Morgunblaðið - 29.11.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 29.11.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Bragi Guðbrandsson, starfsmaður Skeljungs, mælir styrkleika frostlagar en mikilvægt er að hann sé réttur til að koma í veg fyrir að það frjósi í vatnskassanum í miklu frosti. Kuldakasti er spáð á landinu öllu í vikunni og er þá ýmislegt sem bifreiðaeigendur þurfa að huga að. Gott er að setja sílíkon á gúmmí í hurðum og ef ekki er sam- læsing á bílnum er gott að setja lásaolíu í læsing- arnar. Þá skal fara varlega með rúðuþurrkur, en í miklu frosti geta blöðin eða mótorinn skemmst. Einnig er mikilvægt að láta athuga hvort að næg olía sé á bílnum og rafgeymir í lagi. Athuga með frostlög, olíu, rafgeymi og sílíkon Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifreiðaeigendur þurfa að hafa ýmis atriði í huga fyrir komandi kuldakast Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er ánægjuefni að sjá að hætt hefur verið við álagningu sérstaks kolefnisgjalds hér á landi. Með því er tryggt að rekstrarumhverfi áliðnað- ar verði sambærilegt hér á landi á við það sem tíðkast alls staðar ann- ars staðar í Evrópu, líkt og sam- komulag okkar við stjórnvöld frá 2009 kveður á um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, um fund sem hann og fleiri fulltrúar Samtaka atvinnulífsins áttu í gær um kolefn- isgjaldið með Steingrími J. Sigfús- syni fjármálaráðerra og embættis- mönnum úr umhverfisráðuneytinu og iðnaðarráðuneytinu. Á fundinum lýsti Steingrímur því yfir að hann myndi leggja til hliðar áform um breikkun stofns kolefnis- gjalds, sem finna má í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármál- um. Með því átti frá ársbyrjun 2013 að leggja á kolefnisgjald á aðföng til stóriðju eins og rafskaut og önnur efni sem innihalda kol og koks. Gagnrýndu Samtök atvinnulífsins og Samtök álframleiðenda þetta harð- lega, sem og nokkrir þingmenn Sam- fylkingarinnar. Jákvætt skref Í tilkynningu sem Samtök at- vinnulífsins sendu frá sér eftir fund- inn segir einnig að Steingrímur hafi ítrekað fyrirheit um að tryggja sam- keppnisstöðu fyrirtækja sem reka starfsemi sína hér á landi gagnvart erlendum keppinautum. Einnig að stjórnvöld legðu áherslu á að tryggja að forsendur þeirra fjárfestinga- verkefna, sem unnið hefur verið að, röskuðust ekki. Á fundinum var jafnframt ákveðið að aðilar myndu í framhaldinu eiga samráð um innleiðingu evrópska við- skiptakerfisins með losunarheimild- ir, hið svonefnda ETS-kerfi, og önn- ur skattamál þeim tengd. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson vera jákvætt skref og ánægjulegt að fjármálaráð- herra hafi tekið af öll tvímæli hvað þetta varðar. Málið kom til umræðu á Alþingi í gær þar sem Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði fjármála- ráðherra út í kolefnisgjaldið. Í fyrstu svaraði Steingrímur því til að gjald- inu hefði verið slegið á frest og málið væri komið í viðræðuferli með fyr- irtækjunum, en eftir að hafa verið beðinn um skýrari svör sagði Stein- grímur að búið væri að taka heim- ildarákveðið út úr bandorminum og að því leyti væri þetta gjald úr sög- unni. Skattlagningarvaldið væri eftir sem áður í höndum Alþingis. Í síðustu viku lét fjármálaráð- herra hafa eftir sér í viðtali við RÚV að það stæði ekki til að gera Ísland að „skattaparadís fyrir mengandi starfsemi sem er orðin skattlögð alls staðar erlendis. Það er ekki það sem við viljum, er það?“ Rekstrarumhverfið tryggt  Fjármálaráherra fellur frá sérstöku kolefnisgjaldi á aðföng til stóriðju 2013  Framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda fagnar ákvörðun ráðherra „Ánægjulegt að tekin hafa verið af öll tvímæli hvað þetta varðar.“ Þorsteinn Víglundsson Orkuveita Reykjavíkur tapaði 5.344 milljónum króna á fyrstu níu mán- uðum ársins samanborið við 16.794 milljóna króna hagnað á sama tíma- bili í fyrra. Er breytingin rakin til óhag- stæðrar gengisþróunar og lækkunar á álverði á tímabilinu. Afkomuáhrif fjármagnsliðanna sveiflast um 35,6 milljarða króna milli ára. Regluleg starfsemi OR skilaði betri afkomu fyrstu níu mánuði þessa árs en í fyrra. Fram kemur í árshlutareikningnum að endurmat var framkvæmt vegna dreifikerfis í lok september sem leiddi til hækk- unar á bókfærðu verði eigna fráveitu og kalds vatns að fjárhæð 6.679 milljónir kr. Í tilkynningu til Kauphallarinnar er betri afkoma talin til aukinna tekna og aðhalds í rekstri. Handbært fé frá rekstrinum nam 14,1 milljarði króna og hækkaði um 4,3 milljarða króna frá sama tímabili 2010. Árshlutareikningur OR var sam- þykktur á stjórnarfundi í gær. Tap OR 5,4 millj- arðar kr. Morgunblaðið/Ómar Skuldug Skuldir OR voru rúmir 237 milljarðar króna 30. september. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra skrifaði í gær undir samkomulag við rússnesk stjórn- völd um gagnkvæma vottun mjólkurframleiðenda sem mun opna fyrir útflutning íslenskra mjólkurafurða, þ.á m. skyrs, mjólk- urdufts og smjörs, inn á Rússlands- markað. Skv. samkomulaginu ábyrgist Matvælastofnun að íslenskir fram- leiðendur mjólkurafurða uppfylli gæðakröfur sem rússnesk yfirvöld gera til innflytjenda. Össur sagði að búast mætti við að útflutningur mjólkurdufts gæti hafist innan skamms og að næstu nágrannar Rússa, Finnar, „hafa gjörsamlega fallið fyrir íslenska skyrinu“, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Mjólkursala til Rússlands? Sala á jólabjór er mun meiri en á sama tíma í fyrra. Frá því að sala jólabjórs hófst, 15. nóvember, hafa verið seldir um 206 þús. lítr- ar. Til samanburðar voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra. Þetta er aukning um 48,8%. Mest hefur selst af jóla- bjórnum frá Tuborg, samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum. Hafa ber í huga að upphaf jóla- bjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðju- daginn 15. nóvember, en fimmtu- daginn 18. nóvember í fyrra og munar því tveimur dögum. Það skýrir hins vegar ekki muninn nema að litlu leyti og tvær helgar eru inni í sölutölum bæði árin. Heildarsala jólabjórs í fyrra var um 370 þúsund lítrar, en heildarsala bjórs nam um 2,1 milljón lítra á sama tímabili. aij@mbl.is Jólabjórinn rennur út  Aukning nemur um 49% á milli ára  Tuborg jólabjór vinsælastur Jólabjór - söluhæstu tegundirnar 15.-26. nóv. 2010 Breyting Tuborg Christmas Brew 80.953 55.615 +45,6% Víking Jólabjór 45.163 47.500 -4,9% Kaldi Jólabjór 24.732 16.692 +48,2% Egils Jólagull 19.285 Samtals 205.907 138.371 +48,8% Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt banda- rískan karlmann í 10 mánaða fang- elsi fyrir að reyna að smygla 378 grömmum af kókaíni til lands- ins nú í sept- ember. Maðurinn ját- aði brotið og að hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Hann flutti kók- aínið til Íslands frá New York, sam- tals 68 einingar, falið í líkama sínum. Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða 1.009 krónur í sak- arkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 225.900 krón- ur. Dæmdur í 10 mánaða fangelsi Kókaín Reyndi að smygla 378 gr. fyrst og fremst ódýrt FYRIR HEIM ILIÐ! ÓDÝRT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.