Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 9
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, að út- gjöld ríkissjóðs á næsta ári verði 4,1 milljarði króna hærri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í október. Þá hefur tekjuáætlun frumvarps- ins, sem hljóðaði upp á 521,4 milljarða króna, verið lækkuð um rúmar 35 milljónir króna. Samkvæmt þessu verður 22 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á næsta ári en frum- varpið var lagt fram með 17,7 millj- arða króna halla. Dregið verði úr niðurskurði hjá heilbrigðisstofnunum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að dregið verði úr sparnaði á sjúkrahúsum frá því sem var áformað í fjárlagafrumvarpinu. Þannig verður fjárveiting til Landspítala aukin um 140 milljónir frá frumvarpinu. Ráðgjafarnefnd Landspítala kynnti fjárlaganefnd áhyggjur sínar af áhrifum frekari niðurskurðar á starfsemi spítalans og starfsfólk hans. Lagði hún m.a. til að opnuð yrði deild á Landakoti sem nú er lokuð, fyrir þá sjúklinga sem ekki væru mikið veikir en teppa dýrari sjúkrarúm á Hring- braut og í Fossvogi. Þetta hefði því hagræðingaráhrif. Í nefndaráliti meirihlutans er lýst yfir áhyggjum af því að ekki verði gengið lengra í hagræðingu án þess að skerða þjónustu og fækka störfum. Nefndin gagnrýnir, að ekki liggi þeg- ar fyrir tillögur einstakra stofnana, utan Landspítalans, um hvernig fyr- irhuguðum niðurskurði skuli mætt. Telur meirihlutinn ljóst að áður en kemur að lokaafgreiðslu fjárlaga þurfi að liggja fyrir hvaða áhrif nið- urskurðurinn hefur á einstökum stofnunum, stöðum og landsvæðum. Meirihluti nefndarinnar geri tillögu um að framlög til Sjúkrahússins á Ak- ureyri verði aukin um 37 milljónir, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um 45 milljónir, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um 17,6 milljónir, Sjúkra- hússins á Blönduósi um 14 milljónir, Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki um 23,6 milljónir, Heilbrigðisstofnun- ar Þingeyinga um 20,4 milljónir, Heil- brigðisstofnunar Austurlands um 26,2 milljónir, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um 20 milljónir og Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja um 23 milljónir. Meirihlutinn leggur til að útgjöld Umboðsmanns skuldara verði aukin um 455 milljónir og Atvinnuleysis- tryggingasjóðs um 620 milljónir. Í greinargerð segir að óvissa hafi ríkt um þróun kostnaðar hjá Umboðs- manni skuldara allt frá því að stofn- unin var sett á fót árið 2010. Mála- fjöldi reyndist mun meiri og úrlausnarefni tímafrekari en áætlað var. Áætlun geri ráð fyrir að heildar- útgjöld Umboðsmanns skuldara verði 1.050 milljónir króna. Hækkunin skýrist af því að stofnunin hyggst ráð- ast í stórátak til þess að ljúka af- greiðslu á meginhluta þeirra mála sem eru tilbúin til meðferðar hjá um- sjónarmönnum. Rannsóknarnefndir fái 140 milljóna framlag 2012 Meðal tillagna meirihlutans er einnig að Alþingi fái 140 milljóna framlag á næsta ári vegna tveggja rannsóknarnefnda, sem tóku þar til starfa í septemberbyrjun og fjalla annars vegar um starfsemi sparisjóð- anna og hins vegar um Íbúðalánasjóð. Hvor nefnd er skipuð þremur ein- staklingum sem verða í fullu starfi á starfstíma nefndanna. Nefndirnar hafa heimild til að ráða sér til aðstoð- ar mannafla og fá aðra þá aðstoð sem þær telja nauðsynlega. Landhelgisgæslan fær 200 milljóna króna framlag á næsta ári vegna tímabundinnar leigu á þyrlu ef tillaga meirihlutans þar um verður sam- þykkt. Einnig er lagt til að framlög til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna verði hækkuð tímabundið um 89,2 milljónir vegna aukinna verkefna friðargæslunnar sem tengjast m.a. stofnun tveggja nýrra friðargæslu- sveita í Suður-Súdan og verkefni í Líbíu. 22 milljarða halli  Útgjöldin 4,1 milljarði króna hærri en lagt var til í fjárlaga- frumvarpi  Áætlaðar tekjur 2012 lækka um 35 milljarða Fjölga aðstoðarmönnum » Lögð er til 37,1 millj. kr. fjár- veiting á lið ríkisstjórnarinnar vegna fjölgunar aðstoðar- manna ráðherra. Nýta á heim- ild frá og með 1. janúar til að fjölga aðstoðarmönnum ráð- herra, sem fjölgi nú úr 10 í 13. » Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 15 milljónum króna verði varið á næsta ári vegna vinnu starfshóps sem skipaður hefur verið til að fara yfir gögn um svonefnd Guð- mundar- og Geirfinnsmál. » Lagt er til að veitt verði 20 milljóna kr. framlag til þess að unnt verði að fjölga starfsmönnum almannavarna- deildar Ríkislögreglustjóra um tvo í ljósi þess mikla álags sem hefur verið á samhæfing- arstöðina. Morgunblaðið/Eggert Fjárframlög Rannsóknarnefndirnar verða í þessu húsi á Austurströnd. Rannsóknarnefnd um sparisjóðina áætlar að ráða allt að sjö starfsmenn og rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð mun kaupa sérfræðiaðstoð. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2011 Ný sending Verð kr. 14.900 Skokkar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Hlýleg jólagjöf Ullar- og silkinærföt frá jklæ 70% ull, 30% silki Póstsendum Pelsar HJÁLP Á HEIMASLÓÐUM Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Tökum á móti matvælum, fatnaði og jólapökkum alla virka daga frá 9 -17 að Eskihlíð 2 - 4, 105 Reykjavík. Fyrir jólahlaðborðið Laugavegi 54, sími 552 5201 Ný sending af jólakjólum St. 36-48 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það er ekki tekið út með sældinni að vera lífeyrisþegi með um 65.000 kr. útborgaðar á mánuði og fá síðan engar greiðslur í einum mánuði vegna mistaka kerfisins. Kristín H. Tryggvadóttir er 75 ára lífeyrisþegi með lágmarkslífeyri útborgaðan, um 65.000 kr. á mánuði, en áunninn lífeyrir er á fimmta hundrað þúsund krónur á mánuði. Hún greiðir um 240 þúsund kr. á mánuði í dvalarkostnað á Hrafnistu í Hafnarfirði og um 120 þúsund í skatt. Hún segist hafa fengið um 17 þúsund kr. launahækkun á mánuði í sumar fyrir skatt, en í október hafi hún fengið bréf frá Trygginga- stofnun þar sem hafi komið fram að það hafi verið mistök að greiða henni hækkunina og því fengi hún nánast enga greiðslu í nóvember. „Öll kaup- hækkunin átti að fara til baka til rík- isins,“ segir hún og bætir við að því hafi hún ekki getað keypt jólagjafir handa langömmubörnunum sjö núna í nóvember. Auk þess hafi hún ekki náð að borga fastar greiðslur eins og t.d. fyrir fjölmiðla. „Það er mann- réttindabrot að svipta mann svona sjálfræði,“ segir hún. Einn ráðherra svaraði Fyrr á árinu vakti Kristín athygli á stöðu sinni í bréfi til fjögurra ráð- herra, forsætis-, fjármála-, innan- ríkis- og velferðarráðherra, og spurði hvers vegna fólk væri yfir höfuð að borga í lífeyrissjóð þar sem ríkið tæki allt til baka. Hún segir að aðeins Guðbjartur Hannesson hafi svarað sér og sagst ætla að setja málið í nefnd. Núna hafi hún skrifað Tryggingastofnun en ekki fengið nein viðbrögð. Hún segir óeðlilegt að hún fái ekki að ákveða sjálf hvernig hún eyði lífeyri sínum held- ur sé nánast allt tekið af henni og hún fái jafnmikla vasapeninga og þeir sem hafi borgað lítið eða ekkert í lífeyrissjóð. „Ég vil fá meiri vasa- pening og ráða yfir mínum lífeyri,“ segir hún. Ríkið hirðir alla launa- hækkun ellilífeyrisþega  Kristín H. Tryggvadóttir enn í baráttu við kerfið Morgunblaðið/Ómar Ósátt Kristín H. Tryggvadóttir er 75 ára lífeyrisþegi með lágmarkslífeyri útborgaðan, um 65.000 kr. á mánuði, en fékk enga greiðslu í nóvember. Icelandiar tilkynnti í gær að síðdeg- isflug félagsins, FI454/455 til og frá London, á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember, yrði fellt niður vegna verkfallsaðgerða starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar á Heathrowflugvelli. Þá tilkynnti Ice- land express að ákveðið hafi verið að fella niður flug félagsins til London Gatwick þann dag. Bresk flugmálayfirvöld hafa gef- ið það út að miklir erfiðleikar og tafir verði þar á morgun vegna verkfallsins og hafa hvatt flugfélög til þess að fella niður flug svo forða megi neyðarástandi. Flugfélögin hafa haft samband við þá farþega sem bókað áttu fyrr- greind flug með textaboðum og boðið þeim að færa sig á önnur flug. Ekki er gert ráð fyrir að breyt- ingar verði á morgunflugi Ice- landair, FI450/451 til og frá Lond- on á morgun, né að þessi breyting valdi röskun á öðru flugi Ice- landair. Icelandair og Iceland Express fella niður síðdegisflug til og frá London á morgun Ráðstefna stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um efnahagsmál í Hörpu í lok október kostaði 8,6 milljónir króna. Þar af greiddi AGS rúmar 4,8 milljónir. Þetta kemur fram í svari efnahags- og við- skiptaráðherra við fyrirspurn Mar- grétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi. Ráðstefnan í Hörpu kostaði 8,6 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.