Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Tekið á Krakkarnir sýndu fantafína takta og börðust af fræknleik. Fjólur Þær kunna vel að meta félagsskap hverrar annarrar. Efri röð f.v Auður, Tanja, Birna, Ásdís og Árný. Neðri röð f.v Berglind, Sonja, Jónína, Herdís, Hófí og Nína. F. framan Aldís og Melkorka. Uppi á markinu er Hanna Bára. flokki. Í raun var verið að nota ut- andeildina til að koma meistara- flokknum hjá HK af stað,“ segir Aldís sem hætti í handboltanum þegar hún flutti til Danmerkur árið 2006 og fór í íþróttalýðháskóla. „Eft- ir að ég kom heim tók við nám við Háskólann í Reykjavík í íþrótta- fræði og ég lauk mínu BS-námi. En mig langaði alltaf aftur í handbolt- ann, þótt ég væri ekki tilbúin til að fara í allan pakkann og æfa sex sinn- um í viku þrjá tíma á dag, loksins þegar maður átti einhvern frítíma.“ „Power of Facebook“ Í hittifyrra var skráð lið í utan- deildina hjá HK til að leyfa ung- lingaflokks- og meistaraflokks- stelpum að fá frekari þjálfun. „Þegar leikir hentuðu ekki tímasetningum þeirra, þá var hringt í nokkrar okkar sem höfðum verið að æfa áður, og þannig fór þetta af stað. Í fyrra vor- um við 4-5 stelpur að æfa og fengum unglingaflokksstelpur til að spila með okkur. Það var svo gaman en við vorum fámennar og því fór ég að hóa saman fleiri stelpum. Ég sendi á þær sem ég var með á mínum vina- lista á Facebook og vissi að höfðu einhvern tímann æft handbolta, og þær sendu svo á aðrar sem þær þekktu, þannig vatt þetta upp á sig. Þetta var sannkallað „power of Facebook“ og til urðu Fjólurnar. Við erum tuttugu og tvær skráðar í hóp- inn og þótt þær komist ekki allar alltaf á æfingu, enda eru nokkrar mæður í hópnum, erum við samt alltaf nógu margar.“ Fjólublái búningurinn Aldís byrjaði að þjálfa yngri flokka þegar hún var 14 ára og í fyrstu sá hún að mestu um þjálfun Fjólanna, en nú hafa þær dreift því á fleiri í hópnum. „Við erum nokkrar sem höfum skipt með okkur að skipuleggja æfingarnar, því það er gott að fá sem flestar hugmyndir að æfingum. Ég sé um annað utanum- hald, að greiða gjöldin fyrir leiguna á salnum, borga mótagjöld, skrá okkur í leiki, sjá um frestanir á leikj- um og fleira.“ Fjólublái búningurinn kom þannig til að þær vildu skapa sér sérstöðu. „Þar sem við komum úr öllum áttum og höfum spilað með ýmsum liðum vildum við skapa heild með því að vera í okkar eigin bún- ingi. Við vildum hafa búninginn óvenjulegan til að þurfa ekki að fara í vesti ef búningurinn okkar væri of líkur búningi mótherja á heimavelli. Það voru miklar pælingar að finna út úr þessu. Fyrst vorum við að pæla í að vera í bleikum búningi en það fékk ekki hljómgrunn og við end- uðum á fjólubláa litnum. Í framhald- inu fórum við að kalla okkur Fjól- urnar og það hefur náð að festa sig í sessi.“ Þær sem langar að prófa að æfa með Fjólunum geta sent línu á: aldis1985@gmail.com. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Á hlaup.is er birtur listi yfir 15 bestu maraþontíma Íslendinga frá upphafi. Hér má sjá tíu bestu karla og konur: 1. 02:17:12 Kári Steinn Karlssson Berlín 2011. 2. 02:19:46 Sigurður P. Sigmundsson Berlín 1985. 3. 02:28:30 Daníel Smári Guðmundsson Dublin 1993. 4. 02:29:07 Ágúst Þorsteinsson Manchester 1983. 5. 02:30:44 Steinar Friðgeirsson Rvk 1986. 6. 02:32:44 Jóhann Ingibergsson Rvk 1993. 7. 02:32:45 Sighvatur D. Guðmundsson London 1984. 8. 02:33:55 Björn Margeirsson Rvk 2010. 9. 02:35:01 Jón Stefánsson St. Paul 1991. 10. 02:35:26 Birgir Sævarsson- Frankfurt 2011. 1. 02:35:15 Martha Ernstsdóttir Berlín 1999. 2. 02:54:43 Anna Jeeves London 1998. 3. 02:55:36 Bryndís Ernstsdóttir Rvk 2005. 4. 02:57:28 Rannveig Oddsdóttir Rvk 2010. 5. 03:00:43 Helen Ólafsdóttir Boston 2011. 6. 03:02:36 Verónika Sigríður Bjarnadóttir Rvk 2011. 7. 03:03:56 Þurý Guðmundsdóttir Sacramento 2010. 8. 03:06:09 Sigurbjörg Eðvarðs- dóttir París 2011. 9. 03:09:57 Eva Margrét Einarsdóttir Kaupmannahöfn 2008. 10. 03:10:45 Margrét Elíasdóttir París 2010. Tíu bestu karlar og konur frá upphafi Morgunblaðið/Eggert Efstur Kári Steinn hefur hlaupið maraþon á besta tíma allra Íslendinga. Bestu maraþontímar Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.