Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 31
VIÐTAL Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Breski tenórinn Paul Potts, sem sló svo eftirminnilega í gegn í sjón- varpsþáttunum Britain’s Got Talent árið 2007, verður öðru sinni á meðal þess tónlistarfólks sem kemur fram á tónleikunum Jólagestir Björgvins Halldórssonar sem fram fara klukk- an 16 í dag í Laugadalshöll og síðan aftur klukkan 21 í kvöld. Morgun- blaðið tók Potts tali af því tilefni. - Nú ertu staddur hér á Íslandi öðru sinni. Áttu von á því að það verði árlegur viðburður hjá þér að heimsækja Ísland? „Ég væri alveg til í það, það er frábært að hafa komið hingað tvö ár í röð. Það er mjög fallegt hérna og ég mun örugglega koma aftur.“ - Þú hefur vafalaust verið spurður ansi oft að þessu en áttirðu einhvern tímann von á þeim frama sem þú hefur notið? „Nei, ég átti aldrei von á því að starfa við það sem ég hef haft svo mikla unun af. Ég leit alltaf svo á að starf væri eitthvað sem maður yrði að gera til þess að geta greitt reikn- ingana sína. En þetta er vitaskuld draumur sem rættist að starfa við það sem ég hef unun af og ferðast til frábærra staða eins og Íslands.“ - Það hlýtur að hafa verið frá- bær upplifun þegar þú slóst í gegn í Britain’s Got Talent? „Þegar ég gekk út á sviðið átti ég ekki von á öðru en í mesta lagi að þetta væri fínt en þau hefðu samt ekki áhuga á því. Ég taldi mig ekki hafa rétta útlitið og ég söng ekki þá tónlist sem nýtur mestra vinsælda. Þannig að ég taldi mig ekki uppfylla nein af skilyrðunum og því kom það mér mjög á óvart að ná árangri í þáttunum. Ég var mjög stressaður í þáttunum og er reyndar alltaf stressaður áður en ég fer á svið. Ég held reyndar að það geti verið hjálp- legt og það kemur líka í veg fyrir að þú takir hlutunum sem gefnum.“ - Ætlarðu að ferðast eitthvað á Íslandi í heimsókn þinni? „Ég veit reyndar ekki hvað við munum hafa mikinn tíma aflögu en ég vona að við getum skoðað okkur eitthvað um áður en við yfirgefum landið.“ - Hvert er ferðinni heitið héð- an? „Það eru næst nokkrir tónleikar í Varsjá og síðan í Sviss og Dan- mörku og fleira til þess að halda mér uppteknum. Ég kíki annars reglu- lega í dagbókina mína vegna þess að hún breytist oft hratt.“ - Að lokum, er þetta bransi sem þú kannt vel við þig í? „Ég held að það sé alltaf mjög mikilvægt að vera maður sjálfur, sama hvað þú tekur þér fyrir hend- ur. Annars held ég að þú missir að hluta til sjónar á því hver þú ert. Ég hef þess vegna lagt áherslu á að reyna að gera áfram það sem ég hef alltaf gert og það hjálpar mér að halda fótunum á jörðinni og hafa stjórn á atburðarásinni.“ „Mikilvægt að vera maður sjálfur“ Morgunblaðið/Ómar Frægur Breski tenórinn Paul Potts í Laugardalshöll í gærkvöldi, áður en æfingar hófust fyrir tónleikana í dag.  Stórsöngvarinn Paul Potts kemur annað árið í röð fram á jólatónleikum Björgvins í dag  Morgunblaðið tók hann tali Paul Potts » Myndband af frumraun Potts í Britain’s Got Talent á YouTube, þar sem hann söng aríuna Nessun Dorma, hefur verið skoðað rúmlega 85 millj- ón sinnum. » Hann hefur selt milljónir eintaka af plötum sínum og komið fram á miklum fjölda tónleika um allan heim síðan hann sló í gegn. Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu stöðvaði 320 öku- menn í fyrra- kvöld og -nótt í sérstöku umferð- areftirliti. Einn ökumaður reynd- ist ölvaður við stýrið og annar var undir áhrifum fíkniefna en báðir eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Sem fyrr höfðu margir ökumenn ekki öku- skírteini meðferðis en slíkt kæru- leysi kostar viðkomandi 5.000 kr. Við eftirlitið naut lögreglan aðstoðar fé- laga sinna frá ríkislögreglustjóra. 320 ökumenn stöðvaðir í sér- stöku eftirliti Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í vikunni var samþykkt ályktun þar sem tillögum um ráðstöfun veiði- leyfagjalds frá starfshópi sjávarút- vegsráðherra er fagnað. Þær feli í sér viðurkenningu á þeirri miklu til- færslu fjármagns sem við lýði sé frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins og styðji þá viðleitni sem í tillögunum er að finna til að tekjurn- ar komi til baka, a.m.k. að hluta til. Í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi skiptist þannig að 50% renni í ríkissjóð, 40% til sjávarbyggða og 10% til þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi. Skagfirðingar vilja að veiðigjald verði einn af lögmætum tekjustofn- um sveitarfélaga. Ekki síst sé þetta mikilvægt á tímum þar sem gríðar- legur niðurskurður eigi sér stað víða um land, m.a. í heilbrigðis- og sam- göngumálum, „á sama tíma og at- vinnulífið og ekki síst fyrirtæki á landsbyggðinni eru látin bera æ meiri skattbyrði,“ segir í ályktun sveitarstjórnarinnar. Fagna tillögum um ráðstöfun veiðigjalds Morgunblaðið/Björn Björnsson Skagafjörður Sveitarstjórnin fagn- ar tillögum varðandi veiðigjald. útibúum okkar ... hann fær að velja sjálfur hvað hann vill ... og k og á ne sem ke Þú fær H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 1 -2 5 4 4 ortið gildir í verslunum um allan heim tinu. Gjafakortið er góð og gagnleg gjöf mur í fallegum umbúðum. ð gjafakort Íslandsbanka í öllum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.