Morgunblaðið - 03.12.2011, Side 26

Morgunblaðið - 03.12.2011, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er ákveðinn léttir að vera bú- inn með þetta mikla verk. Seinni bókin varð stærri en upphaflega var áætlunin. Spennan hefur verið mikil síðustu vikurnar en núna er hundr- að ára mjög söguleg saga Íslands- mótsins komin á öruggan stað,“ seg- ir Sigmundur Ó. Steinarsson blaðamaður en seinna bindið af sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu kom út í gær. Seinna bindið nær yfir tíma- bilið 1966 til dagsins í dag, telur 512 síður, en fyrra bindið var 384 síður og fjallaði um upphaf knattspyrn- unnar á Íslandi fram að fyrsta Ís- landsmótinu sem fór fram 1912 og sagan síðan rakin til 1965. Alls eru þetta því orðnar nærri 900 þéttar blaðsíður í máli, myndum og grafík af sögu knattspyrnunnar. Bækurnar samanlagt ein fimm kíló að þyngd. Yfir fjögur þúsund nöfn Yfir fjögur þúsund nöfn eru í nafnaskrá í verkinu, en í því er að finna umfjöllun um öll mótin, liðin, leikmenn, þjálfara og flest það sem viðkemur þessari vinsælustu íþrótt þjóðarinnar. Frásagnir eru af atvik- um innan vallar sem utan. „Menn eru ekkert hættir að spila þó að þeir hafi lagt skóna á hilluna, þeir halda áfram að spila á síðum bókarinnar,“ segir Sigmundur en myndir eru af flestum Íslandsmeisturum gegnum tíðina, allt frá þeim fyrstu í KR árið 1912 til sama félags í sumar þegar titlinum var hampað í Vestur- bænum. „KR-ingar loka því hringn- um,“ segir Sigmundur. Hann segir bækurnar vera þjóð- arspegil fyrri tíma og höfða ekki eingöngu til knattspyrnuáhuga- manna. „Þetta er saga um þjóðfé- lagið eins og það hefur þróast. Á ár- um áður var Melavöllurinn hjarta félagslífs í Reykjavík, þar hittist fólkið og þaðan fóru fyrstu útvarps- lýsingar frá íþróttaviðburði á Ís- landi. Fyrstu ár fótboltans komu menn utan af landi til Reykjavíkur til að læra galdra knattspyrnunnar, leikreglur og annað, og fóru síðan heim til sín að boða fagnaðar- erindið.“ Sigmundur byrjaði á verk- inu af fullum krafti árið 2008 en segja má að hann hafi óbeint verið í því að safna efni um fótboltann allt frá því að hann var smápolli. Þá safnaði hann úrklippum um boltann og hélt saman margskonar tölfræði. Frá árinu 1971, eða í 40 ár, hefur hann starfað sem íþróttafréttamað- ur og viðað að sér ýmsum fróðleik. „Það hefur mikill tími farið í að leita uppi gömul gögn og myndir. Þó að stafræna tæknin í ljósmyndun sé af hinu góða þá halda menn ekki eins vel utan um myndirnar og áður og því getur oft verið djúpt á þeim. En verkefnið hefur verið mjög skemmtilegt og ég vona að vel hafi tekist til og lesendur eigi eftir að njóta um ókomna framtíð,“ segir Sigmundur, sem sagðist þó ekki vera búinn að taka síðustu spyrnuna á vellinum! KR-ingar lokuðu hringnum  Seinna bindið um sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu í 100 ár komið út  Léttir að þetta er búið, segir höfundurinn Sigmundur Ó. Steinarsson  Bækurnar samanlagt ein fimm kíló að þyngd Morgunblaðið/RAX Útgáfuhóf Sigursteinn Gíslason (t.v.) og Gunnar Guðmannsson með bækurnar ásamt Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, og Sigmundi Ó. Steinarssyni rithöfundi. Fyrstu eintökin voru afhent á blaðamannafundi hjá KSÍ í gær. Það var sannkölluð meist- arastemning á Laugardalsvell- inum í gær þegar stór hópur af gömlum meisturum mætti á völlinn til að fagna því að saga Íslandsmótsins er komin út. Fyrstu eintök fengu þeir Gunnar Guðmannsson og Sigursteinn Gíslason, sem báðir hömpuðu titlinum níu sinnum á glæsi- legum knattspyrnuferli sínum. Gunnar varð Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 og síð- ast árið 1965. Sigursteinn varð meistari með Skagamönnum fimm sinnum í röð, árin 1992- 1996, og síðan fjórum sinnum með KR árin 1999-2003, að 2001 undanskildu. Margfaldir meistarar BÓKINNI FAGNAÐ Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, hlaut í gær Ís- lensku bjartsýnisverðlaunin 2011. Frú Vigdís Finnbogadóttir, formað- ur dómnefndar, kynnti verðlauna- hafann við hátíðlega athöfn í Iðnó og arftaki hennar á Bessastöðum, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, afhenti Sig- rúnu áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé upp á eina milljón króna. Íslensku bjartsýnisverðlaun- in voru fyrst afhent árið 1981 og voru þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Þegar Bröste dró sig í hlé skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda verðlaununum við og hefur Alcan á Íslandi hf. verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. Sigrún Eldjárn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín gegn- um tíðina; myndskreytingar og barnabækur, m.a. Barnabókaverð- laun Reykjavíkurborgar. Sigrún fékk bjartsýnisverðlaunin Ljósmynd/Alcan Bjartsýnisverðlaun Sigrún Eldjárn með verðlaunin, ásamt Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju MEISTARAVERK! holabok.is/holar@holabok.is Örlög og afdrif skipalestanna sem fóru frá Hvalfirði á stríðsárunum með vopn og vistir til Rússlands. Mögnuð lesning um mannraunir og hetjudáðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.