Morgunblaðið - 29.11.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 29.11.2011, Síða 8
8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varað þvæla lögum um stjórnarráð í gegnum þingið, án nægjanlegrar umfjöllunar þess, sór hún og sárt við lagði að nýjum lögum væri ekki beint gegn Jóni Bjarnasyni.    Efndir hennarhafa verið í góðu samræmi við annað.    Í fyrradag réðstJóhanna Sigurð- ardóttir að Ögmundi innanríkisráðherra fyrir að standa í lappirnar, jafnvel þótt útlendingur eigi í hlut. Slíkt er pólitísk dauðasök að mati samfylk- ingarmanna. Daginn eftir var ráðist á Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra af ekki minni heift.    Fátítt er að forsætisráðherra ráð-ist persónulega gegn tveimur ráðherrum úr samstarfsflokki nema ríkisstjórn sé á síðustu metrum sín- um.    Slíkt er fátítt, eins og fyrr sagði,en óþekkt er til þessa að formað- ur samstarfsflokksins, sem í hlut á, sitji þegjandi hjá, hvað þá að hann láti sér vel líka, eins og í tilviki Stein- gríms J. Sigfússonar.    Meira að segja Ketill skrækurSkuggagríms hljóp til úr horni sínu og slæmdi til Jóns flokksbróður síns, þar sem honum þótti ágjöfin sem yfir hann gekk ekki nægjanleg.    Sá hefði aldrei hreyft sig í heimild-arleysi.    Hann er að verða einstæð upp-setning, ríkisstjórnarfarsinn í Ráðleysu. Jóhanna Sigurðardóttir Ráðleysisráp STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjóél Bolungarvík -2 alskýjað Akureyri -1 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Vestmannaeyjar 2 skýjað Nuuk -10 skýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 6 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skúrir London 10 skýjað París 8 skýjað Amsterdam 6 heiðskírt Hamborg 5 heiðskírt Berlín 6 heiðskírt Vín 7 léttskýjað Moskva 2 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 15 skúrir Róm 13 heiðskírt Aþena 12 heiðskírt Winnipeg 3 léttskýjað Montreal 7 skýjað New York 18 heiðskírt Chicago 2 snjókoma Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:40 15:53 ÍSAFJÖRÐUR 11:13 15:30 SIGLUFJÖRÐUR 10:57 15:11 DJÚPIVOGUR 10:16 15:16 Stjórnlög unga fólksins voru í for- grunni á ráðstefnu Evrópuráðsins sem fram fór í síðustu viku. Þar voru samankomnir ráðherrar Evrópu- ráðsins og ræddu þeir hvernig byggja mætti upp barnvænni Evrópu. Ráð- stefnan fór fram í Mónakó. Fyrir Íslands hönd sat Kristinn Jó- hannsson, sextán ára, fyrir svörum en hann var einn af þeim sem sóttu þing ungmennaráða í vor, Stjórnlög unga fólksins. Auk Kristinns voru Bergsteinn Jónsson frá UNICEF og Arnfríður Valdimarsdóttir frá Reykjavíkurborg fulltrúar verkefnis- ins á ráðstefnunni. Markmiðið með Stjórnlögum unga fólksins var að láta raddir barna og ungmenna heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Fræðslumynd- bönd voru m.a. útbúin þar sem stjórnarskráin var skoðuð með ný- stárlegum hætti. Myndböndin eru á vefsíðunni www.stjornlogungafolks- ins.is, og þar gátu börn og ungmenni auk þess sett fram sínar skoðanir á stjórnarskránni og dregið upp sína framtíðarsýn. Hinn 16. apríl fór fram þing ung- mennaráða í Iðnó. Fulltrúum ung- mennaráða sveitarfélaga var boðið til að vinna álit út frá spurningum tengdum umfjöllunarefnum stjórnar- skrárinnar. Horft var á myndböndin og málin rædd í þaula. Að því loknu var sett saman skýrsla sem síðan var afhent formanni stjórnlagaráðs. Vildu vita allt um Stjórnlög unga fólksins „Það er gaman til þess að vita að hugmyndin á bak við Stjórnlög unga fólksins hafi vakið athygli út fyrir landsteinana,“ segir Arnfríður Valdi- marsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Þeim hjá Evrópu- ráðinu fannst verkefnið óvenjulegt, spennandi og áhrifaríkt.“ „Það var mjög gaman að sjá sýn annarra ríkja á verkefinu okkar, mjög margir ráðherrar komu að tala við mig og vildu vita allt um Stjórnlög unga fólksins,“ segir Kristinn Jó- hannsson. „Það er einstaklega ánægjulegt að vita að fleiri skuli nú hafa heyrt af verkefninu og við erum mjög spennt fyrir þessu öllu saman,“ segir Berg- steinn Jónsson hjá UNICEF á Ís- landi. Fulltrúarnir Kristinn Jóhannsson, Bergsteinn Jónsson frá UNICEF og Arn- fríður Valdimarsdóttir frá Reykjavíkurborg voru fulltrúar á ráðstefnunni. Stjórnlög unga fólkins á ráðstefnu Evrópuráðsins Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar Tekið er við umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík dagana 23., 24., 30. nóv. og 1., 7. og 8. des. kl. 11–14 Þeir sem þegar hafa fengið inneignarkort frá Arion banka í gegnum Hjálparstarfið geta sótt um á www.help.is. Einnig taka prestar á landsbyggðinni við öllum umsóknum þar. Síðasti umsóknardagur hjá þeim er 8. desember. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 32 54 Reykjavíkurdeild Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi hefur náð síldaraflamarki sínu. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær. Þar segir jafnframt að Lundey NS, eitt skipa félagsins, sé væntanleg til hafnar á Vopnafirði í dag með um 850 tonna síldarafla, sem fékkst í einu kasti á Breiðasundi, skammt innan við Stykkishólm, í fyrradag. Þar með var aflamarki skipa HB Granda á ís- lensku sumargotssíldinni náð á þess- ari vertíð, en síldarafli skipanna nem- ur nú rúmlega 5.000 tonnum. Nóg virðist vera af síld í Breiðafirði, en Ingunn AK fékk þar 1.000 tonna kast í síðustu viku. Þá landaði Faxi RE 500 tonnum í fyrradag og með þess- um 850 tonnum hjá Lundey ætti að vera hægt að halda vinnslunni gang- andi fram eftir vikunni. HB Grandi nær síld- araflamarki sínu  Lundey NS væntanleg til hafnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.