Morgunblaðið - 03.12.2011, Side 22
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Orkustofnun leggur áherslu á að ljúka útboði á
Drekasvæðinu, en hefur jafnframt stutt rann-
sóknir á Gammssvæðinu úti fyrir Skjálfanda
og Eyjafirði. Þá hefur stofnunin óskað eftir
fjármagni til sýnatöku á hafsbotni fyrir norðan
land, en ekki fengið. Í þingsályktunartillögu
sem samþykkt var á Alþingi í vor segir að
nauðsynlegt sé að kanna til þrautar hvort olíu-
væn setlög eða gas sé að
finna á landgrunni Íslands.
Kristinn Einarsson, yf-
irverkefnisstjóri auðlinda-
nýtingar hjá Orkustofnun,
segir ekki ljóst hvort og í
hvaða verkefni verði farið á
Gammssvæðinu á næsta
ári. Engan veginn sé búið
að leggja Gamminn til hlið-
ar þó svo að nú sé meiri
áhersla lögð á Drekann. „Í
fyrra var tekið saman fyrir
okkur hvað gert hefur verið á svæðinu fyrir
norðan fram að þessu og settar voru fram til-
lögur um hver yrðu næstu skref,“ segir Krist-
inn.
Unnið að úrvinnslu gagna
„Orkustofnun styður síðan MS verkefni
Sigríðar Magnúsdóttur um jarðfræði á
Gammssvæðinu, en það er unnið í Háskóla Ís-
lands undir handleiðslu Bryndísar Brands-
dóttur. Meðal annars er þar unnið að því að
greina hljóðendurvarpsmælingar, sem gerðar
voru á svæðinu á árunum 2000-2005 og er
skýrsla um þá úrvinnslu væntanleg á næsta
ári.
Þegar niðurstöður liggja fyrir ættu þær
að gefa okkur nánari upplýsingar um hvar ætti
að taka sýni úr efstu metrunum á hafsbotni og
senda til efnagreiningar. Þetta yrði þá í sam-
ræmi við það sem gert var á Drekasvæðinu.
Við höfum gert áætlun um kostnað og farið
fram á 8-9 milljóna króna fjárveitingu, en ekki
fengið framgang í þessum þrengingum sem nú
eru,“ segir Kristinn.
Ólíkt öllum þekktum olíusvæðum
Í skýrslu Bjarna Richter og Karls Gunn-
arssonar, sérfræðinga hjá Íslenskum orku-
rannsóknum, ÍSOR, frá því í fyrravor er fjallað
um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á
Gammssvæðinu. Það er skilgreint sem olíu-
leitarsvæði fyrir Norðurlandi, er tekur einkum
til Tjörnesbrotabeltisins og nær frá Öxarfirði
vestur fyrir Eyjafjarðarál, um 150 km löng
spilda og um 50 km breið.
Í íslensku ágripi skýrslunnar segir m.a:
„Óvissa ríkir um hvort olíumyndandi jarðlög
séu til staðar í verulegum mæli, og hvort þau
hafi gefið frá sér kolvetni. Þetta eitt og sér
nægir til að gera olíuleit á Gammssvæðinu
mjög áhættusama. Þá skiptir einnig miklu máli
hvort lífræna efnið sé af þeim toga sem mynd-
ar fremur olíu en gas, því olíulind væri mun
arðbærari en gaslind.“
Lagt er til að tekin verði sýni af botnseti í
Skjálfanda og þau greind með tilliti til hugs-
anlegs gass í porum, og það sé nú hæfilegur
áfangi til að styrkja mat á olíulíkum
Í niðurlagi ágripsins segir síðan: „Rétt er
þó að leggja áherslu á það að jarðlagagerð og
-aldur svæðisins er ólíkt öllum þeim olíu-
svæðum sem þekkjast annars staðar í okkar
heimshluta. Vegna þessa er erfitt að koma á
eiginlegri olíuleit eða freista olíufyrirtækja til
að hefja hér viðamiklar olíurannsóknir, nema
sýnt sé fram á að fyrir hendi sé mögulega ný
tegund af olíumyndunarkerfi, svo sem óvenju-
legt uppsprettuberg.“
Vilja frekari rannsóknir
Í þingsályktunartillögu sex þingmanna
Sjálfstæðisflokksins frá 1996 segir að Alþingi
álykti að fela ríkisstjórninni að stuðla að því að
nú þegar verði hafnar markvissar rannsóknir
á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Ís-
lands. Fyrsti flutningsmaður var Guðmundur
Hallvarðsson.
Síðastliðið vor var samþykkt þingsálykt-
un sama efnis frá sex þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins. Kristján Þór Júlíusson var fyrsti
flutningsmaður, en hann hafði áður lagt fram
þingsályktunartillögu sama efnis og barist fyr-
ir frekari rannsóknum á landgrunninu undan
Norðausturlandi.
Áhersla á Dreka, Gammurinn bíður
Óskað eftir fjármagni til sýnatöku á hafsbotni fyrir Norðurlandi „Óvissa ríkir um hvort olíu-
myndandi jarðlög séu til staðar í verulegum mæli“ Í þingsályktun er hvatt til markvissra rannsókna
Ljósmynd/www.mats.is
Flatey 1982 Þykk setlög á svæðinu frá Skjálfanda, vestur í suðurenda Eyjafjarðaráls og norður undir Grímsey kalla á frekari rannsóknir.
Kristinn
Einarsson
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Það er ekki ýkja flókið að tengja olíu-
leitarsvæðið austur og norðaustur af land-
inu við dreka. Það er að segja þegar einhver
allt annar maður hefur fengið hugmyndina
að nafninu. Landvættirnar eru lykillinn að
nöfnum á mögulegum olíusvæðum Ís-
lendinga og heiðurinn af þessum
nöfnum á Kristinn Einarsson, sem
starfar einmitt við auðlinda-
nýtingu hjá Orkustofnun.
Ekki skemmir fyrir að nöfnin
fann hann uppi á vegg í
iðnaðarráðuneytinu!
„Þetta var á upphafs-
tímum undirbúnings
að olíuleit á Jan Ma-
yen-svæðinu, líklega ár-
ið 2006,“ segir Kristinn.
„Á fundi í ráðuneytinu
fannst fundarmönnum
óheppilegt að nota í sí-
fellu örnefni sem vísuðu
til yfirráða annarra ríkja, í þessu tilviki Jan
Mayen. Þar sem ég sat þarna horfði ég á
skjaldarmerki Íslands uppi á vegg og lausn-
in blasti við. Mér datt í hug að landvættirnar
væru gott auðkenni fyrir þessi þrjú mögu-
legu olíusvæði Íslendinga. Ýmis kerfi eru
notuð við að gefa olíusvæðum heiti
og landvættirnar falla vel að þeim.
Þannig varð úr að drekinn
er notaður fyrir aust-
ursvæðið, gammurinn
fyrir Tjörnes- eða norð-
ursvæðið og bergrisinn
fyrir þann hluta Hatton
Rockall-svæðisins suður
af landinu, sem Íslend-
ingar gera tilkall til. Þá
vantar aðeins mögulegt
olíusvæði fyrir Vest-
urlandi og Vestfjörðum
svo við getum notað grið-
unginn,“ segir Kristinn.
Landvættirnar voru lykillinn
LAUSNIN BLASTI VIÐ Á VEGGNUM Í RÁÐUNEYTINU
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
mánudaginn 5. desember, kl. 18, í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg
G
unnlaugurScheving
G
unnlaugurScheving
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Jólauppboð
í Galleríi Fold