Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Kauphöll Íslands hefur samþykkt umsókn stjórnar Haga hf. um töku hlutabréfa félagsins til viðskipa á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Þar segir að samþykkið sé háð því að félagið uppfylli skilyrði reglna fyrir útgefendur fjár- málagerninga í NASDAQ OMX Ice- land hf. um dreifingu hlutafjár fyr- ir skráningardag. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti Haga á markaði verði 15. desember nk., en Kauphöllin mun tilkynna fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Eins og fram hefur komið hér í Morg- unblaðinu hefst útboð Haga á 20- 30% hlut í félaginu á mánudag og er óskað eftir áskriftum á 11-13,5 krónur á hlut. Kauphöllin samþykkir viðskipti með Hagabréf Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fyrirhugaðar breytingar á lögum um innstæðutryggingar munu að líkindum hafa þau áhrif að fjár- munir, sem fram til þessa hafa verið á innlánsreikningum banka- stofnana, eiga í auknum mæli eft- ir að leita til annarra fjárfest- ingakosta – einkum ríkisskuldabréfa og fasteigna. Þetta kemur fram í skýrslu IFS Greiningar um skuldabréfamark- aðinn. Til hefur staðið í nokkurn tíma að ráðast í breytingar á innstæðu- tryggingakerfinu, en efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti nýlega efnhagsáætlun ráðuneytisins þar sem fram kemur að stefnt sé að lögleiðingu nýs innstæðutrygg- ingakerfis fyrir lok þessa árs. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hins vegar óvíst hvort það muni takast fyrir þann tíma. Í frumvarpi um innstæðutrygg- ingar, sem lagt var fram í fyrra, var lagaleg skilgreining á hugtak- inu „innstæða“ þrengd frá núgild- andi lögum. Heildsölu- og peninga- markaðsinnlán eru ekki lengur talin til innstæðna og sömuleiðis innstæður fyrirtækja þar sem inn- lánsstofnun fer með virkan eign- arhlut. Að sama skapi er fallið frá lág- markstryggingu upp á 20.887 evrur en í staðinn tekin upp hámarks- trygging sem nemur 100.000 evr- um. Sigurður Örn Karlssson, hag- fræðingur hjá IFS Greiningu, segir í samtali við Morgunblaðið að verði sambærilegt frumvarp að lögum sé líklegt að stór fyrirtæki, sem hafi tekist að byggja upp góða sjóðs- stöðu á undanförnum misserum, muni hafa meiri ástæðu en áður til að leita annarra fjárfestingakosta en innlánsreikninga. Þetta ætti við um þau fyrirtæki þar sem innstæður þeirra gætu fallið utan við tryggingakerfið og jafnframt innstæður fjárfesta, ein- staklinga og fyrirtækja sem falla innan tryggingakerfisins en væru umfram 100 þúsund evra mörkin. Svipaða sögu má segja um lífeyr- issjóði, að sögn Sigurðar, en eigna- staða þeirra í sjóðum og innstæðum hefur aukist mikið eftir bankahrun- ið 2008 vegna fárra fjárfestinga- kosta og stóð hún fyrir skemmstu í tæplega 160 milljörðum króna. Ljóst er að lífeyrissjóðir þurfa því að finna góðan farveg fyrir þessar innstæður – ekki síst ef inn- stæðutryggingakerfinu verður breytt á næstunni. Sigurður bendir á að auk fjár- festingakosta á borð við ríkis- skuldabréf – en IFS spáir að um- framspurn eftir skuldabréfum 2012 muni nema 38 milljörðum – þá sé líklegt að fyrirhuguð hlutafjárútboð eigi eftir að trekkja að lífeyrissjóð- ina. Leita annarra fjárfestinga  Áform um nýtt innstæðutryggingakerfi myndu draga úr sókn í innlán  Lífeyrissjóðir þurfa að finna góðan farveg fyrir bankainnstæður Bankainnstæður lífeyrissjóða * M.v. 30. septemberHeimild: Seðlabanki Íslands og IFS Greining 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 * Tölur eru í milljörðum króna 9. 0 94 10 .3 23 8. 80 5 11 .2 80 14 .3 31 18 .8 85 21 .9 40 28 .5 59 15 .0 37 44 .9 64 16 9. 03 2 16 2. 52 9 15 8. 64 4 15 8. 15 7 Actavis hefur eignast allt hlutafé í PharmaPack International B.V. Kaupverðið er ekki gefið upp. Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að PharmaPack hafi aðsetur í Zoetermeer í Hollandi og sérhæfi sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum og líftæknilyfjum. Fyrirtækið hafi um- talsverða reynslu í að uppfylla mis- munandi kröfur fyrirtækja og landa um pökkun og hafi sinnt pökkun fyr- ir lyfjaiðnaðinn undanfarin 30 ár. Afhendingartími styttur um helming „Ég hef þekkt til þessa góða félags í langan tíma og er verulega stoltur af því að forsvarsmenn þess ákváðu að velja Actavis sem nýja eigendur, því það var augljóst að þeim stóðu fleiri kostir til boða,“ er haft eftir Claudio Albrecht, forstjóra Actavis, í tilkynningu félagsins. Albrecht segir kaupin munu auka til muna sveigjanleikann á útboðs- mörkuðum og gera Actavis kleift að sinna minni pöntunum á lágmarks- magni fyrir smærri markaði. Actavis kaupi umtalsvert magn af lyfjum af öðrum framleiðendum. Afhendingartíminn sé oft frá sex mánuðum og upp í níu, sem sé allt of langur tími. Með kaupunum á PharmaPack International takist fyrirtækinu að stytta afhendingar- tímann um meira en helming. agnes@mbl.is Actavis kaupir PharmaPack Morgunblaðið/Kristinn Ánægður Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, er ánægður með kaupin.  Sérhæfir sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum STUTTAR FRÉTTIR ... Afgangur Viðskipti við útlönd hagstæð. Viðskiptin hagstæð um 11,7 milljarða króna ● Viðskiptajöfnuður mældist hag- stæður um 11,7 ma.kr. á þriðja ársfjórð- ungi samanborið við 32,1 ma.kr. óhag- stæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 33,5 ma.kr. og 27,3 ma.kr. á þjónustu- viðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 47,6 ma.kr, skv. Seðlabankanum. Halla á þáttatekjum má eins og áður rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. ● Gistinætur á hótelum í október síð- astliðnum voru 117.000. Til sam- anburðar voru þær 105.000 í október í fyrra og fjölgaði því um 11% milli ára. Erlendir gestir gistu langflestar nætur, 74% af öllum gistinóttum, og fjölgaði um 13% frá október í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%. Gistinóttum fjölgaði um 11% á milli ára                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +,/-0+ ++1-11 .+-2.3 .4-2.3 +3-/+. +.,-,. +-/+3+ +,2-./ +/5-.3 ++,-25 +,/-31 ++3 .+-25 .4-2,3 +3-/10 +.5-+, +-/.+/ +,2-, +/5-3. .+/-,/01 ++,-33 +,1-.+ ++3-02 .+-//0 .4-/23 +3-1+2 +.5-/2 +-/./5 +,/-0/ +14-+3 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eigu Arion banka. Markmið félagsins er að þróa öflugt fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða um hundrað og tíu þúsund fermetra af góðu húsnæði. Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal helstu leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Landfestar ehf. Sími 422 1400, www.landfestar.is Upplýsingar veitir: Jón Gretar Jónsson rekstrarstjóri s. 422 1400 / 856 1413 jon@landfestar.is Borgartúnið býður afar lífvænleg skilyrði fyrir rekstur kaffihúss. Þar iðar allt af mannlífi og gangandi umferð hefur aukist verulega undanfarið. Landfestar óska eftir rekstraraðila til að reka og leigja kaffihúsið í anddyri Borgartúns 26. Í húsinu starfa um 600 manns hjá 10 öflugum fyrirtækjum. Kaffihús í B26 Til sölu Verðbréfafyrirtæki - eignastýring og ráðgjöf Bankastræti 5 101 Reykjavík Arev verðbréfafyrirtæki hf. hefur samið við eigendur félagsins A4 Skrifstofa og skóli ehf. um sölu á félaginu í opnu tilboðsferli. A4 er í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrða- vara. Hjá A4 er lögð áhersla á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini og vandað og gott vöruúrval. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Sigurð Berntsson eða Jón Scheving Thorsteinsson í síma 551-2500 eða sendið tölvupóst á netfangið sb@arev.is eða jst@arev.is fyrir 11. desember 2011.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.