Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 42
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Óvenjumikið grjót- hrun í Oddskarðs- göngunum sem innan- ríkisráðherra og nokkrir siðblindir starfsmenn Vegagerð- arinnar þræta fyrir komst í fréttirnar sl. vor við litla hrifningu íbúa Fjarðabyggðar. Meirihluti heima- manna á suðurfjörð- unum, Mið-Austur- landi og norðan Fagradals telur að allar fullyrðingar um gott ástand í einbreiðu slysagildrunni sem er á snjóflóðasvæði í 620 m hæð séu ótrúverðugar. Þær eru fyrst og fremst settar fram í formi rökleys- unnar í þeim tilgangi að réttlæta tilefnislausar árásir á Norðfirðinga og samgöngumál Fjarðabyggðar sem heimamenn, stjórnendur Al- coa og allir þingmenn Norðaust- urkjördæmis áttu að mótmæla. Nú festast Norðfirðingar og Seyðfirðingar í klóm svikahrappa sem bjóða þeim birginn og gera misheppnaða tilraun til að fjár- magna Vaðlaheiðargöng í formi vegtolla þegar þingmenn Norðausturkjördæmis sitja á svik- ráðum gagnvart Austfirðingum. Það var tilgangurinn með kjör- dæmabreytingunni sem Alþingi var blekkt til að samþykkja. Í einn klukkutíma og 20 mínútur hef ég lokast inni á milli tveggja flutn- ingabifreiða sem ekið var úr gagn- stæðum áttum inn í tvær ein- breiðar slysagildrur norður á Tröllaskaga og eina sem stendur í 620 m hæð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Fyrri hluta maí- mánaðar bárust frétt- ir af því að tveir 100 kg þungir steinar hefðu losnað inni í Oddskarðsgöngunum þó að forstöðumaður Vegagerðarinnar á Ísafirði sem vill vera í vitorði með Ögmundi Jónassyni haldi fram hinu gagnstæða. Báðir þessir stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga sem eru úr tengslum við raunveruleikann taka engar ákvarðanir um hvort það eigi að afskrifa fyrirhuguð Norð- fjarðargöng endanlega eða ekki. Til þess er hönnunarferlið alltof langt komið. Í gegnum Oddskarðs- göngin hefur umferð stóraukist allt árið um kring eftir að sveit- arfélögin á Mið-Austurlandi sam- einuðust án þess að ráðist væri í meiriháttar viðhald á þessari dauðagildru sem felst í því að klæða hana að innan. Að loknum frosthörkum alla vetrarmánuðina eykst hættan á miklu grjóthruni í þessari slysagildru á vorin sem forstöðumaður Vegagerðarinnar á Ísafirði getur alltaf þrætt fyrir. Hvað eftir annað hafa stuðnings- menn Vaðlaheiðarganga í þessum árásum á Austfirðinga spilað sömu þvæluna upp í honum. Greinilegt er að hann tapar algerlega öllum áttum án þess að honum sé það ljóst hvort hann hafi áður lokast inni í einbreiðu flöskuhálsunum á norðanverðum Vestfjörðum eða setið fastur í 620 m hæð austur á fjörðum. Þessum forstöðumanni sam- göngumála á Vestfjörðum og starfsbræðrum hans er ljúft að af- skræma allar staðreyndir um grjóthrunið í slysagildrunni milli Eskifjarðar og Norðfjarðar þegar þeir sjá þingmenn Norðaust- urkjördæmis halda uppi árásum á samgöngumál Fjarðabyggðar og þá Norðfirðinga sem telja miklu öruggara fyrir sig að flytja lög- heimili sitt til Reyðarfjarðar eftir að þeir fengu vinnu í álverinu hjá Alcoa. Egilsstaðabúar, Héraðsbúar og Seyðfirðingar sem þar starfa hafa neyðst til að flytja lögheimili sitt úr sinni heimabyggð til Reyð- arfjarðar vegna þess að þeir telja leiðirnar á Fagradal og Fjarð- arheiði alltof illviðrasamar og snjó- þungar. Sömu fréttir berast líka frá Norðfirðingum sem fullyrða að of mikil veðurhæð komi í veg fyrir að þeir geti treyst báðum leiðunum upp að Oddskarðsgöngunum. Þetta veldur því að heimamenn búsettir utan Norðfjarðar geta ekki treyst á stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað þegar starfsmenn Vegagerðarinnar verða hvað eftir annað að hætta snjómokstri á Fagradal og Fjarðarheiði vegna snjóþyngsla og veðurhæðar sem hefur náð meira en 30 metrum á sekúndu. Ein forsendan fyrir því að allir Austfirðingar geti treyst á stóra Fjórðungssjúkrahúsið næstu áratugina er að ákvörðun um tví- breið jarðgöng í stað gömlu Odd- skarðsganganna liggi fyrir á þessu kjörtímabili. Starfandi læknar í Neskaupstað ættu að standa saman og svara því hvort þeir vilji beina þeirri spurn- ingu til þingmanna Norðaustur- kjördæmis að skoðaðir verði möguleikar á jarðgöngum undir Eskifjarðarheiði. Fyrr geta heima- menn norðan Fagradals aldrei treyst á stóra Fjórðungssjúkra- húsið. Árás Vegagerðarinnar á Norðfirðinga Eftir Guðmund Karl Jónsson » Að loknum frost- hörkum alla vetr- armánuðina eykst hætt- an á miklu grjóthruni í þessari slysagildru á vorin sem forstöðumað- ur Vegagerðarinnar á Ísafirði getur alltaf þrætt fyrir. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein“, val- inn úr felliglugganum. Ekki er leng- ur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is • Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Reykjavík Eignir óskast 2ja herbergja íbúðir óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-400 fm einbýli í Þingholtunum. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Raðhús í Fossvogi óskast Höfum kaupanda að raðhúsi í Fossvogi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 Einbýlishús í Vesturborginni óskast Æskileg stærð 300-400 fm. Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 Húseign í nágrenni Landakotstúns óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm húseign sem næst Landakotstúni, staðgreiðsla í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. 800-1200 fm atvinnuhúsnæði óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 800 - 1200 fm atvinnuhúsnæði, helst á einni hæð með góðri lofthæð. Æskileg staðsetning eru Hvörfin í Kópavogi eða Hálsarnir í Árbænum. Mosfellsbær kemur einnig til greina. Aðeins kemur til greina heil húseign. Stað- greiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Geir Pálsson á Eignamiðlun 2-4 þús. fm húsnæði í Örfisey óskast Óskum eftir fyrir fjársterkan aðila 2-4þús. fm húsnæði í Örfisey. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð í Vesturborginni eða í Hlíðunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120 - 150 fm sérhæð í Vestur- borginni eða í Hlíðunum. Góðar greiðslur í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Óskum eftir 2ja herbergja Fjársterkur kaupandi óskar eftir þremur 2ja herb. íbúðum, helst í sama húsi, miðsvæðis í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Vantar - Vantar - Vantar Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir af íbúðarhúsnæði. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Eignamiðlunar. holabok.is/holar@holabok.is Glæsilegt ættfræðirit. Ómissandi fyrir þá sem eru af Engeyjarætt sem og áhuga- menn um ætt- fræði og þjóð- legan fróðleik. ENGEYJARÆTT Mami „True Beauty“ My spirit is abundant and free Kimmidoll á Íslandi Ármúla 38 | Sími 588 5011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.