Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 19
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason 19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Vakinn og sofinn yfir silungnum „Það er auðveldara að markaðssetja bleikjuna, hægt að selja hana allt ár- ið, frekar en laxinn eins og var hér áður. Svo er jafnari vinna fyrir fólk- ið,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson sem rekur Tungusilung á Tálkna- firði með fimm dætrum sínum. Hjá Tungusilungi er ræktuð bleikja og regnbogasilungur. Stór hluti silungsins er flakaður í sér- stakri flökunarvél sem félagið keypti til vinnslu sinnar. Meginhluti regnbogasilungsins fer í reyk. Bleikjuflökin eru hins vegar flutt fersk á markaði í Evrópu og Am- eríku. Magnús og Freyja dóttir hans segja að markaðurinn hafi verið stöðugur og reksturinn gangi von- um framar. Magnús hóf laxeldi fyrir 25 árum og var með umfangsmikla starfsemi um tíma. Hann varð að hætta þegar sjúkdómur kom upp í laxinum og hóf þó fljótlega silungseldi. Magnús er orðinn 81 árs að aldri og vinnur enn við fiskeldið með dætrum sínum og öðrum afkom- endum. „Ætli maður fari ekki að slá af,“ segir Magnús aðspurður en við- staddir starfsmenn hafa ekki mikla trú á því vegna þess að hann er vak- inn og sofinn yfir fiskeldinu. Vinnur gjarnan við slátrun frá átta á morgnana. Oft er hann að til tíu á kvöldin. Áður en keypt var sjálfvirkt fóðrunarkerfi sást hann oft úti við eldiskerin og þá í hvaða veðri sem var. „Vinnan var einu sinni metin eftir afköstum, frekar en tíma- fjölda,“ segir Magnús af hógværð. Vinnuharkan er í samræmi við lífshlaup Magnúsar. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn og hóf fljótt útgerð eigin báta og fiskvinnslu í nafni Þórsbergs og varð stærsti at- vinnurekandinn á Tálknafirði. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Einbeiting Magnús Kr. Guðmunds- son flakar bleikju hjá Tungusilungi. „Það gilda sömu lögmál með þetta og annan búskap. Maður þarf að hafa tilfinningu fyrir því hvernig fiskinum líður og gefa sér tíma tíma til að fylgjast með og athuga í hvaða ástandi hann er,“ segir Torfi Andr- ésson, stöðvarstjóri í bleikjueld- isstöð Bæjarvíkur á Gileyri í Tálkna- firði. Bæjarvík hóf bleikjueldi í stöðinni fyrir tveimur árum en hún hafði ver- ið tóm um tíma. Eigendurnir eru að byggja hana upp hægt og bítandi. Torfi segir að stöðin hafi yfir að ráða mörgum kerum sem hægt sé að nota og þau verði tekin í notkun eftir því sem efni og aðstæður leyfi. „Góð- ir hlutir gerast hægt,“ segir hann. Nú er verið að vinna í vatnsmál- unum, að koma þeim í öruggt horf. Bleikjan er alin í ferskvatni sem nóg er af í Tálknafirði. Vatnið er tekið úr þrettán borholum. Torfi segir að bleikjan hafi vaxið vel, jafnvel betur en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég segi eigendunum að það sé hirðunum að þakka,“ bætir hann við. 70 tonnum af bleikju hefur verið slátrað á þessu ári. Allar afurðirnar eru fluttar til Þýskalands og Sviss. Slátrað er í stöðinni snemma að morgni, fiskurinn flakaður hjá Tungusilungi á Tálknafirði og send- ur samdægurs með bíl á Keflavík- urflugvöll. Hann getur vel verið kominn í verslanir í Evrópu síðdegis daginn eftir. Telur Torfi að mark- aðurinn sé góður enda bleikjan með verðmeiri fiskafurðum sem fluttar eru út frá Íslandi. „Ég hef ekki verið í þessu nema í tvö ár en kann sífellt betur við starf- ið, eftir því sem ég læri betur inn á það,“ segir Torfi. Bleikja Torfi Andrésson er stöðv- arstjóri hjá Bæjarvík á Gileyri. Þarf að hafa tilfinningu fyrir fisk- inum og fylgjast með líðan hans Þriðji og síðasti hluti greina- flokks um fiskeldi á Vest- fjörðum birtist nk. mánudag. Á mánudaginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.