Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 28
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Sauðárkrókur
Eftir gott haust hefur nú brugðið
til verri tíðar og kom norðlensk stór-
hríð í vikubyrjun en á miðvikudag
birti með kulda og stillu. Eins og oft
áður voru vegfarendur ekki nógu
gætnir og víða sáust uppfenntir bílar
í vegköntum eða utan vega eftir
veðrið. Sem betur fer er ekki vitað
um nein slys. Náttúran getur alltaf
valdið okkur erfiðleikum, það er vit-
að, en verra er þegar erfiðleikarnir
sem á dynja eru manngerðir.
Stjórnvöld boða enn eitt árið
stóran niðurskurð við heilbrigð-
isstofnun hér og draga svo aðeins í
land og fá heimamenn til að fagna
því að sparkið er ekki alveg eins
þjösnalegt og til stóð fyrst. Ljóst er
þó að fjölmörg störf glatast, þjón-
usta hverfur og íbúar verða að taka á
sig aukin óþægindi og kostnað til að
sækja þjónustu úr héraði.
Þá hefur, líklega til að gera þetta
allt léttara verið ákveðið að hætta
öllu flugi til Sauðárkróks um næstu
áramót, og nú verður eingöngu
treyst á landveginn, en á fjárlögum
næsta árs er nánast ekkert ætlað til
úrbóta í vegamálum á Nv.landi.
Líka hefur ríkisendurskoðun
spurt hvort Háskólinn á Hólum sé
rekstrareining sem unnt sé að reka
og er þá væntanlega stutt í að þessi
stofnun verði annað tveggja lögð
niður eða færð undir forræði stofn-
unar sunnan heiða.
Stjórn sveitarfélagsins hefur
enn ekki getað lagt fram fjárhags-
áætlun 2012 þar sem ekki liggur fyr-
ir framlag úr Jöfnunarsjóði, og jafn-
vel hefur verið boðað að um
niðurskurð verði þar að ræða og
hafa því fulltrúarnir frekar lítið til
að byggja áætlanirnar á.
Óvandaðir menn hafa oft sagt
að í Skagafirði sé bruggað ótæpi-
lega, sem er auðvitað fráleitt, en nú
hafa skagfirskir eignast sitt eigið
brugghús sem framleiðir eðalbjór
undir nafninu Gæðingur og fer vel á
því.
Fyrsti hvellur vetrar er farinn,
en hátíð jóla nálgast og senn fer dag
að lengja, jólahlaðborð eru í bæ og
héraði aðventukvöld eru í flestum
kirkjum, litlujól og helgileikir í öll-
um skólum, enda hefur enginn
bannað skagfirskum börnum að fara
með eitthvað fallegt í aðdraganda
jóla.
Vetur, við upphaf aðventu
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Sauðárkrókur Vetur konungur bankaði uppá á Króknum í vikubyrjun með norðan stórhríð en síðan stytti upp.
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
21 dagur til jóla
Laugardaginn 3. desember verður
mikið um að vera á Sólheimum.
Dagurinn byrjar klukkan 11.00
með jólastund Kirkjuskólans í Sól-
heimakirkju, jólasveinar koma í
heimsókn og heilsa upp á börn og
fullorðna.
Klukkan 14.00 verða tónleikar
Breiðfirðingakórsins í Sólheima-
kirkju og mun kórinn syngja jóla-
lög, létt og skemmtileg dagskrá en
líka hátíðleg. Klukkan 15.30 tekur
Bógómil Font við keflinu og heldur
uppi jólastemningu í kaffihúsinu
Grænu könnunni og flytur nokkur
erlend og innlend dægurlög ásamt
undirleikara. Aðgangur er ókeypis
á alla viðburði dagsins. Samsýning
vinnustofa er í Ingustofu, verslunin
Vala og kaffihúsið Græna kannan
eru opin frá 14-18. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Aðventudagar á Sólheimum
Sólheimar Jólasveinarnir vekja ætíð
mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni.
Handverkssala Ljóssins verður haldin laugardag-
inn 3. desember kl. 13-17 í dag, laugardag, í Þrótt-
arheimilinu við Engjateig í Laugardal. Hún er orð-
in árlegur viðburður fyrir jólin þar sem hægt er að
kaupa fallegar vörur á góðu verði, segir í tilkynn-
ingu.
Um 50 sjálfboðaliðar koma að sölunni, bæði á
handverksdaginn sjálfan en eins hefur verið stór
hópur af krabbameinsgreindum búið til hand-
verkið, saumað, prjónað, málað og smíðað. Í dag
má m.a. sjá nýja hönnun í peysum, kjólum og tösk-
um. Þá má ekki gleyma öllum aðstandendunum
sem gefa líka á söluna. Einnig verður selt vöfflukaffi á staðnum.
Um 300 einstaklingar sækja Ljósið heim í hverjum mánuði. Starfsemin
hefur vaxið ár frá ári í þau sex ár sem Ljósið hefur starfað. Nær öll starf-
semin er enn rekin fyrir styrktarfé. Nýlega festi Ljósið kaup á fasteign við
Langholtsveg.
Handverkssala Ljóssins í Þróttarheimilinu
Hinn árlegi jólabasar Kristniboðs-
félags kvenna verður haldinn laug-
ardaginn 3. desember frá kl. 14 í
Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut
58-60.
Á boðstólum verða kökur, ýmsir
munir, jólakort, skyndihappdrætti
o.fl. Einnig verður hægt að fá keypt
kaffi, heitt súkkulaði og nýbakaðar
vöfflur. Allur ágóði rennur til
starfsins í Austur-Afríku.
Jólabasar til styrkt-
ar kristniboðsstarfi
Aðventuhátíð Bergmáls verður
haldin í Háteigskirkju sunnudaginn
4. des. kl. 16.00.
Þarna munu gestir eiga notalega
samverustund, sungnir verða jóla-
sálmar, hugvekja flutt og Ágúst
Ólafsson baritón syngur nokkur
lög. Allir velunnarar Bergmáls eru
velkomnir með fjölskyldum sínum
og aðgangur er ókeypis.
Bergmál er vina- og líknarfélag
krabbameinssjúkra sem hefur
byggt Bergheima á Sólheimum.
Aðventuhátíð Berg-
máls í Háteigskirkju
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á
Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að langmestu
leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir sala jólakorta
veigamiklu hlutverki. Í ár verður gefið út nýtt
jólakort og merkispjald með myndinni „Aðfall
jóla“ eftir listamanninn Þóru Einarsdóttur en
hún vann myndina sérstaklega fyrir félagið og
gaf til birtingar á kortunum.
Jólakortin eru seld 8 saman í pakka ásamt um-
slögum á 1.400 kr. Merkispjöldin eru 8 saman í
pakka og eru seld á 400 kr. Hægt er að nálgast kortin hjá Blindrafélaginu,
Hamrahlíð 17, eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is. Sölumenn
frá Blindrafélaginu munu ganga í hús í desember og bjóða kortin til sölu.
Jólakort Blindrafélagsins komin út
Árlegt jólakaffi Hringsins verður
haldið á Broadway á morgun,
sunnudaginn 4. desember, kl. 13:30.
Miðasala hefst kl. 13. Boðið er upp
á kaffihlaðborð að hætti Hrings-
kvenna og margir listamenn koma
fram með hljóðfæraleik, söng,
dansi og glensi fyrir unga sem
aldna. Allir gefa þeir vinnu sína.
Þá verður happdrætti með góð-
um vinningum sem ýmis fyrirtæki
hafa gefið. Allur ágóði rennur til
veikra barna á Íslandi.
Jólakaffi Hringsins
Laugardag-
inn 3. desem-
ber kl. 11-16
verður hinn
árlegi jóla-
basar hald-
inn í Katt-
holti,
Stangarhyl
2, Reykjavík.
Á boð-
stólum verð-
ur ýmislegt
tengt jóla-
haldi s.s.
jólakort,
merkimiðar og jólaskraut. Einnig
kisuleikföng, kisuólar, ýmis smá-
varningur s.s. kisustyttur, skart,
úr, skrautmunir, bækur, geisla-
diskar, smákökur og fleira. Sýndar
verða nokkrar kisur í heimilisleit.
Gestum verður boðið upp á kaffi,
kakó og piparkökur.
Heimilislausar kisur
til sýnis á jólabasar