Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 8

Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Þráinn Bertelsson tók í gær tilmáls á Alþingi undir liðnum störf þingsins og gagnrýndi þing- menn harðlega fyrir það hvernig þeir ræddu málin undir þeim lið og í fyrirspurnatímum. Taldi Þráinn að þjóðinni væri ofboð- ið að fylgjast með orðbragði þing- manna.    Til að leggjaáherslu á mikilvægi þess að sýna háttvísi í ræðustól Alþingis kallaði hann framgöngu þing- manna „heimsku“ og sagði enn- fremur að „hvaða fífl sem er“ sæi að tilteknar spurningar þingmanna væru ótækar.    Þeir sem ekki tóku til máls sér-staklega til að finna að orð- bragði annarra þingmanna töluðu hvorki um „heimsku“ né „fífl“ en engu að síður tókst einstaka þing- manni að koma með gagnlegar ábendingar.    Birgir Ármannsson benti til aðmynda á að innanmein rík- isstjórnarinnar stæðu starfi þings- ins fyrir þrifum og að mál hefðu komið afar seint til þingsins að þessu sinni, sem setti þingstörfin í uppnám.    Guðlaugur Þór Þórðarson vaktiathygli á að með stefnu sinni í skattamálum væri ríkisstjórnin á hættulegri leið. Hann benti til dæm- is á að í tíð ríkisstjórnarinnar hefði skattalögum verið breytt 140 sinn- um með tilheyrandi flækjustigi fyr- ir skattgreiðendur.    Taldi hann að skattamálin þyrftuað fá betri umfjöllun en auðvit- að var athugasemd Þráins um heimsku og fífl líklegri til að auka virðingu þingsins. Þráinn Bertelsson Fíflin, heimskan og virðing Alþingis STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -5 alskýjað Kirkjubæjarkl. 1 alskýjað Vestmannaeyjar 0 skýjað Nuuk -5 snjókoma Þórshöfn 5 súld Ósló -1 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 5 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 skýjað London 7 heiðskírt París 7 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 0 frostrigning Moskva -1 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal 2 skúrir New York 9 heiðskírt Chicago 2 skýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:51 15:45 ÍSAFJÖRÐUR 11:27 15:18 SIGLUFJÖRÐUR 11:12 15:00 DJÚPIVOGUR 10:28 15:07 Í tilefni af 150 ára fæðing- arafmæli Hannesar Haf- stein, fyrsta ráðherra Ís- lands, sunnudaginn 4. desember, verður Ráð- herrabústaðurinn við Tjarn- argötu opinn almenningi. Jafnframt verður dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu til- einkuð minningu Hannesar. Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu verður opinn almenningi frá kl. 12-15, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fræðir gesti Dagskrá í Þjóðmenningarhúsi til- einkuð minningu Hannesar Hafstein hefst klukkan 15. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flytur ávarp í upphafi. Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur flytur erindi um Hannes Hafstein, Arnar Jónsson leikari flytur ljóð eftir Hannes og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fjallar um skáldið Hannes Hafstein. Nemendur úr Listaháskóla Íslands flytja lög við ljóð eftir Hannes Hafstein. Kynnir verður Þórunn Erna Clau- sen leikkona. Dagskrá í minningu Hannesar Hafstein Hannes Hafstein Í aðdraganda hins ár- lega bréfamaraþons vekur Íslandsdeild Am- nesty International at- hygli á áhrifamætti bréfa og póstkorta til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Gestum í Smáralind mun í dag gefast kostur á að skrifa undir stærsta póstkort Íslands og þrýsta á stjórnvöld í Mexíkó, sem ekki hafa dregið til ábyrgðar hermenn er nauðguðu tveimur konum árið 2002. Ár hvert stendur Amnesty International fyrir bréfamaraþoni í tengslum við mann- réttindadag Sameinuðu þjóðanna 10. desem- ber. Þá kemur fólk saman um heim allan, skrifar kveðjur til þol- enda mannréttindabrota og þrýst- ir á stjórnvöld að virða mannrétt- indi. Skrifað undir stærsta póstkort Íslands Ritað undir póstkort. Tökum á móti matvörum sem þið viljið gefa til úthlutunar til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin. Móttaka alla virka daga kl. 9-17 að Eskihlíð 2-4 Reykjavík. Fjölskylduhjálp Íslands, sjálfstætt starfandi hjálparsamtök. Til fyrirtækja í landinu frá Fjölskylduhjálp Íslands - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.