Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Nemendur og foreldrar barna í Vatnsendaskóla í Kópavogi komu saman um helgina og skáru út laufabrauð og hlýddu á jólatónlist. Að margra mati er ómissandi fyrir jólin að koma saman og búa til skemmtileg mynstur í laufabrauðið. Og ekk- ert vantaði upp á einbeitinguna hjá krökkunum sem nutu leið- sagnar foreldra sinna við út- skurðinn. Fjölskyldurnar munu svo gæða sér á brauðinu góða þegar nær dregur jólum. Skera út laufabrauð Morgunblaðið/Golli Kosningar um sameiningu sveitar- félaganna Bæjarhrepps og Húna- þings vestra fara fram laugardag- inn 3. desember næstkomandi. Kjörstaðir verða bæði á Hvamms- tanga og á Borðeyri. Sameining sveitarfélaganna tveggja hefur verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Í Húnaþingi vestra eru liðlega 1.100 íbúar en um 100 manns búa í Bæjarhreppi. Haldnir hafa verið fundir með íbú- um beggja sveitarfélaganna til að fjalla um fyrirhugaða sameiningu. Fyrir liggur skýrsla KPMG þar sem fjallað er um áhrif sameiningar og er hana að finna á vef innanrík- isráðuneytisins. Kosið um samein- ingu á laugardag Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Úr Miðjarðarrétt Kosið verður í Húna- þingi vestra og Bæjarhreppi á laugardag. Í áranna rás hafa fjölmargir flótta- menn fengið skjól á Íslandi. Það fólk eignast börn sem sum eru uppkomin. Hvernig var flótti foreldr- anna og koman til landsins og hvaða áhrif hafði hann á næstu kynslóð á eftir? Um þetta verður rætt á fundi Al- þjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands og Forlagsins í tilefni af út- komu bókarinnar Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jóns- dóttur. Fundurinn er á morgun, miðvikudag, í stofu 101 í Odda og stendur frá 12.25-13.20. Anna Kristine Magnúsdóttir- Mikulcaková er þekkt blaðakona en færri vita að hún er dóttir flótta- manns frá fyrrum Tékkóslóvakíu. Foreldrar Tinnu Davíðsdóttur lyfjafræðings flúðu hins vegar frá Víetnam. Þær segja frá flóttanum og sitja fyrir svörum á fundinum. Börn flóttamanna Sigríður Víðis Jónsdóttir STUTT Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt nýtt lagasafn fyrir ráðið sem felur í sér margvíslegar breyt- ingar á störfum, skipulagi og kosn- ingum til Stúdentaráðs. Breytingarnar fela m.a. í sér að árið 2013 verður kosið til Stúd- entaráðs innan allra fræðasviða HÍ í svokölluð sviðsráð, sem saman mynda Stúdentaráð og verður stjórn Stúdentaráðs skipuð for- mönnum sviðsráða auk formanns og varaformanns Stúdentaráðs. Auk þess verður einstaklingum og smærri listum gert kleift að bjóða fram til Stúdentaráðs og kjós- endum leyft að kjósa einstaka fram- bjóðendur óháð listum. Breytt skipulag kosninga hjá SHÍ Ný lög Stúdentaráð hefur samþykkt nýtt lagasafn sem tekur gildi 2013.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.