Morgunblaðið - 29.11.2011, Side 20

Morgunblaðið - 29.11.2011, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Samkvæmt fjár- lögum fyrir árið 2012 á enn og aftur að skera niður framlög til Landspítala. Nú er komið að þolmörkum. Sparnaðaraðgerðir fyrri ára hafa haft mikil áhrif á starf- semi spítalans, starfs- fólki hefur fækkað á sama tíma og verk- efnum hefur fjölgað og aðsókn sjúklinga aukist. Reynt er að út- skrifa sjúklinga eins fljótt og kost- ur er til að rýma fyrir nýjum sjúk- lingum, tækjabúnaður er slitinn og verkfæri gömul. Færri legurými, yfirfullar deildir Stjórn spítalans hefur kynnt nýja sparnaðaráætlun sem meðal annars felur í sér flutning rétt- argeðdeildarinnar á Sogni inn á Klepp, lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og lokun líknardeildar aldraðra á Landakoti. Með þessu fækkar legurýmum á Landspítala um 22. Legudeildir spítalans eru oft yfirfullar, með tilheyrandi gangainnlögnum og óþægindum fyrir sjúklinga. Hvernig á að vera hægt að fækka legurýmum án þess að skerða öryggi sjúklinga? Hvað er gert á háskólasjúkrahúsi? Landspítali er eina háskóla- sjúkrahús okkar Íslendinga. Það þýðir að auk hefðbundinnar spít- alaþjónustu er þar veitt sérhæfð lífsnauðsynleg þjónusta sem hvergi er annars staðar að fá á landinu. Þar er verið að bjarga börnum sem fæðast fyrir tímann og meðhöndla sjúklinga með fjöl- áverka eftir slys. Þar eru gerðar flóknar og sérhæfðar aðgerðir, sjúklingar meðhöndlaðir sem þjást af hjartasjúkdómum, lungnabólgu, gigt, heilablóðfalli, geðrofi og svo mætti lengi telja. Þar læknar og líknar mjög hæft og dýrmætt starfsfólk. Kraftaverk lítur dags- ins ljós á hverjum degi. Stundum verðum við starfmennirnir að játa okkur sigruð og sætta okkur við orðinn hlut. Þannig er lífið á há- skólasjúkrahúsi. Eftir standa spurningarnar: Hvernig eigum við að reka sjúkrahús sem veitir svona mikilvæga og dýra þjónustu fyrir æ minni fjármuni? Hvernig eigum við að tryggja öryggi sjúk- linga á yfirfullum deildum? Hvern- ig eigum við að stuðla að framþró- un heilbrigðisþjónustunnar? Menntun heilbrigðisstarfsfólks Eitt af meginhlutverkum há- skólasjúkrahúss er að mennta heil- brigðisstarfsmenn. Á annað þús- und nemendur hljóta árlega verklega kennslu á spítalanum. Menntun hvers læknis og hjúkr- unarfræðings er dýr. Það fara því mikil verðmæti forgörðum þegar heilbrigðisstarfsfólk hverfur á braut. Við verðum að halda í fag- fólkið okkar með því að skapa því skilyrði til að blómstra í starfi, kennslu og vísindum. Aðeins þann- ig getum við áfram menntað kom- andi kynslóðir heilbrigðisstarfs- manna. Það er dýrt að standa á eigin fótum sem þjóð. Við verðum að forgangsraða og í þeirri röð ætti Landspítali að vera framarlega. Stöndum því vörð um þjónustu Landspítalans og eflum hann í stað þess að draga úr honum allt blóð. Verjum þjónustu Landspítalans Eftir Eygló Inga- dóttur og Önnu Gunnarsdóttur » Það er dýrt að standa á eigin fótum sem þjóð. Við verðum að forgangsraða og í þeirri röð ætti Landspítali að vera framarlega. Anna Gunnarsdóttir Eygló er formaður hjúkrunarráðs á Landspítala. Anna er formaður læknaráðs á Landspítala. Eygló Ingadóttir Lífsgleði og bjart- sýni er sem betur fer efst í huga ungs fólks er það lítur til fram- tíðar, þó eru allt of margir sem af ýmsum ástæðum geta ekki litið bjarta framtíð. Svo var það einnig hér á árum áður með þá er greindust með hiv. Í dag er hinsvegar full ástæða til bjartsýni því að margt er að gerast í málefnum hiv-jákvæðra en jafnframt er al- gerlega ljóst að allir verða að halda vöku sinni varðandi út- breiðslu sjúkdómsins. Einstakling- urinn ber ábyrgð á sér, sínum at- höfnum og tekur því afleiðingunum hverjar sem þær eru. Þó komin séu á markað lyf sem haldið geta hiv-veirunni innan smitandi marka þá er það ekki lækning og lyfjunum fylgja marg- víslegar aukaverkanir. Það á hér við sem forðum var sagt „að brot- ið er ekki heilt þó saman hangi“. Á árinu sem er að líða (miðað við 1. nóv.) greindust 17 ein- staklingar hiv-jákvæðir, 3 af þeim með alnæmi og lést einn þeirra á árinu. Þetta er auðvitað algerlega óviðunandi ástand þó að tala greindra-jákvæðra tilfella (miðað við 1. nóv.) sé lægri en á síðast ári þá er þetta sami fjöldi og greind- ist 1985, annar stærsti hópur frá upphafi greininga. „Náum núllpunkti“ WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin) hefur sent frá sér metn- aðarfulla áætlun allt til ársins 2015 sem kallast „Getting to Zero“ eða eins og íslenska má hana „Náum núllpunkti“. Þetta kallar auðvitað á að allir taki höndum saman, sem vinna að málefnum hiv-jákvæðra, með auk- inni fræðslu til almennings, auknu aðgengi að smokkum og síðast en ekki síst að allir hópar hafi jafnan aðgang að viðeigandi lyfjum. Það á ekki að draga fólk í dilka eftir stöðu þess í þjóðfélaginu, þurfi einhver meira utanumhald en ann- ar á hann að fá það. Yfirvöld verða að veita meiri fjármuni til forvarna í þessum málaflokki enda er það í raun og veru það sem Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin er að segja – aukum forvarnir – náum núllpunkti. Þörfin á fræðslu HIV Ísland hefur í ár eins og undanfarin ár staðið fyrir fræðslu um hiv og alnæmi meðal annars fyrir 9. og 10. bekkinga grunn- skóla þar sem ekki síst er lögð áhersla á að unglingarnir sýni sjálfum sér og öðrum fulla virðingu í kyn- lífsathöfnum sem og daglegu lífi. Fræðslustarfið er unnið í sjálfboðavinnu en þrátt fyrir það fylgir því margs kon- ar kostnaður. Félagið hefur til þessa verk- efnis notið styrkja ýmissa velvildaraðila og þar á meðal heil- brigðisyfirvalda. Það er alveg ljóst að með því að styrkja félagið til verkefnisins eru heilbrigðisyf- irvöld að spara sér stórar upp- hæðir. Það myndi kosta margfalt meira ef hið opinbera stæði sjálft í þeirri útgerð. Þannig að yfirvöld mættu því alveg huga að því að láta meiri peninga af hendi til verkefnisins því þörfin á fræðslu og forvörnum er mikil. Umræðan Opinber umræða í fjölmiðlum, um aukin smit, vandamál tengd útbreiðslu hiv meðal sprautufíkla og lyfjameðferð þeirra, hefur eðli- lega verið mikil á árinu en líka oft verið óvægin. Núverandi stjórn fé- lagsins hefur hinsvegar, á líðandi ári kosið að vera ekki áberandi í blaðaumfjöllunum þrátt fyrir þetta, heldur unnið störf sín í hljóði af þeim mun meiri festu og ákveðni. Við viljum vera þátttakendur í umfjöllun yfirvalda um málefni tengd hiv og alnæmi og gerum kröfu til opinberra aðila um það. Því gerum við orð Öryrkja- bandalags Íslands að okkar, „Ekk- ert um okkur án okkar“. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember er framundan og þá berum við Rauða borðann, merki sem er alþjóðleg táknmynd sam- úðar og stuðnings við hiv-jákvæða og alnæmissjúka, hann er krafa um umræðu og forvarnir, ósk um framfarir í rannsóknum, von um lækningu en einnig er honum ætl- að að vera ásýnd út á við til að draga hiv-smit og alnæmi fram í dagsljósið og vinna þannig gegn fordómum varðandi sjúkdóminn. Hiv-veiran fer ekki í mann- greinarálit þegar hún stingur sér niður, allir eru jafnir fyrir henni, við skulum í baráttunni haga okk- ur eins, hætta að draga fólk í flokka sem stuðlar að fordómum heldur standa saman því við erum jú öll að berjast að sama marki. Erfitt ár senn að baki en þó ástæða til bjartsýni Eftir Svavar Gunnar Jónsson »Einstaklingurinn ber ábyrgð á sér, sínum athöfnum og tekur því afleiðingunum hverjar sem þær eru. Svavar Gunnar Jónsson Höfundur er formaður HIV Ísland. Birtan kemur með blessað strit, / húmið með hlýjan dvala. / Ég gref mér brunn og ég brýt mér land, / brauðs míns neyti og þorstanum svala, / og hirði ekki um keis- arans hefðarstand. Þessi vísa er þýðing Helga Hálfdán- arsonar á „Vísu bónd- ans“ sem ort var í Kína fimm þús- und árum fyrir bókaðan landafund Íslands. Í henni er frásögn af dag- legu lífi sem byggist á margra alda þróun. Vísan er birt hér í stað langrar upptalningar og lofræðu um samfellda og ævaforna verk- og list- menningu Kínverja. Sú menning er mikillar virðingar og aðdáunar verð. Landið í þjóðareign Það eru ekki mörg ár síðan ís- lenskir jafnaðarmenn notuðu í kosningabaráttu stórt og litríkt plakat með mynd af Íslandi. Á myndinni var krafa jafnaðarmanna um; „Landið í þjóðareign“. Rök þeirra voru og eru enn að kynslóð- irnar koma og fara. Og það er skylda hverrar kynslóðar að tryggja að afkomendum hennar verði frjálst að lifa af landi sínu. Það frelsi er best tryggt með sem mestri þjóðareign á auðlindum – og landið er auðlind. Af sama meiði eru kröfurnar um að fiskimið, fallvötn og hitinn í iðrum landsins séu í þjóðareign. Á þessum árum studdu allir jafnaðarmenn þessa kröfu og enn í dag gera það – ætla ég – allir meðvitaðir jafn- aðarmenn. Ríkið á því að kaupa til sín allt það land sem það getur og aldrei selja land varanlega – aðeins leigja afnotarétt eða selja með þeim skil- yrðum að landið falli aftur í þjóð- areign eftir tiltekna áratugi. Mér er sagt að í Kína sé eignaréttur á keyptu landi 70 ár. Norski laxinn Eins og fram kemur hér í upphafi eiga Kínverjar afar langþróaða og merkilegra menningu. Öll samskipti við þá á því sviði eru Íslendingum efalítið dýrmæt og lærdómsrík. Og enginn efi að það er eftirsóknarvert fyrir Íslendinga að eiga góð sam- skipti við Kínverja á því sviði. Margir tala einnig fyrir því að auka beri efnahagstengsl Íslands og Kína. Áreiðanlega gætu Íslendingar hagnast á þannig tengslum. Sá galli er þó þar á að um fyrirsjáanlega framtíð ríkir í Kína pólitískur rétt- trúnaður kommúnista. Þeir beita alla refsingum og hótunum sem fara gegn vilja þeirra. Þeim ríkjum er t.d. hótað refsingum sem voga sér að tala við Dalai Lama eða stjórnvöld á Taívan. Þeir keng- beygðu íslensk stjórnvöld til að breyta Suðurnesjum í fangelsi og loka fólk inni þar fyrir það eitt að hafa asískt yfirbragð og vera líklegt til að vera áhangendur Falun Gong, og ergja kínverska ráðamenn í kurteisisheimsókn. Því er haldið fram að viðskipti við kínversk fyrirtæki séu venjuleg við- skipti frjálsra fyrirtækja. Þó gerð- ist það að þegar Norðmenn móðg- uðu kínversk stjórnvöld þá hættu öll þessi „frjálsu“ fyrirtæki á sama degi að kaupa norskan lax! Sá sem ræður komu 300 þús. ferðamanna til Íslands hefur mikið vald yfir efnahag landsins. Er eftirsóknarvert að selja sig undir slíkt vald? Grímsstaðir og aðrar jarðir Eftir Birgi Dýrfjörð Birgir Dýrfjörð »Mér er sagt að í Kína sé eignaréttur á keyptu landi 70 ár. Höfundur er rafvirkjameistari og sit- ur í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Svör óskast Í blaðinu í gær var grein eftir Ragnar Önundarson sem hét Bankastofnanir eru hættulegri mannréttindum okkar en óvígur her. Við vinnslu greinarinnar féll niður aftasti kafli greinarinnar. Ragnar er beðinn velvirðingar á mistökunum sem og lesendur blaðsins en hér kemur lokakaflinn: Það er ekki hlutverk banka að vera milliliðir í auðgun sem hvorki byggist á framleiðslu né rekstri, auðgun sem eingöngu er á kostnað annarra. Arion banki færði mönn- um sem eru vélaverkfræðingar en nefna sig „fjárfesta“ verslanakeðj- una Haga á silfurfati fyrr á árinu. Nú fara Hagar á markað og gróð- inn kemur í ljós. Bankinn hét einu sinni Búnaðarbankinn. Þá færði hann þessu sama fólki Húsasmiðj- una. Ástæða er til að bankinn upp- lýsi landsmenn um það af hverju sömu einstaklingum eru ítrekað færðir milljarðar á silfurfati. Á bankinn ekki fleiri viðskiptavini sem hann þarf að sinna? Kæmi ekki til álita að skipta fénu milli heimila sem standa höllum fæti? Að hvaða marki stefnir bankinn með þessari háttsemi? Er þetta kannski bara tilviljun? Eða eru það banka- flón sem veita bankanum forystu? Svör óskast. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Súgfirðingaskálin Þriðja lota í keppni um Súgfirð- ingaskálina, tvímenningsmóti Súg- firðingafélagsins, var spiluð á mildu nóvemberkvöldi. Þátttaka var góð, fimmtán pör mættu til leiks enda mikill kraftur í átthagafélaginu. Úrslit í þriðju lotu, meðalskor 130 stig. Már Hinriksson – Þorvaldur Ragnarss. 165 Jón Óskar Carlsson – Karl Jónsson 157 Björn Ármannsson – Auðunn Guðmss. 155 Eðvarð Sturluson – Guðm. Gissurarson 144 Finnbogi Finnbogas. – Pétur Carlsson 139 Sigurður Kristjánss. – Karl Sigurðsson 138 En það er ekki aðalmálið að skora sem mest, heldur vera með og styrkja félagsauðinn. Niðurstaða kvöldsins þýðir að staða efstu para jafnaðist og stefnir í skemmtilegt mót. Heildarstaðan eftir þrjár lotur: Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 432 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 416 Jón Óskar Carlss. – Karl Jónsson 415 Kristján og Ólafur Pálssynir – Ingimar Bjarnason 408 Finnbogi Finnbogas. – Pétur Carlsson 399 Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldsson 395 Feðganir Jón Óskar og Karl eru í bestri stöðu þegar lægsta skori er sleppt en alls verða spilaðar sjö lotur og gilda sex bestu skorin. Næst verður spilað 23. janúar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.