Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 1
Reykjavíkurborg opnaði í gær tvær skíðalyftur innan borgarmarkanna; í Grafarvogi og Árbæj- arbrekkunni, þar sem myndin var tekin síðdegis. Stefnt er að því að opna Breiðholtslyftuna á mánudag. Engin hætta er á að snjóinn taki upp, miðað við kuldalega veðurspá, og eru mörg skíðasvæði landsins að opnast þessa helgina, m.a. Hlíðarfjall við Akureyri, Böggvisstaðafjall á Dalvík og í Skarðsdal í Siglufirði. Morgunblaðið/Ómar „Á skíðum skemmti ég mér“ Skíðabrekkur innan borgarmarkanna og mörg skíðasvæði landsins að opnast L A U G A R D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  284. tölublað  99. árgangur  ÞVOTTABRETTA- GLERIÐ VARÐ AÐ SUSHI-SETTI FRÁ SÓLBÖKUÐU RÍKI DAUÐANS TIL NORÐURPÓLSINS JÓLATÓNLEIKAR MEÐ DÁLITLU DISNEY-ÍVAFI SUNNUDAGSMOGGINN GESTIR BJÖRGVINS 63SIGRÚN GLERLISTAKONA 10 Pétur Blöndal pebl@mbl.is Hugmyndir eru á borðinu um að leggja niður efna- hags- og viðskiptaráðuneytið og færa valdsviðið undir fjármálaráðherra. Það yrði liður í ráðherra- kapli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Árni Páll Árnason viki þá til hliðar og einnig Jón Bjarnason, en þetta er þó háð því að Steingrími takist að vinna málinu nægan stuðning í bakland- inu og í þingflokki VG. Hollendingar og Bretar fái kostnaðinn greiddan vegna neyðarlaganna og sú niðurstaða sé Íslend- ingum alls ekki að kostnaðarlausu.“ Ólafur segir ljóst af ummælum Steingríms J. Sigfússonar síðustu mánuði og því að hann hafi ekki tekið undir sjónarmið efnahags- og viðskipta- ráðherra, að hann fylgi stefnunni ekki af heilum hug og virðist vilja að málið fari fyrir dómstóla. „Það verður því ansi freistandi að draga þá ályktun að siðferðisvandi Steingríms sé slíkur að hann sé algjörlega vanhæfur til að hafa þetta mál á sinni könnu.“ Eins og fram kemur í fréttaskýringu í Sunnu- dagsmogganum er ólga í Samfylkingunni vegna málsins. Sumum líst illa á að Icesave fari aftur und- ir forræði fjármálaráðherra. Og gagnrýni á það heyrist víðar, m.a. hjá Ólafi Elíassyni, einum for- vígismanna InDefence-hópsins. „Það er náttúrlega augljóst að þarna er til staðar mikill siðferðis- vandi,“ segir hann. InDefence fundar um málið um helgina, en Ólafur segist fyrir sitt leyti telja að efnahags- og viðskiptaráðherra hafi stýrt málinu skynsamlega. „Hann hefur bent eftirlitsstofnunum á að engin ástæða sé til að fara lengra með málið, Ólga vegna ráðherraskipta  Hugmyndir um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og færa undir fjár- málaráðherra  Órói í Samfylkingunni  Forvígismaður InDefence gagnrýninn Af hálfu iðnaðar- ráðuneytisins er ráðgert að óska eftir 15-17 millj- óna króna fjár- veitingu á fjárlög- um ársins 2013 vegna rannsókna á Gammssvæð- inu, olíuleitar- svæði úti fyrir Norðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Þar kemur fram að næst liggi fyrir að taka kjarnasýni af efstu botnlögum og senda í efnagreiningu til að kanna magn og samsetningu þess gass og olíu sem þar kann að finnast. Orku- stofnun hefur sinnt olíu- og gasleit- arrannsóknum á Gammssvæðinu á Norðurlandi eftir föngum. Mest áhersla hefur hins vegar verið lögð á að undirbúa útboð sérleyfa á Dreka- svæðinu við Jan Mayen-hrygg. »22 Sýnataka á olíuleit- arsvæði Katrín Júlíusdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gangi áætlanir laxeldisfyrirtækj- anna Fjarðalax og Arnarlax um stór- fellt laxeldi í fjörðunum á sunnan- verðum Vestfjörðum eftir skapast hundruð starfa við fiskeldi, vinnslu og þjónustu. Nokkrir tugir starfa eru nú þegar við þær fiskeldisstöðvar sem starf- andi eru á sunnanverðum Vestfjörð- um, einkum í Tálknafirði, þar sem löng hefð er fyrir fiskeldi og reynslu- miklir starfsmenn og þjónustufyrir- tæki. Flestir starfa hjá Fjarðalaxi en fyrirtækið er með sjókvíaeldi í þrem- ur fjörðum og vinnslu á Patreksfirði. Arnarlax áformar uppbyggingu lax- eldis í Arnarfirði og bíða forsvars- menn fyrirtækisins óþolinmóðir eftir leyfum. Laxinn verður unninn í verk- smiðju á Bíldudal. Á bak við bæði fyr- irtækin standa fyrirtæki og einstak- lingar sem hafa reynslu af fiskeldi og aðgang að mikilvægum mörkuðum. Atvinnulíf er einhæft á þessum litlu stöðum og kærkomið að fá ný störf og valmöguleika um vinnustað. Gangi áform Fjarðalax og Arnar- lax að fullu eftir má búast við að bein störf við fiskeldi verði hátt í 200 eftir fimm til tíu ár. Reikna má með að eitt afleitt starf eða meira fylgi hverju starfi í eldisfyrirtækjunum þannig að nokkur hundruð ný störf geta orðið til vegna uppbyggingar fiskeldis í fjörðunum á suðurhluta Vestfjarða. »18 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Pökkun Laxi pakkað í vinnslu Fjarðalax, fyrir útflutning. Hundruð starfa í eldi  Áform um stórfellda uppbyggingu laxeldis í þremur fjörð- um Vestfjarða  Fjórar stöðvar eru starfandi í Tálknafirði dagur til jóla Af samtölum við raftækjaverslanir má ráða að markaður sé að glæðast á ný með margskonar munaðarvörur eins og snjallsíma, spjaldtölvur og stóra flatskjái. Talsmenn símafyr- irtækjanna segja dýra síma seljast mjög vel. Þannig eru snjallsímar nú orðnir um 55% af heildarsölu Símans á símtækjum. „Við sjáum verulega breytingu á milli ára í því hvers kon- ar tæki fólk kaupir,“ segir talsmaður Vodafone. Starfsmenn raftækja- verslana segja neytendur þó hafa betri verðvitund en áður og ódýrari tæki seljist einnig mun betur en áð- ur. »30 Markaður fyrir munað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.