Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 4
4 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ríkisstjórnin vill að byggt verði 56 rýma fangelsi á Hólmsheiði en nokkrir stjórnarþingmenn hafa efa- semdir um framkvæmdina. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjár- laganefndar, segir að verið sé að finna farsæla lausn á málinu í fjár- laganefnd. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er mikil þörf á að byggja fangelsi, en sumir telja baga- legt að ekki hafi farið fram meiri um- ræða á þinginu um þessi mál,“ segir Sigríður. „Ég held að við gerum okk- ur öll grein fyrir því að mikilvægt sé að þetta verði ekki dregið lengur.“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra tekur í sama streng. Ekki verði lengur vikist undan fram- kvæmdum. „Nú er komið að því að framkvæma,“ sagði Ögmundur í samtali við mbl sjónvarp í gær. „Við erum að skapa atvinnu með því að hefja þessa framkvæmd. Ögmundur sagði að það væri fullkomn- lega eðlilegt að sveitarstjórnar- menn og þing- menn vildu ekki láta hlunnfara sitt kjördæmi. En ekki mætti láta hags- muni kjördæma ráða för. Mikilvægt að bygging fang- elsis dragist ekki lengur  Ögmundur: Hagsmunir kjördæma mega ekki ráða för Áframhald- andi yfir- heyrslur Hæstiréttur stað- festi í gær gæslu- varðhaldsúrskurð yfir þremur fyrr- verandi starfs- mönnum Glitnis sem voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald fyrr í vikunni að beiðni embættis sérstaks saksókn- ara. Yfirheyrslur stóðu yfir fram á kvöld í gær. Þær munu halda áfram í dag og hugsanlega á morgun. „Það fer eftir árangri,“ segir Ólaf- ur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari. Hann segist ekki geta gefið upp nöfn þeirra sem hafa verið yf- irheyrðir vegna rannsóknarhags- muna og ekki geta svarað hvort Bjarni Ármannsson, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, hefði verið boðaður í yfirheyrslur. Ólafur segir að yfirheyrslur hafi gengið vel. „Við erum óðum að kom- ast yfir það sem var búið að teikna upp áður en við hófumst handa. Við höfum ekki lagt hald á nein gögn enn sem komið er, við höfum lagt áherslu á yfirheyrslurnar.“ annalilja@mbl.is Glitnismenn áfram yfirheyrðir í dag Ólafur Þór Hauksson Andri Karl andri@mbl.is Útkall lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna manns sem ógnaði starfsfólki á Sorpu í Kópavogi á fimmtudag vatt heldur betur upp á sig. Maðurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang en haft var uppi á honum við verslun skammt hjá. Maðurinn dró upp hníf, ógnaði lögreglumönnum og hljóp á eftir þeim. Hann var yfirbugaður með varnarúða og færður í fanga- geymslur. En þrátt fyrir ofbeldistilburði bjuggust lögreglu- menn varla við að finna í íbúð hans í Breiðholti vopnabúr; skot- vopn, sverð, hnífa og mikinn fjölda skothylkja. Vopnin fundust á fimmtudag og tvö skotvopn til viðbótar hjá ættingjum mannsins í gær. Ástæða þess að starfsfólk Sorpu kallaði eftir lögreglu var ósætti sem upp kom milli mannsins og starfsmanna vegna taln- ingar á skilagjaldskyldum umbúðum. Taldi maðurinn sig hafa komið með fleiri umbúðir en starfsmaðurinn taldi upp úr pokum hans. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi. Þrátt fyrir að maðurinn ógnaði og elti lögreglumenn með hníf á lofti segir Þorvaldur J. Sigmarsson, varðstjóri svæðisstöðvar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í Kópavogi, málið frekar rann- sakað sem brot gegn valdstjórninni en tilraun til manndráps. Auk þess að leita í íbúð mannsins var leitað á fleiri stöðum, til að mynda hjá ættingjum hans þar sem fundust tvær hagla- byssur í eigu mannsins. Allt í allt fundust því níu skotvopn; haglabyssur, rifflar og loftskammbyssa. Einnig sverð og fjórir hnífar, m.a. stór veiðihnífur, fjaðurhnífur og svonefndur But- terfly-hnífur. Þá fannst mikið magn skothylkja af ýmsum gerð- um. Ætlaði ekki að valda neinum skaða Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna fíkniefna- lagabrota en aldrei ofbeldis. Ómar Smári Ármannsson, stöðv- arstjóri á svæðisstöðinni í Kópavogi, segir það liggja fyrir að maðurinn hafi ekki ætlað að valda neinum skaða með vopn- unum, frekar virðist hann vera einhvers konar byssusafnari. Maðurinn var skráður fyrir hluta skotvopnanna en ekki öllum. Öflugasta skotvopnið var alsjálfvirk haglabyssa. Málið telst að mestu upplýst, þó enn eigi eftir að rannsaka byssurnar betur og fá úr því skorið hvað skráð er og hvað ekki. Og þá hvort hinar séu þýfi. Ekki verður krafist gæsluvarðhalds yfir manninum en í samráði við ættingja verður hann vistaður á viðeigandi stofnun. Með fjölda skotvopna í íbúð sinni  Karlmaður sem ógnaði lögreglumönnum með hnífi var með vopnabúr í íbúð sinni í Breiðholti  Byssusafnari með skráð og óskráð vopn, meðal annars alsjálfvirka haglabyssu og loftskammbyssu Morgunblaðið/Júlíus Vopnin Maðurinn var með alls kyns skotvopn, skothylki, hnífa og sverð. Sumt af því sem fannst var komið vel til ára sinna. Karl á þrítugsaldri hefur á grund- velli rannsóknarhagsmuna verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember sl. Maðurinn neitaði við skýrslutöku hjá lögreglu allri aðild að málinu. Hann gat ekki gert grein fyrir ferð- um sínum 18. nóvember með öðrum hætti en að hann hefði verið á „þvælingi“. Lögreglan hefur hann grunaðan um aðild að tilraun til manndráps. Skotmaður áfram í varðhaldi Jónas Jónasson útvarpsmaður var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í gær. Organisti við útförina var Jón Stefánsson og Hlín Stefánsdóttir Behrens flutti lag sem Jónas samdi þegar hann var 12 ára. Kistu hans báru þau Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, Skúli Eggert Þórð- arson, Þórir Steingrímsson, Jónas Baldur Hallsson, Torfi Rafn Hermannsson, Ævar Kjartansson, Sævar Örn Hallsson og Freyr Torfason. Morgunblaðið/Kristinn Útför Jónasar Jónassonar Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akur- eyri, segir í greinargerð til efna- hags- og viðskiptaráðherra að stóra frumvarpið svonefnda til heildar- endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða hafi margvísleg og mjög neikvæð áhrif á rekstur og efnahag íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Hækkun veiðigjalds, flutningur kvóta í potta, algjört bann við veð- setningu og fleiri atriði frumvarps- ins dragi mjög úr hagkvæmni sjáv- arútvegsfyrirtækja. Fyrirtækin séu mörg skuldug og megi mörg ekki við verulega verra rekstrar- umhverfi. Þetta eigi sérstaklega við um fyrirtæki í krókaaflamarki. Neikvæð áhrif á rekstur og efnahag Fangavarðafélag Íslands styð- ur hugmyndir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði. „Það er komið nóg af töfum á þessu brýna verkefni og er varað við því að Alþingi leggi stein í götu þessa framfara- máls eins og ráða má af fréttum,“ segir í ályktun frá félaginu. „Hólmsheið- ina strax.“ Lausn strax FANGAVERÐIR ÁLYKTA Ögmundur Jónasson Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Borgarferð 84.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli í þrjár nætur ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn. 30. des.–2. jan. 2012 Áramótaferð til Berlínar Fararstjóri: Eirik Sördal Verð á mann í tvíbýli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.