Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Tíminn líður sem fyrr – 10 ár – 20 ár – 30 ár. 90 ára saga er sögð. Á síðastliðnum 90 árum hefur margt breyst. Varla trúir fólk í dag þótt sagt sé frá fyrri tíð, svo mikil breyting hefur á orðið. Fyrir rúmum tveim mánuðum varð hún systir mín 90 ára – sem nú er hér kvödd. Hún hafði lengi búið við erfiðan sjúkdóm sem þreytti hana og lamaði, en hún bar þrautir sín- ar með æðruleysi – og brá á léttari strengi til að eyða tali um erfið- leika og þrautir líðandi stundar. Á þeirri tíð er hún fæddist var ekki til sími á hverjum bæ. Þá var ekkert rafmagn, ekkert útvarp og enginn bíll. Brýr yfir árnar – nei ekki hér í sveit og vegir af skorn- um skammti. Það var víða þröngt í búi, fátækt mjög víða en auður af kærleik, umhyggju og góðvild bæði á heimili okkar svo og í okkar nágrenni. Það var fljótt farið að snúast og vinna eftir því sem kraftar leyfðu. Snúist var í kring- um kýr, hesta og kindur. Kær voru henni lömbin, ungviðið. Einn heimalning tók hún ástfóstri við og kveið því er að sláturtíð komi – að „Heimakolla“ yrði að fara þá leið. Nágranni okkar og vinur hennar kom til að bólusetja „líf- lömbin“ – þá bað hún hann að bólusetja lambið og þá var því borgið. Þetta varð fullorðin ær sem lifði lengi og var henni alltaf Vigdís Einarsdóttir ✝ Vigdís Ein-arsdóttir fædd- ist í Neðri- Hundadal, Dala- sýslu, 10. september 1921. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 12. nóvember 2011. Vigdís var jarð- sungin frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 18. nóvember 2011. mjög „kær“. Hest átti hún – hann var brúnskjótt- ur. Þegar hún fór úr sveitinni vildi hún að hann yrði kyrr heima meðan hann lifði. Hún vildi ekki að hann yrði seldur og þyrfti þá að líða af heimþrá eins og hún vissi að hestar liðu oft fyrir. Þannig var hugur hennar alla tíð, að fyrir- byggja þrautir og leiðindi bæði manna og dýra. Hún hafði gott minni og geymdi í huga sínum margan fróðleik og sagði vel frá – hélt hún þessu alla tíð. Hún var ættrækin og vissi vel um ættir okkar í marga ættliði í báðar ættir. Hún var vel hagmælt og setti oft hugsanir sínar í bundið mál og svo vel fór. Hún vildi að ís- lenskt mál yrði vandað vel. Hún var íslensk kona – flestum betri á allan hátt. Hún vildi Ísland sjálf- stætt land. Hún þekkti söguna er þjóðin bjó við erlenda yfirstjórn um sjö aldir. Það var henni nóg. Hún var góð systir og góð móðir og eiginkona. Hún vildi öllum vel og hallaði ekki á nokkurn mann svo ég vissi til. „Nú á hún árnaðarmann hjá föðurnum Jesúm Krist hinn rétt- láta“. Það er von kristinna manna. Með samúðarkveðju til son- anna og annarra ástvina. Blessuð sé minning hennar. Hjörtur Einarsson. Við dvöldum nær alltaf hjá þeim hjónum, Hirti og Vigdísi, í heimsóknum til Íslands á náms- árum okkar. Auk gestrisni henn- ar, sem hún sýndi öllum, mátti sjá snyrtimennsku í klæðaburði, ávallt tíguleg í fasi. Hún hafði skopskyn, stutt í grínið en áköf réttlætiskennd leyndi sér ekki. Á heimili þeirra hjóna kom fram fórnfýsi og umhyggja, ekki síst gagnvart öldruðum ættingjum og vinafólki sem hvergi annars stað- ar vildi vera síðustu æviárin. Dáð- ist ég af einlægni að Vigdísi sem lagði sig alla fram. Má segja að hún hafi axlað hlutverk velferðar- kerfisins og það verður aldrei metið að verðleikum. Færni hennar sýndi sig ekki síst í trúnaðarstörfum sem hlóðust á hana í félagslífi. Hún vildi stuðla að betra umhverfi í nýja hluta Reykjavíkur, sem Breiðholt var. Kvenfélag Breiðholts naut góðs af eljusemi hennar, hin nýi skóli í Breiðholti einnig, og var hún vak- andi yfir byggingu Breiðholts- kirkju, formaður byggingarnefnd- ar kirkjunnar, auk margra annarra nefndarstarfa. Vigdís gaf sér tíma til að sækja námskeið í tungumálum og hvatti mig og aðra til að afla þekkingar, það væri aldrei of seint. Vigdís heimsótti okkur til Sví- þjóðar og seinna til Noregs. Hún var notaleg eins og alltaf og lét sér aldrei leiðast, auðug sem hún var í sínum hugsunum, og gjöful í sam- tölum. Eftir að tengdapabbi fékk blóðtappa um 1994 jókst álagið á hana og kvartaði hún aldrei yfir hlutskipti þeirra. Má ég til með að þakka mági mínum Einari og Kristínu svilkonu minni fyrir ára- langa umönnun sem sómi var að. Þau gerðu allt sem aðstæður leyfðu til að gera líf Vigdísar bæri- legt á meðan hún ennþá bjó í heimahúsi. Á hjúkrunarheimilinu Mörk dvaldi Vigdís síðustu mánuðina og starfsfólkið reyndist henni afar vel. Það þarf ekki að taka það fram að Vigdísi var falið eitt og annað af trúnaðarstörfum þar einnig. Vil ég að leiðarlokum þakka fyrir allar góðu stundirnar – hreina tóninn – gegnum árin. Áslaug Guðmundsdóttir. Ég átti þess kost að heimsækja ömmu mína fyrir tæpum mánuði og eiga innilegt samtal við hana. Þú sýndir mér alltaf andlega yf- irvegun er fáum er gefin en marga vantar. Hvernig þú vildir ala upp börn í hlýju og kærleika er hvatn- ing til eftirbreytni. Þú áttir stóran þátt í að gera uppvaxtarárin trygg og notaleg. Ein gjöfin frá þér var bók um fótboltakappann David Beckham og last þú hana jafn- framt til að fræðast og geta séð spennuna í íþróttinni. Ekkert var þér óviðkomandi, ung í anda sem þú varst. Núna síð- ast var það hve gott það er að elska einhvern og njóta samveru- stunda. Þér var eiginlegt að láta hlýju streyma frá þér og létta undir til- veruna. Þessi ró og sífellda hvatn- ing gleymist ekki. Maður getur ekki hugsað sér að þú hafir átt óvini og ef svo hefði verið hefðir þú verið fyrst til að óska þeim bata og velfarnaðar. Þú vissir best hvernig átti að orða hluti án þess að móðga mann ef maður virtist villast af braut. Þá sem áttu bágt vildir þú aðstoða og samgladdist þeim sem vegnaði vel. Þín verður ávallt minnst með virðingu af þeim sem kynntust þér náið og úr fjarlægð. Þér get ég seint fullþakkað. Stefán F. Stefánsson. Við þökkum Vigdísi fyrir kær- leika hennar og vináttu í Kven- félagi Breiðholts og öll þau frá- bæru trúnaðarstörf sem hún vann fyrir hin ýmsu kvennasamtök. Við sendum hinstu kveðju okkar með hennar eigin ljóði, sem hún orti um látna soroptimistasystur í Breiðhholtshverfi árið 1997. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir, en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína, en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. F.h. Kvenfélags Breiðholts, Þóranna Þórarinsdóttir. Kynni okkar Baldurs hófust haustið 1954 þeg- ar ég hóf nám við Tækniháskól- ann í München, en þar hafði hann þegar verið í tvö ár við nám í landmælingaverkfræði. Varð mér fljótlega ljóst að þar fór traustur maður sem vert væri að kynnast betur. Þá um haustið kom Ebba eiginkona hans einnig út með unga dóttur þeirra og varð fljótt dáð innan þessarar litlu Íslend- inganýlendu fyrir gestrisni og hjálpsemi. Þremur árum síðar réð tilvilj- un því að ég var í sumarvinnu hjá Íslenskum aðalverktökum þegar Baldur réðst þangað til starfa að námi loknu. Þetta varð upphafið að samstarfi okkar sem varaði í 47 ár, að vísu með hléum fyrstu árin meðan ég var enn erlendis við nám. Baldur yfirgaf Íslenska aðalverktaka árið 1970 til þess að stofna verkfræðistofuna Hnit hf. ásamt öðrum. Ári síðar buðu stofnendurnir síðan okkur þrem- ur samstarfsmönnum hjá ÍAV að slást í hópinn. Þá voru spennandi tímar fram- undan. Loksins glitti í stórfram- kvæmdir í varanlegri vegagerð í Baldur Einar Jóhannesson ✝ Baldur EinarJóhannesson fæddist í Reykjavík 17. apríl 1932. Hann andaðist á Landspítalanum 6. nóvember 2011. Útför Baldurs fór fram frá Hall- grímskirkju 22. nóvember 2011. allar áttir frá Reykjavík, að stórum hluta með aðstoð Alþjóðabank- ans. Að tilhlutan bankans var valinn mannskapur frá fjór- um verkfræðistofum til að hafa umsjón með framkvæmdun- um. Úr samstarfi þessu varð til verk- fræðistofan MAT sf. og varð Baldur fyrsti fram- kvæmdastjóri hennar. Hér nutu helstu kostir Baldurs sín vel. Hann var alla tíð fram- úrskarandi skipulagður, nákvæm- ur og samviskusamur í varðveislu og gerð gagna. Hjá honum kom enginn að tómum kofunum ef upp komu deilumál síðar. Ég hygg að óhætt sé að segja að fáir hafi skil- að af sér umsjón viðamikilla framkvæmda með jafnlitlum eft- irmálum. Meðal þeirra verka sem hann stýrði eftirliti með, auk helstu vegaframkvæmda SV- lands og umfangsmikilla verka fyrir Reykjavíkurborg, má nefna Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, Seðlabankann, Ráðhúsið í Reykjavík og Hval- fjarðargöng. Ég hygg að margur verktakinn hafi andað léttar þeg- ar hann vissi að Baldur sæi um eftirlitið því enginn efaðist um heiðarleika hans. Hans stefna var ætíð að stuðla að framgangi verksins og sýna verktökum sanngirni án þess að bregðast trúnaði verkkaupa. Í þessum efnum var Baldur ætíð fyrirmynd mín og af honum lærði ég margt. Hann var lipur í samskiptum, ekki síst við þá sem voru að hefja sinn starfsferil, og góður leiðbeinandi enda kenndi hann landmælingar árum saman, fyrst við Tækniskóla Íslands og síðan Háskóla Íslands. Blessuð sé minningin um góð- an dreng og félaga. Við Gígí sendum Ebbu og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Henry Þór Henrysson. Dag einn tekur lífið nýja stefnu og við þurfum að kveðja. Þá er gott að ylja sér við minn- ingarnar. Ég á margar ljúfar minningar um Baldur, fyrrverandi tengda- föður minn, sem var einstakur maður. Minningar um Baldur verk- fræðing, nákvæman og rökfastan sem sinnti starfi sínu af alúð, áhuga og fagmennsku; minningar um Baldur við borðstofuborðið þar sem hann ræðir landsins gagn og nauðsynjar, hann hafði sterkar skoðanir og var rökfastur svo að oft var líflegt við borðið; Baldur tónlistarunnanda á leið út um dyrnar á tónleika; Baldur sem sat í vinnuherberginu sínu og las Der Spiegel eða í góðri bók og hlustaði á tónlist, vandaða tón- list, ekkert garg eins og hann sagði sjálfur; Baldur sem naut þess að borða góða matinn henn- ar Ebbu sinnar. Minningin um afa Baldur er þó sterkust í huga mínum. Hann gaf sig að barnabörnunum sín- um af heilum hug og sinnti þeim ávallt af einlægni. Birta mín var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í sama húsi og afi Baldur og amma Ebba fyrstu ár ævi sinn- ar. Við minnumst hvernig afi Baldur ljómaði þegar hann kall- aði á „vinkólínu“ sína þegar hún skreið upp stigann til afa og ömmu. Gleðin og væntumþykjan var sönn! Hann bar hag hennar alla tíð fyrir brjósti og gladdist yfir stóru jafnt sem smáu á hennar vegferð í lífinu. Birta leit líka upp til afa síns og talaði stundum um hann eins hann vissi allt og kynni allt. Kannski var líka ofurlítið til í því. Það segir líka mikið um Baldur að Katrín Sól kallaði hann alltaf afa sinn. Mig langar að þakka af heil- um hug fyrir allar góðu minning- arnar og þau djúpu spor sem afi Baldur hefur markað í líf Birtu minnar og okkar allra. Fyrir það getum við verið óendanlega þakklát. Elsku Ebba mín og fjölskyld- an öll! Við Gunni og Katrín Sól sendum ykkur öllum okkar hlýj- ustu samúðarkveðjur. Gréta Matthíasdóttir. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR geðlæknir, Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 27. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sólveig Grétarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir, Grétar Örn Guðmundsson, Arndís Huld Hákonardóttir, Finnur og Tinna. ✝ Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN AÐALSTEINN JÓNASSON áður til heimilis á Sléttuvegi 21, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 25. nóvember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Barnaspítala Hringsins eða Umhyggju, félag til stuðnings lang- veikum börnum njóta þess. Sveinn Grétar Jónsson Hanna Kristín Guðmundsdóttir Jónas R. Jónsson Helga Benediktsdóttir Margrét R. Jónasardóttir Jón Aðalsteinn Sveinsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Ásta Sigríður Sveinsdóttir Sigurður Karl Guðgeirsson og barnabarnabörn. ✝ Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og lang- afi, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON kennari, Byggðarhól, Seyðisfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 20. nóvember. Útför verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 11.00. Þóra, Kristbjörg og Hugi Guðmundarbörn og fjölskyldur. ✝ INGIBJÖRG ÞÓRUNN RAFNAR hæstaréttarlögmaður, Háteigsvegi 46, lést sunnudaginn 27. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 13.00. Þorsteinn Pálsson, Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Skúli Fr. Malmquist, Páll Rafnar Þorsteinsson, Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, Höskuldur D. Magnússon. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GISSURARDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 24. nóvember. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Lárusson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gissur Guðmundsson, Svanhildur Pétursdóttir, Jón Guðmundsson, Oddný B. Hólmbergsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, deild 18, Landspítala Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 24. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 1. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bryndís Magnúsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Elísabet Magnúsdóttir, Stella Magnúsdóttir, Ragnar Svafarsson, Magnús S. Magnússon, Jóhanna F. Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.