð- herrar Samfylking- arinnar þá boðið upp á sömu framkvæmdir þegar siglingarnar miklu hefjast milli Asíu og Ameríku með viðkomu á „umskip- unarhöfnum“ vítt og breitt um landið norðaustanvert! Það ætti því að vera óþarfi að gráta hátt í Norðurþingi með þessar væntingar á blaði, staðfestar af ráð- herrum og með undirtekt þingmanna þeirra á svæðinu. – Það hefur hins vegar lítið heyrst í stjórnendum Norðurþings um að krefjast taf- arlausra framkvæmda líkt og gert hefur verið varðandi álver á Bakka, o.s.frv. o.s.frv. Auðæfin við bæjardyrnar? En það er auðvelt að láta blekkj- ast. Það þekkja þeir í Norðurþingi. Þeir stjórnendur hafa hins vegar ekki tekið leppinn frá blinda auganu til að kanna hvort þeir sjái ekki ljósið. Ljósið er við bæjardyrnar, hvað varðar ríka orkulind sem felst í gas- ríku landsvæði á hinu svonefnda Tjörnesbrotabelti. Það hefur þó Orkustofnun sannað með rann- sóknum, m.a. færustu vísindamanna okkar í þessum efnum. Og það er ekki nóg, heldur er enn órannsakað hvað hin fimm km þykku setlög sem rannsóknarskip Shell Intl. fann þar fyrir meira en 20 árum hafa að geyma. Shell óskaði eftir því að fá að gera þar frumrannsókn en fékk synjun íslenskra stjórnvalda. Tvisvar hefur verið borin upp til- laga til þingsályktunar á Alþingi um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi, fyrst árið 1997 og aftur á þessu ári að frumkvæði 6 þingmanna Sjálfstæð- isflokks. Að mati Orkustofnunar er áætlað að kostnaður við næsta áfanga að rannsókn og sýnatöku á viðkomandi svæði sé um 13 milljónir króna (ekki átt’ann fiðlungur meira fé!). – En sú fjárhæð er þó ekki innan ramma fjárlagaliða Orkustofnunar fyrir árið 2001! Meirihluti iðnaðarnefndar lagði til að vísa því til ríkisstjórnarinnar að fjármunir verði tryggðir til að unnt verði að framkvæma lágmarks olíu- og gasrannsóknir á landgrunninu undan Norðausturlandi. Skyldi þetta ná eyrum þeirra stjórnenda Norð- urþings? – Nú er lag fyrir stjórn- endur Samfylkingarfélagsins í Þing- eyjarsýslu til að álykta. Minna má á að ekki færri en þrír þingmenn Norðurausturlands úr öll- um flokkum (utan VG) rituðu há- stillta pistla um málið í ágúst 2007; Kristján Þór Júlíusson undir fyr- irsögninni „Gæti gjörbreytt efnahag þjóðarinnar“, Einar Már Sigurð- arson: „Rannsóknir nauðsynlegar“, Birkir Jón Jónsson: „Mikil tækifæri“ og Guðmundur Hallvarðsson: „Hvers vegna leita langt yfir skammt?“ Það hefur teygst úr þeirri blekk- ingu íslenskra stjórnvalda – bæði nú- verandi og fyrri – að hægt sé að fresta því að við notum þau auðæfi sem hér eru til staðar, sum órann- sökuð (setlög og gasuppstreymi) önnur vel virkjanleg (stóru vatnsföllin) af ótta við heitstrengingar öfgaafla úr röðum flestra stjórnmálaaflanna um mótþróa eða skemmdarstarfsemi (líkt og við Laxá nyrðra á árum áð- ur). Aðgöngumiði að ESB? Er það hugsanlega á dagskrá ís- lenskra stjórnvalda að geyma þessi mál til að tefla fram í viðræðum við ESB? Hafa þau „tromp“ skuldugrar þjóðar – aðgöngumiða að ESB-aðild? Neyðarástand á Norðaustur- landi – eða allt í plati? Eftir Geir R. Andersen »Er það hugsanlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda að geyma þetta fyrir ESB-við- ræður, hafa „tromp“ skuldugrar þjóðar að- göngumiða að ESB- aðild? Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Mé sýnist mann- félagið vilja líta á þá skuldugu sem allt að því réttdræpa, fyrir að hafa komið sér í þessa stöðu og því megi þjarma að þeim ótæpi- lega. Eins espar það fólk upp að þeir sem skulda eru auðveld bráð, þar sem þeir eiga bágt með að lyfta hendi sér til varnar, vegna sama, þ.e. standa höllum fæti. Hvernig stendur á því að inn- heimtan sjálf skuli útheimta kostnað upp á mörg hundruð prósent í of- análag í mörgum tilfellum hér á þessu skeri? Þarf ekki að stokka þetta kerfi upp endurskoða og end- urskapa, gera það manneskjulegra og um leið skilvirkara. Öllum finnst eðlilegt að bera við- bótarkostnað af því að borga ekki skuldir á réttum tíma, en fyrr má nú rota en dauðrota, eða hvar eru mörkin? Ráða innheimtuaðilar för? Eða er það ríkisbáknið? Við hina almennu innheimtu, skilst mér að lögmenn sem leggja innheimtu fyrir sig þurfi aðeins tölvu, sem er mötuð á kröfuupphæð, kröfuhafa og greiðanda, þaðan í frá sér tölvan um málið, spýtir út póst- inum árituðum í umslögum með reglulegu millibili með beiðni um greiðslu og svo framvegis án þess að mannshöndin eða hugur komi þar nokkuð nærri. Lögmaður mætir svo hjá ríkisembætti þegar fyrirtekt á sér stað (en kröfuþoli sjaldnast) eins þegar kemur að uppboði, ef ekki hefir verið gengið frá skuld fyrir þann tíma. Öllum kröfum á tímabilinu hefir verið smalað sam- an á sama tímapunkt fyrir þessa gjörninga til hagræðingar (vinnu- sparnaðar og einföld- unar) öllum aðilum til hagsbóta, nema þeim sem skuldar, því hann fær engan afslátt, þrátt fyrir hag- ræðið (hagkvæmnina), enda dæmd- ur út á við sem óreiðugemsi, og má sem slíkur þakka fyrir að halda höfði, sem svo margir gera svo ekki. Mér sýnist að verið sé að féfletta þá sem verst standa í þjóðfélaginu. Hvernig væri að draga úr þessu magnaða einelti flestum til heilla? Stöndum að innheimtunni sem fólk með tilfinningar en ekki sem skynlausir hákarlar. Hugmynd að þróun Eftir Jóhann Boga Guðmundsson Jóhann Bogi Guðmundsson »Mér sýnist að verið sé að féfletta þá sem verst standa í þjóðfélag- inu. Hvernig væri að draga úr þessu magnaða einelti flestum til heilla? Höfundur er húsasmíðameistari. Nýlega hafnaði ráð- herra innanríkismála á Íslandi því að farið yrði í bága við lög varðandi eignarhald útlendinga utan EES á landi á Ís- landi. Nýlendustefna fyrr og nú Árið 1883, tveimur ár- um eftir að hús Alþingis var reist, fjárfesti Þjóð- verjinn Adolf Luderitz, með skuld- settri yfirtöku, í gríðarstóru landi í suðurhluta Afríku. Náði landið allt að 32 kílómetrum inn í landið frá fjöru- borði og frá Orange-ánni að 26. breiddargráðu. Landið var keypt með velvilja Ott- os von Bismarcks, þáverandi keisara Þýskalands. Verðið hljóðaði upp á 600 bresk pund og 260 riffla. Var andvirð- ið tekið út í vopnum hjá þýska félag- inu Missoinis-Handels-Aktiengesell- schaft. Voru vopnin seld Nama-þjóð- flokknum í skiptum fyrir land. Nama- fólkið fór í stríð við Herero en þessir þjóðflokkar höfðu verið svarnir and- stæðingar um aldir. Herero vildi ekki selja land sitt og náði Nama umtals- verðu forskoti með stuðningi ný- lenduherranna. Herero-þjóðflokknum var nánast útrýmt á síð- ustu öld. Áttuðu þessir þjóðflokkar sig ekki á stöðu sinni fyrr en löngu síðar og sýndu þá loks samstöðu eftir að hafa barist á banaspjót í ára- tugi. Þetta var hluti af heimsvaldastefnu Þjóð- verja á þessum tíma sem endaði reyndar eftir lok fyrri heimsstyrjald- arinnar þegar Bretar tóku þessa nýlendu yfir og innlimuðu í Suður-Afríku undir heitinu Suðvestur-Afríka, nú Namibía. Umhyggja kommúnista síðustu aldar Hér er vitnað í bókina Let Us Die Fighting eftir fyrrverandi sagnfræ- ðiprófessor við Rostock-háskólann, þá í Austur-Þýskalandi. Bókin heitir á frummálinu Südwest-Afrika unter deutscher Kolonialherrschaft og var gefin út árið 1966. Hér er um að ræða prentaða þýðingu bókarinnar sem var gefin út af Zed Press í London árið 1980. Minnir þetta eilítið á Rauðu bókina með SÍA-skjölunum sem ungliða- hreyfing ein gaf út á sínum tíma og innihélt hugleiðingar íslenskra komm- únista sem stunduðu nám m.a. í Aust- ur-Berlín hér á árum áður. Ráðgjafar á rauðum dreglum Hingað til lands kom nýlega kín- verskt skáld. Í kjölfarið vildi hann kaupa 300 ferkílómetra lands á Ís- landi. Það land er margfalt stærra en Miðnesheiði sem Bandaríkjamenn fengu aðeins afnot af um tíma í um- deildum samningum til að verja Ís- land, Evrópu og sig sjálfa og standa vörð um vestræn gildi, lýðræði og frelsi. Athafnaskáldið frá Kína virðist hafa leitað til afar áhugaverðra ráð- gjafa þegar kom að kauptilboði í jörð- ina Grímsstaði á Fjöllum. Voru þetta ráðgjafar á rauðum dreglum sem greiddu götu þessa ágæta manns? Kínversk stjórnvöld Kínversk stjórnvöld eru afar vönd að virðingu sinni og finnst Kínverjum jafnerfitt og okkur Íslendingum að missa andlitið. Það vekur athygli hvers vegna kín- verska skáldið ætlaði að kaupa landið í stað þess að leigja það, t.a.m. af sveitarfélagi eða ríki, til allt að 75 ára. Það myndi minnka áhættu hans um- talsvert, a.m.k. dreifa henni. Það hefði verið rökrétt m.t.t. fjárfestingar sem gerð er fjarri heimamarkaði. Slík viðskipti hefðu verið auðveld og afar einföld í framkvæmd. Örugg- ur lóðaleigusamningur við sveitarfé- lag eða ríki hefði verið metinn af fjár- málastofnun sem hefði getað fjármagnað kaup sveitarfélags eða ríkis og myndað rétt verð á lóðaleig- una fyrir fjárfestinn. Á þetta hefur ekki reynt í þessu máli. Innanríkisráðherra fór að lög- um og það munu kínverskir fjár- festar virða Innanríkisráðherra fór að lögum. Ef einhver ætlar að fjárfesta í bygg- ingu á lóð, hvar sem hún er, getur hann, hvort sem hann er íslenskur eða kínverskur, allt eins gengist und- ir sömu lóðaskilmála við sveitarfélög hér á landi og þorri Íslendinga. Þann- ig er og verður engum mismunað. Réttast væri að kínversk yfirvöld gættu betur að þeim ráðgjöfum sem kínverskir fjárfestar leita til hér á landi en þannig má forðast misskiln- ing sem oft getur skapað áhættu í al- þjóðaviðskiptum. Ljúfir Kínverjar og litrík saga Ekki ætlar greinarhöfundur kín- verskum stjórnvöldum að hafa viljað gera hið sama og Bismarck forðum. Það voru t.a.m. Kínverjar, þýskir kommúnistar og svo auðvitað Sov- étríkin öll sem studdu sjálfstæðisbar- áttu Namibíu gegn Suður-Afríku, Bretum og Bandaríkjamönnum. Sá sem þekkir vel söguna getur tæpast trúað því að Kínverjar vilji beita aðr- ar þjóðir, beint eða óbeint, sömu að- ferðum og þeir sjálfir voru beittir um aldir alda. Fyrir milligöngu sveitarfélagsins, með fyrirvara um áreiðanleikakönn- un, fjármögnun og áhættugreiningu, væri hægt að fella fjárfestinguna undir sveitarfélagið sem framselt eða veðsett getur lóðaleigusamning til allt að 75 ára. Þetta er vel þekkt í alþjóða- viðskiptum. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er af- skriftartími húsnæðis á Íslandi allt að 67 ár. Því er ekkert að vanbúnaði fyr- ir fjárfesta að taka kostakjörum sem felast í hefðbundnum lóðaleigusamn- ingum ef raunveruleg fjárfesting- arsjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Því eru enn tækifæri á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta ef og aðeins ef rétt er að málum staðið. Er greinarhöf- undur fullviss um að hér eftir sem hingað til mun Ísland bjóða upp á fjölmörg áhugaverð tækifæri fyrir er- lenda fjárfesta. Fjárfesta Kínverjar á Íslandi? Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Kínversk stjórnvöld eru afar vönd að virðingu sinni og finnst Kínverjum jafnerfitt og okkur Íslendingum að missa andlitið. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er viðskiptafræðingur M.Sc., íhaldsmaður og áhugamaður um menningu og sögu. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.