Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 16
● Samkvæmt nýrri hagspá Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) verður hagvöxtur einungis 1,9% í að- ildarríkjum sam- takanna á þessu ári og 1,6% á því næsta. Efnahagshorfur Íslands eru hins vegar nokkru bjartari. OECD spáir því að í ár muni hagvöxtur mælast 2,9%, 2,4% á næsta ári og einnig árið 2013. Samkvæmt spá OECD er reiknað með að atvinnuleysi á Íslandi verði 7% í ár, 6,1% á því næsta og 5,3% árið 2013. Þegar skýrslan var kynnt í gær í höf- uðstöðvum OECD í París varaði stofn- unin við því að ef ekki yrði gripið fljótt til aðgerða til að stemma stigu við versnandi þróun á alþjóðamörkuðum væri hætta á verulegum samdrætti í heiminum. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 2% í Bandaríkjunum á næsta ári en 1,7% á þessu ári. Hins vegar verður hagvöxtur aðeins 0,2% á evrusvæðinu á næsta ári en mun mælast um 1,6% í ár. Svört hagspá OECD Efnahagslægð OECD spáir aðeins 0,2% hagvexti á evrusvæðinu 2012. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Það að tímaritið The Economist segi í fyr- irsögn að ef þýsk stjórnvöld og Evrópski seðlabankinn grípi ekki umsvifalaust til að- gerða þá verði hruni evrunnar ekki afstýrt segir mikið um þá stöðu sem er komin upp í skuldakreppu hins sameiginlega myntsvæðis. Ótti og áhyggjur um að allt fari á versta veg einskorðast ekki lengur við jaðarmenni. Dómsdagsspámenn eru ekki lengur einir um að sjá fyrir hrun evrusvæðisins heldur eru matsfyrirtæki farin að sjá raunverulega hættu á fjöldagjaldþrotum aðildarríkja evru- svæðisins fyrir sér. Í gær lýsti matsfyrirtækið Moody’s því yfir að skuldakreppan græfi undan stöðu ríkis- sjóða aðildarríkja evrusvæðisins og að djúp- stæðar efasemdir um getu einstakra ríkja til að endurfjármagna skuldir sínar færu nú vax- andi. Sérfræðingar Moody’s óttast að stefnu- smiðir á evrusvæðinu muni ekki bregðast nógu skjótt við vandanum og segja að lík- urnar á röð ríkisgjaldþrota aðildarríkja mynt- svæðisins séu ekki lengur fjarlægar. Viðvörun matsfyrirtækisins var opinberuð áður en nokkur af stærri hagkerfum evrusvæðisins ráðast í skuldabréfaútboð í vikunni. Belgíska og ítalska ríkið luku við útboð í gær en ávöxt- unarkrafan í báðum útboðum var í hæstu hæðum. Auk þessara útboða munu franska og spænska ríkið ráðast í útboð í vikunni. Lánshæfismat á leið í ruslið Fram kemur í skýrslu Moody’s að þrátt fyrir hættuna á þjóðargjaldþrotum telji sér- fræðingar matsfyrirtækisins að evrusvæðið muni haldast í núverandi mynd. En hinsvegar vara þeir við því að þau aðildarríki sem kunna að þurfa að fá lausafjárfyrirgreiðslu vegna endurfjármögnunar til lengri tíma muni glata lánshæfiseinkunn sinni og matið verða fært niður í ruslflokk. Ljóst er að þarna er átt við Ítalíu en skuldastaða ríkisins er með öllu ósjálfbær miðað við þá kröfu sem markaður- inn er að gera á skuldabréf stjórnvalda. Þrátt fyrir að enginn telji að skuldakrepp- an verði leyst á einni nóttu telja margir sér- fræðingar afar brýnt að samkomulag náist á meðal aðildarríkjanna og Evrópska seðla- bankans um að bankinn verði stórtækari í að- gerðum sínum. Þarna er fyrst og fremst átt við bein kaup hans á ríkisskuldabréfum verst stöddu evruríkjanna eða þá að hann noti efna- hagsreikning sinn til þess að verja skulda- bréfaútgáfu þessara ríkja. Tímaritið The Eco- nomist telur að bankinn þurfi að feta sömu slóðir og bandaríski seðlabankinn og Eng- landsbanki og hefja hreina og beina peninga- prentun til þess að kaupa megi tíma við lausn vandans. Ljóst er að taugatrekkjandi dagar eru framundan á mörkuðum og kastljósið er farið að beinast að næsta leiðtogafundi Evrópu- sambandsins sem fer fram í næstu viku. Það kann að skipta sköpum fyrir framhaldið hvort leiðtogarnir koma loks með trúverðuga lausn á vandanum sem við er að etja. Evrusvæðið nálgast suðumark Reuters Dökkar horfur Spennuþrungnir dagar framundan á fjármálamörkuðum.  Matsfyrirtækið Moody’s útilokar ekki röð ríkisgjaldþrota á evrusvæðinu  Tímaritið The Economist segir að þýsk stjórnvöld og Evrópski seðlabankinn verði að bregðast við til að afstýra yfirvofandi hruni ● Vinnustöðvun flugliða ástralska flugfélagsins Qantas hefur mikil áhrif á afkomu félagsins í ár en talið er að kostnaðurinn vegna hennar nemi 194 milljónum Ástralíudala, 23 milljörðum króna. Í af- komuviðvörun frá Qantas kemur fram að rekstr- arhagnaður félagsins verði væntanlega 140-190 milljónir dala á fyrri hluta rekstrarársins, júlí-desember, en á sama tímabili í fyrra nam hann 417 milljónum dala. Í kjölfar tilkynningarinnar lækkuðu bréf félagsins í kauphöllinni í Sydney í gær um 3,44%. Verkfallið kostaði Qantas 23 milljarða króna ● Hlutabréf breska ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook hækkuðu um 43% í kauphöllinni í Lundúnum í gær. Hækkunin er rakin til samnings sem fyr- irtækið gerði fyrir helgi við helstu lánveitendur sína. Fyrir tæpri viku lækkaði verð hlutabréfa Thomas Cook um 75% á einum degi eftir að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun um að það væri að semja við banka um endurfjármögnun. Á föstudag tilkynnti Thomas Cook að náðst hefðu samningar við banka um aðgang að 200 milljóna punda lánalínu, um 37 milljarða króna. Verður lánal- ínan virk þar til í apríl 2013. Hlutabréf Thomas Cook hækkuðu um 43% ● Ríkissjóður Ítalíu þarf að greiða 7,3% vexti af skuldabréfum sem voru boðin út í gær. Um er að ræða bréf sem taka mið af þróun verðbólgu á evrusvæðinu til ársins 2023. Síðast þegar um sam- bærilegt útboð var að ræða voru vext- irnir 4,6%. Gert var ráð fyrir að taka til- boðum fyrir 500-750 milljónir evra. Greiðir 7,3% vexti Lægri stýrivextir hefðu ekki áhrif á fjárfestingastig á Íslandi. Það eru aðrir þættir sem stjórna því og þeir hafa ekkert með peningastefnu Seðlabankans að gera. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabanka- stjóri, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Peninga- stefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað vexti í tvígang um 0,25 pró- sentustig á síðustu mánuðum. Már sagði hins vegar að aðrir þættir hefðu meiri áhrif á fjárfest- ingar, þar á meðal laskaðir efnahags- reikningar fyrirtækja, ótryggt rekstrarumhverfi og sömuleiðis erf- iðari fjármögnun vegna efnahags- ástandsins á erlendum mörkuðum. Ekkert af því kæmi innlendri pen- ingastefnu við, að sögn Más. Jafnframt kom fram í máli seðla- bankastjóra að stýrivextir væru hæfilegir við núverandi efnahagsað- stæður og mikið þyrfti að koma til ef þeir ættu að hækka eða lækka á næstunni. Stýrivextir ráða ekki fjárfestingu Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að vísa Já-málinu svo nefnda til Samkeppnisstofnunar eftir að úrskurðarnefnd fjar- skipta- og póstmála felldi úr gildi ákvörðun stofnunarinnar að hluta. Um er að ræða hann hluta úr- skurðar PFS um að fyrirtækinu væri skylt að veita aðgang að gagnagrunni símanúmera á kostnaðarverði að viðbættri hæfi- legri álagningu. Já til Sam- keppnis- stofnunar                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +/0-01 ++0-12 1+-.11 13-224 +5-11+ +1,-44 +-022. +/0-++ +0,-20 ++,-.1 +/0-,5 ++0-05 1+-./0 13-2,4 +5-15+ +23-31 +-025, +/0-44 +0,-/ 1+0-5,22 ++,-5 +/4-.1 ++0-,+ 1+-0./ 13-.04 +5-21+ +23-2/ +-0.1. +/4-1+ +43-10 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hörður Ægisson hordur@mbl.is Smásölufyrirtækið Hagar keyptu hlutafé í fjölmiðlafélaginu 365 miðl- um fyrir 810 milljónir króna, aðeins einum mánuði eftir hrun íslenska fjármálakerfisins. Þetta var síðar selt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þá- verandi aðaleiganda Haga, og 365 miðla. Tap Haga vegna við- skiptanna nam um 300 milljónum króna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í útboðslýsingu Haga en selja á 20-30% hlut í Högum í al- mennu hlutafjárútboði í byrjun næsta mánaðar. Aðspurður hvort viðskiptasjón- armið hafi legið að baki hlutafjár- kaupunum sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sér vera óheimilt að tjá sig frekar um efni málsins um- fram það sem kæmi fram í útboðs- lýsingu Haga. „Við vorum að fjár- festa í mörgu öðru en smásöluverslun á þessum tíma,“ sagði Finnur í samtali við Morg- unblaðið. Viðskiptin að fullu uppgerð Í útboðslýsingu Haga vegna sölu á hlutum í félag- inu í Kauphöll Ís- lands kemur fram að hlutafjár- kaupin í 365 miðlum voru fjármögnuð með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfesting- arinnar var seldur Jóni Ásgeiri, sem jafnframt var stjórnarformaður 365 miðla, innan sama fjárhagsárs á sama gengi og við kaupin. Eft- irstöðvarnar voru seldar skömmu síðar fyrir andvirði tæplega 100 milljóna króna til aðila sem voru fjárhagslega tengdir Jóni Ásgeiri. „Öll viðskipti þessu tengd eru að fullu uppgerð,“ segir í útboðslýsing- unni. Kaupin fóru fram þann 2. nóv- ember 2008 en þá var jafnframt greint frá því í fjölmiðlum að hópur fjárfesta undir stjórn Jóns Ásgeirs hefði sett 1,5 milljarða króna inn í 365 miðla og í kjölfarið keypt allt hlutafé fjölmiðlafyrirtækisins. Ingi- björg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er í dag aðaleigandi 365 miðla. Almennt útboð á hlutabréfum í Högum fer fram 5.-8. desember næstkomandi. Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka, hyggst selja þegar útgefna hluti í Högum og nemur stærð útboðsins 20% af útgefnum hlutum, eða 243.518.168 hlutum, en stjórn seljanda áskilur sér rétt til að stækka útboðið í allt að 30% af útgefnum hlutum eða samtals í allt að 365.275.752 hluti. Óskað verður eftir áskriftum á verðbilinu 11-13,5 krónur á hlut. Hagar töpuðu 300 millj- ónum á kaupum í 365 Finnur Árnason  Keyptu hlutafé í 365 fyrir 810 milljónir skömmu eftir hrun Þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur Evrópski seðlabankinn keypt ríkisskuldabréf verst stöddu evruríkjanna fyrir ríflega 200 millj- arða evra frá því að hann hóf slík kaup í maí í fyrra. Í síðustu viku keypti hann rík- isskuldabréf Portúgals, Ítalíu, Írlands, Grikklands og Spánar fyrir tæplega 9 milljarða evra. Þessi miklu inngrip hafa til þessa ekki skilað þeim árangri að sölu- þrýstingur á ofangreind ríkisskuldabréf hafi minnkað. Aðsópsmikill EVRÓPSKI SEÐLABANKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.